Morgunblaðið - 01.10.2005, Page 3

Morgunblaðið - 01.10.2005, Page 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 D 3 Þjálfarastyrkir ÍSÍ Verkefnasjóður Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands auglýsir hér með til umsóknar styrki fyrir íþróttaþjálfara til að sækja sér menntun eða kynna sér þjálfun erlendis. Veittir verða 10 styrkir, hver að upphæð kr. 50.000,- Við úthlutun verður leitast við að styrkja sem flestar íþróttagreinar. Þjálfarar hvers kyns hópa (afreksmanna, barna og unglinga o.s.frv.) koma jafnt til greina við úthlutun. Konur eru sérstaklega hvattar til að sækja um styrkina. Umsóknum með lýsingu á náms- og starfsferli, auk greinargóðrar lýsingar á fyrirhugaðri ráðstöfun styrksins og ávinningi íþróttahreyfingarinnar af henni, skal skilað til skrifstofu ÍSÍ, Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, í síðasta lagi mánudaginn 24. október n.k. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á skrifstofu ÍSÍ, Íþróttamiðstöðinni Laugardal og á heimasíðu ÍSÍ – www.isisport.is Haust 2005 ÚLFAR Hinriksson þjálfari Íslands- og bikarmeistara Breiðabliks sendi frá sér í gær eftirfarandi fréttatilkynningu: ,,Í ljósi þess að engar viðræður hafa átt sér stað við mig undanfarnar tvær vikur af hálfu kvennaráðs Breiðabliks um áframhaldandi þjálfun mína lít ég svo á að ekki sé óskað eftir starfs- kröftum mínum á næsta keppnistímabili og lýsi furðu minni á þessum vinnubrögðum. Ég hef þjálfað hjá knattspyrnudeild Breiðabliks frá árinu 1995 við góðan orðstír nú síðast Ís- lands- og bikarmeistara í meistaraflokki kvenna. Að lokum vil ég óska félaginu og leikmönnum alls hins besta á komandi ár- um.“ Kemur mér í opna skjöldu Morgunblaðið hafði samband við Karl Brynjólfsson, formann meistaraflokksráðs Breiðabliks, og fékk hans hlið á málinu. ,,Þetta kemur mér gjörsamlega í opna skjöldu. Ég er búinn að vera í góðu sambandi við Úlfar og síðast í gær var ég í sambandi við hann í tölvupósti. Það er eitthvað annað sem býr að baki hjá Úlfari og ég trúi því ekki að hann labbi í burtu frá félaginu af því að það hefur ekki verið rætt við hann síðan fyrir hálfum mánuði. Ég hef persónulega átt mjög gott samstarf við Úlfar og ég hef borið mikla virðingu fyrir öllu því starfi sem hann hefur innt af henti. Því kemur þessi tilkynning frá Úlfari mér mjög á óvart og líka í ljósi þess að hann ræddi ekkert við mig áður en hann sendi tilkynninguna á fjölmiðlana. Ég harma mjög þessa niðurstöðu,“ sagði Karl við Morgunblaðið en hann segir óvíst hver taki við þjálfun Breiðabliksliðsins. ,,Fyrir hönd knattspyrnudeildarinnar þá harma ég þessa niðurstöðu og hvernig þetta hefur borið til,“ sagði Steini Þorvaldsson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, við Morgunblaðið. Úlfar Hinriksson hættur sem þjálfari kvennaliðs Breiðabliks Úlfar Hinriksson Árið 1999 var keppnisfyrirkomulaginorsku úrvalsdeildarinnar breytt þeim hætti að sett var á laggirnar „of- eild“, BLNO, og á þeim tíma voru lið flestum stórbæjum Noregs með í deild- Mjög strangar kröfur voru gerðar til gsliða sem vildu fá sæti í BLNO deild- Og má þar nefna að hvert lið verður era með tvo atvinnumenn í sínum röð- auk framkvæmdastjóra í fullu starfi. gjörð heimaleikja verður að uppfylla fur deildarinnar, aðsókn áhorfenda verður einnig að vera yfir ákveðnu með- altali og að auki þurfa félögin að sýna fram á að geta staðið við fjárhagslegar skuld- bindingar sínar. Þau lið sem eru eftir í norsku úrvals- deildinni eru: Asker Aliens frá úthverfi Ósló, Harstad Vikings, Kongsberg Pengu- ins, Kristiansand Pirates, Tromsø Storm og Ulriken Eagles sem er frá Björgvin líkt og Fröya. Ekki hefur gengið vel fyrir lið frá Osló að festa sig í sessi í deildinni og er framtíð deildarinnar því í uppnámi.  COLIN Montgomerie frá Skot- landi lék vel á öðrum keppnisdegi á Dunhill meistaramótinu í gær en hann lék á 65 höggum eða 7 högg- um undir pari. Hann byrjaði dag- inn á því að fá sex fugla á fyrstu sex holunum en hann er samtals á 9 höggum undir pari og er einu höggi betri en Kenneth Ferrie sem er á 136 höggum í öðru sæti.  SVÍINN Pierre Fulke og Arg- entínumaðurinn Ricardo Gonzalez eru jafnir í þriðja sæti á 137 högg- um. „Þessi dagur er einn af bestu dögunum hjá mér sem kylfingur, ég gerði engin mistök, fékk sjö fugla og miðað við þær aðstæður sem voru í dag þá get ég ekki ann- að en verið sáttur,“ sagði Mont- gomerie en leikið var á St. And- rews þar sem að Montgomerie varð annar á Opna breska meistara- mótinu í sumar. „Ég get leikið völl- inn blindandi og kylfusveinninn hefur kortlagt hverja þúfu á þess- um velli,“ sagði Montgomerie en hann leikur í liði með kvikmynda- leikaranum Michael Douglas í liða- keppninni sem fram fer samhliða atvinnumannamótinu.  ÞRJÁR kínverskar frjálsíþrótta- konur hafa verið úrskurðaðar í keppnisbann eftir að þær féllu á lyfjaprófi sem tekið var á dögun- um. Wang Lina og Niu Nana reyndust hafa notað steralyf sem var á bannlista og það sama var uppi á teningnum hjá Sun Hong- feng. Prófin voru tekin utan við keppni og voru íþróttakonurnar sendar í lyfjapróf er þær mættu á æfingu en forsvarsmenn kínverska íþróttasambandsins hafa lagt mikla áherslu á að íþróttamenn landsins sem koma til með að keppa á Ól- ympíuleikunum árið 2008 í Peking verði undir ströngu eftirliti fram að leikunum.  ANDRE Agassi hefur afboðað þátttöku sína á tennismóti sem fram fer í Stokkhólmi 10.-16. októ- ber en Bandaríkjamaðurinn á við meiðsli að stríða í baki. Hann lék til úrslita á Opna bandaríska meistaramótinu á dögunum og tap- aði þar gegn Roger Federer frá Sviss. Agassi sem er 34 ára gamall lék til úrslita á mótinu í Stokk- hólmi fyrir ári síðan en þar tapaði hann í úrslitum gegn Thomas Jo- hansson frá Svíþjóð.  BOB Sura leikstjórnandi NBA- liðsins Houston Rockets fór í að- gerð á hné á dögunum og verður ekki með liðinu þegar æfingabúðir liðsins hefjast í næstu viku. Sura sem er 32 ára gamall lék 61 leik með liðinu á s.l. leiktíð og var með 10,3 stig að meðaltali í leik, 5,5 frá- köst og 5,3 stoðsendingar í leik en það er langt yfir meðaltali hans í deildinni. Hann var á sínum tíma valinn í fyrstu umferð háskólavals- ins af Cleveland og hefur hann leikið með Golden State, Detroit og Atlanta Hawks á sínum ferli. FÓLK Morgunblaðið fékk Loga Ólafs-son, landsliðsþjálfara, og Guð- mund Benediktsson, sóknarmann úr bikarmeistaraliði Vals, til að gefa álit sitt á frammistöðu Auðuns í sumar. ,,Það kemur mér ekki á óvart að Auðun hafi orðið efstur í einkunna- gjöf Morgunblaðsins. FH fékk á sig lítið af mörkum og þar fór Auðun fremstur í flokki í sterkri vörn liðs- ins,“ segir Logi Ólafsson. ,,Auðun hefur sýnt það í sumar hversu sterk- ur persónuleiki hann er. Hann kem- ur heim úr atvinnumennskunni og hvikar hvergi frá metnaði sínum sem knattspyrnumaður. Þó að verkefnið hafi oft á tíðum litið auðveldlega út fyrir FH þá fannst mér Auðun alltaf vera einbeittur, fullur af vilja og krafti til að draga liðið með sér. Leið- togahæfileikar Auðuns hafa berlega komið í ljós í sumar. Maður hefur alltaf vitað um að Auðun væri bein- skeittur og metnaðarfullur leikmað- ur og í sumar sýndi hann það bara enn frekar og heimkoma hans hefur gert mikið fyrir deildina og íslenskan fótbolta almennt,“ segir Logi. Með frammistöðu sinni í sumar vann Auðun sér aftur sæti í landslið- inu og lék sinn 33. landsleik þegar Ís- lendingar biðu lægri hlut fyrir Búlg- örum í undankeppni HM í síðasta mánuði. ,,Auðun hefur sýnt gríðar- legan styrk. Hann lenti í gríðarlegu mótlæti hjá Lokeren. Þar var hann settur í frost sem hefði verið nóg til að beygja meðalmann en með sínum sterka persónuleika reis hann upp og vann sér sæti í landsliðinu á nýjan leik. Hann átti frábæra endurkomu í íslensku knattspyrnuna,“ segir Logi. Spilaði eins og kóngur í allt sumar Guðmundur Benediktsson fram- herji Vals þurfti að glíma við Auðun og félaga hans í FH vörninni í sumar og þar komu þeir að lokuðum dyrum. FH hafði sigur í báðum leikjum, vann 1:0 á Hlíðarenda og 2:0 í Kapla- krika og með þeim sigri tryggði FH sér Íslandsmeistaratitilinn. ,,Ég sá Auðun í vorleikjunum með FH. Bæði í deildabikarnum og eins í æfingaferð okkar í Portúgal. Mér fannst hann í þessum leikjum svolítið ryðgaður en um leið og Íslandsmótið hófst þá var allt annað að sjá til hans. Hann spilaði eins og kóngur í ríki sínu í allt sumar, var á köflum alveg stórkostlegur. Hann og félagi hans Allan Borgvardt voru tveir bestu leikmenn deildarinnar. Borgvardt var sá besti að mínu mati en Auðun er vel að þessari viðurkenningu kom- in. Það var ekki bara að hann var firnasterkur í vörninni, sem hann stjórnaði eins og hershöfðingi, held- ur skoraði hann fimm mörk og það verður ekki horft framhjá því að Auðun átti frábæra endurkomu í boltann hér heima og hann fékk verðskuldað sæti í landsliðinu á nýj- an leik,“ segir Guðmundur. Logi Ólafsson og Guðmundur Benediktsson um Auðun Helgason, leikmann ársins, að mati Morgunblaðsins Frábær endur- koma Auðuns AUÐUN Helgason varnarmaður í liði Íslands- meistara FH varð efstur í einkunnagjöf Morgunblaðsins fyrir frammistöðu sína í sumar. Hann sneri heim úr atvinnumennsk- unni á vormánuðum, átti frábært tímabil með FH-ingum og átti ekki síst stóran þátt í velgengni liðsins í ár. Auðun fékk 21 M í 18 leikjum FH-liðsins og varð langefstur en Fjalar Þorgeirsson markvörður Þróttar kom næstur með 17 M og Helgi Valur Daníelsson, Fylki, varð þriðji með 16 M. Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is Auðun Helgason Sex lið eftir í úrvalsdeild í Noregi Ð gengur erfiðlega hjá forsvarsmönnum norskra úrvalsdeildarliða að ná í magn til þess að reka deildir sínar ef marka má nýjustu fregnir frá Noregi. nú hafa tvö lið dregið sig úr keppni og eru aðeins sex lið eftir í deildinni. ya frá Björgvin hefur ákveðið að vera ekki með í deildinni í vetur en liðið var af sterkustu liðum deildarinnar í fyrra og Njård frá Bærum, rétt utan við ó, hefur einnig dregið lið sitt úr keppni vegna þess að liðið uppfyllir ekki r fjárhagslegu kröfur sem gerðar eru til þess.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.