Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 26.08.1974, Page 2

Mánudagsblaðið - 26.08.1974, Page 2
2 AAánudagsblaðið Mánudagur 26. ágúst 1974 Framhald. En hún lét sér ekki segjast, enda var hún ennþá bálreið eig- inmanni sínum, svo hún fór á fund alríkisrögreglunnar (FBI) og byrjaði að leysa frá skjóð- unni og gaf þeim ýmsar mikils- verðar upplýsingar. Einmitt um þetta leyti voru yfirvöldin að rannsaka feril Ormento og sex háttsettra Mafíumanna í sam- bandi við brot á fíknilyfjalög- unum. Constance sagði yfirvöld- unum, að Mafían væri að und- irbúa morðið á aðalvitninu þeirra. Til að sanna þeim, hve áreiðanlegar upplýsingar hennar vasru, sagði hún þeim heimilis- fangið í New Jersey, þar sem vitnið var geymt — en þetta leyndarmál, var á vitorði að- eins mjög fárra erindreka yfir- valdanna. ENDALOK CONSTANCE. Yfirvöldin björguðu lífi vitnisins og unnu um síðir mál- ið gegn hinum voldugu Mafíu- mönnnum, sem hlutu þunga dóma. En áður en þeir gætu reifað málið gegn Philip Rast- elli, var Constance skotin til bana, fórnardýr blóðhefndar Mafíunnar. ÁSTMEYJARNAR. Vinkonur Mafíumanna eru jafnvel enn síður öfundsverðar af lífi sínu en eiginkonurnar. Og svo er líka hitt, að þær virðast miklu líklegti til að deyja vofeif- lega með elskhugum sínum. Til dæmis fannst Anthony Colombo, faðir Josephs Colombo, þess sem stofnaði ítalska-ameríska borgar- réttindasambandið, kyrktur í bíl sínum árið 1938. Hjá honum var líkið af vinkonu hans, Christine Oliveri, og hafði hún hlotið samskonar endalok. SNARRÆÐI VERÐLAUNAÐ. Þó sýndi ein vinstúlka Mafíu- manns svo mikið snarræði við erfiðar aðstæður, að einn Mafíu- foringinn varð svo hrifinn, að hann giftist henni á endanum. Svo bar við, að stúlkan var stödd í Florida um eina helgi með vini sínum, tmgum Mafíu- manni, þegar hann dó allt i einu úr hjartaslagi. Það fyrsta sem hún gerði — á undan öllu öðru, eftir því sem lögreglan segir, var að hringja í tvo vini sína í Mafíunni og segja þeim að koma strax og leita á líkinu, og ganga úr skugga um, að ekki fyndust á því nokkur sönnunar- gögn, sem komið gætu öðrum meðlimum Mafíunnar í klípu. Þá, en ekki fyrr hringdi hún á sjúkrabíl. Þetta sýnishorn af skýrri hugsun á tíma mikillar streitu vakti svo milda aðdáun í brjósti háttsetts Mafíumanns í New York, að hún er nú kona hans. TVENNSKONAR MÆLIKVARÐI. En langflestar vinkonur Mafíu- manna uppgötva fljótlega hinn sorglega sannleika: þó að Mafíu- maður geti verið mjög örlátur elskhugi, þá kemur það varla nokkurn tíma fyrir, að hann skilji við konuna sína vegna ást- meyjar sinnar. Þessu er nú raun- ar eins farið um flesta karl- menn, en Mafíumenn, sérstak- lega, virða hinn gamla, tvöfalda mælikvarða, að til séu tvenns konar konur, góðar konur (eig- inkona manns og móðir) og slæmar konur (sem gaman er að sofa hjá), og að halda beri þessum tveim flokkum kvenna greinilega aðskildum. ir hennar yfir þessu háttalagi við Mafíuforystuna. Forystan brást skjótt við. Carmine fékk úrslita- kosti: Annað hvort gifstu stúlk- unni eða láttu hana í friði. Car- mine athugaði sinn gang, ákvað að sækja um skilnað frá konu sinni eftir 30 ára hjónaband og giftast stúlkunni. Eiginkonan Konurnar: Eiginkonan — hjákonan — dóttirin — ástin og „skyldan” valda árekstrum — ofbeldi út á við og inn á Hinir gömlu Mafíumenn ■— sem fæddir voru í Sikiley og fluttu Cosa Nostra með sér til Bandaríkjanna — voru mjög siðavandir í kynferðismálum og litu það mjög óhýru auga, að meðlimirnir hefðu yfirleitt nokkrar hjákonur. Það voru þessir gömlu foringjar, þeirra á meðal Giuseppe Masseria, sem um langt árabil hindruðu inn- töku A1 Capone í Mafíuna, af því að þeir þoldu honum alls ekki að hafa atvinnu af vændi. En Mafíuforingi nú á tím- ’ uni lítur á fallega hjákonu og helsr fleiri en eina — sem jafn mikilvægt stöðutákn og de- mantshring eða sólbrúnan Mi- ami Beach hörundslit. DÓTTIRIN. Sú Mafíukona, sem mesta samúð á skilið, er Mafíudótpirin. Hún kaus ekki þetta líferni sjálf, en hún á mjög erfitt með að sleppa undan því. Ástalíf hennar og skirlífi eru mál, er varða alla í Mafíufjölskyldu, ekki síst föður hennar. Allt fram á síðustu daga var hjónaband hennar stofnað af pólitískum ástæðum með það fyrir augum að treysta styrk- leik Mafíufjölskyldunnar, og iðu- Iega þekkti hún ekki brúðgum- ann, sem hafði verið valinn handa henni. KOSTIR SEM VEGA MÓTI ANNMÖRKUNUM. Nú orðið er miklu meira um það, að dætur Mafíumanna gift- ist út fyrir Mafíuna. Ein ástæð- an er, að sjálfsögðu sú, að ungt fólk ferðast meira nú á dögum en áður tíðkaðist. Hin er sú, að flestir Mafíumenn senda dætur sínar í háskóla, þó að þeir líti á slíkar stofnanir sem leið til aukins frama fremur en mennta- setur. Sumar dætur þeirra hafa t. d. reynst ágætir innkaupa- stjórar fyrir stórverslanir, stund- um með smáhjálp frá pabba bak við tjöldin. Auðvitað fylgja því ýmsir aðr- ir kostir að vera Mafíudóttir. Auk þess sem þær hafa nóga peninga, láta feður þeirra sér mjög annt um mannorð þeirra. Til dæmis, þegar Carmine Lam- bardozzi, kvæntur Mafíumaður, fór að leita ásta við dóttur lítils háttar Mafíumanns, kvartaði fað- við reyndist furðu samvinnuþýð, og þau eru enn góðir vinir. Sumar dæturnar erfa harð- neskju feðra sinna ásamt hættu- legri tilhneigingiu til sjálfstæðra athafna. Ein slík stúlka, dóttir vellauðugs Mafíumanns í Flor- ida, var svo einþykk í öilu sínu- athæfi, að það nrikti í máttar- stoðum Mafíunnar. Hún var vön að fara sínu fram, og þegar hún varð ákaf- lega ástfanginn í dægurlaga- söngvara, þá lét hún sig það engu varða, þótt kærastinn hennar væri I Mafíunni. Mafíu- pilturinn undi þessari móðgun illa, og ekki leið á löngu fyrr en hurðin í lúxusíbúðinni í hó- telinu, þar sem söngvarinn bjó, var sundurtæti: eftir kúlnahríð. Þó að enginn yrði fyrir meini, þá varð stúlkan svo æf, þegar hún frétti þetta, að hún gerði það eina, sem Mafían getur alls ekki sætt sig við — hún fór til lögreglunnar. Málinu lauk um síðir með því, að hinn ungi Mafíumaður hlaut þunga áminningu og stúlkan var látin í friði með söngvaranum sínum, en þó ekki fyrr en faðir hennar hafði fengið orð í eyra af félögum sínum. Það var að- eins hin háa staða hans innan hringsins, sem kom í veg fyrir blóðsúthellingar. ÚRKYNJUN. Fáar Mafíudætur eru eins ráð- ríkar og Miami-stúlkan. Flest- ar lúita þeim reglum, sem fylgja því lífi, sem þær voru bornar til. Þær giftast inn í aðrar Maf- íuættar, og vegna hins nána skyldleika þeirra, virðist vera að gæta úrkynjunar. Áberandi er, hve mikið er orðið um van- gefin börn í Mafíuættunum, og einn fulltrúi alríkislögreglunn- ar sagði mér, að hann væri viss um, að þetta væri ein ástæðan til þess, að Mafíumennirnir væru tilleiðanlegri til þess að leyfa dætrum sínum að giftast öðrum en Mafíumönnum. PÓLITÍKUS BARINN. Þær konur, sem giftast innan Mafíunnar, verða að hafa til að bera tvo kosti umfram alla aðra — trúfesti og þagmælsku. En jafnvel góð Mafíukona getur farið illa, ef henni verður á að vita of mikið af starfsemi maka síns. „Trygger Mike" Coppola, þýðingarmikil persóna í happ- drættissvindilbraski New York borgar, átti dökkeyga konu, sem hann unni mjög og hét Doris. Hún var viðstödd, þegar Mike og vinur hans ræddu um viss- an flokksforingja repúblikana í hverfinu. Daginn eftir var hverf- isforinginn barinn, og viku síðar lést hann. DORIS HVERFUR. Meðan rannsókn morðsins stóð yfir, hvarf frú Coppola. Hafin var leit að henni sem hugsanlegu vitni í málinu, og að lokum gaf hún sig fram við lögregluna. Eftir vitnisburð henn- ar var hún sökuð um meinsæri. Nú var hún í vanda stödd: ef hún segði sannleikann, færi maðurinn hennar í fangelsi; ef hún neitaði að segja nokkuð, færi hún í fangelsi. Þar við bættist, að Doris var ólétt. En meðan réttarhöldin stóðu yfir, fæddi hún dóttur, og daginn eftir dó hún, og leysti þar með öll vandamál. Maðurinn Iét brenna lík hennar, þótt það væri gagnstætt trúarbrögðum hans. AUir gengu að því vísu, að Doris hefði dáið af barnsförum, en mörgum árum síðar, fuUyrti seinni kona Trigger Mikes, að hún hefði fundið skjöl, sem bentu tU þess, að Mike hefði látið drepa hina ástkæru eigin- konu sína. Kunningjar hans sögðu, að hann hefði aldrei ver- ið sami maður eftir dauða henn- ar. VITO „MISSIR ANDLITIÐ" AF ÁST. Hver sá maður sem setur ást á konu sinni ofar „réttlætis" kenndinni bíður álitshnekki í augum félaga sinna í Mafíunni. Það er þetta sem varð Vito Genovese að faUi, einum vold- ugasta foringja Mafíunnar í Bandaríkjunum á sínum tíma eða aUt þar til hann dó í ríkis- fangelsinu í Atlanta árið 1970. Framhald á 6. síðu. EINNAR MlNUTU GETRAUN: Hve rannsóknarí ertu? Að prófa athyglisgáfuna „Eftir að ég hafði opnað augu fisksins, þá gaf hann frá sér eins konar andköf og drapst, og þannig vissi ég að einhver hafði verið, ef til vUl þarna í nágrenninu, stuttu áður“, sagði prófessor Fordney við nemendur sína í glæpafræðiuni. „Það voru alltof mörg spor þarna í kring til þess að ég gæti ákveðið hvort spor þess sem ég grunaði, væru meðal þeirra, sem þarna hefðu gengið nýlega. Ég skoðaði fisk- inn betur og komst að því, að hann hafði ekki verið veiddur á öngul. Þetta opnaði ýmsa möguleUca hjá mér“, hélt prófessorinn áfram. „Með hjálp lögreglunnar tókst mér að finna Bill John- son, sem ég frá byrjun hafði grunaðan um morðið á May Turner. Sundurskorið líkið af henni hafði fundizt á ár- bakkanum af bónda, sem bjó þar nærri. Yfirheyrslur mín- ar yfir Johnson tókust ekki vel. Hann var stór maður vexti, stirðlegur, skapþungur og neitaði að svara spurn- ingum mínum í sambandi við morðið. Ég er á móti þving- unaryfirheyrslum, eins og þið vitið, svo ég lét Johnson eiga sig og yfirheyrði bóndann“. „Jæja, þó ég vilji ekki að þið takið nokkurn hlut sem sjálfsagðan, þá veitir reynslan vissa sálfræðilega tilfinn- ingu varðandi hversu vel má treysta vitninu, og þegar bóndinn sagði mér, að hann vissi ekkert varðandi morðið, þá trúði ég honum. Þvínæst . . .“ „Þú hefur ekki sagt- okkur nafn bcndans“, greip Jim Boyle fram í, fremur þungur í skapi. „Og hvað myndi það svo sem þýða, sem slíkt?“ spurði prófessor Fordney. „Ekki hið allra minnsta, það er augljóst1', hrópaði Harry Simon spenntur, en hann var nýliði í bekknum. „Sjáið þið ekki, strákar, hvað er að frásögn prófessors- ins? Mér er það vel ljóst“. Sérð þú það? — Svar á bls. 6..

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.