Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 07.04.1975, Side 1

Mánudagsblaðið - 07.04.1975, Side 1
27. árgangur Mánudagur 7. april 1975__9. tölublað Klofningur innan framsóknar vegna niðurskurðar fjárlaga Barist um bitling Efrir hið skyndilega fráfall Jnhanncsar Eiíassonar banka stjóra Útvegsbankans, hafa mcnn veit vöngum yfir því, hvcr muni taka sæti hans í bankanum. Það er Fram- sóknarflokkurinn sem „á“ þessa stöðu og ýmsir innan flokksins munu hafa fullan hug á að krækja sér í hnoss- ið. Þeir sem helst eru taldir koma til greina eru Kristínn Finnbogason, fjármálaséní flokksins, Jón Skaftason al- þingismaður, Hannes Pálsson Framhald á 7: síðu,- Miklar sviptingar eru nú í þingliði Framsóknarflokks- ins vegna þeirrar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að skera niður opinberar framkvæmdir um 3,5 milljarða króna. Dreifbýlisþingmenn flokksins hafa lagst gegn þessari ráðstöfun og er búist við hörðum umræðum um þessi mál á Alþingi næstu daga. ..1 páskafríinu hafa þingmenn yfirleitt dvalið heima í kjör- dæmum sínum og hafa ekki átt náðuga daga. Forráðamenn hreppa og sveitarfclaga hafa setið um þá og beðið þá iengst allra orða að sjá til þess að fyrirhugaður niðurskurður komi ekki niður á fyrirhuguð- um framkvæmdum í þeirra heimahéraði. Á þetta við um þingmenn allra flokka. F ramsóknarmenn hræddir Þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins eru sagðir hafa haldið fast við þá ákvörðun stjórnarinnar að skera niður framkvæmdir og bent á, að hjá því verði ekki komist að niðurskurður- inn kom niður á öllum kjör- dæmum landsins. Þingmenn framsóknarmanna hafa reynst öllu deigari og er sagt að sum- ir hverjir hafi gefið kjósendum'5' sínum ákveðin loforð um að þeir muni berjast gegn öllum áætlunum um frestun fram- kvæmda í þeirra kjördæmi. Þingmenn framsóknar virð- ast logandi hræddir um að fyr- irhugaðar ráðstafanir muni fyrst og fremst bitna á þeirra flokki, enda margir kjósendur flokksins úti á landi mjög á móti stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn. Framsókn- arþingmenn hafa hins vegar engin önnur ráð sem þeir geta bent á til þess að rétta við hag þjóðarinnar, en þrátt fyrir það er vitað mál, að sumir af þing mönnunum munu standa í vegi Framhald á bls. 7. íslenskir námsmenn fylla er- lenda hanka af hundraðköllum íslensk ungmcnni sem stunda nám erlendis eru mjög óánægð með hvað þau fá „Iitla“ gjaldeyrisyfir- færslu og er það raunar ekki ný bóla. Hins vegar virð- ast margir námsmenn sem eru á skólum á Norður- löndum hafa óhemju ntagn af íslenskunt hundrað- krónaseðlum, sem þeir reyna að selja í bönkum þar. fyrir Prentarar óttast at- vinnuleysi Margir prcntarar eru nú uggandi um sinn hag og ótt- ast að atvinnuleysi sé frain- undan hjá stéttinni. Útgáfustarfsenii er farin að dragast verulega saman sak- ir sívaxandi kostnaðar á öll- um sviðum er viðkemur blaða- og tímaritaútgáíu. Þá hafa prentarar verið ó- vgir í lauakröfum sínum og hafa kauphækkanir til þeirra átt sinn þátt i þcim erfiðleik- um sem stéttin á nú viö að etja. Offsetfjölritun er stöð- ugt að færast í víxt og sömu- leiðis eru margir útgcfendur farnir að láta vinna mikið fyrir sig erlendis. Þetta tekur vinnu frá prenturum og nú er svo komið að sumar prent smiöjur hafa orðið mjög lítil verkefni og ef svo fcr fram sem horfir fer prentsmiðjum fækkandi áður en langt um líður. Ferðamaðut sem er skömmu kominn frá Kaup- að þeir sem lifa á styrkjum og lánum erlendis vegna skóla- náms stundi þar raunverulega nám eða ekki. Krafan um stór- hækkun á yfirfærslu til náms- manna erlendis er algjörlega ó- raunhæf eins og gjaldeyrismál- um þjóðarinnar er nú háttað. Leggja ber niður innheimtu- kerfí Ríkisútvarpsins — Oþarfa kostnaður er nemur tugum milljóna á ári Fram hefur komið í frétt- um, að Ríkisútvarpið eigi við mikla fjárhagsörðugleika að etja, þótt þess verði litt vart í rekstri stofnunarinnar. En það er svo sannarlega hægt að spara á annan hátt en að draga saman seglin í dag- skrárgerð, þótt þar megi ef- laust einnig spara drjúgan skilding. Innheimmkerfi Ríkisútvarps- ins er orðin mikil stofnun þar sem starfa um eða yfir 30 manns. Aðalstarf er að senda út reikninga til eigenda útvarps og sjónvarps, færa inn greiðsl- ur, halda bókhald yfir notendur og eltast við þá sem ekki standa í skilum. Reksmr þessarar deildar er orðinn svo umfangsmikill og kostnaðarsamur að engu tali tekur. Auðvitað væri einfaldast að útvarps- og sjónvarpsgjald yrði sameinað í eitt gjald sem inn- heimt yrði með opinberum gjöldum . Það er hvort sem er vitað mál, að öll þjóðin notar þessi tæki fyrir utan nokkra út- kjálka sem enn em ekki komn- ir í sjónvarpssamband, en þeim mætti auðveldlega kippa út úr kerfinu. Þessi tilhögun myndi án nokkurs vafa spara Ríkisút- varpinu útgjöld upp á mgi milljóna á ári hverju og væri mun skynsamlegri heldur en að heimta í sífellu hækkun afnota gjalda. Þá kemur einnig til greina að þessi gjöld til útvarpsins yrðu nefskatmr sem lagður yrði á fólk frá 16 ára til sjötugs, en þegar fólk væri komið yfir þann aldur yrði því sleppt við að greiða þennan skatt. A þessum sparðnartímum er nauðsynlegt að taka ákvörðun í þessu máli nú þegar og stefna að því að leggja innheimtudeildina niður fyrir næsm áramót. mannahöfn hafði þá segja, að íslenskir að sogu námsmenr. væru orðnir hrein plága í bönk- um þar í borg. Þeir kæmu með úttroðin veski af íslenskum hundraðköllum sem þeir vildu skipta og lém sig litlu varða þótt afföll væru geysimikiL Bankar þar í landi, eins ogg bankar erlendis yfirleitt, eru lítt hrifnir af þessum bleðlum og vilja helst ekki skipta þeim nema í mjög takmörkuðum mæli og þá á verði sem er langt fyrir neðan skráð gengi. Þá hefur það færst mjög í aukana að Islendingar sæki skóla erlendis undir því yfir- skyni að þeir ætli að nema hin og þessi fræði, en stunda þess t stað allskyns brask og verzl- un. Hafa sumir meira að segja gengið svo langt að leggja fyrir sig eimrlyfjasölu og einhverjir landar munu vera í fangelsi í Kaupmannahöfn af þesum sök- um. Það er greinilegt, eins og blaðið hefur raunar margbent á, að brýna nauðsyn ber til þess að fysfgjast-betwr með'iþvfslwort Kreppan í framkvæmd: Fjórir nýir taptogarar fyrir einn og hálfan milljarð Fresta framkvæmdum og draga úr fjárfestingum eru slagorð sem dynja í eyrum landsmanna frá þing- mönnum þjóðarinnar. Vonlaust að reka skuttogara með hagnaði þótt við fengjum þá gefins segja útgerð- armenn. Það kemur því eins og skrattinn úr sauðarleggnum þegar allt í einu er upplýst, að búið sé að ganga frá samningum um fjóra nýja skuttogara sem smíðaðir verða í Póllandi. Hver togari á að kosta litlar 320 milljónir króna án siglingatækja og spila og er þá miðað við gengið eins og það er í dag. Meðal þeirra er hafa nú hug á að fá sér skuttogara eru stór- útgerðarbæir á borð við Selfoss og Kópavog og er það fagnað- arefni þegar menn vilja enn efla þá miklu útgerð sem fyrir er á þessum stöðum. Næst má búast við að Egils- staðir, Hvölsvöllur og aðrir slík- ir staðir sem staðsettir eru fast við bestu fiskimið landsins vilji fá sína skuttogara einnig. Enda mikil þörf á að þessi útgerðar- staðir haldi áfram að vaxa og dafna. En hvernig „eigendur" togar- anna ætla sér að greiða verð þeirra með þessum gífurlega tap rekstri er erfiðara dæmi en svo, að við leggjum á okkur að reyna útreikninga á því. Og síst af öllu ættum við að leggja trúnað á orð erlendra sérfræð- inga sem hingað hafa komið og sagt að íslenskar skipasmíða- stöðvar séu fyllilega samkeppn- isfærar við erlendar. Það er orð- in hrein lífsnauðsyn að kaupa gallaða togara erlendis frá, því að hver dagur sem þeir liggja bundnir vegna bilana verður til aAminnka tap útgerðarinnat.

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.