Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 04.11.1968, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 04.11.1968, Blaðsíða 2
Mánudagsblaðið Mánudagur 4. nóvember 1968 Þjóðleikhúsið: 1 unangsilmur Höf.: Shelagh Delanev. Leikstj.: Brian Murphy. Svo er að sjá, að fleira þurfi en gott leikritaval og sæmilegan leik til að fá fólk til að sækja Þjóðíeik- h'úsið. Eftir fremur lélegt leikár í fyrra og áfleita byrjun í ár, þá frumsýndi leikhúsið HUNANGS- ILM eftir Shelagh Delaney, fyrir rösklega hálfu húsi og við þokka- legar en alls ekki yfir góðar und- irtektir. Hunangsilmur Þjóðleikhússins er endurupptaka af Litla sviðiny, en þar var sýningum hætt vegna veikinda Helgu heitinnar Valtýs- dóttur. Var nú Ieiknum rumpað upp af skyndingu, enskur leikstjóri, Brian Murphy, fenginn að utan og verkinu dembt hálfæfðu á sviðið. Er hér um að ræða freklega ósvífni í garð leikhúsgesta, því betur er heima setið en af stað farið í svona tilfellum, þótt heppnin væri að nokkru leyti með í þetta skiptið. Hunangsilmur er ein af þessum þjóðfélagsádeilum, þar sem sorinn er nýttur til að gefa stemningu og gripið til nýjustu sjúkdómanna, kynþáttavandamálanna, og þeim blandað þar til áherzlu og áróðurs, og enn er drepið á kynvillu til að allir fái sitt. Nokkrar breytingar hafa orðið frá fyrri uppsetningu, flestar, éinkum varðandi sviðsetn- ingu til bóta, en sumar skera niður nokkuð persónulýsingu t.d. Helen- ar. Hráðinn er góður, lýsing og hljómlist Carl Billichs, en leikend- ur náðu ekki fyllilega kröfum leiks ins t.d. óbeinum ávörpum til á- horfenda og er þar vitanlega um að kenna að ekki var nægilega æft. Nokkur áhrif hefur það, að sviðið er miklu stærra en þegar þessir leik arar fullæfðu þáð á Litla sviðinu, en það kemur þó ekki svo mjög að sök. Höfundur er ófeimimi, hressi- legur í orði og verki, penpíuskapur er þar enginn farartálmi, en, eins og vant er, verður allt hrjúft orð- far enn hrjúfara í okkar málfari, við náum ekki brezkum orðtökum það vel, að það sé sambærilegt við dreggjarnar úr því brezka, þótt ekki sé það sérlega fíngert. Mest mæðir í leiknum á Þóru Friðriksdóttur, Helenu, gleðikonu og röskfeikamanneskju, sem er fylli Iega ákveðin í að njóta gæðanna hérna megin og allsendis ófeimin að láta þá skoðun í ljós athafna- Iega, þótt við dótturina sé að eiga. Vændiskonur lægri stéttanna eru og verða alltaf harðneskjulegar, raunsæjar og klúrar, leiknar í list- inni og algjörlega án allra tyllihug- mynda um störf sín. Frú Þóra hefur ríka hæfileika til að túlka þessa konu. Hún lánar furðu lítið hjá Helgu heitinni, sköpun hennar er hrjúf, að vonum, leikurinn hisp- urslaus, oft kaldranalegur, og ekki laust við ofleik á köflum. En hjá henni eru líka ágætir sprettir, sem sanna vandvirkni og innlifun, og eflaust mun frú Þóra vaxa í þessu Verkefni er frá líður. Hún er glæsi Ieg á velli, búningur og ■ fas með ágætum. Er þetta ein bezta frammi staða hennar til þessa. Brynja Bene- diktsdóttir, nær litlu úr hinu barns I'ega í fari Jo, en gerir víða all-vel, talandinn góður. Sjá má, að aldur færist mjög yfir hana, enda er ekk- ert gert til að varna því, andlitið, þótt laglegt, nokkuð stórskorið og haldgrannt. Virðist hún á köflum, útlitsins vegna, nokkuð reyndari en móðirin í þessari „lífsbaráttu", og verður aldrei hin umkomulausa stúlka, sem ætlazt er til. Bregður yfir leik hennar oft kjánalegum bohemskum blæ, sem ekki á Þóra Friðriksdóttir og Brynja Benediktsdóttir. Þóra og Bessi Bjarnason. fyllilega við. Enginn er svikinn af snilldarlegri túlkun Bessa Bjarna- sonar, Peters, og nær Bessi hrein- um listamannstökum á þessum á- gæta, eineyga spjátrungi, kvenna- bósa og-^peningamanni". Gísli Al- freðison, Jimmi, svertingi í sjóher hennar hátignar, er gæddur ein- hverri barnslegri einlægni, ein- hverjum gufukenndum hugsjónum, sem enginn sjóliði með snefil af sjálfsVirðingu, myndi þola. Eitt mynd- og leikrænasta atriði leiks- ins, milli hans og Jo, undir luktar- staurnum er .eins steindautt og hugsazt getur, og svefnherbergis- senan er næsta ótrúleg og ólík sjó- liða x ástaleik nýkomnum af sjón- um. Ef höfundurinn ætlar sér að vera raunsær, því ekki að vera það, ekki sízt þegar höfundur er kona, reynslurík og veraldarvön. Sigurður Skúlason, Geoffrey, nær ósköp Jitlu úr verkefni sínu, skortir flest í fremur erfitt hlutverk, enda er svo helzt að sjá, sem aðrir leik- endur átti sig eíginlega ekki á per- sónunni heldur. Geldur Sigurður eflaust æsku og reynsluleysis, ó- nógrar ieikstjórnar. Búningar og leikmyndir Unu Collins voru ef- Iaust í stíl við hið hefðbundna. Það er undarlegt, að ekki skuli meiri aðsókn vera að þessu verki. Það er vissulega þess virði. A. B. Nftt útgerðarféhg Almenna útgerðarfélagið hf. hef ur nú hafið sölu hlutabréfa á al- mennum markaði. Hlutabréfin eru sem kunnugt er tvenns konar, ann- ars vegar 1000,00 kr. hlutabréf og hinsvegar 5000,00 kr. hlutabréf. Undirtektir almennings hafa verið góðar, enda lofar félagið 15% arðs hluta á ári. Hlutafélagið er byggt upp sem almenningshlutafélag, en það er gert til þess, að gefa sem flestum aðildarrétt og rétt til á- hrifa í félaginu. Ábyrgð hluthafa og arðsréttindi fer eftir hlutafjár- eign í félaginu. Bráðabirgðastjórn hcfur verið skipuð í félaginu og er Snorri Ólafsson stjórnarformaður. Félagið hyggst á næstunni auka upp lýsingastarfsemi um félagið, jafnt á höfuðborgarsvæðinu sem út á landsbyggðinni. Fyrsta verkefni fé- lagsins verður kaup og rekstur tog- arans Gyífa, sem nú er í vörslu Rík isábyrgðarsjóðs Seðlabankans, en síðan hyggst félagið festa kaup á skuttogara og hefja fiskvinnslu. Myndi slíkt auðsjáanlega hafa mik- il áhrif í atvinnulífi Iandsmanna og gjaldeyrissköpun. Almenningshlutafélög eru byggð upp þannig, að almenningur geti haft áhrif á atvinnulífið. Með því að kaupa hlutabréf í almennings- hlutafélagi, er hluteigandi orðinn áhrifavaldur um gang félagsins, hann hefur atkvæðisrétt á félags- fundi samkvæmt eignarhluta. Ef illa tekst til um reksturinn, er hann aðeins ábyrgur samkvæmt sínum eignarhluta og verður aðeins gerð krafa á hendur honum samkvæmt hlutfallslegri eignarstærð hans í fé- Iaginu. Hlutaðeigandi hefur því tak markaða ábyrgð gagnvart skuld- bindingum félagsins, miðað við sinil eignarhlut. Þetta er þannig gert til þess, að gera mönnum kleift að Ieggja fé í fyrirtæki, án þess að taka meiri áhættu, en þeir vilja sjálfir í það og það skiptið. Stjórn félagsins sér svo um rekstur félags ins, en er ábyrg gagnvart hluthöf- um, sem láta álit sitt í ljós á aðal- fundi félagsins. Ef óánægja er með al félagsmanna, þá verður stjórn félagsins ekki endurkjörin en ef að hluthafar eru ánægðir, þá verður stjórnin endurkosin og gefið um- boð fyrif félagið næsta árið. LÍpplýsingar eru veittar á skrif- stofu félágsins að Sjávárbraut 2. Sími 14025. Hótel Saga Framhald af 6. síðu. kominn til starfa að Hótel Sögu, og mun á fyrrnefridum dögum hafa áðalyfirumsjón í matargerð í súlna- salnum, en aðra daga verða yfir- kokkur í Grilli, sem nú er nefnt Stjörnusalur — klaufalegt nafn — sem Konráð óskar eftir að verði vinsælt hjá almenningi. Hr. Kreiner, sem er ungur mað- ur, kom á fund blaðamanna og svaraði því til, aðspurður, að ljann hyggðist koma á nokkrum nýjung- um og fjölbreytni í matseld hótels- ins. Bauð hann upp á, í matarboði blaðamanna fyrir skömmu, ýmsar nýjungar, sem reyndust mjög góm- sætar, hreindýrakjöt og alls kyns góðgæti, matreitt á sérstakan hátt. Taldi hann alla möguleika á að bæta mjög matargerð alla, en á allra vitorði er, að hún er heldur ein- hæf og býður ekki upp á það „var- iety" sem æskilegt er á hóteli, sem í mörgu stendur hvergi að baki er- lendum hótelum í framreiðslu og þjónustu. Konráð hótelstjóri hefur í þessu sambandi tekið upp þá nýbreyttni að við hvern „disk" verður spurn- ingalisti, en þar eru gestir beðnir að bera fram skriflega raunir sínar og uppástungur um betri þjónustu, segja álit sitt á réttum, hljómlist, þjónustu, framkomu þjóna o.s.frv. Mun hótelið taka mjög til greina umkvartanir þær, sem berast og ekki eru'ritaðar af rætsii né skæt- mgi, Konráð ræddi ýms vandamál veitingamanna, taídi sumu abota-* vant, en benti á að hér væru á prjónunum hjá ýmsum veitinga- stöðum mjög lofsverðar breytingar, enda áhugi hjá forstöðumönnum veitingahúsa. Hótelstjórinn benti á ýmislegt í almennum rekstri, sem betur mætti fara, en kvað þó ofp við ramman reip að draga, er fytir væru ýmis yfirvöld, sem sýndu ekki of glöggan skilning á óskum þeirra. Voru blaðamenn mjög sammála honum um ýmislegt, sem þar væri til vandræða og ó- þæginda. Það er alkunna, að Konráð hefur verið vakinn og sofinn yfir rekstri hótelsins síðan hann - tók þar við, og fylgzt mjög vel með öllum rekstri og störfum fólks í þjónustu sinni. Kvað hann, að íslenzkir þjón- ustumenn væru í flestu jafnokar starfsbræðra sinna erlendis, þótt að stæður hér og ýmsir gestir væru næsta ólíkir því, sem tíðkaðist í sambærilegum stöðum erlendis. Sjónvarpið Framhald af 6. síðu. þekkinguna hefur. Markús. er far- inn að fá á sig skemmtilegan og „authitiskari" svip í flutningi, sem er talsverð bót frá fræðarasvipn um, sem oft vill vera einskonar að- alsmerki bæði sjónvarps- og út- varpsmanna. Yfirleitt voru kvikmyndir ágæt- ar, erlendar, og mjög frambærileg- ar. Væri það mörgum fnjög mikið áhugamál ef hægt væri að viða að sér meira af slíku efni, jafnvel hafa „late show" myndir um eða eftir kl. 11 á kvöldi, sleppa kostnaði við þýðingar, því mestur hluti ungs fólks þekkir ótrúlega mikið til málsins, og fylgist oftar eins vel með og þýðandinn. Fréttamyndir voru með skárra ^ moti nú undanfarið, en það þýðir á engan hátt að þær væru góðar né tæmandi. Þetta eru orðin mestu vandræði með fréttamyndir, því nóg efni er af að taka. Frétta- deild sjónvarpsins á hér geysilegt verkefni óunnið. Samanborið við myndir í hliðstæðum stofnunum ytra erum við fátæklega óupplýst um heimsviðburði — og algjörlega að ástæðulausu. ■ Stærsta farþegaþota heims Stœrsta farþegaþota heims er af gerðinni Boeing 747, og má sjá á mynd- inni að hún er ekkert smásmíði, ef borin er saman við fólk, bíla og önn- ur tceki í kring um hana.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.