Mánudagsblaðið - 04.11.1968, Blaðsíða 3
Mánudagur 4. nóvember 1968
Mánudagsblaðið
3
Vikublað um helgar.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason.
Verð í lausasölu kr. 15,00. — Áskriftargjald kr. 600,00 á ári.
Símar ritstjórnar: 13496 og 13975. Auglýsingasími: 13496.
Prentsmiðja Þjóðviljans.
Islenzkir hægrimenn og Tékkó-
slóvakíubramboltið
Það heíur verið ansi gaman að athuga viðbrögð
„hægri pressunnar" á íslandi núna á 50 ára af-
mæli Tékkóslóvakíu. Þetta kommúnistaríki er orðið
einskonar átrúnaðargoð Morgunblaðsins, sem velt
hefur sér upp úr, ekki aðeins nokkrum heilum síð-
um af lofgjörð um indæli, hetjuskap og „frelsi”,
heldur gaf Mbl. s.l. sunnudag út aukablað í til-
efni afmælisins, þar sem þjóðin landið og frels-
isþráin var dásömuð, en milli þess birtust svo
auglýsingar frá umboðsfyrirtækjum austan tjalds.
Dálaglegur styrkur.
Vissulega er nokkur ástæða til að athuga frels-
isbaráttu Tékka. Þeir hafa nú, síðan í stríðslok,
búið við algjört einræði kommúnista. 1 nokkra
mánuði bar þó örlítið á þróun til „hægri" þ.e.
nokkrum hömlum var létt, en þar gætti aðeins á-
hrifa frá nærliggjandi löndum, einkum V'Þýzka-
landi, en þangað sóttu v-þýzkir túristar geysi-
lega, hendur fullar fjár, hver skrifstofustelpa úr
V-Þýzkalandi á eigin Volkswagen o.s.frv. Vakti
þetta öfund innfæddra í Tékkóslóvakíu, sem spurðu
hreinlega. Því getum við, í alsælu kommnúistarík-
isins, ekki líka átt bíla og peninga? Mikill hluti
ráðamanna í Tékkóslóvakíu sá, að breyting varð
að verða, hægfara breyting, ella myndi óefni af
leiða. Var þá gömlum kommúnista, sem öllu héli
í greip sinni ýtt frá völdum, ásamt nánustu sam-
starfsmönnum, en við tók „frjálslyndur" kommún-
isti, lærður í Moskvu og yfirlýstur heittrúaður 3
alræði öreiganna. Var um skeið nokkur yfirborðs-
frelsisandi í landinu, þótt allt sem máli skipti væri
enn í járnklóm kommúnistastjórnarinnar. Veiga-
mest var, að ætlun hinnar nýju stjórnar var að
breyta framleiðsluháttum sínum á vestrænan hátt
og auka viðskipti á vesturbóginn.
Rússar sáu, að hér var hættuleg þróun. Ekki svo
mjög, þótt Tékkar læsu vestræn blöð eða skáld-
uðu frjálst í bókmenntaheimi sínum, heldur var
hér óþægilegt og, jafnvel hættulegt, fordæmi. Gat
svo farið, að öll leppríkjablokkin væri í hættu,
enda mundu elztu menn óþægðina í Tito og ó-
lætin sem þar af urðu.
Skömmu eftir einn af nafnfrægum vináttu og
samstarfssamningum sínum veltust rússneskir her-
menn, skriðdrekar og herflugfloti yfir Tékka og
tóku landið mótstöðulaust, bundu foringja hins nýja
anda, sem stórgripi á höndum og fótum og fluttu
á brott. Þjóðin komst í nokkurskonar skæruliða-
ástand, sem von bráðar gufaði upp. Innan nokk-
urra vikna var svo öll andstaða brotin á bak aftur
frjálslyndir reknir í útlegð eða úr störfum, aðal-
foringi frjálslyndu kommanna kom heim aftur,
niðurbrotinn, en hafði gengið að öllum kröfum
Rússa, skilyrðislaust. Nokkrir unglingar hafa verið
með ólæti, en rússneski herinn hefur öll völd í
landinu, sem máli skipta.
Þetta er nú öll dásemdin, sem íslenzkir hægri-
menn, undir forustu Mbl. dásama í ræðu og riti.
Gamlir kommahlunkar hér heima ern nú „hetjur"
Björn Þorsteinsson unnandi „frelsis og jafnréttis",
hver komminn, sem mótmælir djarflega við rúss-
neska sendiráðið, einn eilífur kyndill jafnréttis,
frelsis og þjóðarréttar.
KAKALI SKRIFAR:
I hreinskilni sagf
Fru Kennedy og Onassis — Þeir domhörðu — Heimsborgarinn og
iubbinn — Hvers áfruin að gjalda? — Milljónamæringar — „Glaum-
gosi og hvennabósi“ — Vonbrigði — Sjokk — Auðmannalíf
Hin mikla athygli, sem gift-
ing frú Kennedy vakti, hefur
gefið tilefni til margvíslegra
bollalegginga og eru viðbrögð
manna hin furðulegustu og ó-
líkustu.
Flestir munu láta sér nægja
að yppta öxlum, óska nýju hjón-
unum til hamingju í huganum
eða bara láta hjónabandsfregn-
ina sem vind um eyrun þjóta.
Þó eru sumir í okkar mikla og
dómharða þjóðfélagi, sem virð-
ast tilbúnir að setjast í æðsta
sæti, hafa vit fyrir frú Kennedy
og harma sáran þau örjög sem
ekkjan hlaut í höndum þessa
voðamanns. Hvað hann hefur
til saka unnið liggur hinsvegar
ekki Ijóst fyrir, en lubbinn hér
heima virðist nú vita betur um
það en aðrir. Hann er ríkur,
margmilli eins og kallað er, hef-
ur hafizt upp af sjálfum sér, því
frá Grikklandi fór hann í bætt-
um buxum ungur. Nú, hann
hefur verið kvæntur áður, skil-
inn fyrir fjölda ára. Lúxuslífið
hans er það, að hann býr á
snekkju, á eignir víða um heim,
skipastól, flugfélag og eflaust
ótal margt fleira. Hann er tal-
inn vinna allt að sextán stund-
um á dag, en vinnustofa hans
er snekkjan, fullkomin skrif-
stofa um borð og þar er hann
í stöðugu sambandi við allar
skrifstofur fyrirtækja sinna, tek-
ur mikilsverðar ákvarðanir og
„leggur línuna" í sínum busin-
ess.
Höfuðglæpurinn, að dómi
hinna merku, er sá, að hann hef-
ur verið í slagtogi með Callas
óperusöngkonu og átt óvenju
vingott við hana. Auk þess má
ætla, að hann umgangist ekki
annað en allskyns rumpulýð
Churchill heitinn, Roosevelt,
fremstu stjórnmálamenn heims,
sem hafa örlög þjóða í hendi
sér, auðkýfinga, iðnjöfra og
rjómann af kaupsýslustéttinni.
Meðan Kennedy var á lífi, þótt-
ust þau hjón ekki of merkileg
til að heimsækja hann, njóta
gistivináttu og búa á hinni um-
töluðu snekkju, auk þess, sem
hann var tíður gestur þeirra
hjóna og vinafólks þeirra áður
en forsetaannir hömluðu því, að
forsetinn gæti sinnt slíkum boð
um eða haldið áfram stöðugri
umgengni við Onassis fremur
en annað kunningjafólk. Forseta
embættið er oftast langur vinnu-
dagur og sennilega sá erfiðasti
sem menn leggja á sig.
Það þótti einu sinni ekki
skömm fyrir mann að vinna sig
úr engu upp í bjargálna mann,
og er þess jafnan getið með
nokkru stolti í ævisögum og
sögnum um slíka íslendinga.
Jón Arason, biskup, var senni-
lega ríkasti maður síns tíma, og
bæði Sturlungar og samtíðar-
menn þeirra, sem að voru ekki
aðeins ríkir heldur, sumir hverj-
ir, manna fégjarnastir, og þá
ekki sízt Snorri okkar í Reyk-
holti, sem, eins og Eysteinn
Jónsson, fyrrverandi fjármála-
ráðherra, Ieit á hvern frjálsan
pening eins og ógoldna skuld í
sinn garð. Enn þann dag í dag
dáir mikill hluti íslendinga þá,
sem hefjast til auðs og metorða
af eigin rammleik.
Frú Kennedy er stórmenntuð
bæði í Frakklandi og heimalandi
sínu, hefur alla ævi umgengizt
auðugt fólk og metorðafólk.
Sjálf er hún auðug, giftist
Kennedy, auðmanni, og bæði
umgengust þau áður en hann
varð forseti, auðfólk vestan hafs
og austan, sóttu heim Monte
Carlo, baðstrendur milljónamær
inga í Suður-Frakklandi og Flor-
ida og lifðu yfirleitt, nákvæm-
lega eins og þetta auðfólk gerir.
Hún hefur þolað næstum ótrú-
Iegar raunir er maður hennar
var frá henni drepinn, svo til í
fangi hennar, á bezta aldri. Síð-
an hafa árum saman verið skrif-
aðar bækur, frásagnir og get-
sagnir um morð hans, dylgjur
og jafnvel svívirðingar dunið á
henni, aJlt líf hennar verið flak-
andi sár. Allt þetta hefur hún
borið með karlmennsku og hug-
dirfð, og má ætla, að fáar ekkj-
ur hafi þolað álíka og hún.
Hvergi friður, annir á annir of-
an. Síðari árin hefur hún sézt
í fylgd með ýmsum mönnum,
talin í giftingarhugleiðingum,
og ýms nöfn nefnd.
Og þá skeður það. Tæplega
fertug, glæsileg kona, giftist sex
tugum manni, fomum vini, ráð-
settum, auðugum, starfssömum,
fráskildum.
Tíminn, alltaf snjall í blaða-
mennsku, birtir viðtöl við ýmsa
menn og innir eftir viðbrögð-
um þeirra er ráðahagurinn var
heyrum kunnur. Og ekki skort-
ir dómana. Allir hinir betri
menn, heimsborgarar, svöruðu
einfaldlega að þeir blönduðu sér
ekki í einkamál, aðrir létu sér
fátt um finnast, voru áhugalaus-
ir, en lestina rak svo lubbinn,
dómharði, alvitri smáborgarinn,
sem minnst þekkti til mála og
er mótaður af því að tvístíga
kringum sömu hundaþúfuna og
gorta af alþýðuviti.
Gifting frú Kennedy var
„sjokk". Bamakennari hágrét,
líkt og skólastelpa sem sér kvik
myndahetju sína hníga að velli,
aðrir jusu ókvasðisorðum yfir
Onassis, enn aðrir gáfu í skyn
að annarlegar hvatir, fjármál,
væru að baki þessari ákvörðun.
Nafngiftir skorti ekki, „glaum-
gosi", „kvennabósi" vökm hvað
mesta furðu, aðrir sáu „symbol"
siu, frú Kennedy, hrynja í yzm
myrkur. Stórmenni úti í heimi
höfðu þá siðu og kurteisi, að
segja ekki neitt opinberlega,
stjórnmálamenn um víða veröld
lém ekkert hafa eftir sér eða
töldu frúna sjálfa geta gert sín-
ar ráðstafanir.
ítalska pressan, sem er viður-
kennd sem mesta æsipressa og
svívirðilegasta um heim allan,
hélt að mesm að sér höndum,
utan eins blaðs, sem gaf frú
Kennedy þá einstæðu brúðkaups
gjöf, að maður hennar hefði dá-
ið öðm sinni sunnudaginn, sem
hún gekk í hjónaband.
En hvað hefur blesuð konan
gert af sér? Hún er á bezta aldri,
við bezm heilsu, glæsileg, vel
efnuð, á ung böm og vinafjöld.
Eflaust er hún leið á ferðum og
einlífi sínu, vill stofna að nýju
heimili og lifa eins eðlilegu Iífi
og slíku fólki er framast unnt.
Eflaust hefur frú Kennedy boð-
izt fjöldi tilboða innan þess
ramma fólks sem hún umgengst.
Hún hefur kosið Onassis, og þar
með mætti attla, að málið væri
úr sögunni. Og hjá öllum betri
mönnum er það útrætt.
En í stað þess, að óska því
fólki til hamingju, sem velur
sér höfn og nær góðri lendingu,
em menn í háum stöðum þjóð-
félagsins, sem ausa út svívirð-
ingum um að saklausum manni
en dæma konuna fyrir skamm-
sýni, eigingirni og annað enn
verra fyrir ákvörðun sína.
Hyggja mætti, að nú, þegar
þetta er um garð gengið, þá
myndu þeir, sem dáðu Kennedy
forseta, vera ánægðir að kona
hans hefur fundið hamingjuna
á ný, en gifting þessi varpar
engum skugga á minningu
Kennedys eða á ekkjuna. Það
yrði skemmtilegt líf ef hver
ekkja, sem giftist afmr, væri
úthúðuð og maki hennar ataður
svívirðingum. Við hinir alvísu
og dómhörðu hefðum ærin
verkefni og yrðum að hafa okk-
ur alla við ef slík iðja væri okk-
ur áhugamál. Frú Kennedy var
hvorki né er symbol annars en
þess, að hún var gift forseta
Bandaríkjanna og á Kennedy
heitnum voru skoðanir allmjög
skiptar. Hann sigraði Nixon í
kosningunum með minnsta
meirihluta sem um getur og var
kominn í all-mikil vandræði við
Bandaríkjaþing er hörmungar-
tíðindin gerðust í Dallas. Hann
var eins og allir stjórnmála-
menn basði dáður og hataður
víða um heim, þótt allir mæm
hann að verðleikum sem mann.
Eg hygg, að þeir óskaplegu
harmar sem frú Kennedy hefur
orðið að þola væm nógir, þótt
ekki hlyti hún þær spár og um-
mæli nú, þegar, að því bezt er
vitað, hefur hreppt hamingjuna.
Makaval hennar er öllum raun-
ar óviðkomandi að máske henn-
ar nánusm undanskildum. Ekki
hafa þeir kvartað svo heyrzt
hafi og herma þó fréttir að þeim
væri kunn ákvörðun hennar í
vor.
En gapuxamir hér heima
gám ekki á sér setið. Þeir
dæmdu manninn, að ég hygg
mest vegna þess, að hann er
sjálfbjarga, ekki vælandi vesa-
lingur. Ofundin leynir sér ekki
hjá sumum þegar auður er ann-
arsvegar og dómarasætin em
auðskipuð í svona málum. Víst
er um það, að ekki réði sið-
gæðið dómum sumra, en gaman
var að sjá í þessum viðtölum
blaðsins, hvern mann sumir
geyma og hve skemmtilegir
heimsborgarar era enn við lýði
hér heima, og skipm stjórn-
málaflokkar þar engu máli.
Það er víst, að þótt stórþjóðirnar vestan tjalds
noti þetta tækifæri til að klekkja á Rússum — á-
gætur leikur í heimsvaldastreitu — þá er það bein-
línis hlálegt, að hægri öflin hér skuli gera sig að
baráttufélögum heittrúaðra kommúnista, sem einsk-
is óska fremur en að binda þá sömu böndum og
Dubcek og Co er þeir voru fluttir stórgripaflutningi
í gamla móðurskipið Rússíá.