Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 05.08.1974, Síða 2

Mánudagsblaðið - 05.08.1974, Síða 2
2 Mánudagsblaðið Mánudagur 5. ágúst 1974 AJAX skrífar: Hreint land — lagurt land Það vantar ekki núna síð- ustu árin, að rekinn hefur verið heilmikil áróðursstarf- semi fyrir náttúruvernd og góðri umgengni við náttúr- una. Þetta er auðvitað góðra gjalda vert þó að þessi áróð- ursherferð hafi ekki alltaf verið laus við hálfrómantíska væmni. Það veitir svo sann- arlega ekki af því að brýna fyrir Islendingum hreinlæti og góða umgengni við land- ið. En hér er við ramman reip að draga. Við erum flest ir íslendingar, þvi miður, bæði trassar og erkisóðar. Þetta kemur fram á öllum sviðum. — Það vantar ekki að við kaupum fín föt af nýj- ustu tísku, því að barnalegir snobbar erum við. En fínu fötin eru ekki lengi að ganga úr sér, eftir fáa daga eru þau oft orðin skítug og rifin. Þetta er bara einn þáttur í aimennum sóðaskap okkar íslendinga. Það líður ekki sú vika, að menn sjái ekki fólk hér á götum Reykavíkur snýta sér með fingrunum og stundum þurrka sér á eftir á fötum sínum. Og það virð- ist vera íslensk þóðaríþrótt, jafnt hjá ungum sem göml- um að bora udd i nefið á sér og stundum éta svo horinn á eftir. Þetta gerir fólkið eins og það sé sjálfsagður hlutur, oft á almannafæri. Það er ekki að furða, þótt fólk, sem stendur á þessu stigi þrifn- aðar, umgangist ekki landið og náttúruna af neinum sér- stökum glæsibrag Og það er heidur ekki svo. Hérna fyrir fáum árum þegar auglýsinga- spjöldin Hreint land —- fag- urt land — voru í hverjum búðarglugga — var raun- veruleikinn allur annar, og svo er enn. Að vísu er til talsvert af fólki í Reykjavík, sem brífur vel í krinaum hús- in sín, hér kemur til persónu- legur metnaður. En þegar kemur út fyrir lóðina er heim urinn á enda og þrifnaðurinn einnig. Þetta sama fólk er víst til að henda öllu rusli á flötina, flöskum, umbúðum og hverju sem er. Og margir gera sér að skyldu að brjóta flöskurnar um leið og þeir henda þeim frá sér. Flösku- brot má sjá eins og hráviði um allar götur Reykjavíkur. Og jafnvel þegar fólk er að flikka upp á húsin sin kemur skrælingjahátturinn í Ijós. Margir húseigendur hafa lát- ið mála húsin sín núna síð- ustu tvö árin og reyndar veitti ekki af því. En það má heita segin saga, að á þeim húsum, þar sem standa skilti með götunöfnum hefur verið málað yffir skiltin eða máln- ingarklessum slett um þau öil, svo að götunöfnin eru lítt eða ekki læsileg. Það má heita svo að allir skurðir og kvosir í landi Reykjavíkur séu fullir af rotnandi drasli. Ég gekk einu sinni í fyrra rétt hjá tjaldstæðum útlend- inga hérna i Laugardalnum. skurðirnir þar voru allir fullir af óþverra, sem áreiðanlega stafaði frá íslendingum, en ekki útlendingunum. Þeim hefur gefist á að líta að sjá þrifnaðarmenningu hinnar miklu menningarþjóðar. — Reyndar er Reykjavík síst verri en aðrir bæir hér í ná- grenninu um þetta. í hraun- gjótum Hafnarfjarðar er allt fullt af ryðguðu járnarusli og úldnandi pappírsdrasli TOg svipað er víða á Suðurnesj- um. Það er til dæmis ekkert failegt að horfa ofan í gjárnar við akveginn frá Grindavík út að Reykjanesvita. Sumar þeirra eru fullar upp á barma af rusli. Akureyringar mega eiga það, að þrifnaður er þar miklu meiri og umgengni betri en hér sunnanlands. Þegar maður sér rusl og úr- gang á Akureyri hugsa ég, að það stafi meira frá sunn- fenskum túristum en Akureyr ingum sjálfum. Umgengnin við sumarbú- staðina er kapituli fyrir sig. Sumarbústaðahreyfingin hér á iandi hefur verið einn óslit- inn skrípaleikur. Að baki hennar býr annars vegar barnaleg sveitarómantík á la Rousseau hins vegar snobb- erí, það er fínt að eiga sum- arbústað. Svo eru sumarbú- staðirnir oft byggðir í hverf- um, svo að það er styttra á milli þeirra en húsa i Reykja- vík, fólkið er aftur komið í borg, og þá virðist ti! lítils barist. Sumarbú;staðadellan er komin vel á veg með að eyðileggja sumar fallegustu sveitir landsins, svo sem Laugardal og Skorradal. Og áhugi sumarbústaðafólksins á „lífi úti í náttúrunni“ stend- ur sjaldan lengi. Fyrstu tvö þrjú árin er það fullt af á- huga, en svo tekur hann að dvína. Og oft fer þá svo, að það hættir með öllu að koma í sumarbústaðinn og lætur hann eiga sig og grotna nið- ur, og það er ófögur sjón. Hér í nágrenni Reykjavíkur má sjá heilar draugaborgir, sumarbústaðahverfi, sem eru hálfhrunin og opin fyrir veðri og vindum. Svona draugaborgir má sjá við Ell- iðavatn, Rauðavatn, á Hólms- heiði, uppi við Olfarsfell og miklu víðar. Það er ekki einu sinni haft fyrir því að rífa sumarbústaðinn eftir að hætt er að nota hann, nátt- úran er látin um það, og það getur tekið langan tíma. Úr því að fólkið er svona trassa fengið, ættu yfirvöldin að skerast í leikinn og jafna draugaborgirnar við jörðu, en þau virðast ekkert skipta sér af þeim. Það er sagt að öllu sorpi úr Reykjavík eigi að aka upp í Gufunes. En margir fara bara ekkert eftir þessum reglum. Þvi er það, að stór sorphaugasvæði, full af járna rusli, ónýtum bílum og plast drasli er að finna á allt öðr- um stöðum i borgarlandinu eða nágrenni þess, og á þeim svæðum er ekki hreint land — fagurt land. Slík prívat sorphaugasvæði er að finna víða á Hólmsheiði og við veginn austan Rjúpna- hæðar og sennilega miklu víðar. Sorphaugar á þessum stöðum brjóta áreiðanlega í bág við lögin, en enginn ger- ir neitt í þessu, og skræl- ingjarnir halda því áfram ár eftir ár að henda rusil í þessa hauga, þar sem engir sorp- haugar eiga að vera.'n' 1 'w Ein er sú manntegund, sem hefur sérstakt yndi af að feyðileggja gróður með því að aka bílum sínum yfir grasflatir fram og aftur. Sár- in, sem hið viðkvæma land hlýtur af þessu eru í marga áratugi að gróa, ef þau þá gróa nokkurn tíma og landið blæs ekki bara upp. Það er erfitt að skilja hugarfar svona þokkapilta, er virðast hafa það eitt yndi í lifinu að skemma og eyðileggja. Þess ir fuglar hafa annað veifið verið að æfa sig á grasflöt- unum við Miklubrautina, en það hefur oftast verið lagað. Verra er að sjá, hvernig skrii mennin hafa farið með Kag- aðarhól undir Ingólfsfjalli. Fyrir um það bil tíu ár- um voru einhverjir skítakar- akterar að æfa sig á að aka upp grasbrekkurnar í hóln- um, og hann hefur ekki verið samur síðan, Allur sundur- tættur af bílförum. Vafalaust hlakkar í óþokkunum enn i dag, þegar þeir aka þarna fram hjá og sjá merki afreka sinna. Þeir menn, sem berjast fyrir náttúruvernd og góðri umgengni við landið, eiga allt gott skilið. En þeir verða að gera sér Ijóst, að róðurinn verður þungur. Við íslending ar erum allflestir trassar, skemmdarvargar og erki- sóðar. Og á meðan svo er, er hætt við að hugsjónin Hreint land — fagurt land eigi langt í land. AJAX. ALLI GENGUR (hvar sem er og hvenær sem er - við leik og störf - úti og inni og á góðra vina fundum -) BETUR MEÐ COCA-COLA drykkurinn sem hressir bezt, léttir skapið og gerir lífið ánægjulegra. VrAMUEITT AF VERKSMIOJUNNI VÍFILFELL. í UMBnOI THE CDCA-COLíi EXPURT CCRPORATIOJSI

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.