Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 26.08.1974, Side 4

Mánudagsblaðið - 26.08.1974, Side 4
4 Mánudagsblaðið Mánudagur 26. ágúst 1974 jBlað fyrir alla Sími ntstjórnar: 134 96. — Aulýsingasími: I 34 96 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: AGNAR BOGASON. Verð í lausasölu kr. 80,00. — Áskriftir ekki teknar. Prentsmiðja Þjóðviljans hf. STERK STJÓRN - VEIKT ÞING Alþingi götunnar — „uppmælingar" Þá er ný stjórn að hefja göngu sína og sýnist sitt hverjum þegar rætt er um langlífi hcnnar og getu tii stjórnarathafna. Rikisstjórn Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna hefur bak við sig traustari þingmcirihluta en lengi hefur tíðkast, en hins vegar mun hún mæta mikillí tortryggni í röðum verkalýðsins og eru þar sumir forystumanna fyrirfram fullir heiftar og stað- ráönir í að gera henni allt til bölvunar sem þeir geta. Hin nýja stjórn hefur 42 þingmenn á bak við sig og að- eins 18 á móti. Hún verður því ekki í neinum vandræðum með að koma málmn gegnum þing- ið og ýmsir hópar stuðnings- þingmanna hcnnar geta Ieyft sér að sprclla og vera á móti hinum og þcssum ráðstöfunum án þess að stjórnin eigi neitt á hættu. Þetta munu vafalaust ýmsir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, sem eiga fylgi sitt og frama undir verkalýðshreyf- ingunni, vafalaust nota sér,. bændur úr báðum flokkum geta verið á móti þeim ráð- stöfunum, sem koma illa við bændur, sjómenn og útgerðar- menn geta líka sprellað, þegar það á við, allt án þess að stjórnin eigi neitt á hættu. En í alþingi götunnar verður róð- urinn erfiðari. ALÞINGI VALDALÍTIÐ Sannleikurinn er sá að al- þingi sjálft er orðið harla valdalítil stofnun. Þótt það væri fráleit krafa hjá Gylfa Þ. & Co. að stjórnmálaflokkarn- ir ættu að fara að fá eitthvert fyrirfram leyfi hjá Alþýðusam- bandinu til að mynda stjóm og taka við fyrirskipunum það- an um það, hvernig stefnan ætti að vera, þá verður ekki framhjá því gcngið, að sú rík- isstjórn, sem á fyrirfram vísan fjandskap og jafnvel persónu- lega heift forystumanna sam- bandsins á ekki sjö dagana sæla og þarf að halda vel á spöðunum. Þá kcmur það enn fremur til, að jafnvel þótt unnt væri að ná einhverju viðunandi samkomulagi við forystu AI- þýðusambandsins, þá er sú for- usta orðin svipur hjá sjón, miðað við það sem áður var, eftir að sérgreinasamböndin urðu jafn sterk og nú er raun- in á. ASÍ RÆÐUR EKKI FERÐINNI Það kom glögglega í Ijós í síðustu kjarasamningum að stjórn Alþýðusambands íslands réði ekki ferðinni. Eftir að rík- isvaldið hafði samið við BSRB og sú stefna hafði verið mörk- uð að hækka laun láglauna- fólks tók ASÍ forystan undir þessa stcfnu og allir bjuggust við að hún yrði ofan á í samn- ingunum. En raunin varð allt önnur, því það varð uppmæl- ingaaðallinn sem, eins og venjulcga, reið feitum hesti frá samningaborðunum, en verka- mennirnir sátu eftir með sárt ennið. Áður fyrr var unnt að semja við einn sterkan aðila, miðstjórn ASl, um heildar- stefnu í kjaramálum, nú virð- ist. það .orðiö útilokað. Það er því ckki cinu sinni nóg upp á vinnufrið í landinu að stjórn Alþýðusambandsins„yilji. skyn-. samleg vinnubrögð, heldur þurfa stjórnvöld einnig að kné- krjúpa fyrir alls kyns sér- greinasamböndum, ef ekki á allt að fara í strand. ENDURBÆTUR Á VINNU- LÖGGJÖFINNI Scnnilcga kemur þessi nýja stjórn til með að gera einhverj- ar cndurbætur á vinnulöggjöf- inni, sem hamla gegn því að fámennir hópar geti lamað allt atvinnulíf í landinu. Það er ó- þolundi ástand með öllu að nokkrir tugir skipskokka geti stöðvað stórar og voldugar at- vinnugreinar. Víst er að yfir- gnæfandi meiri hluti þjóðarinn- ar, sem kaus hina 60 alþingis- menn, er sammála því að lag- færa þurfi vinnulöggjöfina, svo við lendum ckki í sama feninu og nágrannar okkar á Bret- landscyjum. Það er jafn víst að í verkalýðshreyfingunni munu litlu kallarnir með miklu völdin beita öllum tiltækum ráðum til þess að koma í veg fyrir endurbætur á vinnulög- gjöfinni og hiklaust beita vcrk- fallsvopni til þess. Vera kann að það verði verk nýrrar rík- isstjórnar, og þá jaínframt það sem hennar verður Icngst minnzt fyrir og með mestri virðingu, að hefja völd alþing- is og hins almcnna kjósanda til vegs að nýju og draga ó- cölilcg völd úr 'iöndum fá- mcnnra klikuhópa, sem geta raskað þjóðarafkomunni í skjóli „helga“ verkfallsréttar- ins, hvenær sem þeim finnst burst drcgin úr nefi sínu. ! ! I KAKALI skrifar: í HREINSKILNI SAGT Þessi grein er aðsend og efni hennar er talið svo sjálf sagtog tímabært að það er birt svolítið breytt og fært í „stílinn” Ritstj. Vonleysi veitingamanna er orðið mjög augljóst þessa dagana, er þeir verða varir við, að það er ekki einhlítt að hækka kaupverð von úr viti og og halda að túristar haldi áfram að streyma til land- sins og fylla kassa þeirra með silfri. Við íslendingar höfum lengi haldið að við gætum notfært okkur fjarlægðina og sett upp verðlagið og í þokkabót gert öllum veit- ingastöðum jafn hátt undir höfði og kallað hverja búllu á landinu 1. flokks og jafn- vel í luxus flokki, þótt raunverulega ekki einn ein- asti þeirra nálgist lúxus. Við eigum mjög gott hótel og veitingastaði, en þeir eru sóttir af svo miklum skríl að útilokað er að bjóða sæmi- lega siðuðum mönnum upp á slikt. Það hefur verið nógu mikið talað um matarkost- naðinn, vínið og veitingar, og hátt verðlag yfirleitt. En það er fjöldi annara hluta, sem þarf að taka til endur- skoðunnar, ef landið á að hafa framtíð sem ferða- mannaland. í þeim efnum erum við langt á eftir. í fyrsta lagi verður að flokka niður staðina eftir gæðum. Það þýðir ekki að að bjóða upp á einhverja unglingastaði og ætlasttil þess að útlendir ferðamenn fjölmenni þangað. Íslend- ingar halda, að þeir séu öðruvísi en annað fólk og gá ekki að því, að slíkar búllur eru til i kippum í Svíar Mánudagsblað ......... bæði sænska verði og banda- ríska landgönguliða. Það eru ágætar aðstæður fyr- ir þessum öryggisráðstöfunum. í apríl 1971 var júgóslavneski sendiherrann myrtur af krótísk- um öfgamönnum. (Utishi). Ann- að „tiifeUi" átti sér stað, þegar ruðst var inn í íranska sendi- flestum borgum annars- staðar, og þar er skortur á fínum stöðum, nema þar sem þeir eru sérstaklega flokkaðir en það virðist bannað á íslandi.Allir vita, að sums staðar í borginni flækjast menn milli saia og borða, með vínglösin með sér og halda, að það sé frumlegt eða fínt. Þetta er hvergi liðið á betri stöð- um erlendis og sýnir ekki nema fádæma fáfræði og skort á háttvísi. Þá eru þær kvöldlok- anir, sem við verðum að búa við, alger vitfirring. Uppljómaðir salir, dúkuð borð, þjónalið og hljóm- sveitir, og síðan er skipað að hætta framleiðslu klukk- an hálftólf, en klukkan eitt um helgar. Það er upphafið af þeirri villimensku sem kallast partý og eyðileggur allan frið og svefn í fjöl- býlishúsum. Fólk fer í þessi partý eftir hálfgerða kapp- dykkju á hótelinu (að keppa við lokunina) kaupir vín á „svörtum” drekkur sig hálf- meðvitundarlaust eða alveg dautt hingað og þangað með tilheyrandi látum og gauragangi. Útlendingar hafa ritað um þettá margar fuðulegar greinar og ofrægt landið — og þá sérstaklega kvenfólkið okkar á þennan hátt. Þetta er skýringin sem þeir fara eftir:við erum svo naive að við hikum ekki við að fara í partý út í bæ þar sem innlendir og útlendir blandast saman. En við höfum um annað að tala. Það voru prísar- arnir og niðurflokkun veit- ingastaðanna. Meðan ekki er flokkað niður, verðum við að horfast í augu við þá staðreynd, að hver sem á fyrir glasi, geti komist að. Þetta mun vera hin lýð- v jmr Æmrjmr æt æt jaræb ráðið af sextán írönum, sem kölluðu sig „stúdenta". Tveir tyrkneskir menn með 18 Svía í eftirdragi brutust ino í tyrk- neska sendiráðið, og jafnvel ís- lenska sendiráðið hefur ekki síoppið við „hersetu". Sænska stjórnin sá, að ekki mátti lengur við svo búið standa og setti lög í fyrra — sérstak- lega gegin hermdarverkamönn- um og þyngdu refsingar núver- ræðislega hlið málsins. All- ir jafnir — hvaða slordóni, sem hefur nóg fyrir sjúss, hvernig sem hann hegðar sér, eða þótt hann verði leiðinlega fullur og setjist upp á fólk sem er þarna í prívat samræðum og lætur aðra í friði, og á heimtingu á að það sé látið í friði. En þetta er ójöfnuður, og enginn hótelstjóri dirfist að móðga lýðinn hvernig sem hann brýtur af sér í hegðan. Það skal tekið fram að þetta er hin gilda regla þótt til séu undantekningar. Það verður að breyta þessu. Höfn, Stokkhólm- ur og allar aðrar borgir hafa pláss fyrir sinn lýð. Honum lýður betur þarna, getur slept sér og hagað sér eins og hann vill. Þessir staðir eiga að selja ódýrara vín og veita minni þjónustu. Þeir eru til þess gerðir og við íslendingar, sem fyr- ir nokkrum árum grófum okkur upp úr jörðinni, erum ekki svo hátt hafnir yfir aðrar þjóðir að við getum ekki verið þeim samsiða. Við höfum mikla mögu- leika til þess að vera áfram mikil ferðamannaþjóð. En til þess verðum við að sýna dálítið gæðamat. En ekki er alveg útilokað’áð halda þessu „kerfi” okkar áfram. Mikill hluti útlend- inga sem hingað koma, eru raunar miðtekjumenn, sem eru ef til vill að eyða spari- fé margra ára. Þessu fólki er ekki sama hvort það er rúið inn að skyrtunni. Við höldum áfram þeirri skoð- un niðurlægingaáranna að hver útlendingur sé ríkur af því hann bar af okkur aumingjunum. Sú skoðun er löngu orðin úrelt. I * ! \ i ! andi laga — og hafa þau verið samþykkt fyrir næsta ár. Þá hafa einnig mótmæli gegn sænskri heimapólitík, sem hefur leitt til óeirða. Stjórnmálaóeirðir í öðrum löndum kunna að sýnast ídealíst- isk og rómantísk, en Svíar eru nú að fiona simjörþefinn af þeim, þegar ofbeldisrómantíkin grípur niður heima hjá þeim.

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.