Mánudagsblaðið - 27.01.1975, Side 5
Mánudagur 27. janúar 1975
Mánudagsblaðið
5
JACK DEMPSEY ER AÐ TAPA
SÍNUM SÍÐASTA BARDAGA
Hann er að verða gamall, og
viðurkennir það sjálfur. Gengur
hægt og varlega, styðst vi^ svart-
an staf. Hann hefur verið sleg-
inn þungu höggi, kannski einu
þyngsta sem hann hefur fengið
um ævina. William Harrison-
— Jack Dempsey, áttræður að
aldri. Einn kunnasti hnefaleika-
kappi sem uppi hefur verið.
Hann hefur tmnið 250 sinn-
um í atvinnukeppni og þar af
49 sinnum á „knock out" eins
og það heitir á máli hnefaleika-
manna. Nú er hann að tapa bar-
daga, ekki þó baráttunni við
diauðann, heldur baráttu við ó-
þekktan andstæðing.
Leigan hækkar
um helming
Jack Dempsey hefur um lanigt
árabii átt veitingastað á aðai-
götu New York, Broadway.
Staðurinn ber nafn hnefaleika-
kappans og er vel þekktur langt
út fyrir Bandaríkin. Aðdáendur
hans úr öilurn heimsálfum hafa
litið inn á staðinn þegar þeir
hafa átt leið um New York. Nú
er útlit fyrir að hann verði að
lolca staðnum.
Hingað til hefur Dempsey
-groict-'óO þúsund dali á ári í
leigu fyrk húsnæðið. Þetta er
^geysihá leiga, en reksturinn hef-
ur gengið vel hjá gamia ljóninu
og hefur staðið undk leigunni.
Nú hefur honum verið tilkynnt,
að leigan verði hækkuð upp í
120 þúsund doliara á ári og það
er meira en hann ræður við. Út-
litið er því svart.
— Ég held að það sé enska
konungsfjöiskyldan sem er að
reyna að svæla mig út, segir
Dempsey. Hún á víst þetta hús.
Ekki eru þó ailk á einu máii
um ástæðurnar fyrir því að hann
þarf að víkja, eins og kemur
fram síðar í greininni.
Myndir og
eiginhandaráritun
— Hvað er Broadway án
veitingahús. Jack Dempsey,
segir gamali boxari og hristir
höfuðið.
Hann situr á hverju kvöldi
á veitingastað sínum, rétt við
dyrnar. Yfkleitt situr hann einn
með stóran bunka af póstkort-
um fyrir framan sig. Á kortun-
um er ljósmynd af málverki
sem gert var af bardaga hans
við Jess Wiilard og á bakhlið
þekra hefur hann ritað nafn
sitt. Kortin hefur hann handa
ungum mönnum sem þarna líta
inn öðru hvoru til að láta taka
' mynd af sér með Jack Dempsey.
Stúika er fastráðin til þess að
taka myndir og notar hún polar-
oid myndavél. Á nokkrum mín-
útum getur þú eignast mynd af
þér við hliðina á Jack Dempsey.
Gamla kempan segir ekki margt.
Eiginlega segir hann fátt annað
en „All right" nice to meet
you, guys", þegar stúlkan hef-
ur lokið myndatökunni. Síðan
heldur hann áfram að hugsa um
þá, er vilja fleygja honum út á
gamals aldri.
Jack Dempsey er þeirrar skoð-
unar, að það sé enska konungs-
fjölskyldan sem sé að svæla
hann burtu með veitingahúsið.
Enska hnefaieikablaðið „Ring
Magazine" birti grein þess efnis
sl. vor, að rífa ætti alia bygg-
inguna og byggja þar verzlunar-
hús í staðinn. Jafnframt lagði
blaðið til, að gamlir aðdáendur
boxarans fyrrverandi gengjust
fyrir söfnun til þess að Dempsey
mætti vera í friði með veitinga-
hús sitt meðan honum entist
aldlur tii.
Byrjaði 16 ára
Hann lenti í fyrsta bardagan-
um aðeins 16 ára gamall. Þá
var hann starfsmaður í námu og
einn af vinnufélögum lrans æsti
hann upp með móðgunum og
svívirðingum. Jack Dempsey
gerði sér lítið fyrir og sló mann-
inn niður. Þetta var byrjunin á
frægðarferli hans, því að fram
þessu hafði maður þessi unnið
hver einustu slagsmái sem liann
hafði efnt til þarna í námunni.
Þótt Dempsey líj$a|5i,sæmilega
vel í námunum'byrjaði hann að
æfa hnefaleika með keppni fyr-
k augum. Hann var fæddur bar-
dagamaður. Hamn beinlínis elsk-
aði að berjast og í sinni háif-
bognu stellingu, með mikla
krafta í mjaðmavöðvum gat
hann gefið geysiþung högg með
báðum hnefum.
Dag nokkurn yfkgaf hann
heimaborg sína, Menassa x Col-
orado, og hélt til borgarinnar
sem bjó yfir mestum fyrirheit-
um. New York. En þar var ekki
nokkur sála sem þekkti náma-
mennina sem Dempsey hafði
barið niður fram til þessa. Eftk
langa mæðu fckk hann þó að
reyna sig á móti hinum þekkta
André Anderson, og þrátt fyrir
að Dempsey var sleginn niður
hvað eftir annað, reis hann alilt-
af upp aftur og tókst að velgja
Anderson undir uggum áður en
bardaginn var hringdur af í tí-
undu lotu.
Strax í næsta bardaga var
hann þó sleginn svo harkalega
að hann hafnaði utan hringsins
og sneri aftur til síns heima
með tvö brotin rifbein. En hann
héit áfram að æfa og herða sig.
Sætur sigur
Eftir nokkur ár og marga
leynilega bardaga hélt Dempsey
aftur tii New York, staðráðinn
í að ná langt. Hann gerði samn-
ing við Jack Kearns, um að
hinn síðarnefndi yrði umboðs-
maður hans. Sá samningur átti
eftir að færa þeim báðum ótald-
ar milljónir áður en langur tími
leið.
Dempsey var orðinn vanur
að vinna sína bardaga, en hann
var óstyrkur vegna hins nýja
samningg og tapaði nú fyrir
flestum sem hann mætti. En svo
mætti hann Gunboat Smith, en
það var sjómaður sem flestir
óttuðust vegna gífurlegra krafta
sem hann bjó yfir.
Jack Dempsey fór varlega af
stað og hélt sig í hæfilegri fjar-
lægð til að byrja með. En í ann-
arri lotu lá vio að illa færi fyr-
k honiun. Gunboat kom á hann
geysiþungu hægri handar höggi
og fiestir bjuggust við að þar
með væri keppninni lokið.
Dempsey var vankaður eftir
höggið og barðist áfram líkt og
í svefni. En í fjórðu lotu rann
höfginn skyndilega af honurn
og hann gekk berserksgang.
Gunboat mátti verjast eftir beztu
getu. Dempsey sigraði og það
var sætur sigur þar sem and-
stæðingurinn var hion mikli
Gunboat. Leiðin til keppni við
heimsmeistarann hafði opnast.
Heimsmeistari í
sjo ar
Jack Dempsey varð að berjast
við marga áður en úrslitastund-
in rann upp. Það var hinn 4.
júlí árið 1919 sem hann mætti
heimsmeistaranum í þungavigt,
Jess Willard, í hringnum,
Keppnin fór fram í Toledo.
Dempsey byrjaði á að vappa
tun hálfboginn eins og venjulega
þegar hann barðist við stóra
menn. Willard hóf leifturárás
og Dempsey varðist vasklega.
Hann varðist þessari árás, en
stuttu seinna gerði Willard aðra
leiftursnögga atlögu. Dempsey
var þó enn snarari í snúningum
og kom miklu höggi á kvið
Willards, en á þennan hátt hafði
hann slegið Fred Fulton út
skömmu áður.
Willard stundi og beygði sig
í hnút. Dempsey var ekki seinn
að nota tækifærið og gaf hon-
um eitt upper-cut, sem sendi
Willard í gólfið. Hann reis þó
upp þegar dómarinn hafði talið
upp að þrem, en Dempsey var
viss urn að hafa nú skotið hon-
um skelk í bringu.
Bardaginn hélt áfram. Demps-
ey barði heimsmeistarann sund-
ur og saman, sem ýmist hljóp
undan eða hékk í köðlunum með
gapandi munn. Allir héldu að
Dempsey hefði unnið þegar í
fyrstu lotu, en vegna mistaka
hélt batdaginn áfram. Aðstoðar-
menn heimsmeistarans reyndu á
fálmkenndan hátt að hressa hann
við með lyktarsalti og nuddi,
en allt kom fyrir ekki. Dempsey
réðst á liann eios og óður um
leið og önnur lota hófst og þótt
Willard reyndi að beita sínum
síðustu kröftum kom það fyrir
ekki. í hléi eftir þriðju lotu var
handklæði kastað inn í hringinn
og Jack Dempsey var þar með
orðinn heimsmeistari í þunga-
vi|gt.
Þau sjö ár sem hann hélt titl-
iruum barðist hann oft. Stundum
olli hann aðdáendum sínum von-
brigðum, en langoftast barðist
hann eins og sniUingur og menn
féllu -unnvörpum fyrir hinni sér-
stæðu tækni hans.
Jack Dempsey hafði jafnan í
huga að sókn er bezta vörnin
og réðist harkalega að andlstæð-
ingum sínum í hringnum. Að-
eins eitt komst að og það var
að siá andstseðinginn út. Lét
hann sér hvergi bregða þótt fyr-
ir kæmi að hann yrði fyrir
þimgum höggum, heldur hélt ó-
trauður áfram þar til sigut
vannst. Bardaga- og ef svo mætti
segja, drápshugurinn úr námun-
um fylgdi hontun jafnan. En
þetta er liðin tíð.
Nice to meet
you, old pal
Nú hefur Dempsey orðið fyr-
ir höggi svo þungu, að hann rið-
ar til falls og það er þegar byrj-
að að telja. Á hverju kvöldi sit-
ur hann í horninu á veitinga-
stað sínum, líkt og hann bíði
eftir þvx að hinir gömlu góðu
dagar, þegar hann komst yfir
alla erfiðleika, komi aftur. Hann
drekkur ekki áfengi og reykir
ekki heldur.
Jack Dempsey er fús til að
veita blaðaviðtöl. — Skrifið
eitthvað gott um mig. Þá getur
verið að ég fái að halda veit-
ingahúsinu, segir gamli bardaga-
kóngurinn biðjandi. Hann lyft-
ir öðrum hnefa í sveif.'u og seg-
ir glottandi: — Svona sló ég
þá einu sinni. Nice to meet
you, öld pal.
... Hvað er Broadway án veitinga-
húss Jack Dempseys ..: