Mánudagsblaðið - 30.07.1973, Qupperneq 2
2
Mánudagsblaðið
Mánudagur 30. júlí 1973
Einstakir galdramenn
SÆMUNDUR FRÓÐI
SÆMUNDUR OG
KÖLSKI YRKJAST Á
Eftir gömlum frásögnum
áttust þeir oft margt saman
Sæmundur fróði og kölski. —
Var það eitt með öðru, að
Sæmundur sagði hann aldrei
geta hitt sig í rúmi óklæddan.
En einu sinni bar svo við að
kölski kemur á gluggann við
rum Sæmundar og er hann þá
eigi kominn í fötin. Þá segir
Sæmundur:
Hvað fréttist?
En kölski Illt eitt.
Er hríð? Já, stríð.
Hvernin? Hvefsin.
Hvaðan? Norðan.
Er frost? Allgeyst.
Er snær? Frábær.
Er myrkt? Sótsvart.
Sést ei? Ónei.
Og þegar þeir voru búnir
að talast þetta við var Sæ-
mundur alklæddur og fór á
fund kölska.
SKOLLAGRÖF ^ ''
Það er alkunnugt að Sæ-
mundur fróði var hinn mesti
fjölkyngismaður og það svo
að hann hafði kölska og
skyldulið hans til ýmislegra
bústarfa er hann með þurfti,
en lék hann illa út. Einu sinni
þurfti Sæmundur skóg til kola
og eldsneytis. Kallar hann þá
á kölska og skipar honum að
fara inn á Búrfell sem er á
framanverðum Gnúpverjaaf-
rétti og draga hann fram að
Odda. „Hvar eru þá reipin?"
segir kölski. „Taktu murna-
blaðaleggi“, segir Sæmundur,
„og dragðu í þeim. Máttu eiga
af mér tá og fingur ef heim
kemur án þess þeir slitni".
Kölski fór af stað og tíndi
ærna hrúgu af murnaleggjum
og hnýtti saman í reipi, lagði
á ærið stóra drögu og teymdi
heim eftir að Odda. Heitir
það síðan Skollagróf er kölski
dró viðinn eftir. Liggur hún
eftir endilönu Landi og er ær-
ið breið sumstaðar og mis-
djúp.
Því eru svo margir hnútar
á murnaleggjunum að reipin
slitnuðu svo oft hjá kölska.
Heita þeir síðan skollareipi.
NÁM SÆMUNDAR
Það var ekki allra að vita
tíma og stundir eins og sagan
sagði um Sæmund fróða því
hann hafði verið þrjú ár í
svonefndum Svartaskóla sem
hafði þá yfirskrift á inngangs-
dyrum: „Inn máttu ganga og
allt máttu læra, en töpuð er
sál þín ef þú deyrð inni“.
Með honum áttu þeir Ari
fróði og Kálfur Árnason að
hafa verið í Svartaskóla. En
af því að ekki var hægt að
komast út nema á sömu mín-
útu og inn var farið þú urðu
þeir óvissir um mínútutím-
ann; en í þessum vandræðum
lagði Sæmundur lausa káp.u
yfir sig og hratt hinum áfram.
En er harin slapp út var þrifið
í kápuna svo hún varð eftir,
en hann síapp. Þessi Svarti-
skóli átti að vera í Þýzka-
landi þar sem aldrei,, k.æmi
birta inn. Af þessum Svarta-
skólafræðum átti Sæmundur
að geta haft djöfla sér til þén-
ustu með því móti að gefa
þeim sig, en sveik þá þó jafn-
an um verkalaunin, því þegar
hann falaði Odda eftir að
annar var búinn að fá veitt
brauðið fékk Sæmundur það
ef hann kæmist heim fyrri en
hinn. Átti hann þá að hafa
gjört samning við Satan sem
varð að sel sem Sæmundur
reið yfir hafið og átti að
synda svo hátt að Sæmundur
vöknaði ekki í fætur. En þeg-
ar að landi var kominn lamdi
Sæmundur Davíðssaltara í
haus selsins og sagði: „Hækk-
I Wélhnachts-
iGaachanfca
zum Saibcr-
tmachenE
aðu þig helvízkur!" Við það
sökk Satan og tapaði kaup-
inu því Sæmundur vöknaði.
Þó er ekki að heyra að fjandi
hafi fyrzt við þetta því fjósa-
hirðir átti hann að hafa verið
hjá Sæmundi þegar hann bar
fjóshauginn fyrir kirkjudyrnar.
En fyrir páskana skipaöi Sæ-
mundur honum að sleikja upp
hauginn og flytja út á tún
sem hinn gjörði svo vandlega
að lágin eftir tunguna á að
sjást ennþá í hellu frammi fyr-
ir kirkjudyrum í Odda.
SMALAMAÐUR
SÆMUNDAR
Einu sinni var smalamaður
hjá Sæmundi fróða sem var
óþolinmóður yfir því hvað féð
var óþægt. Einu sinni kom
maður til hans þegar liann var
að smala, og sagði við hann:
„Ég skal taka að mér að
geyma féð fyrir þig þar til í
vor ef þú þá vilt fara til mín
sem vinnumaður á eftir. Þá
skaltu ekki þurfa að smala
ef þú ferð til mín. Ég skal sjá
um að þú finnir allt féð sem
þú átt að smala, í vissum stað
á hverjum degi til krossmessu;
þá mun ég sækja þig“. Smala-
maður várð feginn og játaði
þessu, en sagði samt sér þætti
verst að hann væri /vistaður
hjá Sæmundi. Hinn sagði sér
væri hann eins velkominn þó
hann sviki Sæmund, og var
þetta ráðið af milli þeirra.
Upp frá því fann smalamaður
alltaf allt féð á sama hól og
leið svo til þess að skammt
var til krossmessu. Þá fór
hann að gruna hver vera
mundi sá sem hann var búinn
að vista sig hjá og fer nú að
liggja illa á honum. Sæmund-
ur tók eftir því og spurði hvað
að honum gengi. Hann lét lít-
ið yfir því. „Er það svo sem
mig grunar“, segir Sæmundur,
„að þú sért búinn að vista þig
hjá öðrum en mér?“ Hann
sagðist ekki geta borið á móti
því. „Hver er það sem þú hef-
ir vistað þig hjá?“ segir Sæ-
mundur, Hann sagðist ekki
vita það gjörla. „Því vistar
þú þig hjá þeim manni sem
þú þekkir engin deili á?“ seg-
ir Sæmundur. „Það var af
því“, segir smalamaður, „að
mér þótti allt fengið ef ég
losnaði við smalamennskuna,
og því lofaði hann mér“. „Það
er líkast“, segir Sæmundur,
„að sá einn sé sem þú ert
vistaður hjá að hann þurfi
ekki smalamanns við“. Smal-
inn spyr hvort hann vissi
hver það væri. Hann sagðist
vita það gjörla fyrir löngu.
„Það er enginn annar en
kölski". „Ég var nú líka
farinn að verða hálfhræddur
um það“, sagði smalinn,
„eða hvað er nú til ráða?“
„Svona er að vera óþolin-
móður við verk sitt“, sagði
Sæmundur brosandi; „ætli
þú viljir nú ekki eins vel
efna orð þín við mig og vera
smalamaður minn eftir sem
áður eins og fara til kölska?“
Hann sagðist vilja mikið til
EINNAR MÍNUTU
GETRAUN:
Hve
slyngur
rannsóknarí
ertu?
Ólistrænn dauði
Fordney prófessor skoðaði húsið nákvæmlega, þar sem
hann stóð utan við blómabeðið breiða. Tvenn för eftir stiga
voru á ytra barmi þess. Milli þeirra og hússins lá kramið lík-
ið af Henry Buton.
Um leið og prófessorinn leit upp í gluggann, sá hann konu
í grænum jakka loka peningaskáp af mikilli skyndingu.
Eftir að hafa skoðað stigann, sem færður hafði verið um
tuttugu fet í burtu, gekk glæpasérfræðingurinn inn í húsið,
leit aðeins við í dagstofunni og gekk síðan upp á þakið.
„Ég var að rissa upp mynd hérna," sagði Arvonne Buton,
sem var klædd í hvíta peysu, og benti á penslana sína, „en
Henry — hann er frændi minn — og Alexis Randoff, unn-
usti minn, voru að mála húsgögnin, lagfæra blómsturpottana
og byggja laufgarðinn þarna upp á ný."
Fordney rannsakaði hinn hálffullgerða laufgarð með áhuga,
meðan Arvonne hélt áfram sögunni:
„Henry kallaði og sagðist þurfa fleiri nagla og hamar ,og
lagði af stað niður stigann .Allt í einu missti hann jafnvægið,
rak upp hryllilegt skelfingaróp . . . og . . . féli."
„Ef hann hefði ekki hálsbrotið sig á þessrm hnullungi í
beðinu, þá gæti hann varla hafa meitt sig mikið," bætti Rand-
off við.
„Hvernig veiztu að hann hafði hálsbrotnað?" spurði próf-
■ essorinn.
„Ég fann það — strax-— um leið og ég reyndi að hjálpa
honum." 1 t
„Hreyfðirðu líkið á nokkurn annan hátt?" 1
>rNei."
„Snertirðu líkið?"
„Nei — nei, ég gat það ekki," svaraði Arvonne grátandi.
„Stigann — hvers vegna tókstu hann niður?"
„Ég hratt honum frá þegar ég var að komast að Henry, og
síðan færði ég hann úr vegi."
Fordney sá skrámu á andliti Arvonnes, alveg nýja .
„Dauði Butons var ekki neitt slys. Þið eruð bæði tekin
föst."
..Hvernig vissi Fordney að dauði Butons var...
ekki slys? — Svar á 6. síðu.
gefa að vera heldur kyrr hjá
Sæmundi. „Vertu þá rólegur
til krossmessunnar“, segir
Sæmundur, „ekki mun hann
vitja þín fyrr en þá“.
Nú líður til krossmessu. Á
krossmessudaginn var Sæ-
mundur úti og smalinn hjá
honum. Þá kom kölski þar.
Sæmundur spyr hvað hann
sé að fara. Kölski segist vera
að sækja manninn sem hjá
honum standi því hann sé
vistaöur hjá sér. „Hann var
áður vistaður hjá mér“, seg-
ir Sæmundur, „og mun það
verða að gilda“. „Ég hef nóg
til þess unnið að fá hann,“
segir kölski, „því ég hefi
smalað fyrir hann í vetur“.
„Það kemur mér ekki við“,
segir Sæmundur, „ég hefi
rétt til að halda manninum,
en þó skal ég gefa þér kost
á að f’i hann. Ég mun leggja
ás á garð og setja ykkur sinn
á hvorn enda ássins. Þar
skuluð þið ramba á til há-
degis og ef þú getur komið
smalamanni svo hátt að þú
sért sjálfur niður við jörð þá
máttu fá hann, ef þú getur
það ekki fyrir hádegi þá
skaltu ekki þurfa að hugsa
til þess framar að fá hann“.
Þessu játar kölski og þykist
nú eiga vísan sigurinn, því
Sæmundur villti svo um fyrir
honum að honum datt ekki
í hug að þar byggi neitt
bragð undir. Sæmundur setti
ásinn á kirkjugarðinn og
setti kölska á þann endann
sem inn í garðinn sneri, en
smalamann á hinn. Þeir
ramba nú lengi og er kölski
miklu þyngri, en aldrei gat
hann komizt niður á iörð
því vígð mold var undir. Um
hádegi gengur Sæmundur að
smalamanni og kippir hon-
um af ásnum og ásinn steyp-
ist inn í kirkjugarðinn með
kölska. Þegar kölski kom
niður á vígða mold brá hon-
um svo við að hann sökk
ofan í jörðina og sást ekki
framar, en smalinn var kyrr
hjá Sæmundi. Vitjaði kölski
hans aldrei oftar og hann
undi vel við smalamennsk-
una upp frá því.