Mánudagsblaðið - 27.01.1975, Side 3
Mánudagur 27. janúar 1975 Mánudagsblaðið 3
AJAX skrífan
SVEITARÍGUR
Á ÍSLANDI
Þessir peyjar verða nú að leita sér annars veiðistaðar, þar sem
hluti þessa hafnargarðs við innsiglinguna til Vestmannaey\a er
nú kominn undir hraun.
VESTMANNAEYJAR
Það er þó nokkuð gömul
skoðrni, að Vestmannaeyjar séu
um margt heimur fyrir sig, jafn-
vel gerólíkur íslenska megin-
lanidinu. Það er jafnvel haft fyr-
ir satt, að sumir Reykvíkingar
hafa sagst hafa verið erlendis,
þegar þeir voru bara úti í Vest-
mannaeyjum. Þetta var nú hérna
áður fyrr, nú á dögum mundi
varla nokkur segja þvílíkt. Vest-
mannaeyingar hafa sjálfir tals-
vert álit á þeirri skoðun, að þeir
séu eitthvað út af fyrir sig, ólík-
ir meginlandsbúunum íslensku
um margt. Stuodum hefur þessi
tilfinning Eyjamanoa verið
blandin nokkru stolti, þeir telja
sig duglegri og harðari í horn
að taka en íslendinga almennt.
Og það getur svo sem vel verið,
að það sé eitthvað til í þessu.
Stundum er tilfinningin bland-
in nokkurri gremju í garð meg-
inlandsbúa. Þeir benda á það,
að það, sem þeir afli í þjóðar-
búið af þjóðarverðmætum sé
'blutfallslega miklu meira en
annars staðar á landinu. Og
^sjálíir,,£ái, þeir ekki nema lítið
brot af þesstun verðmæmm. Og
þetta er víst lífca alveg satt. Og
einstaka sinnum gemr þessi
gremja grafið um sig og orðið
að harðneskjulegri beiskju. Á
árunum um og eftk 1930 gekk
sú þjóðsaga um fsland, að nokkr-
ir uogir Vestmannaeyingar hefðu
stofnað með sér félagsskap til
að vinna að því að gera Vest-
mannaeyjar að sjálfstæðu ríki
og binda endi á kúgun íslend-
inga á Eyjamönnum. Ekki tóku
margir þessa sögu alvarlega, og
kannske hefur hún verið upp-
spuni einn. En dálítill urgur í
garð íbúa fastalandsins var allt-
af til í vissum hópum í Eyjum.
Hvernig hafa svo atburðirnir,
sem sigldu í kjölfar eldgossins
í Eyjum og þá einkum dvöl
Eyjafólksins á fastalandiou verk-
að á sambúð Eyjamanna og
meginlandsbúa? Þetta er flók-
in spurning og ekki auðhlaupið
að því að svara henni í fáum
orðum. Líklega eru áhrif þess-
ara atburða basði jákvæð og nei-
kvæð. Víða var fólkinu úr Eyj-
um tekið opnum örmum og ný
vináttubönd voru tengd við
meginlandsbúa. En því er ekki
að leyna, að á stöku stað hlupu
snurður á þráðinn í sambúðinni.
Og sennilega hafa þær verið
öllu meiri meginlandsbúum að
kenna. Það er alltaf til hér á
íslandi talsverður hópur af geð-
vondu, nöldrunarsömu og jafn-
vel illkvitnu fólki, sem hefur
allt á hornum sér.Það er þetta
skemmtilega fólk, sem alltaf er
að senda blöðunum bréf í
gremjulegum nöldrunartón og
setja eitthvað út á allt og alla.
Og það var til hópur fólks í
Reykjavík, sem strax fór að reka
hornin í Eyjafólkið í neyð þess.
Það var frekt og uppástöndugt,
jafnvel betlarar, sem ekki kynnu
að taka við ölmusu með hinni
réttu auðmýkt. Og Eyjamenn eru
stoltir og tóku þessum við-
brögðum óstinnt upp, þar sem
þeir urðu varir við þau. Sumir
þeirra héldu áreiðanlega að þetta
hugarfar væri miklu útbreidd-
ara en það í rauninni var, og
ekki blíðkaðist hugarfar þeirra
til Reykvíkinga við það. í raun-
inni var það aðeins lítill hópur
leiðindafólks og skítmenna, sem
var að amast við Eyjafólkinu.
Og vonandi gera flestir Vest-
mannaeyingar sér þetta Ijóst.
Alla þessa öld hefur verið
mikill flutningur fólks frá meg-
inlandinu til Eyja. Flest af þessu
fólki hefur verið fljótt að sam-
lagast hinu nýja umhverfi. En
hinar gömlu Eyjaættir, sem voru
orðnar rótgrónar í Eyjum þegar
um síðustu aldamót líta þó á sig
sem eitthvað sérstakt. En þær
eru .furðu fljótar að taka inn-
flutta fólkið í sinn hóp. Það
, tekur ekki hálfa öld að verða
„einn af oss" í Vestmannaeyjum,
þó að það taki minnst það á
Akureyri. En auðvitað er fólkið,
sem er fætt í Eyjum eða alið
þar upp, fastgrónara við við átt-
hagana en hitt, sem hefur flutst
þangað fullorðið. Sumir segja, að
flest það fólk, sem ekki ætl-
ar að snúa aftur til Eyja, sé ekki
innfætt Eyjafólk heldur hafi
flutst þangað fullorðið. — Vest-
mannaeyingar eru upprunnir
víðsvegar um landið, þangað
hefur flutst fólk úr öllum byggð-
20.GREIN
arlögum íslands. En eitt er það
hérna á meginlandinu, sem ég
held að eigi mest ítök í Eyja-
mönnum, og það er Rangárþing.
Mikið af því fólki, sem fluttist
til Eyja seint á síðustu öld og
í upphafi þessarar aldar var það-
an ættað. Hinar eldri Vest-
mannaeyjaættir eiga nær allar
skyldfólk í Rangárvallasýslu. Svo
er nú það sálfræðilega atriði, að
Rangárþing er sá hluti megin-
landsins, sem blasir við Eyja-
fólki, þegar það lítur til lands.
Þrátt fyrir mikil viðskipti og
flutninga milli Árnessýslu og
Vestmannaeyja held ég, að Ár-
nessýsla eigi ekki nærri eins
mikil ítök í hugum Eyjafóiks-
ins og Rangárvallasýsla. Jafnvel
stór hópur Bergsættarfólks í Eyj-
um hefur ekki breytt þessu.
SÉRKENNI?
Vestmannaeyjar hafa alið
marga sérkennilega menn og
konur bæði fyrr og síðar. En
það hafa allar byggðir íslands
'gert. Maður skyldi æda, að jafn
sérkennilegt umhverfi og at-
vinnulíf og er í Eyjum setti ein-
hvern fastmótaðan stimpil á sitt
fólk. Og eflaust gerir það það
að einhverju leyti. En sameigin-
leg sérkenni Vestmannaeyinga
liggja ekki svo mjög í au;gum
uppi. Það má auðvitað endur-
taka útslitin slagorð um að Eyja-
menn séu harðdugilegir sjómenn
og þess háttar. Auðvitað er þetta
rétt. En reyndar er ekki allt
Eyjafólk sjósterkt, fjarri því.
Hérna í fyrndinni var ég búinn
að bíta mig í það, að sjóveiki
gæti ekki verið til í Vestmanna-
eyingum, sjórinn væri hið rétta
element fólksins þar. Svo kom
ég einu sinni méð skipi frá út-
löndum, og það kom við í Eyj-
um. Fjöldíi Vestmannaeyinga tók
sér far með skipinu til Reykja-
víkur. Það var dálítill strekking-
ur, én effii mjög hvasst. Og þá
brá mér í brún. Aldrei hafði ég
séð sjóveikara fólk en þetta Eyja-
fólk. Karlar, konur og börn
enigdust sundur og saman af sjó-
veiki. Það kom þarna í ljós, að
margir Vestmannaeyingar eru
ekki eins hagvanir á sjónum og
maður skyldi halda.
í Eyjum hefur oft verið hörð
pólitísk barátta og illvígar kaup-
deilur. Maður skyldi halda, að
þarna væri stéttarvitundin í al-
gleymingi. í rauninni er þetta
ekki svo. Það má segja, að ýms-
ir Eyjamenn séu seolt fólk, en
það fer ekki mikið fyrir venju-
legum stéttarhroka hjá þeim. Yf-
irstéttin í Eyjum lítur ekki á
sig sem eins konar goðbomar
verur, eins og hún gerir á Ak-
ureyri, ísafirði og í Reykjavík.
Þetta er þarna líkara því, sem
er í Grindavík, Akranesi. ..eða
Bohmgarvík. Það lítur út fyrir
það, að í hreinum útgerðarbæj-
um hristist stéttirnar meira sam-
an en þær gera þar sem atvinnu-
lífið er fjölþættara og blandaðra,
í þessum skilningi hrærir sjór-
inn stéttunum saman, þó þaar
geti barist um kjaramál. Hitt er
svo annað mál, hvað maður
meinar með orðinu yfirstétt. Það
fólk á íslandi, sem telur sig vera
yfirstétt, er helst talið vera eins
konar sirkustrúðar, þegar það
kemur til útlanda, þar sem menn
vita, hvað gamlar og grónar yf-
irstéttir eru í raun og veru.