Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 07.04.1975, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 07.04.1975, Blaðsíða 2
2 AAánudagsblaðið Mánudagur 7. apríl 1975 VALHALLARTÍÐINDI 1. áxgangur 5. febrúar 1222 5. tölublað Timi Sighvatsson veginn af biskupsmönnum — Hólum, 4. febrúar 1222. Frá fréttaritara. Hér hafa gerst tíðindi nokkur. 1 nótt komu hingað menn Guðmundar Arasonar biskups úr Málmey og fóru heldur óspaklega. Hafa þeir drepið Tuma Sig- hvatsson og fleiri menn en fóthöggvið suma. Staðinn hafa þeir rænt og heituðust að brenna hann og menn inni ef eigi yrði út gengið. Veður er bæði myrkt og þykkt og engin von um að þeir menn, sem farið hafa á eftir mönnum biskups, komi nokkru verulegu fram við þá. Aðdragandi Eins og kuruiugit er, þá hefur margt misjafnt verið með þeim Guðmundi biskupi og mönnum hans og Skagfirðingum. Hefur það helst borið á milli, að snauð ir menn og aðrir hafa safnast mjög að biskupi og hann fætt þá og klætt eftir föngum, en Skag- firðingar og sveitarmenn orðið að líða stór útgjöld. Síðan Kol- beinn Tumason lést hefur verið lítil forstaða hér og ekki fengist maður til að verjast ágangi manna biskups. En í Eyjafirði bar það til tíð- inda, að Tumi Sighvatsson, Sturlusonar, kærði það fyrir föð- ur sínum að hann hefði ekki bú og mannaforráð — sagðist eigi ver til manns kominn en Sturla bróðir hans, er tekið hafði við búi og mannaforráði í Döl- um að Sauðafelli. Sighvamr vildi eigi þverra kost sinn í Eyjafirði. Síðan reið Tumi vesmr til Skagafjarðar og átti fund með bóndum og sýndi þeim fram á að biskupsmenn myndu gera þeim ónasði þá er föng þrym á staðnum, en sagði Þórarinn, fyr- irmann þeirra, ungan og óreynd- an. Þetta féll bændum vel í eyru og varð það tiltæki þeirra að senda biskupi orð og segja, að þeir vildu eigi fjárdauða á staðn um, og sögðust ryðja fólki bisk- ups á brott með ófriði, ef hann vill eigi sjálfur af sér ryðja. Tiltæki biskups En er biskup heyrði þetta og vissi, að Norðlendingar voru hon um áljúgheitir, þá er þeir hétu honum illu, þá tók hann það ráð, að fara heldur í útlegð en selja menn sína í dauða og und- ir vopn þeirra óvina. Fór biskup þá brott héðan af stóli sínum að Hólum og út í Málmey á jólaföstu. Þar var þá margt röskra manna með honum: Ein- arr skemmingur, Pétúr Bárðar- son, Eyjólfur Kársson, Ketill Xngjaldsson, Aron Hjörleifsson og margir aðrir. Tumi Sighvatsson sest nú á staðinn með sveit sína svo sem þar væri föðurleifð hans og höfðu hvorir tveggja varðhöld sterk og njósnir. Svona hefur liðið fram yfir jólin allt að kynd- iimessu. Frá biskupi Nú tók að harðna vist í eyj- unni og heldur atfangafátt. Bisk- up hefur áhyggjur stórar, rek- itm frá stóli sínum. Einar og Ar- on báðu biskup þess að þeir færu með menn til Hóla og tækju þaðan föng, sem þeir þótt- ust frjáls eiga. Var þetta lífs- hætta mikil, en þó nauðsyn. Að fengnu leyfi biskups varð ferð undirbúin og maður sá, sem Auð unn hét og kallaður handi send- ur til Hóla á njósn tun híbýla- háttu þar, livílur betri manna og Tuma. Gerði þá storma og ill- viðri og var alla daga ófært milli eyjar og lands. í gærkvöld var veður illt og gaf Tumi varðhaldsmönnum sín- um frelsi um nóttina. Þetta sama kvöld segja menn að Guðmund- ur biskup hafi sagt þeim Aroni að þessi nótt myndi best til þess fallin að leysa þeirra vandræði. Brugðu þeir skjótt við og söfn- uðu mönnum og hrundu skipum á flot. Námu þeir eigi fyrr stað- ar en á land var komið og gengu þegar heim til bæjar er heitir að Óslandi og spurðu um Tuma og var sagt að hann svæfi í skemmu við fimmtánda mann. Fóru þeir þegar í herklæði og gengu heim á staðinn með ákafa miklum og komu öllum á óvart og skiptu liði. Bardagi og aftökur Gengu sumir til að verja út göngu úr heimahústun en hinir BS f _ SƧ * vopnfærustu að skemmunni og Mmliot! Gatxl! komust í ldæði og spretta þeir upp í sken..nunni og komust í klæði og fengu allir vopn. í þessari svipan báru sinir stokka að skemmuhurðinni, því á voru sterkar járnlokur, og hlutu dyrn- ar upp að ganga, og var þar fyr- ir þykk fylking af hraustum mönnum. Komust þeir Aron fjórir inn fyrstir og urðu þegar áverkar miklir. Fékk Tumi þar mikið sár og kenna menn Aroni. Slokknuðu þá ljósin og leituðu þeir Aron út, því fast var fyrir. Vildu þeir nú leita ffeiri vega að vinna skemmuna — létu gera eld mikinn og leggja í viðinn. En jafnframt var mikið barist og þykir þessi hríð hin harðasta hafa orðið. Nú kveikir stormur- inn skjótt eldinn, og gýs upp loginn, og vex reykurinn. Sjá þeir Tumi, að þeir eru yfir- komnir. Bauð Tumi útgöngu og griða, og bauð jafnframt uppgerðar- sætt, þeir léti laus vopn sín, en þeim var engum griðum heitið — en barðir rækilega að her- mannasið. Fimm eða sex gengu út á undan Tuma og voru allir handteknir. Þeir velktu lengi Tuma og báðu sumir honum undan. Gerði hQnum þá kalt mjög og ræddi að þeir skyldu eigi kvelja hann ,sagði vera mega, að nokkrir mæltu, að hann skylfi af hræðslu. Lofuðu þ: margir hreysti hans og báðu honum griða. Einar skemmingur kvað hann ekki svo hafa skipt goðorðunum fyrir norðan heiði, að hann skyldi lifa. Og hann vá hann, því ekki urðu marigir til. Þar voru og tveir menn drepnir aðrir, Þorgeir Steingrímsson og Bergþór Oddason. Tvo menn fót hjuggu þeir, Jón Þórðarson og Halldór Klasason, en öðrum voru grið gefin. Voru síðan hýbýli könnuð og gerðu þeir sér frjálsa staðareign og biskupi, vistir og klæðnað, en bjuggust síðan brott af skynd- ingu. Þeir hér á Hólum sátu yfir dauðum og særðum og hafa Sighvati verið gerð orð um at- butð allan. Er ætlun manna að Sighvatur og bræður hans muni hyggja á hefndir eftir verk þessi. EINNAR MÍNUTU GETRAUN: Hve slyngur rannsóknarí ertu? Útborgunin Hin laglegi Willie Montford blístraði fjörugt lag um leið og hann lagfærði bindið sitt fyrir framan spegil- inn. Dyrnar að íbúðinni bak við hann opnuðust hljóð- lega. Willie fraus af ótta og skelfingu. í speglinum sá hann stúlku. Hún hafði byssu í hendinni. Stúlkan hleypti af. Hinn laglegi Willie Montford lá á gólfinu, dauður. 'i _ ,,Ég er ef til vill besti vinur Willies" sagði Joe Gulino við prófessor Fordney, ,,en Willie var einhver orðfæsti maður sem til var, svo ég veit ekki mikið um hann. Hann lifði á kvenfólki — en ég geri ráð fyrir að þér sé kunnugt um það. Allt sem ég veit er, að hann hafði þrjár undirheima stúlkur í takinu: Dottie Kinble, Elise Drake og Connie Laird. Hann lék þeim hverri á móti annarri. Þegar ég sagði honum að það væri hættulegt, þó hló hann bara og sagðist geta séð það.“ um Fordney og Bill Jopke hófust handa að rannsaka hvað væri fréttnæmt úr undirheimum glæpamanna. Þeir komust að því, að ein af stúlkunum og Willie Montford ráku ómerkilega veðsjoppu. Einnig að Elsie Drake hafði aðeins nýlega frétt um þann stað, og sagt Montford að félagi hans væri í eiturlyfjum. ■ Frekari rannsókn leiddi eftirfarandi í Ijós: 1. Eiginmaður Connie Lairds var bróðir manns- ins, sem var giftur stúlkunni, sem drap Montford. 2. Fagra stúlkan sem stjórnaði veðsjoppunni með Montford hafði aldrei gift sig. Þó hún neitaði öllum giftingartilboðum, þá hafði hún grátbeðið Montford að kvænast sér. Þetta voru ekki miklar upplýsingar en glæpasér- fræðingurinn vann úr upplýsingunum og vissi hver af þessum þrem stúlkum hafði drepið hinn fríða Willie Montford. Svar á 6. síðu. <•>- TIL BLAÐSINS samningsrétt Vitið þér það lcsandi góður, að það er ein stétt í okkar þjóðfélagi, sem ekki hcfur samningsrétt? Það eru ekki þingmcnnirn- ir. Þeir skammta sér sjálfir. Það er ekki forsetinn. Hann fær allt. Það eru ekki opnberir starfs- menn. Þegar þeir semja, semja þcir við sína eigin kollega. Ef þcim finnst það ckki ganga nógu vel, þá skipa þcir gerða- dóm, sem í eiga sæti opinberir starfsmcnn. Það eru ekki hinar „vinn- andi stéttir“. Þær mega semja og ef stirðlcga gengur er þeim löghelgað að beita ofbeldi. (Verkfall er ofbeldi, sem ekk- ert fær staöist.) Það eru ekki bændur. Þeir eiga ríkssjóð, sem ekkert láta í hann. Hverjir eru það þá, sem ekki fá að scmja um kaup sitt og kjör. Hverjir eru það, sem fá engan atvinnuleysisstyrk þegar illa gengur? Hverjir eru það, sem með lögum og of- beldissamningum hafa vcriö þvingaðir til að borga persónu- tryggingar annarra manna, auk sinna eigin? Hverjir verða að bera sjálfskuldarábyrgð fyrir þinggjöldum annarra manna, auk sinna eigin? Hverjir hafa forgangsrétt að magasárum, hjartabilunum og heilablóö- falli? Hverjir borga brúsann, þegar launþcganum vcrða á mistök? Hver annar en maðurinn, scm veitti vinnuna? Maðurinn, scm mcð hug og hönd drcif eitthvað af stað og kom cinhvcrju í gang, sparaði, þrælaði, hugsaði, skapaöi og fékk öðrum launað verk að vinna. Hvað gerir hin „vinnandi stétt“ án atvinnureb-Hj bsns? Af hverju má hann ekki lifa líka? Skrifað í minningu for- stjórans, sem lést á fertugs aldrL

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.