Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 14.06.1976, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 14.06.1976, Blaðsíða 2
2 Mánudagsblaðið Mánudagur 14. júní 1976 Ekki aldeil is! Heldur sérlegur musterisþjónn Jesú Krists í Stórstúku stjörnunnar í norðri Klikkaður?! Ég?! Bcnt Olsen í cmbættisskrúða sínum sem Iciötogi Stórstúku stjörnunnar í norðri. — ÉG ÆTLA að gera gjörv- allan hciminn að einum söl'n- uði. — Ég ætla að fjarlægja öll landamæri. — Ég ætla að útrýma pen- ingum. — Ég ætla að útrýma kynlífi sem líkamsnautn. Kyndingameistarinn Bent Olsen, 32 ára að aldri, situr í lítilli íbúð sinni í Skovlund, úthverfi Kaupmannahafnar, og skýrir frá framtíðardraumum síiium. Hann er leiðtogi og stofn- andi „Stórstúku stjörnunnar í norðri“. En hann segir: —Stórmeist- arinn er raunar Jesús Kristur. Ég er aðeins mustecisþjónn hans. Það fer ekki hjá því að maður fái það álit á Bent þessum Olsen, að hann sé hringlandi vitlaus! Á daginn starfar hann scm kyndingarmeistari í miðbæ Skov- lund. Á kvöldin klæðist hann heimasaumaðri flík, sem er eins konar sambland af einkennisbún- ingi hermanna og prestshempu. Síðar, þröngar, hvítar buxur; mótorhjólastígvél sprautuð með gullbronsi; stór hvít slá; breitt leðurbclti með glitrandi steini og höfuðbúnaður i líkingu við þá scm notaðir eru af olíufurstum cyðimerkurinnar. Þegar hann hefur klæðst þessu, Iítur hann út eins og furðuvera úr ævintýrasögnum þúsund og einnar nætur. Svikin dulúð Olsen hefur breytt íbúð sinni í musteri. Á veggjunum hanga lit- ríkar myndir af guði og atburðum úr biblíunni. Alstaðar eru ritn- ingargreinar og í einu horninu stendur gylltur búdda og horfir dauðum augum út í tómið. And- rúmsloftið er mettað reykelsi. Lýs- ingin er dauf — aðcins örfá kerti fyrir framan sérstaklega útvaldar myndir og styltur. Bent Olsen tekur sér stöðu að baki heimasmíðaðs altaris. Fyrir framan hann liggur opin biblía og á henni gervirós. — Það fyrirfinnast í heiminum tvenns konar leyndardómar — svartur og hvítur, messar hann til- breytingarlausri röddu. — Hreyf- ing mín heyrir til hinum hvíta. Hún er af hinu góða. Hitler var meðlimur hins svarta leyndardóms. Hann er slæmur. Þar er iðkaður svartigaldur! Tákn frá guði Það var árið 1968 sem Bent Olscn stofnaði heimsbyltingar- hrcyfingu sína. Hann hafði áður talaö við nokkra áhugasama menn sem komu saman á stofndaginn. — Þennan sama dag las ég stjörnuspána mína í einu morgun- blaðanna. Þar stóð meðal annars: Þú hefur mikinn áhuga á hinu hulda! Ég tók þetta sem tákn frá guði. Og sem við vorum vígð inn í hreyfinguná kom mér skyndilega auga á hvíta dúfu sem sat fyrir utan gluggann. Hún var svo gæf að við gátum tekið hana inn til okkar. Þetta tók ég líka sem tákn frá guði. En það hefur sannarlega hallað undan fæti fyrir hreyfingunni. Af þeim liðlega tuttugu scm innvígð- ust í upphafi eru nú aðeins tveir eftir. „Kirkja“ á hjólum bílar, litasjónvörp, pcningar eða Bent Olsen gerir sem hann gct- ur til að skapa áhuga á hugsjón sinni; heimi þar sem ekki eru til annar munaður, og þar scm allir eiga að lifa á gróðri jarðar og kynlíf er ckki stundað hömlulaust. — Kynlíf er alls ekki bannað, en er aðeins fyrir þá sem lifa í föstu sambandi, — fyrir þá sem elska hver annan og vilja halda því áfram þar til dauðinn aðskilur þá. Hugsjónaheimur minn á ekki að vera nein hórsamkoma. Nú i sumar ætlar Bent Olsen að ferðast um heimaland sitt með „kirkju“ á hjólum og boða fagn- aðarerindi sitt þeim sem áhuga hafa. „Kirkjuna" hefur hann sjálf- ur smíðað. Það er hestvagn, smíð- aður upp úr gömlum gúmmíflutn- ingavagni og galvaníseruðum járn- plötum. — Hann er byggður með heils- ársnotkun fyrir augum, með gaml- an móofn sem hitagjafa. Þá er ég ekki háður hinum dýra orkugjafa nútímans, olíunni, segir Olscn. Hann á tvo hesta á búgarði skammt frá Skovlunde. —Þeir til- heyra hinu nýj asamfélagi og eru sá grunnur sem skipulag vort byggir á til að byrja með. Þeir eiga að gegna hlutverki dráttar- dýra, mcðal annars draga „kirkj- una“ á eftir sér, og ég geri ráð fyrir að þeír séu ódýrir í rekstri, þar sem þeir éta aðeins gras. Býður hina kinnina Bent Olsen hefur verið kvæntur og á tvö böm. —En ég skildi, þar sem ég vildi helga allt mitt líf hinu nýja samfélagi. Seinná komst ég í kynni við unga stúlku, en það fór út um þúfur, þar sem hún gat ekki fylgt hugsanagangi mínum og hugmyndum! Lífið gerir Bent Olsen og hug- myndum hans sannarlega ekki létt fyrir. —Það kemur oft fyrir að hrópað er á eftir mér, þegar ég er á gangi cinhvers staðar, og einnig að mér sé hótað líkamsmeiðingum. Sumir kalla á eftir mér að ég sé klikkaður og hrækja á cftir mér. En ég neyðist til að beita óvenjulegum aðferðum ef ég ætla að lifa samkvæmt þeirri hugsjón sem ég trúi á. Þegar fólk ógnar mér býð óg því hina kinnina, eins og Jesús. í sambýlishúsinu sem Bent Ol- sen býr í hrópa börnin „Jesú- Bent“ á eftir honum og nota ýmis fleiri hæðnisleg hróp. En um leið eru þau mjög áhugasöm um hvað það er sem fram fer í íbúð hans á þriðju hæð.. Þau fylgja..honum eftir alveg að dyrunum á íbúð hans, til að geta kíkt sem snöggv- ast inn í musteri stjörnunnar í norðri. — Ertu nú ekki dalítið auðtrúa og bjartsýnn í þessum málum? — í biblíunni stendur: „Hafirðu trú er ekkert ómögulegt“. Ég er á sama máli. Ég vil fremur búa í hesthúsi og vera hamingjusamur en vera þræll efnislcgra gæða. Ég vonast til að finna marga sem eru sama sinnis, svo unnt verði að kaupa búgarð og hefja þar eins konar „tilraunasamfélag". En það krefst þess auðvitað að viðkom- andi selji allar sínar efnislegu eig- ur. Á tilraunabúgarðinum munum við verða sjálfum okkur næg með öflun matar og eyða tómstundun- um í sjálfskönnun. Við munum hreinsa okkur — hugsa hreinar hugsanir en ekki neikvæðar, því neikvæðar hugsanir fara áfram til þeirra sem við hugsum neikvætt um og skaða þá. Margendurfæddur kyndingarmeistari Bent Olsen hefur eytt öllum sín- um peningum í hugsjón sína. Hann lifir meinlætalífi til að hafa ráð á að hafa hestana tvo á bú- garðinum. Jafnframt hefur hann innréttað eins konar prcntsmiðju og kópíeringarvél í svefnherberg- inu. Þar skrifar hann og prentar allar bækur og pésa hreyfingarínn- ar. — Ég hefi vígt líf mitt Jesú Kristi, sem á móti hefur „útnefnt" mig musterisþjón við Stórstúku stjörnunnar í norðri — Bræðralag reikistjarnanna segir Bent Olsen, sem einnig heldur því staðfastlega fram að hann hafi endurfæðst ótal sinnum frá upphafi heimssögunn- ar. — Hið guðdómlega í mér hefur lifað eins lengi og líf hefur bærst á jörðinni! skdkhorn ALEKHIN var flest til lista lagt, en ekki var hann síst fundvís á stystu og glæsilegustu sigurleiðina í unninni skák. Við skulum taka hér tvö dærni: Skákin við Nestor er fremur lítt þekkt. Hvítur (Alekhin) hefur unnið tafl, en það kemur samt á óvart, að svartur skuli þurfa að gefast upp eftir aðeins tvo leiki! — Skákin við Reshevský er frægari, en hana tefldu kappamir í Kemeri 1937. Reshevský, einhver mesti hraðskákmaöur sögunnar, eyðir stundum óþarflega löngum tíma í sjálfsagða leiki, með það fyrir augum að andstæð- ingurinn reyni að notfæra sér tímaþröng hans en sjáist þá yfir um leið hve ótrúlega margt Reshevský sér í einni sjónhending. En hér fellur Reshevský á eigin bragði. Hann (svartur) lék í 34. leik Hd2, en reiknaði ekki mcð þeirri staðreynd að hann var að tefla við Alekhin. Skákin var að vísu töpuð, en eftir 35. HxR skák KxR er Reshevský óvænt mát í fjórum leikjum. 1) Alckhin (hvítt) Nestor (svart): 1. Hc8! Hxc8 (eða 1. . .- . Dxd7; 2. DÍ8 skák!) 2. De7! Gefið. 2) Alckhin (hvítt) Rcshevský (svárt); 36. DxH skák! og mát í þrem leikjum.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.