Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 06.08.1973, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 06.08.1973, Blaðsíða 2
2 Mánudagsblaðið Mánudagur 6. ágúst 1973 Einstakir galdramenn Sæmundur fróði Sæmundur felur sig Einu sinni kom kölski til Sæ- mundar og sagðist nú vilja fá hann, s'agðist hafa nóg til hans unnið og hann hefði nógu lengi skotizt undan. Sæmundur sagði að hann ætti raunar enga skuld á að fá sig, en sagðist þó skyldu gjöra honum kost á því. „Ég ætla að fela mig," segir Sæmund- ur ,;,og ef þú finnur mig í nótt, þá máttu taka mig." ,Þú verður að segja mér á hvaða sviði þú verður helzt," sagði kölski. „Ég ætla að verða í sjónum," segir Sæmundur. Kölski fór um nóttina um all- an sjó til og frá og fann ekki Sæmund. í dögun kom hann aft- ur og var Sæmundur þá í bæjar- dyrunum og stóð í keri sem sjór var í. Hann segir við kölska: „Ekki ertu fundvís, ekki f-erðu mig." „Lofaðu mér að reyna í annað sinn," segir kölski. „ð skal vera," segir Sæmundur; „þú mátt taka mig ef þú finnur mig í nótt; ég ætla að verða í loft- inu." Um nóttina fór kölski á vængjum vindanna um allt loft, en ekki fann hann Sæmund. Um morguninn í dögun kom hann aftur og var Sæmundur í bæjar- dyraloftinu og sagði: „Ekki erm fundvís enn, ekki þarftu að hugsa hugsa til að fá mig." „Það er ekki von," segir kölski, „þú get- ur hæglega falið þig fyrir mér með þessum undanbrögðum. Leggðu heldur fyrir mig ein- hvurja þraut svo ef ég get unn- ið hana þá fái ég þig." „Ójá," segir Sæmundur, ,hér er skjóða. Með hana skaltu fara ofan á sjávarbotn og fylla hana af pen- ingum í nótt og færa mér hana fulla á morgu. í dögun. Ef þú getur það þá færðu mig en ef þú getur það ekki þá færðu mig aldrei." Kölski gengur óhikað að þessum kostum. Um kvöldið fer hann með skjóðuna ofan á sjávarbotn og fer að tína í hana. Þegar þriðjungur var af nótt gáir kölski í skjóðuna og er hún þá orðin hálf, og hyggur kölski nú gott til að sér muni ganga þetta vel og herðir sig að tína. Þegar þriðjungur vat eftir af nótt gáir hann í hana aftur og er hún þá enn hálf. Nú flýtir hann sér það sem hann getur og rótar stórum í skjóðuna og í dögun Iítur hann enn í hana og er hún enn ekki nema hálf. Þá varð kölski hissa, skoðaði skjóð- una og sagði: „Von var þó ekki gengi betur. Þetta er þá bölvuð prestaágirndin sem aldrei verður fyllt." Hann færir þó Sæmundi skjóðuna. Hann sló hendinni móti og sagði: „Það er of lítið, þfi færð mig aldrei og farðu með það." Kölski sá þá að hon- um mundi elcki takast að ná Sæ- mundi og fór hann burtu svo búinn. Skollalaut Þann vetur sem kölski var fjósamaður Sæmundar sendi Sæ- mundur hann einu sinni í skóg upp að Skarfanesi. Kölski dró drögur stórar suður að Odda og kom laut í jörðina eftir hann þar sem hann fór. Sú taut liggur ' ofan frá Skarfanesi suður um Stóruvallabót og sést enn til hennar víðast hvar suður að Odda. Hún heitir síðan Skolla- laut. Nautabandið Einu sinni slitnaði nautaband hjá kölska um veturinn. Sæ- mundur skipaði honurn ‘ að sauma það saman aftur. Kölski tók þá mjaðmabein úr hesti og dró griðungssin í augað á bein- inu og saumaði svo, hafði beinið fyrir nál en griðungssinina fyrir nálþráð. Sæmundur sá þetta og hló að. Þá segir kölski: „Svona sauma óg nú, Sæmundur, stórt og sterkt." Sæmundur tók band- ið og sleit það um sauminn og sagði að hann þyrfti ekki að hrósa hvað sterkt það væri. Kölski gjörir til sauði Einu sinni átti Sæmundur sauði marga ótilgjörða, kallar því á kölska og bað hann að gjöra nú til og flýta sér og lofar hon- um ærnu kaupi. Kölski vill ekki annað en Sæmund. Lofar Sæ- mundur því ef hann gjörði svo vel að ekki yrði að fundið. Kölski fló undramikið og vel, svo ekki vaíð að fundið, varð nú hróðugur að leikslokum og kvaðst nú eiga Sæmund. Því játti Sæmundur, ef ekkert væri vangjört. En er hann aðgætti inn yflin vantaði krossana í hjarta og lifur. Varð hann svo af kaup- inu. Óskastundin Um óskastundir höfðu menn miklar sögur og söknuðu fratði að vita hvenær hún var á tím- anum, þó þeir fullyrm að ein þeirra væri í hverjum sólarhring. En til vissu um tilveru hennar var fært, að Sæmundur fr. hafi boðið þernum sínum að óska hvers þær vildu; hafi þá ein óskað sér að eiga sjö sonu við honum: „Með þessari bæn óska ég mér alls góða að eiga sjö syni með Sæmundi fróða;" og átti þessi bæn að fullkomnast og þeir verða prestar sem hefðu allir brunnið inni í kirkju Skál- holts og kirkjan líka. En þá átti sú er ekki hreppti óskina að segja: „Mörgum þótti málug ég," mcelti kerling skrýtileg; „þagað gat ég þó með sann þegar Skálholtskirkja brann — og sjö prestar inni þar." Sæmundur fróði yrkir Sólarljóð Þegar Sæmundur fróði lá banaleguna og mönnum virtist hann andaður hreyfðust á hon- um þrír fingurnir á hægri hend- inni (þeir sem haldið er penna með) sem vildu þeir taka um eitthvað. Lengi voru menn í efa hvað slíkt hefði að þýða; loksins voru ýmsir hlutir bornir að fingr unum, en þeir héldu áfram að hreyfast þangað til þeim var fenginn penni, þá beygði einn fingurinn sig utan um hann; síð- an var réttur pappír hinum fingr unum, og beygði sig annar fing- urinn að honum; þá var nú sjálf- sagt að fá hinum þriðja blek- byttuna. Eftir það skrifuðu fing- urnir Sólarljóð og þegar þeim var Iokið slepptu þeir ritfærun- um og urðu máttvana og hreyfð- ust aldrei síðan. Síðustu skipti Sæmundar og kölska Þegar Sæmundur lá banaleig- una lá kölski á fótum hans; það þótti Sæmundi leitt og vildi Ios- ast við hann áður en hann dæi, því hann þóttist vita að hann ætlaði að vera viðbúinn að ná sálu sinni strax sem hún skildi við líkamann. Þá sagði hann við kölska að hann hafi ætíð fylgt sér eins og fylgispakur hundur og gjört allt fyrir sig sem hann hafði sagt honum; nú ætlaði hann að biðja hann í seinasta sinni að biðja hann þeirrar bónar sem sér riði mlkið á að hann leysti vel af hendi. En hann beiddi hann að sækja fyrir sig blóðdropa af síðu Jesú Krists. Þá fór kölski, en kom ekki aftur. Kúffur prestur Kálfur og kölski Kálfur Einarsson hét prestur; hann var á Fellum í Sléttuhlíð. Kálfur Iærði í Svartaskóla og eru margar frásagnir til um vit- urleika hans og kunnáttu og hvernig hann lét kölska þjóna sér til hvers sem hann vildi. Var það í kaupmála þeirra prests og kölska, að kölski ynni fyrir prest allt sem hann legði fyrir hann, en fengi Kálf að síðustu fyrir. Stóð svo allan aldur Kálfs. Þegar Kálfur var gamall mjög tók hann sótt allþunga. En þeg- ar hann kenndi sín, að sú sótt mundi helsótt vera, bað hann að nautkálfur einn væri látinn undir rúm sitt þar sem hann lá. Ekki sást að prestux bæri hræðslu fyrir dauða sínum. Þegar prest- ur sýndist Iangt Ieiddur kom kölski til hans og kvaðst »-á kominn þegar til að sækja hann eins og skilmálar þeirra væru. Prestur brást ókunnuglega við og byrsti sig móti kölska. Tók kölski pá upp handskrift prests með blóði ritaða og bað hann við kannast. Prestur kvaðst svo gjöra mundi, Ieit á og mælti: „Þar stendur t'dki Kálfur Ein- arsson, en hér er nú kálfurinn sem heitinn er," — og kippti EINNAR MÍNUTU GETRAUN: Hve slyngur rannsóknari ertuí Jélahoð fyrir nemendurna Nemendur Fordneys prófessors sátu kringum jólaborð hans. Þeir voru glaðir ag reifir og sýndi svipur þeirra glöggt, hversu mikið þeir héldu upp á kennara sinn, og sú tilfinning var þó ekki í neinu sambandi við þann ágæta jólamat, sem þeir höfðu snæct. „Hér er bréfmiði, sem ég fékk með jólakortinu mínu frá Jack Gildhart, sem er gamall nemandi minn. Hann var feng- inn til að koma honum x póstinn til mín." Kccri þrófessor Fordney. Ég efa ekki, að þú hafir lesið í blöðunum fyrir tveim vikum, um ástceðwnar fyrir handtöku minni. Ég leita til þín vegna þess, að ég veit að þú verður fljótur að skilja og meta óréttlcetið í minn garð. í fyrsta lagi er ég þess fullviss, að þú trúir því, að ég skaut King Morrison í sjálfsvörn, þar sem ég var að vorja -oign mína, sem er vissulega eitt af grundvallat ■'róttittdum hvers manns. Þegar ég kom að honum vár hann að rceita 'mel- ónugarð minn. Þá varð hann œstur og, án þess að cetla sér það, skaut á mig. Þegar hann neitaði að leggja niður byssu sína, hleypti ég af, og ef .bann hefði ekki skyndilega stokkið til hcegri, þá hefði sár- ið ekki verið banvcent. Sumir hérna í nágrenninu trúa því fastlega, að ég hafi myrt King með köldu blóði. Samt sem áður er ég viss um að þú verðir mér sammála um að ég gerði það í sjálfsvörn. Get ég treyst á hjálp þína? Vinarkveðjur, Lee Mason, Durand, Winconsin. „Þið hafið fimmtán mínútur ,áður en María tekur af borð- inu og færir okkur eftirmatinn. Þegar hann kemur á borðið, þá verðið þið að segja mér hvaða skoðun þið hafið á bréfmið- anum." „Ég er of saddur til að hugleiða þetta meira en þú gerðir, þrófessqr," sagði Howard Bell, hlæjandi . Hvað finnst ykkur? Hvað er að miðanum? — Svarið er á bls. 6. kálfinum fram undan rúmi sínu. Sneyptist þá kölski og hvarf frá honum. Gníputótt Kálfur prestur bjó á Tindum á Skarðströnd. Hann var skóla- bróðir Sæmundar prests hins fróða úr Svartaskóla. Skrattinn þóttist eiga kröfu til Kálfs prests og reyndi oft að ná hon-urn til sín. Á Tindum var tún mjög grýtt og seinunnið. Þar var tótt- arbrot eitt í túninu er kölluð var Gníputótt; þar var ómögu- Iegt að slá svo ljáfar að ekki kæmi í stein. Einhverju sinni sagði Kálfur prestur við skratt- ann að hann skyldi fá sig ef hann gæti slegið túnið á einni nóttu án þess í stein kæmi. Skrattinn gekk að þessu og fór að slá. En Kálfur Iét brýni liggja í Gníputótt; var ómögulegt að sjá það fyrir grasinu. Þegar Kálf- ur kom á fætur um morguninn átti hinn eftir Gníputótt; þá spurði Kálfur hvers vegna hann væri ekki búinn með túnið. — Skrattinn kastaði þá fram vísu þessari: Þó túnið sé á Tindum mjótt tefur það fyrir einum; grjót er nóg í Gníputótt, glymur járn í steinum. Hafði hann rekið Ijáinn í brýnið þar sem það Iá í tóttinni og þess vegna varð hann af kaup ina,

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.