Mánudagsblaðið - 06.08.1973, Blaðsíða 1
Blaé fyrir alla
Úr þjóð-
sögunum
Sjá bls. 2.
25. árgangur
Mánudagur 6. ágúst 1973
30. tölublað
ser
jT Æ
OANÆGJAN MEÐ LAND-
HELGISGÆZLUNA EYKST
Útgerðarmenn og sjómenn bátaflotans œfir - Skipverjar
og skipherrar varðskipanna hóta að segja upp - Óheilindi
Lúðvíks aldrei augljósari
Nú er óánægjan orðin svo mögnuð með yfirstjórn
Landhelgisgæzlunnar, að það er bara tímaspursmál
hvenær upp úr sýður. Sjómenn á bátaflotanum eru
æfir, útgerðarmenn sömuleiðis, skipverjar varðskip-
anna eru farnir að hóta því að taka pokann sinn og
allur almenningur er orðinn hundleiður á að allt er
látið reka á reiðanum, vegna „forgangs“ landhelgis-
málsins.
Ef fyrst skal taka bátasjómenn
ina, þá eru þeir orðnir æfir út
af því að það er viðburður ef
varðskip sézt á þeim slóðum sem
bátarnir veiða á. Er sama hvort
það er fyrir austan Iand eða
vestan. Floti tf brezkum og v-
þýzkum togurum hrekja bátana
af beztu miðunúm og kvartanir
virðast ekki hljóta náð fyrir eyr-
um-forstjóra Landhelgisgæzlunn-
ar nema einstaka sinnum. Og
þeir hafa margsagt, að ef varð-
skip komi á miðin þá hnappist
togararnir saman og bátarnir fái
þar með meira svigrúm til veið-
anna. En það er sem sagt ekki
nema einstaka sinnum sem varð-
skipin sjást á þessum svæðum.
Aumingjaskapurinn
í algleymingi
Kærnested skip-
a5 a& sleppa v-
þýzkum togara
Fyrir nokkrum dögum gómaði Guðmundur
Kærnested, skipherra á Ægi, vestur-þýzkan tog-
ara að ólöglegum veiðum. Til að byrja með lét
Kærnested skjóta púðurskotum að togaranum,
sem bráðlega gafst upp og stöðvaði ferðina. Bát
var skotið út frá varðskipinu og varðskipsnienn
bjuggust til uppgöngu um borð í togarann í
þeim tilgangi að færa hann til hafnar. Þegar
varðskipsmenn voru þannig búnir að ná öllum
tökuin á togaranum, kom skeyti frá landi þess
efnis, að þeim væri bannað að taka togarann.
Varð Kærnested að bíta í það súra epli að láta
togarann frjálsan.
En sagan er ekki þar með búin. Þegar Ægir
kom til Reykjavíkur, var Guðmundur Kærne-
stcd kallaður til yfirheyrslu af yfirstjórn Land-
helgisgæzlunnar og honum veittar ákúrur. Þótti
þeim Ólafi Jóhannessyni og Pétri sjóliðsforingja
sem Guðmundur hefði farið fram úr leyfilegum
mörkum, þegar hann ákvað að færa Iandhelgis-
brjót til hafnar.
Á öðrum stað I blaðinu er fjallað um land-
helgismálið á breiðara grundvelli, en þessi saga
skýrir enn betur við hvaða skilyrði skipherrar
varðskipanna starfa.
Landhelgisgæzlan
gjaldþrota?
Skipverjar á varðskipunum
eru síður en svo hressir í bragði
þessa dagana. Einn þeirra hafði
samband við.blaðið og sagði, að
ef ýmsum liðrnn yrði ekki kippt
í lag hið bráðasta, væri hætta á
að margir varðskipsmanna leit-
uðu eftir-annarri atvinnu. Sagði
hann,. að þrautreyndir varðskips-
menn yndu því ekki lengur að
liggja- undir- ámæli frá sjómönn-
til að leysa út lorantæki úr tolli,
en slíkt tæki var um borð í Ægi,
en hefur nú verið skilað. Þannig
mætti lengi halda áfram að telja.
Alltaf er borið við peningaleysi.
Forgangur
landhelgismálsins
Til þess að reyna að slá ryki í
augu almennings ,er stöðugt
hamrað á því, að landhelgismál-
ið hafi algjöran forgang. A þetta
að fá fólk-til að gleyma því, að
mgja í
hríð í Marseille
Sjá 3. síðu.
•
Um hotten-
totta í S-Afríku
er á 4. síðu.
•
Sjónvarpið
syðra og
krossgátan
er á 6. síðu að venju.
•
Sumarleyfis-
syrpa
er á baksíðunni.
Hvenær sýöur upp úr hjá útgcróarmönnuni þessara báta?
um vegna leti og hvílda í höfn-
um. En það virtist vera opinber
stefna yfirstjórnar Landhelgis-
gæzlunnar, að láta eitt til tvö
varðskip liggja samtímis í höfn
einhvers staðar á landinu á með-
an allt að 90 togarar fiska í
landhelgi.
Þá er sparnaðaræðið orðið
slíkt Ínnan gæzlunnar, að engu
líkara er en að gjaldþrot sé á
næsta leyti hjá þessari stofnun.
Skipverjar fá Iaun sín með eftir-
gangsmunum og ekki er um
neina yfirvinnu að ræða. Þess í
stað er skipunum siglt til hafn-
ar og þau látin liggja á meðan
áhöfnin tekúr út sinn frítíma.
Þegar hvalbátnum Tý var skil-
að, var látið í veðri vaka að á-
höfn hans myndi alltaf vera til
taks og skiptast á að halda hin-
um skipunum úti. Átti þetta að
koma í veg fyrir'langlegur skip-
anna í höfn. Þetta hefur hins
vegar gjörsamlega brugðizt og
enginn orðið var við þessa ó-
þreyttu áhöfn. Þyrla gæzlunnar
er yfirleitt alls staðar annars stað
ar en-um-borð í Ægi eða Óðni.
Ekki hefur enn-fengizt peningur
efnahagsmálin eru nú komin í
slíkt öngþveiti að énöl.» leið
virðist vera út úr þessum ógöng-
um, nema að skattpína þjóðina
enn frekar en nú er gert.
Það er mál til komið að þess-
um feluleik linni og fólk geri
sér grein fyrir því, að landhelg-
ismálinu hefur hreinlega verið
Idúðrað. Útfærslan var barin í
gegn á kosningaslagorðum án
þess að nokkuð væri liugsað um
að fjármagna gæzluna fyrir auk-
in verkefni og húsnæðismál
Landhelgisgæzlunnar eru í al-
gjörum ólestri. Þetta sýnir bezt,
að þetta endalausa blaður um
Framhald á 7. síðu.
Mánudagsblaðið
kemur ekki út í næstu viku,
vegna sumarleyfa.
Þau mistök hafa orðið hjá okkur, að tölublaðs-
merkingar á forsíðum þriggja síðustu tölublaða
hal'a verið rangar. Blaðið sem út kom 16. júlí
yar merkt 29. tbl., en átti að vera 27. tbl., blað-
ið sem út kom 23. júlí var 30. tbl., en átti að
vera 28. og blaðið sem kom út 30. júlí var gefið
upp sem 31. tbl., en átti samkvæmt þessu að
vera 29. tbl. — Blaðið sem þér haldið á í hönd-
unum núna, er 30. tbl. — Við biðjum velvirðing-
ar á þessum mistökum.