Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 01.10.1973, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 01.10.1973, Blaðsíða 1
Bl&Sfyrir alla 25. árgangur Mánudagur 1. októbcr 1973 37. tölublað Pólitísk sundrung á Akureyri? Tryggvi Heigason vill sparka Lórusi. Sólnes og Magnúsi Enr. eykst bacáttan um fraamboðslistann í Norðurlands- kjördæmi eystra. Áður höfum við sagt frá því að Jón Sólnes bankastjóri hafi ákveðið að vera í fyrsta sæti lista Sjálf- stæðisflokksins og reyna að bola Magnúsi Jónssyni frá. Þá er Lár- us Jónsson ekki á þeim bux- unum að gefa sitt sæti eftir ,en Halidór Blöndal sækir fast á að ná undan honum þingsætinu. En nú er einn enn kominn fram á sjónarsviðið og það er Tryggvi Helgason flugmaður á Akureyri. Tryggvi vonlaus? í viðtali við Morgunblaðið lýsir Tryggvi því yfir, aðhann hyggist bjóða Sjálfstæðisflokkn- um starfskrafta sína með þing- mennsku í huga. Það er sjald- gæft að menn gefi slíkar yfir- lýsingar opinberlega, en Tryggvi er ákaflega hreinskilinn maður. Hann er án efa mjög góður flugmaður og hefur unnið ómet- anleigt starf sem slíkur og þá ekki sízt í sambandi við sjúkra- flug. En sem pólitíkus er hann vonlaus. Svik hjá Framsókn Við síðustu kosningar vildi Tryggvi komast að sem þing- maður fyrir Framsóknarflokk- inn. Ekki þorðu framsóknar- menn að neita Tryggva um að reyna sig og tók hann þátt í prófkosningum sem fram fóru Voðaástand hjá löggunni! Skortir um 100 manns Algjört ncyðarástand er nú ríkjandi innan lögregl- unnar í Rcykjavík. Mann- fæðin cr orðin slík, að marg- ir lögrcgluþjónar huglciða nú uppsögn sökum óhóflegs vinnuálags. Algcngt er orð- ið að Iögregluþjónar þurfi að standa vaktir í heilan sól- arhring til þcss að unnt sé að halda uppi umferðarstjórn og sinna þcim 10 árekstrum Eíturlyfjasmyglarar hóta illu Milliliðir hræddir við „ráðstafanir” Það er nú augljóst, að íslenzkar stúlkur, í auknum mæli, hafa látið erlenda æfintýramenn og glæpamenn blekkja sig til flutnings á eiturlyfjum milli landa. Ekki er þó um flutning til íslands einungis að ræða, heldur og til annarra landa t.d. muna flestir er íslenzk stúlka var handtekin og dæmd i fangelsi í ísrael. íslenzkar stúlkur eru einmuna einfaldar og naive í öllum við- skiptum sínum við útlendinga og þaulæfðum bandítt- um auðveld bráð að fá þær í þjónustu sína. Flestar þessara telpna eru hirtar upp úr eiturlyfja- bælum í nágrannalöndum okkar þar sem iðkað er kynsvall og annað athæfi í sambandi við neyzlu lyfj- anna. Það er með öllu óhæft, að lögregluyfirvöldin hér reyni að þagga þessi alvarlegu mál niður, ekki varð- andi þessar einstöku stúlkur, heldur almennar ráð- stafanir til að uppræta þennan ósóma og þá hættu sem honum fylgir og gera þeim sem brjóta þessi lög Ijóst, að refsað verði mjög hart þeim öllum er brot- legir gerast. Sú staðreynd er fyrir hendi, að margir þeirra unglinga, sem leiðst hafa út i smygl, ÞORA ekki að skýra rannsóknurum frá nöfnum og störfum glæpamannanna vegna þess að þeir hafa hótað bræðrum og systrum, jafnvel foreldrum „ráðstöf- unum“ ef þær leysa frá skjóðunni. Þetta mái er Q komið á svo alvarlegt stig, að tími er kominn til | að halda rannsóknurum persónulega ábyrgum í J sambandi við starf þeirra. öll vettlingatök gera | ekki annað en bjóða hættunni heim. ! i En Tryggvi fór illa út úr þess- um kosningum og lenti þar það neðarlega að hann komst ekki á framboðslista. Ekki gafsthann þó upp að 'heldur og ásakaði nú Framhald á 7. síðu. 50 KR. Það hefur reynzt ókleift að fá ríkisstjórnina til að styrkja útgáfu okkar, eins og gert er við dagblöðin öll og tvö viku- blöð sama flokks, og hirti þó Alþingi í mörg ár um 20 blöð til lesturs handa þingmönnum án þess að greiða fyrir eða þakka fyrir. Nú grípur inn i alvara lífsins, allt hækkar svo við neyðumst til að hækka blaðið um kr. 10.00 — tíu krónur — eða i 50,00. Þetta er svivirðilega hátt gjald en þegar hið opin- bera er ekki feimið við að hækka og vill á engan hátt styrkja okkur, þá ætlum við að leyfa okkur þetta smáræði. Munið, við erum blað fyrir alla, og hrein nauðsyn að það komi út. — Ritstj. sem að mcðaltali verða á dag. SLAGSMÁL — ÞREYTA Lögregluþjónn, sem blaðið hafði tal af, sagði, að eftir 10 tíma vakt um helgar væri hann orðinn gjörsamlega út- keyrður, eftir slagsmál við fyllibyttur og því um líkt fólk. En þá eru eftir 14 tím- ar í viðbót sem hann er oft og tíðum skyldugur til að vinna. Sagðist maðurinn vera orðinn langþreyttur á þessum þrældómi, fyrir utan það, að við alla þessa aukavinnu ryki hann svo upp í skattstigan- um, að hann hefði hreinlega ekki efni á að stunda Jæssa vinnu öllu lengur. BJARKI OG SIGLRJÓN Þá hafði lögreglumaðurinn hörð orð um vissa yfirmenn sína, og tók þar sérstaklega fram þá Bjarka Elíasson og Sigurjón lögreglustjóra. Sem dæmi um óstjórnina nefndi hann óveðursnóttina á dög- unum. Þá þurfti varðstjóri að eltast í lengri tíma við að ná í lögreglustjóra, til að ráðg- ast við hann um, hvernig bezt væri að haga hjálpar- starfi. Ekki lét lögreglustjóri neitt frá sér heyra að fyrra bragði, þótt ljóst væri að mikið lægi við ,að allt yrði skipulagt eftir beztu getu. 100 VANTAR Talið er að það vanti upp undir 100 lögregluþjóna til starfa í borginni. Ekki batn- ar ástandið ef nú fara að berast uppsagnir í stórum stíl. En fróðlegt væri að fá upplýsingar frá þeint Bjarka og Sigurjóni um, hvers vegna jteim helzt svona illa á mönn- um og af hverju menn vilja ekki sækja um störf í lög- rcglunni. Tugmilljónatap á Alafossi? Sú staðreynd blasir nú við, að sögn fréttaritara okkar, að ríkisrekstrarbragur er nú kominn á Álafossæfintýrið og mun hann hafa kostað ríkið nú þegar eftir tveggja ára rekstur, 200 miljónir kr. Þá er og stáðhæft að rtú- verandi lager fyrirtækisins sé 30 millj. af óseljanleg- um gólfteppum og loðfata- druslur upp á 70—90 millj., geymdar í Kópavogi. Sölustarfsemin hefur ver- ið vanrækt mjög svo mikið, en þetta skiptir víst ekki máli því ríkið borgar. Spurn ingin er bara sú: hve lengi ætlar ríkið að punga út fé í þetta fyrirtæki í sam- keppni við einkafyrirtæki, sem framleiða sömu vöru, en hafa ekki fjármagn til að standa gegn ríkisstyrktu og ríkisreknu fyrirtæki. Leikfang Mánudagsblaðsins

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.