Morgunblaðið - 16.09.2005, Blaðsíða 14
þjöppun verði á flugmarkaðinum.
„Mér finnst þetta vera mjög spenn-
andi og góð þróun að það eigi sér
stað samþjöppun í þessum geira.
En auðvitað er það alltaf þannig að
þegar svona hlutir gerast þá geta
gamlir vinir allt í einu orðið keppi-
nautar. Við munum auðvitað bregð-
ast við samkeppni og tökum ákvarð-
anir um það þegar að því kemur,“
segir Lindegaard.
Pálmi á forsíðu Børsen
Fjallað er nokkuð ýtarlega um
hugsanleg kaup FL Group á Sterl-
ing í öllum helstu fjölmiðlum Dan-
JØRGEN Lindegaard, forstjóri
SAS, segir í samtali við Morgun-
blaðið að það sé deginum ljósara að
öllu samstarfi félagsins og Ice-
landair verði hætt ef FL Group
kaupir flugfélagið Sterling Avia-
tion. Spurður hvort SAS muni þá
íhuga að taka aftur upp flug til Ís-
lands segist Lindegaard ekki
treysta sér til þess að svara því eins
og er. Það séu ekki tímabærar
vangaveltur. Að öðru leyti telur
Lindegaard það jákvætt að sam-
merkur, s.s. Politiken, Berlingske
Tidende og Jyllands-posten og
raunar víðar um Skandinavíu.
Pálmi Haraldsson, annar eigandi
Sterling, skreytti forsíðu danska
viðskiptablaðsins Børsen í gær en í
blaðinu er ýtarlegt viðtal við Pálma.
„Hlutirnir ganga hratt fyrir sig á
Íslandi. Þetta kom greinilega á dag-
inn í gær [miðvikudag] þegar ljóst
var að íslenskir eigendur Sterling
væru ef til vill þegar við það að selja
félagið, aðeins einum degi eftir að
endanlega var gengið frá Kaupun-
um á Maersk Air,“ segir í inngangi
að viðtalinu við Pálma. Þar segir
hann m.a. að ef af kaupunum verði
muni það leiða til hraðari vaxtar hjá
Sterling og að félagið muni fljúga
fyrr vestur um haf en til stóð. Eftir
tvö ár geti Sterling verið farið að
fljúga með átta til tíu milljónir far-
þega þar sem Icelandair ráði yfir
mörgum og stórum flugvélum, áætl-
unarkerfi félagsins henti Sterling
fullkomlega, og þeir kynnu að hafa
áhuga á að auka vægi Kaupmanna-
hafnar í flugsamgöngum.
Þá segir Pálmi við Børsen að hug-
myndir Sterling um að fljúga til
Bandaríkjanna hafi opnað augu FL
Group. „Ef við færum að fljúga
þangað með stórum vélum myndum
við setja pressu á Icelandair. Gangi
þessi viðskipti eftir mun það koma
sér vel fyrir alla að mínu mati.“
Pálmi segir að hann hafi sett það
sem algert skilyrði að Sterling verði
rekið sem sjálfstætt dótturfélag
með höfuðstöðvar í Kaupmanna-
höfn og að ekki verði gerðar breyt-
ingar á yfirstjórn félagsins. Þá seg-
ist Pálmi ekki heldur ætla sér að
yfirgefa Sterling þótt af kaupunum
verði. Til greina geti komið að hann
verði áfram stjórnarformaður og fái
umtalsverðan hluta í FL Group sem
greiðslu fyrir Sterling og fá þannig
áhrif þar.
Kaup myndu þýða
hraðari vöxt Sterling
Jørgen Lindegaard, forstjóri SAS.
Gamlir vinir geta orðið keppinautar segir forstjóri SAS
Eftir Arnór Gísla Ólafsson
arnorg@mbl.is
14 FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● HLUTABRÉF lækkuðu í verði í
Kauphöll Íslands í dag, fjórða daginn
í röð. Úrvalsvísitalan lækkaði um
0,53% og er
4.489 stig.
Bréf Bakka-
varar hækk-
uðu um 1,2%,
bréf Icelandic
Group um
1,02% og bréf Nýherja hækkuðu um
0,75%. Bréf Flögu lækkuðu um 4,1%
og bréf Landsbankans um 2,3%. Við-
skipti með hlutabréf námu 2,8 millj-
örðum, þar af 923 milljónum með
bréf Kaupþings banka.
Hlutabréf lækkuðu
● ÞÝSKI bankinn Deutsche Bank
hefur bæst í hóp þeirra erlendu aðila
sem hafa gefið út skuldabréf í ís-
lenskum krónum. Í gær gaf bankinn
út skuldabréf fyrir 2,5 milljarða
króna og eru þau til eins árs. Vextir
eru 8%.
Í gær tilkynnti einnig hollenski
bankinn Rabobank að bætt hefði ver-
ið við útgáfu bankans. Viðbótin hljóð-
aði upp á 3 milljarða króna og er
heildarútgáfa bankans nú orðin 9
milljarðar. Þar með er heildarútgáfa
erlendra aðila á skuldabréfum í ís-
lenskun krónum orðin 36 milljarðar
króna.
Aukin útgáfa
skuldabréfa
SKIPTING Burðaráss og samein-
ing félagsins við Landsbankann
annars vegar og Straum Fjárfest-
ingarbanka hins vegar var sam-
þykkt á hluthafafundum í félögun-
um þremur í gær. Er þetta í
samræmi við skiptingar- og sam-
runaáætlun sem stjórnir félaganna
samþykktu þann 1. ágúst síðastlið-
inn. Ákvörðunin er háð samþykki
Fjármálaeftirlitsins og samkeppnis-
yfirvalda.
Hinn 1. ágúst síðastliðinn sam-
þykktu stjórnir Burðaráss, Lands-
bankans og Straums Fjárfestingar-
banka skiptingu á Burðarási milli
hinna félaganna tveggja svo til
jafnt. Skiptingin er þannig að eignir
Burðaráss, þar með talið hlutafé í
sænska fjárfestingarbankanum
Carnegie (20%), Marel (36%),
Straumi, Intrum Justitia og Carr-
era, ásamt lausafé, samtals að verð-
mæti 37 milljarðar króna, ganga til
Landsbankans. Starfsemi Burðar-
áss ásamt öðrum eignum félagsins
sameinast hins vegar Straumi sem
heitir nú Straumur-Burðarás Fjár-
festingarbanki. Helstu eignarhlutir
Burðaráss sem renna inn í Straum
eru, að því er fram kemur í Vegvísi
greiningardeildar Landsbankans,
7,2% hlutur í Íslandsbanka, 4,5%
hlutur í sænska tryggingafélaginu
Skandia og 4,2% hlutur í Actavis.
Burðarás hefur þó samþykkt yfir-
tökutilboð suður-afríska trygginga-
félagsins Old Mutual í eignarhlutinn
í Skandia.
Straumur-Burðarás Fjárfesting-
arbanki verður fjórða stærsta félag-
ið í Kauphöll Íslands, um 140 millj-
arðar króna að markaðsvirði nú.
Kaup í Kerfi og Eglu
Á hluthafafundi Burðaráss voru
auk sameiningarinnar við Lands-
bankann og Straum samþykkt kaup
félagsins á 306 milljónum hluta í
Keri hf. að nafnvirði 1 króna hver,
og kaup félagsins á 447 þúsund hlut-
um í Eglu hf. að nafnvirði 1 króna
hver, hvort tveggja af Fjárfesting-
arfélaginu Gretti hf., fyrir samtals
10,7 milljarða króna.
Þá samþykkti hluthafafundur
Burðaráss að hækka hlutafé félags-
ins um 386 milljónir króna að nafn-
virði með útgáfu jafnmargra nýrra
hluta. Hlutirnir verða afhentir Fjár-
festingarfélaginu Gretti hf. sem
greiðsla vegna kaupa félagsins á
hlutum í Keri hf. og Eglu hf. Gengi
hinna nýju hluta verður 16,4 krónur
á hlut.
Skipting Burðaráss sam-
þykkt á hluthafafundum
Morgunblaðið/ÞÖK
Hluthafafundur Björgólfur Thor Björgólfsson, Friðrik Jóhannsson og
Björgólfur Guðmundsson á hluthafafundi Burðaráss sem haldinn var í gær.
Ranglega var farið með nafn Stjórn-
endaskólans í umfjöllun sem birtist í
Viðskiptablaði Morgunblaðsins í
gær. Stjórnendaskólinn er starf-
ræktur innan viðskiptadeildar Há-
skólans í Reykjavík.
Áréttað skal að kennsla í fjármála-
akademíu Stjórnendaskólans verður
í höndum þeirra Stefáns Svavarsson-
ar, forstöðumanns M.Sc.-náms við
HR, og Jóhanns Viðars Ívarssonar,
ráðgjafa og stundakennara.
Beðist er velvirðingar á þessum
mistökum.
Stjórnendaskóli
Háskólans í
Reykjavík
LEIÐRÉTT
!"#
!$
% &'
( "&' )&
*)&
+, &# &
+#&
$&' )& ( "&'
-."
/(!
/0 !1 . &#)&
2
! 0 ( "&'
%0 1&
3
."&'
$45& 16 &&
-
! &
78.1
9# 1
:;! "&
:.".0
<=## � &
> && " &
!"
#$ %&
! ."' ?=11
$&' 40 ( "&'
/" @"# /"&'
<5 5
%'
()
3A?B
/4
.
C
C
C
C
C
C
C
C
C
C
.= &#
= .
C C
C C C
C C C
C C C C
C C
C
C
C
C C
C
C
C
C
C
C
D CEF
D EF
D CEF
D CEF
D CEF
C
D EF
D CEF
D CEF
C
D CEF
D
EF
D C EF
D CEF
C
D C
EF
C
C
D EF
C
C
D
EF
D CEF
D EF
C
C
C
C
C
C
C
%. "'
'# &
< ") 4 " '# G
+ /"
C
C
C
C
C
C
C
C
C
C
> 4 ,H
<% I #&" !1"'
C
C
C
C
C
C
C
C
C
C
<%C >.#& = # & &# <%C != # 0&
● OLIVIER Brémond, stjórnandi og
meirihlutaeigandi franska sjón-
varpsframleiðslufyrirtækisins
Marathon, hefur selt 64% hlut sinn
í fyrirtækinu til fjárfestingarfélags-
ins Bridgepoint.
Kaupverðið hefur
ekki verið gefið
upp, en á síð-
asta ári nam
velta Marathon 4
milljörðum ís-
lenskra króna.
Pascal Breton,
meðeigandi
Brémonds, mun
taka við stöðu
forstjóra fyrirtækisins, en í sam-
kvæmt fréttum franskra fjölmiðla
hyggjast nýju eigendurnir sameina
Marathon Tele Images Group, sem
einnig er í eigu Bridgepoint.
Undir stjórn Brémonds hefur
Marathon orðið einn stærsti fram-
leiðandi sjónvarpsefnis í Frakklandi
og framleiðir meðal annars þætti
eins og Njósnara (Totally Spies),
sem íslenskum börnum eru að
góðu kunnir. Þá hefur Marathon
séð um dreifingu Latabæjarþátt-
anna í Evrópu.
Marathon selt
til Bridgepoint
Olivier Brémond
NOVATOR, fjárfestingarfélag
Björgólfs Thors Björgólfssonar, hef-
ur keypt 16,1% hlut í gríska fjar-
skiptafyrirtækinu Forthnet sam-
kvæmt frétt Reuters.
Seljendur voru kýpverski bankinn
Cyprus Development Bank og
ítalska fjarskiptafyrirtækið Telecom
Italia.
Talsmaður Forthnet staðfesti að
viðskiptin áttu sér stað en neitaði að
gefa upp nafn kaupanda eða seljanda.
Það er mat sérfræðinga að viðskiptin
geti haft neikvæð áhrif á fyrirætlanir
gríska fjarskiptatækjaframleiðand-
ans Intracom um að koma sér fyrir á
fjarskiptaþjónustumarkaði. Intra-
com á 20,5% hlut í Forthnet.
Novator fjárfestir
í Grikklandi
K !
"#!
$! %!
LM
&#'!!
(! !!
%! $!
9M
"(!
' (!!
%! $!
#" !!
(' '!
%! %
M
LN
(!!!
!&&''!
$! %!
„ÉG ER mjög ánægður með að
samruni Straums og hluta
Burðaráss hefur verið sam-
þykktur af hluthafafundum fé-
laganna
tveggja, enda
tel ég samrun-
ann hagfelldan
fyrir hluthafa
félaganna,“
segir Þórður
Már Jóhann-
esson, forstjóri
hins samein-
aða félags.
„Það er ljóst
að fjárhags-
legur styrkur sameinaðs félags
er mikill og tækifærin fjöl-
mörg.“
Þórður Már segir að mark-
mið sameiningarinnar hafi ver-
ið að mynda öflugt fjármála-
fyrirtæki sem gæti tekist á við
stærri og metnaðarfyllri verk-
efni á alþjóðavetvangi en félög-
unum var mögulegt fyrir sam-
runa og segist hann hafa fulla
trú á því að það hafi tekist.
Hagfellt
fyrir hluthafa
Þórður Már
Jóhannesson