Mánudagsblaðið - 13.05.1968, Síða 1

Mánudagsblaðið - 13.05.1968, Síða 1
f Blaé jyrir alla 20. árgangup Mánudagur 13. maí 1968 11. tölublað Ekkert eftirlit með eyðslu og úttektum þurfalinga Rvíkur ÞaS er kominn tími til, að borgaryfirvöldin hafi nánari gæzlu með því hverjir njóta styrks og fríðinda hjá borginni. Dæmin eru mýmörg um það, að vafasamir þurfalingar og ræflar, sem sagt hafa sig til sveitar hér í borg, taki út úr búðum allskyns varning með leyfi framfærslunnar og ýmist selji það eða gefi, einkum selji. Fólk þetta, sem er á framfæri, hefur og leyfi til að taka út dýrasta varning, og spara borgaryfirvöldin sýni- lega ekkert við þessa ræfla. sem ýmist eru drykkjusjúklingar eða eiturlyfjaneytendur. Sum hús borgarinnar eru alræmd fyrir sukk og bilífi, og legst þetta óorð á saklaust fólk, sem vegna veikinda eða annarra skiljanlegra aðstæðna verður að þiggja styrki. ' Þá er og ekkert eftirlit meS því hvaða lýður flækist hingað utan af landi. Dæmin eru þar mýmörg. Mætti t.d. spyrja: Hvaða leyfi hef ur Reykjavíkurborg til að taka heila fjölskyldu sem hingað hraktist norðan af Sauðárkróki og halda henni uppi. Fólk þetta tók heila hæð á leigu, greiddi fyrstu tvo mánuðina en sagði sig síðan á bæinn og hefur borgar- sjóður síðan greitt húsaleiguna, Fólk þetta er viðskiptaillt, illa þokkað og stendur af því alls- kyns óþokki. Má dæmi nefna, að auðvitað þurftu þessir þurfaling- ar bílskúr, sem þau leigðu með íbúðinni, en er bílskúrshurðin féll af lömunum, var hún látin liggja en ekið yfir hana út og inn úr skúrnum. Borgaryfirvöld- in virðast ekki hafa neitt við þetta að athuga en ausa samt sem áður stórfé í það. Þetta er ekki eina dæmið. Hver aumingi sem grætur framan í borgaryfirvaldið fær allskyns ó- verðskuldaða úrlausn á kostnað heiðarlegra borgara, sem nægi- lega eru skattpýndir samt. Geir borgarstjóri, en ábyrgðin hvílir endanlega á honum sjálfum, virð ist vera að gerast einskonar al- Brosandi land faðir allra þeirra ræfla sem hing að rekast. Máske heldur hann, að þetta séu væntanleg atkvæði í borgarstjórnarkosningunum, en þar skjátlast honum herfilega. Má vera að betri borgarar snúi við honum bakinu, þegar þeim er ljóst, að borginni er ekki stjórn- að heldur sveigt eftir því hversu vindur blæs hverju sinni. End- anlega kemur að skuldadögum og væntanlega gerir borgarstjóri sér ljóst," að illt er ag treysta þeim auðnuleysingjum, sem und- irmenn hans nú halda uppi á okkar kostnað. Óperan Brosandi land var fnunsýnd í Þjóðleikhúsinu s.l. föstudags- kvöld. Með aðalhlutverk fara, Stína Britta Melander og Ólafur Þ. Jónsson, en leikstjóri er Sven Áge Larsen. Önnur sýning er á sunnudag kl. 20. Myndin er af Stínu Brittu í hlutverki sínu. Nýr flokkur? Óánægja almennings varðandi ástandið gerir æ meira vart við sig. Nýlega komu saman nokkrir háttsettir Sjálfstæðismenn með þá einstæðu, þó ekbi alveg ó- þekktu hugmynd, að stofna nýj- an flokk. Xöidu þeir, að núver- andi stefna Sjálfstæðisflokksins væri of reikul og of upp á aðra flokka komin að ekki væri un- andi við slíkt lengur. Menn þessir segja réttilega, að Sjálfstæðisflokkurinn í dag sé mun áhrifaminni en vera ætti ef borið er saman við stærð annara flokka. Þá töldu þeir og, að krat- ar væru alltof valdamikiir í stjórninni og mikil hætta á að flokkurinn væri að missa allt álit því kratar þökkuðu sér öll fram- faramál og vinsæl málefni, en í- haidið hlyti aldrei annað en skömm og hin óvinsælli mál. Oft hefur verið reynt að stofna flokka, en síðasta tilraunin í þá átt var lýðveldisflokkurinn sæli, sem beinlínis var stofnaður vegna megnrar óánægju með Sjálfstæðisforustuna. Strætisvapar og barnavagnar Það má heita furðulegt ef strætisvagnastjórar hafa leyfi til að banna mæðrum að koma litlum barnavögnum í strætis- vagnana. Sá atburður skeði sl. föstudag, að strætisvagnastjóri í Árbæjarhverfi rak unga konu út úr vagni sínum, eða réttar sagt, skellti hurð á hana er hún hugðist taka sér far í borgina. Það er ekki hægt að ætlast til þess, að mæður í úthverf- um aki bömum sínum í vögn- um alla leið í miðborgina og ættu strætisvagnastjórar að skilja það manna bezt. Fækkað í varnarliðinu hér Spónn úr aski ríkiskassans Allar líkur benda til þess, að Bandaríkjamenn dragi mjög úr varnarliði því, sem staðsett er á Keflavíkurflugvelli. Mun það vera liður í sparnaðaráætlun vestra, en eins og kunnugt er hafa Banda- ríkjamenn mjög hvatt til almenns sparnaðar erlendis og draga allstaðar úr herútgjöldum sem auðið er. Ef svo fer, að Bandaríkjamenn fækka her sínum hér má ætla, að ekki líti bjart út fyrir ýmsum aðilum og fyrirtækjum, sem starf að hafa í þágu liðsins og vinna ýrriis verk fyrir það. Ríkið sjálft hefur stórtekjur af veru liðsins og myndi það verða ærið erfitt fyrir þjóðina að missa þann spón úr askinum nú, þegar verulega bjátar á í fjármálalífi þjóðarinn- ar. Fækkun í herjum Bandaríkj- anna á erlendri grund er afar vinsælt umræðuefni innan sjálfra Bandaríkjanna og vissulega mun á það drepið nú í kosningunum vestra. íslendingar hafa aldrei af einhverjum misskilningi kunnað að notfæra sér þau sambönd, sem herinn bauð upp á og nú sitjum við máske uppi vegalausir ý' stað þess, að geta haft þriggja ak- reina þjóðvegi um landið þvert og endilangt. (H. Ss.). /rd fudtUfrnÍAJcó H E RRA D EILD Leikféiagi Mánudsgsblaðsins nr. 7 Ung amerisk stúlka, nýgift, var að segja beztu vinkonu sinni frá æfintýrum fyrstu næturinnar í rúminu hjá eiginmanni sínum. Var hún ákaflega hrifin og la-ik lýsingu sinni á dásemdum næturinnar með eftirfarandi orðum: „Og aldrei datí mér í hug, að ég myndi geta skemmt mér svóna agalega vel, án þess að hlæja.“ J Spánskir dansarar á Hátel Sögu Dans- og listsýning frá Mallorca — MikiS um dýrðir. Þeir Guðni Þórðarson, forstjóri ferðaskrifstofunnar SXJNNU og Konráð Guðmundsson, hótelstjóri SÖGU, boðuðu blaðamenn á sinn fund sl. fimmtudag. Tilefnið var, að um þessa helgi og næstu 8—10 daga munu spánskir dansarar og tízkustúlkur hafa sýningar á Hótel Sögu og víðar út um land. Dansflokkur þessi — 9 manns — mun sýna hér dansa frá fjalla- héruðum Mallckca, ekki hina kunnu Flamingo-dansa, heldur Nýr bi/l í atmælisgjöf Ekki er höfðingsskapur enn útdauður á íslandi. Verzlunar- skólanemi einn átti nýlega afmæli og í tilefni dagsins og vegna þess að drengurinn „vildi“ læra og verða að manni, gaf pabbi hans honum 350 þúsund króna bíl til að skokka um á. Ekki er pabbinn talinn sérlega vel settur, því hann er nýfarinn á hausinn í einu stærsta útgerðarplássi hér sunnanlands. Strákur er hinn brattasti og ekur nú eins og Ijón um borgina á þessu nýja essi sínu. aðra tegund, f jör, gleði og tilfinn ingar, eins og Konráð komst aö orði angurvær á svip. Þá sýna þær tízkuklæði úr leðri, sem þeg- er eru heimsfræg, svo og hinar kunnu spönsku perlur — perla mallorica — og einkar fagra skart gripi. Meðal dansara eru tvö fræg þjóðdansapör, sem mikla viður- kénningu hafa fengið, en hina upprunalegu dansa má rekja til fjallabúa þar á eyjunni. Hvert kvöld sem dansararnir sýna verða happdrættiskvöld og hlýtur sá sem vinnur ferð og dvöl á Mallorca í 17 daga. Hvorki Guðni né Konráð hafa séð hinar ungu dömur sem sýna, og þótt báðir séu heimsmenn mátti glöggt sjá, að þeir töldu stúlkurnar mikið augnagaman, cf að venju léti, en karlmennina snjalla listamenn. Það verður ekki efað, að fjöl- mennt verður á Sögu þau kvöld- in í vikunni sem þetta fólk kem- ur fram, en aðgangur er öllum frjáls meðan húsrúm leyfir end- urgjaldslaust.

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.