Mánudagsblaðið - 27.01.1975, Blaðsíða 2
2
Mánudagsblaðið
Mánudagur 27. ianúar 1975
TIL BLASDSINS
Pósthólf
302
Brosandi veðurfréttamaður
Mánudagsblaðið, Rvík.
Ég skrifa þér af nokkuð und
arlegri ástæðu. Svo er mál með
vexti að einn af veðurþulum
sjónvarpsins hlýtur að vera
svo geðgóður, að sama er
hverju hann spáir um veðrið,
hann virðist alltaf vera í besta
skapi, sibrosandi og ánægður.
Það liggur við að maður kom-
ist í gott skap við að sjá
hann, og ég kalia hann alltaf
Smily, en hann heitir Hlynur
Sigtryggsson og er alveg ein-
stæður í framkomu. Hinir þul-
irnir eru ágætir, en ég kann
alltaf best við þennan, sem
brosir hvað sem á móti blæs.
Sigrún Hannesdóttir
Slökkviliisstjórinn og
K-vnllnriim
Hr. ritstjóri.
Það var tímabært að bcnda
á viðtalið sem þér skrifuðuð
um og var í sjónvarpinu, varð-
andi viðbrögð slökkviliðsstjór-
ans á Reykjavíkurflugvelli, í
brunanum mikla þar á dög-
unum.
Það er óafsakanlegt að neita
aðstoð undir þessum kringum-
stæðum, þegar svo mikil verð-
mæti voru í hættu, eins og
reyndar undir flestum kringum
stæðum. Við verðum þess var-
ir á björtum og stilltum dög-
um hér í Reykjavík að R-vall-
arliðiö kveikir eld í bensíni og
síðan Ieggja allir Iiðsmenn til
atlögu við „eldsvoðann“. —
Aldrei gerist þetta í misjöfnu
veðri, en líklegt er að þá yrði
þess mest von að á þyrfti að
halda. Mér skilst að eftir að
Sveinn Eiríksson, „Patton“,
hafði fengið lýsingu á eldinum
eins og hann var um kukku-
stund eftir að hami braust út,
þá hafi hann sagt: „Ég hefði
getað bjargað miklu, cf ég
hefði farið strax af stað.“ Ég
veit ekki hvort þetta er satt,
en hverju skiptir það? Patton
er viðurkenndur fyrir röskleika
í starfi ásamt mönnum sínum
og um það getum við Eyja-
menn best borið, en hann kom
fram eins og maðurinn sem
vissi, skipaði og þorði að taka
ákvarðanir í gosinu, ncgldi
m. a. fyrir glugga á húsum, en
allmörg þeirra brunnu vcgna
þess að gluggar brotnuðu og
„eldstokkar“ flugu inn í íbúð-
irnar og kveikti í.
Ég vil þakka Eiði Guðna-
syni fyrir einarðlegt viðtal og
það, að vera ákveðinn í að
upplýsa hvert reginhncyksli
hór var á ferðinni.
Fær ekki hllnægingu
Hr. ritstj.
Ég hefi beðið Vikuna um
birtingu á þessu bréfi, en nú
er ég búin að bíða svo lengi,
að ég er úrkula vonar um
svar. Svo er mál með vexti, að
ég fæ mjög sjaldan kynferðis-
lega fullnægingu, þó kemur
það fyrir, en ekki nærri alltaf.
Ég leita nú til ykkar vegna
þessa vandamáls. Ég er 33 ára
en maðurinn minn fertugur og
við högum okkur „normalt“ í
hverjum samförum en oftast
mistekst það með mig.
Þið vitið allt og þess vegna
langar mig að spyrja hvort
eitthvað sé að hjá mér sem
læknir gæti aðstoðað mig í.
Mér leiðíst þetta að vonum,
og eins manninum mínum, og
ég vonast til að fá svar hjá
yður.
Vonsvikin
Blaðið hefur því miður ekki
Siglingar og verkföll
Eyjakarl
sérfræðing í þessum málum,
en við höfum heyrt ,að það sé
algengt, að konur fái ekki allt-
af fullnægingu og eru til þess
ýmsar orsakir, allar eðlilegar.
Kannski maðurinn yðar sé of
bráðlátur eða kaufi, eða ef til
vill eruð þér misjafnlega upp-
lagðar af og til. Annars er best
að snúa sér til kvenlæknis. —
Þeir hafa alltaf einhver ráð,
ekki síst nú þegar „kvennaár-
ið“ er ný-riðið í hlað. — Ritstj.
EINNAR MÍNÚTU
GETRAUN:
Hve
slyngur
rannsóknari
ertu?
Morðið í tungkljósina
Einu merkin á líkinu voru djúp för eftir sterka fingur á
hinum unga hálsi. Kyrkt. Prófessor Fordney var mjög hissa.
Þetta virtist svo tilgangslaus glæpur! Hver gat hafa myrt
þessa heillandi óveraldarvönu stúlku, sem aðeins fyrir mán-
uði útskrifaðist úr kaþólskum skóla. Nákvæm rannsókn leiddi
ekkert í Ijós, Ekki eitt einasta tilefni. Fordney var kominn
að þeirri niðurstöðu að morðið væri verk einhvers morð-
óðs manns, þegar Reynolds sergeant rak á undan sér Hip
Ling, fjölskyldukokkinn, inn í herbergið.
„Einkabílstjórinn segir að hann hafi séð þennan Kínverja
læðast í garðintun rétt áður en stúlkan var myrt í gærkveldi.
Ég æda að taka fingraförin hans og gá hvort við höfum
þau á aðalstöðvunium okkar".
Meðan hendur Kínverjans voru pressaðar að púðanum þá
tók Fordney sérstaklega eftir kröftum lida mannsins, hinum
naglalöngu kraftamiklu fingrum, óvenjulöngum handleggjj-
um. Hann tók einnig eftir því að hann var örfhentur. Hin
óbifanlega ró austurlandabúans var hins vegar víðs fjarri.
Hann var dauðhræddur, óvenjulega æstur og bendandi í
allar áttir.
Hip Ling lýsti yfir sakleysi sínu í háum rómi. Hann
játaði að hafa verið í garðinum og beðið eftir smyglara
sem ætlaði að smygla bróður hans inn í landið. Eng,inn
máttur í veröldinni gat fengið hann til að Ijóstra upp nafni
hans. Ótti við tongana (hryðjuverkasamtök) sagði hann. Þeg-
ar hann fullyrti að hann hefði ekki séð neinn nema ungfrú
Hazel, sem stóð lengi og horfði á stjörnurnar, æpti Reyn-
olds upp yfir sig og skellti á hann handjárnunum.
„Þú trúir honum ekki, er það sergeant?" spurði Fordney.
„En það var stjörnubjart í gærkveldi. Nei, Ling myrti ekki
stúlkuna!"
Hvernig vissi Fordney það? —svar á 6. síðu.
Mánudagsblaöið, Rvik.
Hvernig er það með þessa
þrautpíndu verkamcnn og hin-
ar ýmsu skattpíndu stéttir? —
Hafa skattayfirvöldin nokkurn
tima gert skrá yfir þá sem
sigla ár hvert og jafnvel oft á
ári? Ég er ekki að tala um
efnaða menn sem eiga fyrir
því, heldur um menn sem fara
í verkföll en sigla samt. Það
væri fróðlegt að sjá nöfn
þeirra sem oftast fara ár eftir
ár út og lifa flott, en koma
svo heim til að samþykkja
verkföll. Það er sjálfsagt að
menn sigli, cn að gera kröfu
til árlcgra siglinga og veita sér
þær nær ekki nokkurri átt.
Ég veit dæmi um mcnn, heil
ar fjölskyldur, sem farið hafa
í eina eða fleiri siglingar, og
geta svo ekki greitt skuldir
sínar heima og cru með óspekt
ir á vinnumarkaðinum. Það
þarf að aga þetta fólk. Við
búum enn við það þjóðskipu-
lag að menn eru misefnaðir
eftir dugnaði, og verða að
haga sér eftir því.
Vondur
OMEGA
Nivada
©B
JUpincL
PIERPOm
IVIagniJS E. Baldvinsson
Laugavegi 12 — Sími 22804
W
ÞORRAMATURINN VINSÆU
ÍTROGUM
VHSTURGÖTU 6-8 SÍM117759
Tilkynning til
símnotenda
Vegna væntanlegrar útgáfu símaskrár fyrir
árið 1975 og með vísan til X. kafla I. í
Gjaldskrá og reglum fyrir símaþjónustu frá
13. desember 1974, þar sem segir að framan á
kápu símaskrár skuli prentuð svæðanúmer
sjálfvirka símakerfisins og á bakhlið hennar
upplýsingar, sem nauðsynlegt þykir að dómi
póst- og símamálastjórnar að birta almenn-
ingi, tilkynnist hér með að bannað er, við-
lagðri ábyrgð ef út af er brugðið, að hylja
framangreindar upplýsingar með ógagnsærri
hlífðarkápu eða á annan hátt.
Póst- og símamálastjórnin.