Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 26.08.1974, Qupperneq 7

Mánudagsblaðið - 26.08.1974, Qupperneq 7
Mánudagur 26. ágúst 1974 Mánudagsblaðið 7 Einræðisherrann Amin Fraxnhald af 3. síðu. SKAMMVINN GLEÐI. Fagnaðarlætin voru skamm- vinn. Amin byrjaði fljódega að jafna á gömlum andstæðingum. Innan fárra daga voru hin ný- tæmdu fangelsi orðin full aftur af pólitískum föngum. í Murchi- son Bay fangelsinu einu voru 500 manns hnepptir í varðhald innan mánaðar frá valdatöku Anims. Flestum var ekki haldið lengi. Þeir voru einfaldlega drepnir án dóms og laga. Svo var að sjá sem Anim ætl- aði líka að gleyma loforðinu um, að Uganda ætti að hverfa aftur til lýðræðislegra stjórnarhátta. Og enn er Kampala, ein af feg- urstu höfuðborgum Afríku, í greipum óttans. „ÚTRÝMING". Flest af hryðjuverkunum eru framin af öryggissveitum Amins og bera þær nafnið Öryggislög- regla almennings. Amin greip völdin til að berjast gegn vanda- málinu, sem skapast hafði vegna Kondoismans, eða vopnaðra gripdieilda. Meðlimir Öryggislög- reglunnar aka nú í Peugot-bíl- um um götur höfuðborgarinnar og stansa öðru hverju til að handtaka „grunaða". Mjög sjald- an gerist það, að þeir sem verða fyrir því óhappi að vera tekn- ir fastir, sjáist aftur. í skýrsl- unni er getið um eitt dæmi þess, að Öryggislögregilumenn hafi stungið mann til bana á götu og sagt hinum óttaslegnu áhorf- endum, að hann væru „kondo", eða vopnaður ræningi. En sú öryggissveit, sem mest- an ótta vekur nú orðið, er hin svokallaða „Ráðgefandi rann- sóknarsveít", sem var upphaflega stofnuð af Amin sem upplýs- ingáþjónusta. Verkefni hennar er, eftir því sem Ugandamaður segir sem kunnugur er öryggis- ráðstöfunum í Kampala, „út- rýming". TIL ÁMINNINGAR — SKÓR. Rannsóknarsveit þessi, sem er ábyrg fyrir Amin einum, er að nokkru leyti skipuð Palestínu- Aröbum, margir þjálfaðir af Svarta-September samtökunum og sendir til Uganda frá Tripoli í Libýu af Gaddafi forseta. „þeg- ar Rannsóknarsveitin tekur ein- hvern fastan, er hann færður úr skónum og þeir skildir eftir á gangstéttinni fyrir utan heimili hans sem sorglegt minnismerki; honum er varpað upp í bíl og ekið til Makindyefangelsis", sagði maður, sem á heima í Kampala. Og það er eins um hann og fórnardýr Almenningslögregl- unnar, að það er mjög sjaldan sem aftur heyrist frá hinum handtekna. Venjulega eru um 200 manns í einu í Makindyefangielsi, en mannaskipti eru tíð. Þeir, sem drepnir eru innan veggja þess, eru fyrst „yfirheyrðir" af örygg- ismönnum, sem líkjast hinum al- ræmdu Ton-Ton Makútum á Haiti. Samkvæmt áreiðanlegum vitnum hafa mörg hundruð handteknir Afríkanar í Uganda verið stungnir, barðir, hýddir eða sparkað til bana í aftökuklefun- um tveim í Makindýefangelsi á síðustu tveimur og hálfu ári. Þessir tveir dauðaklefar eru kald- hæðnislega uppnefndir „Singa- pore" og „Dar es Salaam", en þar dvaldist Obote eftir vafda- ránið árið 1971. En ekki fara allir þeir, sem tekntr hafa ver- ið til fanga, x dauðaklefana. Margir hafa verið brytjaðir í smátt eða skotnir til bana í fangelsisgarðinum. ÓGNARÖLD. Voveiflegur dauðdagi er orð- inn þáttur í daglegu lífi Ug- andabúa á síðustu tveimur og hálfu ári. Amine, sem er um- setinn kynþáttavandamálum, fjár- hagsvandamálum og stjórnmála- vandamálum, sem hann skilur varla sjálfur, hefur komið af stað ógnaröld, sem á sér ekki líka í hinni stuttu, en blóðugu sögu nýfrjálsra Svertingjaríkja í Afríku. Á fyrstu mánuðum valda- ferils síns tókst Amin að villa umheiminum og mörgum lönd- um sínum sýn með hinu lit- skrúðuga, en ódiplómatíska orða- vali sínu. En samtímis stjórnaði hann fjöldamorðunum, sem und- irbúin höfðu verið fyrir valda- ránið, á mörg þúsund liðsfor- ingjum í hernum. Fjöldamorð þessi eiga rætur sínar að rekja til tortryggni hinna ýmsu ættbálka í garð hvers annars. Sjálfur fordæmdi Amine þessa ættbálkafordóma snemma á hinum sjálfskipaða forsetaferli sínum. Faðir hans var af Kakwa-ættbálkinum en móðir hans af Lugbaraætt. En hann hefur stælt Hitler í með- ferð sinni á mönnum af ætt- bálki Acholi og Langi — eink- um þeim sem voru í hernum og hollir Obote. Hins vegar hef- ur hann ekki Iátið ættbálka tor- tryggni binda sig í hjúskapar- málum. Hann á 15 börn með konum og hjákonum af sex ó- líkum ættbálkum. SKJÓTUR FRAMI. Amin er fæddur í smáþorpi Múhameðstrúarmanna á vestur- bökkum Nílarfljóts í Uganda, Hann er 48 ára gamall, og það er ekki ólíklegt, að hann hefði eytt lífinu þar sem geitahirðir, ef hann hefði ekki tekið upp á því að ganga í afríkönsku riffil- mannasveitina, sem Bretar höfðu stofnað. Hann tók þátt í Burma- herferðinni í seinni heimsstyrj- öldinni og var skipaður yfirlið- þjálfi. Síðar barðist hann á móti Mau Man hryðjuverka- mpnnunum í Kenya, en þaðan fór hann til ísraels til þjálfunar sem fallhlífarmaður. Eftir að Uganda hlaut sjálf- stteði fékk Amin skjótan frama í hernum. Árið 1966 var það hann, sem stjórnaði árásinni á höll kabakans í Buganda, þeg- ar Obote innlimaði þetta full- valda konungdæmi. Sama ár var Amin gerður yfirmaður her- ráðsins, og ári síðar settur yfir landher og flugher. Svo skeði nokkuð, sem ekki er oft minnst á í Kampala nú á dögum. í október 1970 var Amin settur í stofufangelsi og sviptur öllum embættum, og honum gefið að sök að vera flæktur í svarta markaðsbrask og smygl á gulli og fílabeini um Uganda frá Kongó. Meðan verið var að rannsaka mál hans, notaði Obote tækifærið til að byggja upp her- inn með mönnum af sínum eig- in ættbálki til að vega upp á móti Múhameðstrúarmönnum Amins úr norðurhéröðunum. En það var of seint fyrir Obote. Undirbúningurinn undir valda- tökuna var of langt á veg kom- inn. GÓÐ BYRJUN. Fyrst eftir að Amin komst til valda, var margt sem virtist boða gott fyrir hann. Hinn op- inskái, alþýðlegi fyrrverandi hnefaleikameistari tók við af Obote, sem átti við vaxandi óvin- sældir að stríða vegna misheppn- aðra efnahagsráðstafana og per- sónuleg gjörræðis, sem var að koma landinu á hausinn. Amin sakaði fyrirrennara sinn um að hafa skapað „auðuga stétt leið- toga sem auðgast því meir sem hinir fátæku verða fátækari". En tveim mánuðum eftir að Amin flutti inn í hvítþvegna villu í Kampala sem annar forseti Ug- anda, var þegar orðið Ijóst, að fjárhagur landsins var ekki á batavegi. Eina „vaxtarsviðið" voru „varnarmálin". Hernaðarút- gjöldin flugu á engri stundu upp úr 20 milljónum dollara undir stjórn Obotes, upp í 90 milljónir dollara undir stjórn Amines. Sumir hafa leitt getum að því að Amin hyggist gera Uganda voldugustu þjóðina í Austur- og Mið-Afríku. Nýlega fékk hann miklar birgðir vopna frá Rússlandi og Libya hefur líka lofað að auka hernaðaraðstoð sína, þó að það gæti brugðist. SKAPGERÐARBRESTUR. Eftir því sem hinn vondi fjárhagjur versnaði, eftir því jókst álagið á Amin og þá fór að bera á skapgerðarbrest, sem varð að æði. í stað þess að koma með sparnaðar- áætlun og draga úr hervæðingar- kostnaðinum fór hann að svip- ast um eftir einhverjum, sem hann gæti kennt um ástandið. ísrael varð fyrir valinu, þótt hann hefði þar fengið þjálfun sína sem fallhlífarhermaður, auk þess sem ísraelsmenn voru líka að þjálfa hermenn hans og gefa stjórnardeildum hans í Kamp- ala góð ráð. Hann rak ísraels- mennina úr landinu og lét óbótaskammir fylgja með, lofaði Hitler fyrir útrýmingu Gyðinga, og þegar það brást, að Arabar kæmu honum til hjálpar efna- hagáega, beindi hann athygiinni að Asíumönnunum í landinu. Þúsundir Asíumanna með bresk vegabréf voru reknir úr landi sem liður í Ugandaseringu, eignir þeirra og verslanir gierð- ar upptækar og fengnar í hend- ur Áfríkönum. En þrátt fyrir allt, þá brást það, að efnahagur- inn rétti við. Vinsældir Amins í Uganda eru ört minnkandi. Til þessa hefur hann sloppið lífs af frá að minnsta kosti fjór- um banatilræðum og tveim upp- reisnartilraunum.. Hann hefur átt í útistöðum við því nær alla flokka, sem studdu hann til valda árið 1971. Meðal valda- mestu ættflokkanna er það að- eins hans eigin Kawaflokkur, sem er tiltölulega hollur honum. Fjárkúgarar Framhald af 1. síðu. háttað, verður þessi til- raun til fjárkúgunar upp- rætt þegar í stað. Enda þótt aðferðum sé þannig hagað, að fómarlömbum óbótalýðs þyki tvísýnt um velferð sína, hvoru megin við strikið sem sannanlegt siðferði kann að vera, er hver sá mað- ur eilíflega ofurseldur glæpamönnum, sem gengst undir vilja þeirra og kröfur. Það endast ekki allir bílar jafnt! SAAB V4 er t.d. óvenju sterkur bíll, byggður af sænskri tæknikynnáttu fyrir erfiðustu vegi og. veðurfar. SAAB V4 er vandaður bíll, utan sem innan — léttur í akstri, rúmgóður og þýður. SAAB’ er sparneytinn og liggur vel á vegi í öllum akstri. SAAB er öruggur bíll — SAAB er bíll hinna vandlátu. •s^BlÖRNSSONASP; SKEIFAN 11 SÍMI 81530 and straufría sængurfataefnið er nú fyrirliggjandi í mörg- um mynztrum og Iitum. Einnig í saumuðum settum. Kærkomin gjöf, hverj- um sem hlýtur. Sparið húsmóðurinni erfitt verk, sofið þægilega og lífgið upp á litina í svefnherberginu. Reynið Night and Day og -sannfærizt.

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.