Mánudagsblaðið - 04.11.1968, Blaðsíða 6
úr mn
j fllMIMAÐ
Eldspýtur á Borginni — Vanþróuðu löndin og kennsla íslend-
inga— Kynvilla og þingmenn — Loftleiðir — Innflutt kjöt —
Afgreiðslustúlkur — Stúdentar og þarnaheimili — Jón Axel —
UTANBORGARMAÐUR SKRIFAR:
„Eg var nýlega búsettur á Hótel Borg, meðan ég dvaldi í
Reykjavík. Ekki kvarta ég yfir aðbúnaði, en eitt kom mér spanskt
fyrir sjónir. Gestur hjá mér, sem reykir, bað um eldspýtur og
hringdi ég á þjónustustúlku og bað hana um eldspýtuna, þvx ég
ber þær aldrei. Og viti menn, stúlkan kom með eldstokk og
reikning um kr. 1.25, sem ég kvittaði fyrir að gamni mínu. Rétti-
lega mun stokkurinn kosta þetta eða meira, en er ekki hótel-
menningin í höfuðstaðnum á hærra stigi en svona smáskiterí?
Hvernig er það með fyrirtækin, sem auglýsa á hliðum bréfaeld-
spýtnanna. Geta'þau ekki gefið slíkar eldspýtur á herbergi í þjón-
ustuskyni og auglýsinga? Framkoma hótelsins í þessu tilfelli er
til skammar — eða eru þau öll svona?"
ER EKKI þjóðráð að kenna öllum þessum svokölluðu þróunar-
löndum alla þá fiskveiðntækni, sem við höfum yfir að ráða af
þrotlausu starfi sjómanna okkar, svo þessi lönd geti aflað á mið-
um sínum. Sum háþróuðu löndin eru nú að súpa seiðið af þessu,
því lönd eins og t.d. Perú yfirfylla^narkaðinn og lækka allt fisk-
verð. Þá hafa þau og fundið ný og rík fiskimið, sem óþekkt voru
og ónumin með öllu. Það er ekki ónýtt, að vinna þessi kærleiks-
verk, en ekki munum við til að aðrar þjóðir hafi lagt sig í líma
að kenna okkur að ausa auði upp úr miðunum hér, og kunnu þó
brezkir, franskir og enn fleiri drjúgt fyrir sér meðan okkar sjó-
menn réru á grunnmiðin á smáskektunum sínum.
v---------^-------------------
ÓLÍKT HÖFUMST VIÐ AÐ. Ókenndir menn brjótast inn á kyn-
villingsgrey um miðja nótt, berja hann til óbóta í fleti sínu, en
Danir bera fram tillögu á þingi að kynvillingar, menn og konur
megi giftast, systkyni og feður og dætur. Einhver vandkvæði
munu vera á því að Danaþing samþykki þetta, en leitt til þess
að vita, að Danir hafi svo ferlega snúið á Svía í dreggjum kyn-
ferðismála, sem heimurinn til þessa hefur álitið algjört yfirráða-
svæði Svía. Er ekki næsta skrefið að hundstíkur og mannfólkið
giftist — apar fara að detta úr trjánum í leit að konuefni eða
konan vappi um frumskóga Kongó í leit að apaefni.
ATHYGLISVERÐ fyrirsögn birtist nýl. í Morgunbl. og hljóðaði
svo: „Loftleiðbr flytja viðbaldsdeildina heim". Þessi fyrirmyndar-
fyrirsögn varð all-mikið hlátursefni hér í borg, flugmenn kafrjóð-
ir á götum en kellur illar. Ekki bætti undirfyrirsögnin úr: „JJm
130 manns fá vinnu og a.m.k. 75 millj. sparast í gjaldcyri". Mikl-
ir ofureflismenn eru þeir hjá Loftleiðum að hverju sem þeir ganga.
Haraldur Hamar —
Ófarir Ingós —
Gamlar myndir —
Erlendir þættir —
Markús örn Antonsson —
Gæti batnað —
Ýmislegt —
SJON
VARP
í brennidepU Haraldar J. Ham-
ars braut upp á „vinsælu" málefni
þessa daga, er geðvernd er ofarlega
á baugi. Geðlæknir, sálfræðingur
og prestur lýsti? skoðunum sínum,
og voru þær grundvallarlega þær
sömu, en lítið gátu þeir unnið úr
þeim vegna þess alkunna, að tím-
inn var ónógur — og alltaf mildu
af honum eytt í brennivínsþanka
— og komust mennirnir vart lengra
•en skýra stuttlega skoðanir sínar.
almennt. Þessa þætti a.m.k. meðan
þeir eru áhugaverðir, VERÐUR að
lengja á kostnað annarra eða dag-
skrárinnar í heild sem mætti vera
lengri.
Ferðalag bezt búna fiskiskips
Svía, Ingó, var ósköp lítilsvirði
nema þegar bátinn rak í eigin nót,
en það atriði var næsta óskýrt og
lélega kvikmyndað, endurtekning-
or og Jistræn" kvikmyndun, sem
lítt eða ekki kom þessu góða mál-
efni við.
Monkhouseápívcannn, Grín úr
gömlum myndum, er yfirleitt mjög
lifandi og gaman að sjá gömlu
stjörnurnar eins og þær voru bezt-
ar og vinsælastar. Annars er langt-
um of lítið um gamansemi af betra
taginu í sjónvarpinu.
Millistríðsárin er ágætur en
mjög brezkur þáttur og gætir full-
mikillar hlutdrægni Breta í honum.
Síðasti þátturinn um Wilson var
hlutdrægur, því satt er að
Wilson fór nú nær eins vitlaust í
hugðarefni sitt og liægt var, þótt
ekki verði efast um góðan vilja
hans. Einangrunarstefnan var alls
ekki eins ríkjandi í Bandaríkjun-
um eftir 1914—1918 stríðið og
gefið var í skyn, en Bretar ættu að
gagnrýna betur eigin framkomu og
þá ekki síður Frakkar. Leiðinlegt er,
að við fáum ekki betur að heyra
þær raddir sem Iesa inn frásögn-
ina, þyí þær eru margar kunnar og
án þess að kasta rýrð á þekkingu'
og ágæta þýðingu Bergsteins Jóns-
sonar, þá væri að skaðlausu öllu
þekkilegra að lesa þær í texta og
heyra raddir hinna upprunalegu Ies
enda en það fyrirkomulag sem nú
er.
Þótt Hrói höttur sé ætlaður fyr-
ir yngri áhorfendur munu margir
eldri horfa á þennan Fjalla-Eyvind
skóganna í Bredandi. Þetta eru
ekki illa unnar myndir en oft er
þýðingin, eins pg fyrr „út í hött".
Sjónvarpinu ber skylda að krefjast
betri og nákvæmari þýðinga og
meiri fagmennsku í þessum efn-
um. Tæknigallar eru margvíslegir,
þótt tæknimenn sjónvarpsins þyk-
ist allt kunna og vita. Textar eru
stundum Iangt á eftir eða undan
talinu og gerir þetta sérkennilegan
afkárasvip á útsendingun^.
Þættir Markúsar Arnar Antons-
sonar eru vissulega fróðlegir og
slíkur spekingssvipur á Markúsi,
að sýnilegt er, að það er hann serh
Framhald á 2. síðu.
UXl
Slaófynr alla
Mánudagur 4. nóvember 1968
Hótel Sögu
i Ýmsir skemmtilegar nýungar i maisölu við
Hagatorg — Nýr kokkur — Aukin fjölbreytni —
Kvartanir og umbótatillögur gesta.
Veitinga- og gistihúsið SAGA hefur nú tekið upp nýja „siði
'og háttu“ í veitingamennsku sinni. i ráði er, sagði Konráð
Guðmundsson, hótelstjóri, að næstu mánuði hafi húsið svo-
nefnd Þjóðakvöld. Föstudagskvöld og Sunnudagskvöld hafa
verið ákveðin „þjóðakvöld" og hefjast þau með kynningu á
þjóðarréttum ýmissa landa, en Austurríki verður fyrst fyrir
valinu.
Mörg veitingahús reyna að auka
aðsókn sína með erl. skemmtikröft-
um, en við höfum kosið þá leið, að
bregða á um fjölbreyttni í mat,
músíkk og hafa hjá okkur einskon-
kynni, sem í fyrstu verður Guð-
mundur Jónssön, óperusöngvari,
sem var við nám í Austurríki, Vín-
arborg.
Hr. Mareisch Kreiner, víðkunnur
kokkur, sem starfað hefur auk
heimalands síns, í Frakldandi, Sviss,
Ítalíu, Hollandi og Englandi, er nú
Framhald á 2. síðu.
STAÐREYNDIR — sem ekki mega gleymast:
KJÖTÆTA SPYR: Er ekki leyfilegt að kaupa íslenzkt kjöt t.d.
í Færeyjum og flytja það hingað. Kjötið okkar er miklu ódýrara
þar en hér, jafnvel ódýrara en færeyskt kindakjöt. í Bretlandi
kostar íslenzka kjötið „smávegis" miðað við verðið hér heima,
vel mætti segja mér, að það yrði ekki lítil búbót, að fá kjötsend-
ingar að utan. Kjötmaturinn, svo ekki sé talað um nautasteikurnar,
er orðinn langtum ofar okkar efnum og þeim fer fjölgandi, sem
neyta tryppakjöts, hvalkjöts og annars ódýrari matar."
NÚ ÆTTI EKKI að vera nein vandræði hjá kaupmönnum að fá
lipurt afgreiðslufólk, því hinu mikla allsnægtarneyðarástandi á
vinnumarkaðinum er létt af. Til að byrja með mætti krefjast þess,
að þessar stúlkukindur Sýndu mannasiði, almennt, en á því er
talsverður skortur, en stutt nám síðar, ef fylgt er eftir af kaup-
manna hálfu. Með tímanum mætti svo kenna þeim almenn af-
greiðslustörf, en þar er mjög ábótavant, og ekki ástæða til þess nú
lengur eins og þegar vinnumarkaður var yfrið fullur.
MIKIÐ MÁ VERA ef vinir okkar í Speglinum gera sér ekki mat
úr þeirri ágætu fyrirsögn eins dagblaðsins,' sem hljóðaði þannig:
„Barnaheimili fyrir stúdenta". Þessi fyrirsögn hitti betur í mark
en blaðamaðurinn gerði sér ljóst, því sumar samþykktir hinna
ungu menntamanna, gefa fyllilega tilefni til að ætla, að sumir
hverjir séu enn á hvítvoðungsstiginu.
JÓN AXEL PÉTURSSON bankastjóri er áreiðanlega mjög vin-
sæll, sem eftirfarandi saga sýnir.
Góðvinur Jóns ók eitt sinn framhjá þar sem bíll Jóns stóð, og
sá að Ijós loguðu á bílnum, er gleymst hafði að slökkva. Án þess
að hafa nokkuð annað í huga, en það, að slæmt er að lýafa raf-
magnslausan bíl í skammdeginu, hringdi maðurinn í Landsbank-
ann, og bað símastúlkuna um að skila því til Jóns að ljós loguðu
á bílnum, og þakkaði stúlkan fyrir.
Þegar maðufinn hiti Jón Axel næst, barst þettaj tal. Jón þakk-
aði auðvitað vini sínum fyrir hugulsemina, en hvíslaði jafnframt
að honum: — Það hringdu fimmtán.
„Verið velkomnir
> v ....... | ,j
„Þessi skepna" — Sjálfsákvörðunarréitur ■
Leppar fyrst og síðast — Haugur lýðræðisins —
Svjæk alltaf Svjæk — Ríkisskrípi — Allir sammála.
—þið Stalin-ernir!"
í Maí 1945 tók tékkska þjóð-
in hinum rykugu, óþvegnu
Rauðliðum opnum örmum með
takmarkalausum kcerleikum og
hrifningu — inn í Slowakíu
höfðu þeir þegar haldið áður og
undir öðrum kringumstxðum.
Öll þjóðin. Hér þurftu þeir ekki
að nauðga kvenfólkinu, hér
flaug það sjálfkrafa upp um háls
innt á þeim.
Eg sá, hvernig 18 ára, lögulega
vaxin stúlka kippti þrammandi
Rauðliða út úr fylkingunni og
dró hann nasstum með valdi upp
í herbergið sitt. Þegar hann kom
þaðan út aftur, lafmóður og
rauðþrútinn, greip hann and-
ann á lofti með þessari athuga-
semd: Ú-hú-ú, þessi skepna,
hún heimtaði, að ég vísaði enn
öðrum til sín."
— Ladislav Mnacko: „DIE
SIEBENTE NACHT", (Verlag
Fritz Molden; Wien. Munchen,
Zurich, 1968). ívitnun mín úr
fyrirframbirtingu „DER SPI-
EGEL", Hamburg, Nr. 42, 14.
Október 1968.
/
Það þarf enginn að óttast, að
„tékkóslóvakiski" rithöfundurinn
og kommúnistinn Ladislav Mnacko
skrökvi neinu misjöfnu á Tékka.
Hann er fyrrverandi ritstjóri aðal-
málgagns tékkska kommúnista-
flokksins, „Rudé právo", og síðar
,JKuIturny zivot" vikutímarits
slówakska rithöfundasambandsins.
Hann þekkti þá Benes og Gottwald
ákaflega vel persórijulega, ekki síður
en þá Novotný og Svoboda. Fyrir
Gyðingadýrkun sína og glórulaust
Þjóðverjahatur hefir hann orðið
heimsfrægur.
En Mnacko er eigi að síður greind
ur maður og ritfær vel, tilfinninga-
ríkur og opinskár. Svik Tékka á
Varsjársamningnum frá 14. Maí
1955, einkum 7. og 8. gr. hans, og
gagnráðstafanir Rússa og lepprxkja
þeirra, sem komu fyrst ril fram-
kvæmda 20./21. Ágúst þ. á., hafa I
orðið Mnacko tilefni til skarprar
og tiltölulega heiðarlegrar rýni í
nálæga fortíð Tékka. Það ber alveg
sérstaklega að virða, því að heims-
lýðræðinu, sem um áratuga skeið
hefir notfært sér fyrirbærið Tékkó-
slóvakíu til þindarlansra ófrægiríg-
aröskra að andstæðingum sínum og
keppinautum, gemr ekkert komið
verr en að tækifærið sé gripið til
þéss að athuga ástæður og aðdrag-
anda hinna háværu Tékkaharma.
Heimslýðræðið vill ekki að feril.1
Tékka sé talinn hefjast fyrr en 30.
September 1938, eða öllu heldur
15. Marz 1939, að því þó tilskildu,
að sú nærgætni sé viðhöfð, að fella
niður nokkra kafla síðar.
En ferill Tékka hófst reyndár all-
nokkru fyrr.
„Þjóðverjutium hafði verið
neitað um sjálfsákvörðun-
arrétt, al-veg.eins og tilkall Sló-
waka til ríkisstofnunar á þjóð-
ernislegum jafnréttisgrundvelli,
sem þeim hafði verið heitið, var
virt að vettugi. Efnahagstengsl-
um Úkraínubúa við Ungverja
var spillt . .. Það heyrðist ekk-
ert framar um „svissnesku fyrir-
myndina" ,og hina lýðfrjálsu
stjórnarhcetti, sem Benes hafði
hampað framan í friðarráðstefn-
una í blekkingarskyni. Með
þvingunum og ógnaraðgerðum
var komið á laggirnar miðvdds-
ríki, sem mjög líktist lögreglu-
ríki . . . Hvorki Þjóðverjum né
Slówökum leyfðist að verja mál
sín fyrir dómstólunum á móð-
urmáli sínu . . . Hinir kaþólsku
Slówakar kvörtuðu undan árás-
um á trúarbrögð sín ■ ■
— Keith Feiling: „THE LIFE
OF NEVILLE CHAMBER-
LAIN", London 1946, bls. 343.
Miðveldin báðu um vopnahlé í
Iok Heimsstyrjaldar I (1914—
1918) á grundvelli hinna 14 stefnu-
miða Wilsons, og ekki hvað sízt
með vísun til fyrirheitisins um
sjálfsákvörðunarrétt þjóðanna, sem
helgast skyldi af reglunni um að
landamæri ríkja ákvörðuðust af
greiningu þjóðerna. Bandaríienn
urðu við þéssari beiðni Miðveld-
arina, en efndu loforð sín eins og
nauðungarsamningar þeir, sem
Framhald á 5. síðu.