Morgunblaðið - 31.08.2005, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR
2 C MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
KNATTSPYRNA
Efsta deild karla,
Landsbankadeild
Fylkir – Keflavík ..................................0:1
– Hólmar Örn Rúnarsson 76.
Staðan:
FH 16 15 0 1 47:8 45
Valur 16 10 2 4 28:12 32
ÍA 16 8 2 6 20:19 26
Keflavík 16 6 6 4 25:28 24
KR 16 7 1 8 19:22 22
Fylkir 16 6 2 8 25:27 20
Fram 16 5 2 9 17:25 17
ÍBV 16 5 2 9 18:27 17
Grindavík 16 4 3 9 19:37 15
Þróttur R. 16 2 4 10 16:29 10
Markahæstir:
Tryggvi Guðmundsson, FH.................. 13
Allan Borgvardt, FH ............................ 13
Hörður Sveinsson, Keflavík ................... 8
Garðar B. Gunnlaugsson, Val ................ 7
Matthías Guðmundsson, Val .................. 7
Björgólfur Takefusa, Fylki .................... 6
Hjörtur J. Hjartarson, ÍA...................... 6
Steingrímur Jóhannesson, ÍBV ............. 5
Viktor Bjarki Arnarsson, Fylki ............. 5
Guðmundur Steinarsson, Keflavík......... 5
3. deild karla
8-liða úrslit, síðari leikir:
Víðir – Sindri ........................................0:1
– Seval Zahirovic 3.
Sindri áfram, 2:1 samanlagt.
ÍH – Leiknir F.......................................2:3
Engilbert Garðarsson 61., Eiríkur Snæ-
björn Einarsson 89. – Vilberg Jónasson
50. (víti), 87., Daði Steinsson 83.
Leiknir áfram, 4:3 samanlagt.
Reynir S. – Hvöt ...................................3:2
Hafsteinn Friðriksson 74., 98., 117. –
Dejan Duric 15., Óskar Snær Vignisson
34.
Reynir S. áfram, 5:3 samanlagt.
Höttur – Grótta.....................................0:4
– Ásmundur Haraldsson 44., Ásgrímur
Sigurðsson 48., Sveinn Guðmundsson
67., 71.
Grótta áfram, 7:0 samanlagt
Í úrslitaeinvígjum um sæti í 2. deild
mætast Sindri – Leiknir F. og Reynir S.
– Grótta.
1. deild kvenna
Undanúrslit, síðari leikur:
Þór/KA/KS – Haukar ..........................5:1
Rakel Hönnudóttir 28., 55., Freydís
Jónsdóttir 63., Rakel Hinriksdóttir 79.,
Jónína Íris Ásgrímsdóttir 90. – Linda
Þorláksdóttir 16.
Þór/KA/KS áfram, 7:1 samanlagt, og
mætir Fylki í úrslitaleik um sæti í úr-
valsdeildinni.
England
1. deild:
Wolves – QPR........................................3:1
Carl Cort 8., 24., 90. - Kevin Gallen 12.
Staðan:
Sheff. Utd 6 5 0 1 14:7 15
Reading 6 4 1 1 13:3 13
Luton 6 4 1 1 10:6 13
Watford 6 3 2 1 12:8 11
Southampton 6 3 2 1 7:4 11
Wolves 6 3 2 1 8:6 11
Leeds 5 3 1 1 6:3 10
Stoke City 6 3 1 2 8:8 10
Ipswich 6 3 1 2 6:8 10
Derby 6 2 3 1 9:7 9
Hull 6 2 3 1 5:3 9
Preston 6 2 2 2 8:7 8
QPR 6 2 2 2 5:8 8
Cr. Palace 5 2 1 2 6:5 7
Coventry 6 1 3 2 6:8 6
Brighton 6 1 3 2 5:7 6
Crewe 6 1 3 2 8:11 6
Leicester 6 1 3 2 8:11 6
Burnley 6 1 1 4 10:11 4
Cardiff 5 1 1 3 6:9 4
Plymouth 6 1 1 4 5:10 4
Sheff. Wed. 5 0 3 2 2:4 3
Norwich 6 0 3 3 4:8 3
Millwall 6 0 1 5 3:12 1
KÖRFUKNATTLEIKUR
Kína – Ísland 96:80
Harbin, Kína, vináttulandsleikur karla,
þriðjudaginn 30. ágúst 2005.
Gangur leiksins: 22:24, 52:43, 82:62,
96:80.
Stig Íslands: Magnús Þór Gunnarsson
21, Hlynur Bæringsson 18, Jón Arnór
Stefánsson 13, Sigurður Þorvaldsson 9,
Friðrik Stefánsson 7, , Logi Gunnarsson
6, Jakob Sigurðsson 3, Helgi Magnússon
3.
HANDKNATTLEIKUR
HK tapaði í gær fyrir litháíska hand-
knattleiksliðinu Panevézio í æfingaleik
sem fram fór í Litháen, 27:31, en HK var
yfir í hálfleik, 19:14. Vilhelm Gauti Berg-
sveinsson og Remi Cepulis skoruðu 6
mörk hvor fyrir HK. Þjálfari Panevézio
er Gintaras Savukynas, sem lengi lék
með Aftureldingu.
KNATTSPYRNA:
Efsta deild kvenna, Landsbankadeild:
Akranesvöllur: ÍA – Breiðablik............18.30
Stjörnuvöllur: Stjarnan – Keflavík......18.30
KR-völlur: KR – ÍBV ............................18.30
Kaplakrikavöllur: FH – Valur..............18.30
Í KVÖLD
SVETLANA Kuznetsova, rúss-
neska tenniskonan sem sigraði á
Opna bandaríska mótinu í fyrra,
skráði nafn sitt öðru sinni í sögu-
bækurnar á mánudaginn þegar hún
varð fyrsti meistarinn í kvenna-
flokki til að falla úr keppni í fyrstu
umferð árið eftir.
Meistarinn mætti löndu sinni
Ekaterinu Bychkovu í fyrstu um-
ferð mótsins á mánudaginn og reið
ekki feitum hesti frá þeirri við-
ureign því hún tapaði 6-3 og 6-2.
Hún tók tapinu með stóískri ró
og bar sig nokkuð vel. „Það er
betra að fá tækifæri til að verja
titilinn en að hafa aldrei unnið
hann. Ég hef sigrað á mótinu og er
ánægð með það og ég á eftir að
koma hingað aftur og keppa – og
vonandi sigra aftur,“ sagði hún.
Það hefur gengið fremur illa hjá
Kuznetsovu síðan hún sigraði á
Opna bandaríska í fyrra. Hún hefur
aðeins sigrað á einu móti síðan þá,
litlu móti á Balí skömmu eftir að
hún hrósaði sigri í New York.
Meistarinn, sem er aðeins tvítug,
segir að sigurinn á Opna banda-
ríska hafi vissulega sett mikinn
þrýsting á sig. „Maður setur óneit-
anlega þrýsting á sjálfan sig eftir
svona sigur og hlustar allt of mikið
á hvað fólk segir og hvað fjölmiðlar
segja. Það eina sem maður getur í
raun gert er að gera sitt besta.
Þetta var greinilega ekki minn dag-
ur og hvað get ég gert við því? Ekk-
ert nema reyna að læra af reynsl-
unni,“ segir hin tvítuga tenniskona.
Kuznetsova féll úr leik
á Opna bandaríska
Flestir reiknuðu með því að Owenmyndi snúa aftur til Liverpool,
og það var heitasta ósk hans sjálfs, en
Liverpool var ekki tilbúið til að greiða
umrædda upphæð fyrir hann, sam-
kvæmt breskum fjölmiðlum.
Mikil gleði ríkir í Newcastle yfir
þessum tíðindum og stuðningsmenn
liðsins voru mættir í höfuðstöðvar
þess til að kaupa treyjur með nafni
hans áður en hann hafði lokið lækn-
isskoðun hjá félaginu í gær.
Ian Gilmour, formaður samtaka
stuðningsfélaga Newcastle United,
sagðist varla trúa sínum eigin eyrum.
„Ég er nánast orðlaus, ég hélt að
Owen væri á leiðinni til Liverpool og
er mjög hissa á að okkur skuli hafa
tekist að fá hann hingað á St. James
Park. Þetta er stór viðburður í sögu
félagsins og er í svipuðum stærðar-
flokki og þegar Alan Shearer var
keyptur fyrir níu árum. Owen er
fremsti sóknarmaður Englands og
Freddy Shepherd stjórnarformaður
og félagið eiga mikið hrós skilið fyrir
að krækja í hann,“ sagði Gilmour.
Getur orðið ein af
goðsögnum félagsins
Newcastle hefur enn ekki skorað
mark eftir fjóra leiki í ensku úrvals-
deildinni og Graeme Souness, knatt-
spyrnustjóri, er talinn mjög valtur í
sessi. „Þetta eru stærstu kaup sem ég
hef átt þátt í sem knattspyrnustjóri
og Owen fellur inn í þá hefð New-
castle að eiga frábæra framherja.
Hann getur orðið ein af goðsögnunum
í sögu félagsins. Það erfiðasta af öllu í
fótboltanum er að krækja í mennina
sem skora mörkin og Michael hefur
sýnt að hann er sá besti sem England
á í því hlutverki,“ sagði Souness.
Owen fékk að sama skapi góðar
kveðjur frá leikmönnum og stjórn-
endum Real Madrid. Arrigo Sacchi,
yfirmaður knattspyrnumála hjá
spænska félaginu, sagði að það væri
mikil eftirsjá að Owen. „Við höfum
misst frábæran leikmann og mjög já-
kvæðan mann. En ég skil hann vel,
hann vildi fara til að geta spilað meira
en hann hefur átt kost á hjá okkur,
fyrst og fremst vegna þess að heims-
meistarakeppnin er á næsta ári.
Ástæður hans voru augljósar og við
óskum honum alls hins besta en erum
afar leiðir að sjá á bak honum,“ sagði
Sacchi.
Hittir nýja félaga
ekki fyrr en í næstu viku
Það verður þó bið á að Owen hitti
samherja sína í Newcastle eða verði
kynntur opinberlega fyrir stuðnings-
mönnum félagsins. Hann fór beint til
móts við enska landsliðshópinn eftir
læknisskoðunina í gær en leikmenn
Newcastle eru staddir í Málaga á
Spáni þar sem þeir dvelja í æfinga-
búðum á næstunni.
Michael Owen er 25 ára gamall og
skoraði 118 deildamörk í 216 leikjum
með Liverpool frá 1997 til 2004. Hann
varð annar markahæsti leikmaður
Real Madrid á síðasta tímabili með 16
mörk þrátt fyrir að hann ætti ekki
fast sæti í liðinu fyrr en á lokaspretti
tímabilsins. Owen hefur skorað 32
mörk í 71 leik með enska landsliðinu,
sem hann hefur leikið með frá 18 ára
aldri.
Mikil gleði í Newcastle eftir kaup á
Michael Owen frá Real Madrid
„Er nánast
orðlaus“
Eftir Víði Sigurðsson
vs@mbl.is
ENSKI landsliðsmiðherjinn Michael Owen gekk í gær til liðs við New-
castle og samdi við félagið til fjögurra ára. Kaupverð hefur ekki verið
formlega gefið upp en talsmaður Newcastle hefur sagt að það sé það
hæsta í sögu félagsins. Breskir fjölmiðlar sögðu í gær að það væri 17
milljónir punda, tæpir 2 milljarðar króna en Newcastle greiddi 15
milljónir punda fyrir Alan Shearer árið 1996. Newcastle kaupir Owen
af Real Madrid en hann var aðeins í rúmt ár í röðum spænska stór-
veldisins, eftir að það keypti hann frá Liverpool sumarið 2004.
Þetta var sjötti ósigur Fylkismanna áheimavelli í sumar en liðið státar
aðeins af einum sigri á Árbæjarvelli í ár,
gegn Þrótturum í 5. umferð þann 12.
júní. Leikmenn Árbæjarliðsins geta þó
engum nema sjálfum sér um kennt
hvernig fór í gær. Þeir höfðu undirtökin
lengst af leiknum, sköpuðu sér fullt af
tækifærum en sváfu svo á verðinum í
varnarleiknum þegar Hólmar Örn Rún-
arsson skoraði sigurmarkið stundar-
fjórðungi fyrir leikslok.
Töpuðum á eigin klaufaskap
,,Við vorum sjálfum okkur verstir og
sú staðreynd blasir við eftir þennan ósig-
ur að við erum komnir aftur á hættu-
svæðið. Við áttum alls ekki að tapa en
fyrir okkar klaufaskap þá gerðum við
það. Við óðum í færum nær allan leikinn
en sváfum svo á verðinum í einni af fáum
hættulegum sóknum þeirra,“ sagði Val-
ur Fannar Gíslason, fyrirliði Fylkis, við
Morgunblaðið eftir leikinn. Valur bætti
við: ,,Nú er ekkert sem heitir annað en
að vinna FH-ingana í næsta leik og gull-
tryggja sætið.“
Leikurinn fór að mestu leyti fram á
vallarhelmingi Keflvíkinga í fyrri hálf-
leiknum. Fylkismenn virkuðu sprækir
og voru miklu markvissari í sínum að-
gerðum heldur en Keflvíkingar. Öll fær-
in í fyrri hálfleik féllu Árbæingum í skaut
og í þrígang skall hurð nærri hælum við
mark Keflvíkinga. Álverkið kom Keflvík-
ingum einu sinni til bjargar í hálfleiknum
en eftir fyrirgjöf Ragnars Sigurðssonar
sem hafði viðkomu í varnarmanni Kefl-
víkinga datt boltinn ofan á slána. Kefl-
víkingar vörðust vel og áttu af og til
ágætar skyndisóknir sem brotnuðu oftar
en ekki á varnarmönnum Fylkis.
Fylkismenn héldu áfram að þjarma að
Keflvíkingum í upphafi síðari hálfleiks.
Gunnar Þór Pétursson þrumaði boltan-
um í utanverða stöngina úr aukaspyrnu
og Kjartan Ágúst Breiðdal, sem kom
Enn tap
ir í Árb
Eftir Guðmund Hilmarsson
gummih@mbl.is
Fylkismaðurinn Helgi Valur Daníelsson á hér í hö
FYLKIR er enn í fallhættu eftir ósigur gegn Keflvíkingum í lokaleik 16.
umferðar Landsbankadeildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Fylkis-
menn skortir enn eitt stig til að tryggja tilverurétt sinn í deildinni en Kefl-
víkingar skutust upp fyrir KR-inga í fjórða sætið og eru þar með í barátt-
unni um þriðja sætið sem gefur Evrópusæti fari svo að Valsmenn beri
sigurorð af Fram í bikarúrslitaleiknum.
Valskonur
spila í
Eskilstuna
DJURGÅRDEN/ÄLVSJÖ,
sænsku meistararnir í knatt-
spyrnu kvenna, hafa ákveðið
að milliriðill UEFA-bikars-
ins verði leikinn í bænum
Eskilstuna en ekki á heima-
velli liðsins í Stokkhólmi.
Eskilstuna er skammt vest-
an við Stokkhólm. Valskonur
leika í riðlinum með sænsku
meisturunum, Masinac Nic
frá Serbíu-Svartfjallalandi
og Alma frá Kasakstan. Allir
leikir riðilsins verða spilaðir
á tveimur leikvöngum í Esk-
ilstuna dagana 13.–17. sept-
ember.
ÚRSLIT