Morgunblaðið - 01.10.2005, Page 1

Morgunblaðið - 01.10.2005, Page 1
2005  LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER BLAÐ D B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A EVRÓPUSTEMNING HJÁ HAUKUM AÐ ÁSVÖLLUM / D4 FRAMKVÆMDASTJÓRN ÍSÍ samþykkti á fundi sínum í vikunni tillögur stjórnar Afrekssjóðs og styrktarsjóðs ungra og efnilegra íþróttamanna um aukaúthlutanir til sérsambanda ÍSÍ. Handknattleikssamband Íslands fékk úthlutað 4 milljónum króna vegna undirbúnings A- landsliðs karla vegna þátttöku á EM í janúar 2006. Fimleikasamband Íslands fékk úthlutað 300.000 kr. vegna þátttöku Rúnars Alexanderssonar og Viktors Kristmannssonar á HM í fimleikum, sem haldið verður í Ástralíu í nóvember. Frjálsíþróttasamband Íslands fékk úthlutað 300.000 kr. vegna Silju Úlfarsdóttur frjálsíþróttakonu. Skíða- samband Íslands fær 300.000 kr. eingreiðslu til hvers skíðamanns sem nær lágmörkum á ÓL í Tórínó. Í dag hafa 4 skíðamenn náð lágmörkum og líklega bætast 1-2 við. Úr sjóði ungra og efnilegra var Blaksambandi Íslands veittur styrkur að upphæð 500.000 kr. vegna þátttöku yngri landsliða stúlkna og pilta á NM í blaki. HSÍ fær fjórar milljónir frá ÍSÍ Ég er mikill Fylkismaður í mér ogþað vó þungt í þessari ákvörðun minni að gera nýjan samning. Ég hef vitað um áhuga ein- hverra liða á mér en eftir að hafa skoðað nokkra möguleika og rætt við nýja stjórn meistara- flokksráðsins þá ákvað ég að vera um kyrrt hjá Fylki,“ sagði Helgi Valur við Morgunblaðið eftir blaðamanna- fund sem Fylkis- menn efndu til í gær. Helgi segist líta björtum augum á næsta tímabil. ,,Það er gott að það er búið að semja við flesta sem höfðu lausa samninga og ég er bara mjög bjartsýnn. Mér líst vel á nýja þjálfarann og það eru allar for- semdur fyrir því að við verðum með sterkara lið. Við er- um að endurheimta sterka leikmenn úr meiðslum og hópur okkar ætti að geta orðið ansi öflugur.“ Stefnan að komast út í atvinnumennskuna Spurður hvort hann sé búinn að gefa atvinnumennskuna upp á bát- inn sagði Helgi Valur; ,,Nei það hef ég ekki. Stefnan er að komast aftur út í atvinnumennskuna hvenær sem það svo verður. Í augnablikinu er lít- ið að gerast hjá mér hvað þessi mál varðar. Það kom fyrirspurn frá norska liðinu Odd Grenland um dag- inn en ég veit ekkert hvort eitthvað verður úr því,“ segir Helgi sem lék um með enska liðinu Peterbrough. Helgi segir að Fylkismenn muni ekki standa í vegi fyrir sér fari svo honum bjóðist að fara út til reynslu. Leifur Sigfinnur Garðarsson var á dögunum ráðinn þjálfari Fylkis til þriggja ára og hann segist mjög ánægð- ur að búið sé að festa flesta þá leik- menn sem voru með lausa samninga. ,,Það var for- gangsatriði að tryggja þá Fylkis- menn sem fyrir voru. Það ber að fagna svona undir- skriftum. Ég tel mig vera með góðan hóp í höndum og ef allir standa saman, æfa vel og leggja sig fram þá verðum við til alls líklegir,“ sagði Leifur Sig- finnur við Morgun- blaðið. Spurður hvort Fylkir ætli á leikmannamarkað- inn sagði Leifur; ,,Það eru allir góðir fótboltamenn vel- komnir í Fylki en við byggjum samt fyrst og síðast á þeim mönnum sem fyrir eru,“ sagði Leifur en Jón Sveinsson verður aðstoðarmaður hans. Finnur Kolbeinsson og Gunnar Þór Pétursson hafa ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir langa og dygga þjónustu við Fylki og þá er óvíst með fyrirliðann Val Fannar Gíslason en hann er að velta því fyrir sér að halda utan til náms. Samn- ingur hans er laus um áramót og þá eiga Fylkismenn eftir að semja við Kristján Valdimarsson. Þá gera Fylkismenn sér vonir um að halda Viktori Bjarka Arnarssyni sem var í láni hjá Fylki frá Víkingi í sumar. Helgi Valur áfram í Árbænum Fjórir sterkir leikmenn áfram í Fylki FJÓRIR af lykilmönnum knattspyrnuliðs Fylkis, Helgi Valur Daní- elsson, Haukur Ingi Guðnason, Hrafnkell Helgason og Eyjólfur Héð- insson skrifuðu undir nýja þriggja ára samninga við Árbæjarliðið í gær en samningar þeirra allra voru lausir. Forráðamenn Fylkis, sem á dögunum réðu Leif Sigfinn Garðarsson sem þjálfara, ætla sér stóra hluti og stefna þeirra er að Fylkir verði í titlabaráttu. Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is Helgi Valur Daníelsson Morgunblaðið/Árni Sæberg Auðun Helgason, leikmaður Íslandsmótsins í knattspyrnu 2005 að mati íþróttafréttamanna Morgunblaðsins, með verðlaun sín. Auðun lék mjög vel með meistaraliði FH í sumar en hann var einnig iðinn við að skora. – „Eins og kóngur í ríki sínu,“ segir Guðmundur Benediktsson, leik- maður Vals. Sjá ummæli hans og Loga Ólafssonar landsliðsþjálfara um Auðun á D3.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.