Mánudagsblaðið - 30.07.1973, Page 4
Mánudagsblaðið
Mánudagur 30. júlí 1973
Biad fyrír aíla
Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: AGNAR BOGASON
Sími ritstjórnar: 134 96 — Auglýsingasími: 1 34 96
Verð í lausasölu kr. 40,00 — Áskriftir ekki teknar
Prentsmiðja Þjóðviljans
íslenzk fyrir-
tæki 1973
Nýlega kom út hjá frjálsu
framtaki h.f. handbókin Is-
lenzk fyrirtæki 1973. Er þetta
fjórða árið í röð, sem bókin
kemur út og er hún að þessu
sinni um 800 blaðsíður, sem
er helmingsstækkun á tveim
árum.
1 formála bókarinnar segir
meðal annars:
„Að þessu sinni hefur upp-
lýsingabókin Islenzk fyrirtæki
stækkað verulega frá fyrri út-
gáfu og er nú um 800 blað-
síður. Er um að ræða helm-
ingsstækkun á tveimur árum.
Þessi árangur er vísbending
þess, að þörf sé fyrir slíkt
uppsláttarrit, enda eru fyrir-
tækjaskrár með áþekkum upp-
lýsingum mikils metnar í við-
skiptalöndum okkar. Það er
skoðun útgefanda, að heppi-
legt sé að safna saman á einn
stað öllum þeim upplýsing-
um u míslenzk fyrirtæki, fé-
lög og stofnanir sem kostur er
áog hafa í handhægu formi
til uppsláttar fyrir þá sem
þurfa. Þetta var grundvallar-
hugmyndin að þessari bók,
sem nú er orðin veruleiki“.
Við undirbúning og útgáfu
bókarinnar ferðuðust starfs-
menn um landið og öfluðu
upplýsinga í hana í samvinnu
við stjórnendur fyrirtækjanna.
Helztu nýjungar í bókinni
að þess usinni eru sérstakur
kafli um félög, samtök og
stofnanir svo og þáttur um
stjórnarráðið, Reykjavíkur-
borg og sveitarfélög. Þá er í
fyrsta sinn fyrirtækjasímaskrá.
Helztu kaflar bókarinnar eru:
Fyrirtækjasímaskrá, Vöru-
merkjaskrá, Umboða- og
vöruskrá, Fyrirtæki í Reykja-
vík, Fyrirtæki úti á landi,
Stofnanir og félög, Stjórnar-
ráðið, Reykjavíkurborg. I
bókinni er að finna allar
helztu upplýsingar um starf-
semi þessara aðila, stjórnend-
ur og starfsmenn.
FLUGLEIÐIR HF.
Framhald af 1. síðu.
Islands h.f. og Loftleiða h.f.
og dótturfélaga þeirra, hverju
nafni sem nefnist og án nokk-
urra undantekninga.
Félagið hefur yfirstjórn á
öllum rekstri beggja félag-
anna, Flugfélags íslands h.f.
og Loftleiða h.f. Það yfirtek-
ur öll hlutabréf félaganna.
Ekki er fyrirhugað, að
Flugfélag Islands h.f. eða
Loftleiðir h.f. verði lögð nið-
ur, heldur að flugfélögin bæði
starfi áfram, hvort með sinni
stjórn og framkvæmdastjóra.
Er þá um leið gert ráð fyrir,
að hið nýja félag geti annast
heildarreksturinn eða hluta
hans eftir því sem hagkvæmt
þykir, þó ekki rekstur flug-
véla, nema % félagsstjórnar
komi til.
Það skal ennfremur vera
stefna hins nýja félags aö
stuðla að því að Flugfélag Is-
lands h.f. og Loftleiðir h.f.
varðveiti öll réttindi og nýti
uppbyggingu flugfélaganna
beggja.
Svo sem að framan greinir,
er gert ráð fyrir, að félagið
geti annast heildarreksturinn
eða hluta hans eftir því, sem
hagkvæmt þykir, svo sem
rekstur fasteigna og flugskýla,
viðhald og viðgcrðir flugvéla,
vátryggingastarfsemi, gisti-
húsarekstur og veitingaþjón-
ustu, bifreiðaleigu, ferðaskrif-
stofurekstur, starfsemi á flug-
völlum og allt annað, sem
eðlilegt er, að slíkt félag hafi
með höndum. Útlánastarfsemi
annast félagið í sambandi við
rekstur sinn eftir því, sem
stjórn félagsins kann að á-
ákveða.
Ákveðið hefur verið aö
Flugleiðir h.f. eignist öll
hlutabréf í Flugfélagi Islands
h.f. og Loftleiðum h.f., og að
hluthafar hlutafélaganna fái I
skiptum fyrir sín hlutabréf,
hlutabréf í hinu nýja félagi
eftir nánari matsreglum. Sam-
kvæmt þeim getur hlutafé
Flugleiða h.f. orðið allt að 360
milljónum króna, en heimilt
er stjórninni að auka það
upp í 600 milljónir.
Á þeini aðalfundi Flugleiða
h.f., sem haldinn verður árið
1976 skal kjósa félaginu sjö
manna stjórn og fimm í vara-
stjórn. Fram til þess aðalfund-
ar stýrir núverandi stjórn mál-
um félagsins.
Hinn 24. nóv. sl. skipaði
samgöngumálaráðh. Hannibal
Valdimarsson, nefnd, sem fal-
ið var að vinna að sameiningu
flugfélaganna, og varð Brynj-
ólfur Ingólfsson ráðuneytis-
stjóri samgönguráðuneytisins,
formaður hennar. Aðrir í
nefndinni voru Hörður Sigur-
gestsson, deildarstjóri í fjár-
málaráðuneytinu, Ólafur Stein-
ar Valdimarsson, skrifstofu-
stjóri samgöngumálaráðuneyt-
isins, og Sigurgeir Jónsson,
aðstoðarbankastjóri Seðla-
banka Islands. Síðasti fundur
nefndarinnar með fulltrúum
flugfélaganna var haldinn 4.
júlí sl„ og hafði nefndin þá
lokið störfum farsællega.
KAKALI skrifar:
í HREINSKILNi
Fullyrða má, að aldrei
hafi aðsókn að hótelum
Reykjavíkur verið meiri en
nú. Almenningur hefurgeysi-
fé milli handanna, borgin er
full af ferðafólki og fólki er
að verða það ljóst, að slíkir
samkomustaðir eru til þess
eins, eins og nafnið bendir
til, að koma saman og
skemmta sér, færa drykkju-
gleði og dans út úr íbúðun-
um inn á hótelin þar sem
hljómsveitir, þjónar, upp-
dekkuð borð, glæsileg salar-
kynni eru til staðar og gáski
og fjör kvöldsins truflar ekki
þá sem hvílast vilja og heima
sitja.
Þó er það svo, að til er
a.m.k. eitt glæsihótel í
Reykjavík sem er að forpok-
ast í úreltum hugsunargangi,
löngu horfnum reglum, leið-
inlegri þrjózku einstakra
starfsmanna. Þetta er Hótel
Saga, sem þrátt fyrir marga
ágæta kosti, býr við svo
kjánalegar reglur yfirstjórn-
arinnar þ.e. hótelstjórans, að
heita má furðulegt að „æðri
völd“ hafa ekki gripið í
taumana.
Siglingar og kynni almcnnt
við crlendar þjóðir og heims-
borgarmenningu hafa valdið
því, að um heim allan hef-
ur verið slakað á þeim
gömlu, góðu rcglum um
jakkaföt og skyrtu og bindi
þegar kvölda tckur. Sá
furðulegi háttur er þó hafð-
ur á Sögu, að í húsinu gilda
raunar a.m.k. þrjár reglur
um hver er hæfur á hverjum
stað. I stað þess að tala al-
gilt um þessi mál nægir að
benda á dæmin um hversu
fáránlegt ástand ríkir á hót-
clinu og um leið hvernig
dyra- eða eftirlitsmönnum er
skipað að haga sér DÓM-
GREINDARLAUST — að
virðist.
Það mun viðurkennt, að
GRILLIÐ á 8. hæð þessa
hótels er virðulegasti mat-
salur þess bæði að þjónustu
og öðrum viðurgerningi.
GrilJið kappkostar að veita
1. flokks þjónustu á víni og
mat, þjónar liprir og kurt-
eisir. Ung hjón komu þar til
matar og fengu allt það sem
upp á mátti bjóða bæði mat
og vín. Hvorugt þeirra neyt-
ir víns í óhófi, en maðurinn
hafði, að sið ungra moderne
manna, keypt sér ljósan leð-
urjakka, en var auk þess I
skyrtu og bindi auk annarra
klæða. Ekki sáu þjónar né
inspektor Grillsins nokkuð
athugavert við að afgreiða
hann sem aðra gesti, enda
var þarna fjöldi útlendinga
sem klæddir voru á svipaðan
hátt. Eftir að hafa matast þá
fóru hjónin á Astra bar, sem
er á sömu hæð, til að fá sér
drykk. Herði barþjóni, arf-
taka bins fræga Stefáns, þótti
ekki heldur nokkuð á vanta
og fengu þau þar beztu
þjónustu. Til að gera gott
kvöld úr þessu, þá var á-
kveðið að fara niður á Mím-
isbar, en þar tók Valur bar-
þjónn ásamt stúlku á móti
þeim og fengu þau þar hina
beztu fyrirgreiðslu. Eins og
ungu fólki er títt, þá lang-
aði þau til að dansa og á 2.
hæð er hinn kunni Súlnasal-
ur með tveim þremur bör-
um og tilbehör. Til þess að
missa ekki borðkrílið í Mím-
isbar, ef illa tækist til um
borð í Súlnasal, var ákveð-
Yfirfull hotel
— Úreltar regl-
ur — Dóm-
greindarskort-
ur — Ungt fólk
í brösum Vantar
samræmi —
Eru íslending-
ar 2. flokks?
— Þrjár reglur
um klæðaburð?
ið að hann leitaði upp og
ræddi við þjóna um mögu-
leika á borði.
Um leið og hann gerði til-
raun til að fara upp, þá um-
hverfðist dyravörður einn
gamall og þreyttur að sjá,
sagði að upp færi hann ekki
í þessari múnderingu — föt-
um sennilega þrefalt dýrari
en allt hans eigið fatasafn og
smekklegri, og tönnlaðist á
„reglum hótelsstjórans" rétt
eins og hótelstjórinn hefði
látið hann læra lexíu utan
að og banna að nokkur
dómgreind yrði við höfð.
Urðu nú harðar deilur og
ungu hjónin sem komið
höfðu til að skemmta sér
komust í mesta „óstuð“ eins
og kallað er og töldu
skemmtunina glataða eftir
þvílíka ruddamennsku og
búrahátt. Svo vel vildi til að
inspektorinn, Vestmann, var
þarna 'nærstaddur og sá þeg-
ar hvað um var að vera, og
leiðrétti málin á farsælan
hátt svo ekki varð meira úr
deilum og dyravörðurinn
varð sér ekki meira til háð-
ungar og hótelinu til skamm-
ar en orðið var. Lauk þessu
kvöldi þannig, að allir
skemmtu sér ágætlega.
En svo er annað dæmi,
dálítið alvarlegra. Ungur
maður bauð tveimur vinkon-
um sínum út — upp á Grill,
mataðist þar og kættist, fór
síðan sömu rútuna á Astra-
bar, fékk þar drykk, og síð-
an á Mímisbar til þess að
fá sér „nightcap“. Ekki var
hann fyrr seztur eftir nokkur
ómerkileg orðaskipti við
dyravörðinn, sem er eins-
konar eftirlitsmaður þarna,
en inn komu tveir fílefldir
lögregluþjónar, hirtu hann
út og keyrðu í svartholið!!
Barþjónar vitna að mað-
urinn hafi verið ódrukkinn,
en látið þau orð falla, að
hann hirti ekki um klæða-
reglur, sem giltu fyrir þrjá-
tíu árum, og hefði refjalaust
verzlað við hótelið það
kvöld fyrir þá litlu summu,
8000, átta þúsund krónur, og
teldi sig geta fengið síðasta
sjússinn undir svefninn án
þess að kasta eða skipta
klæðum. Barþjónar stóðu
eftir undrandi en enginn tími
vannst til að afstýra þessu
glapræði dyravarðar.
Nú er því við að bæta, að
dyravörðurinn og eftirlits-
maðurinn virðist algjörlega
blindur fyrir framkomu
gesta. I fyrra tilfellinu með
ungu hjónin gat t.d. að líta
stelpugálu í Súlnasal, sem
klædd var siðri peysu, sem
náði niður undir hné.'jbæjur
en á sitjanda á peysunni var
saumað hjarta, og einkennis-
merki hermanna víðsvegar á
bolinn. Ula var hún til fara,
í síðbuxum og hálfdrukkin,
og skók sér eins og breima
vændiskona á gólfinu. Þá
var þarna fjöldi drukkinna
manna, sem ultu á milli
borða, drukku úr glösum
annarra o ghöguðu sér eins
og skríll í einu og öllu. Þetta
sá ekki hans hátign dyra-
vörðurinn eða að minnsta
kosti lét það afskiptalaust.
Kvöldið, sem dyravörður-
inn lét hirða gestinn, sem
endanlega lenti í grjótinu,
hleypti hann inn dauða-
drukknum manni, skítugum
og í ópressuðum fötum, en
sem hafði bindi og var í
jakka — venjulegum tau-
jakka, krumpuðum.
Þessi dæmi eru bara tvö
af fjölmörgumí sem okkur
hafa borizt og við séð. Nú
er spurningin sú: er þetta hó-
telsstjórinn, sem enn hangir
í þeim tíma, sem hann sjálf-
ur ólst upp í og gefur af-
dráttarlaus fyrirmæli um
framkomu eftirlitsmanna
sinna eða dyravarða? Eru
íslenzkir borgarar orðnir að
2. flokks íbúum þessa lands,
því það er á allra vitorði að
það skiptir hann engu máli
hvernig erlendir gestir klæð-
ast? Þeir fá alltaf fullkomna
og sjálfsagða þjónustu. Er
hann sjálfur orðinn bara for-
pokaður dugnaðarforkur
sem gerir sér ekki ljóst að
Framhald á 7. síðu.
I.