Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 06.08.1973, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 06.08.1973, Blaðsíða 8
Presturinn: — Hvað er hann sonur yðar gamall, Hróbjartur? Hróbjartur: — Ja, hann var fjórtán ára í hitt eð fyrra, strákurinn, þegar hann byrjaði að taka í nefið. — 0 — Hún: — Ætlarðu að halda því fram, að við kvenfólkið eltum ykkur karlmennina! Hann: — Hægan, hægan Lofthæna mín, ekki er ég að segja það, Músagildrur elta aldrei mýsnar! — 0 — Hanrt: — Hver hefur nú eyðilagt bitið í rakhnífnum mínum; hann er eins og stór- viðarsög! Hún: — Ekki veit ég það. Vel beit hann í gær, því að þá opnaði ég með honum sardínudós. — 0 — elska þig?' Finnurðu.-hvern- ig hjartað í mér slær af ást til þín? Soffía: — Nei, ég finn að- eins veskið þitt.: — 0 — — Ég er sjálfmenntaður maður. — Gott átt þú, en ég er skapaður af konu minni og þrem dætrum. — 0 — — Mér er sagt, að hún frú Sigrður sé oröin mállaus. — Þá þarf ég að skreppa til hennar. Mig hefur Jengi langað að tala við hana. — 0 — — Er barnið yðar orðið talandi? — Já, fyrir nokkru. Nú erum við að reyna að kenna því að þegja. — 0 — Hann: — Elsku Soffía Hann: — Um næstu mán- mín, finnurðu ekki, hvað ég aðamót borga ég síðustu af- borgunina af húsgögnunum mínum. Hún: — Ágætt, þá getum við fargaö þeim og fengið okkur ný í staðinn. — 0 — Leikhússtjórinn: — Ég ætla að láta yður leika auð- kýfing, sem stráir peningum í allar áttir, eins og hann væri með hænsnabygg. Leikarinn: — Vilduð þér þá lána mér fimmkall, svo að ég geti byrjað að æfa mig. — 0 — Sonurinn: — Dæmið, sem þú reiknaðir fyrir mig í gær, pabbi, var skakkt hjá þér. Faðirinn: — Hvaða vand- ræði! Sonurinn: — Það gerði ekkert til, því að feður flestra strákanna höfðu líka reiknað það vitlaust. — 0 — Enskan þingmann dreymdi einu sinni, að hann væri að halda ræðu. Þegar hann vaknaði, uppgötvaði hann, að draumurinn var veruleiki. Ennþá munu þess engin dæmi að íslenzkir alþingis- menn hafi sofnað undir sín- um eigin ræðum. — 0 — — Hefurðu heyrt, að það er nýkomið í leitirnar bréf frá Napóleon mikla til konu hans, Maríu Lovísu. — Já, er það ekki eins og ég hef alltaf sagt: Póstmálin í þessum heimi þurfa endur- bóta við. — 0 — — Ég kann þá list að sjá fyrir óorðna hluti. Þú vinn- ur 25.000 krónur á þessum happdrættismiða! — Ágætt, þá skal ég selja þér hann fyrir hálfvirði. — 0 — — Hann frændi á bíl, sem ríkasti maður heimsins hef- ur átt á undan honum. — Nú, hver þá? — Ford. — 0 — Bjartsýnn er sá maður, sem heldur að konan sín sé hætt að reykja sígarettur, ef hann kemur óvænt heim og finnur hálfreykta vindla í öskubakkanum. — 0 — Sú nýgifta: — Af hverju hefurðu ekki sagt mér neitt frá því, að þú hafir verið trúlofaður áður? Eiginmaðurinn: Ég hafði hugsað mér, að við ættum það til góða þangað til eitt- hvert langt vetrarkvöld. — 0 — Einkasonur ríkra hjóna hafði opinberað trúlofun sína. Móður hans fannst unn- usta hans of ung. Móður- systur hans fannst það galli, að hún var rauðhærð. Föð- ursystur hans hafði ýmislegt út á fjölskyldu stúlkunnar að setja o.s.frv. — En eitt er þó mikill kostur, sagði pilturinn, — og hann er sá, að hún á enga aðstandendur. — 0 — Á legsteini í kirkjugarði einum suður í Prag, stendur eftirfarandi áletrun: Hér hvílir Jósef Schmidt, sem var fæddur í Austurríki, bjó í Tékkóslóvakíu og and- aöist í Þýzkalandi, en átti þó alla ævi heima í fæðing- arborg sinni, Prag. — 0 — Franz Jóseph Áusturrkis- keisari var ákafur reykinga- maður. Hann reykti einkum la-nga og sterka vindla, venjulega 20 á dag. Nikulás II. Rússakeisari reykti eingöngu vindlinga, þetta 30 til 50 stykki á dag. Vilhjálmur, fyrrv. Þýzka- landskeisari, reykti oftast 8 þumlunga Ianga vindla, og kostaði hundraðið af þeim 10 sterlingspund. Af þessum vindlum reykti hann 10 dag- lega. Játvarður VII. Englands- konungur sást sjaldan ó- reykjandi. Hann reykti 10 þumlunga langa vindla, og entist hver þeirra honum í. 5 stundarfjórðunga. i *

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.