Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 14.06.1976, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 14.06.1976, Blaðsíða 4
 Mánudagsblaðið Mánudagur 14. júní 1976 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: AGNAR BOGASON. Sími ritstjórnar: 1 34 96. — Auglýsingasími: 1 34 96. Verð í lausasölu kr. 150. — Askriftir ekki tekn^' Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Leikfélag Reykjavíkur: SAGAN AF DÁTANUM Leiksigur a fjölum Iðnó Sagan af dátanum: Leiktexti: Charles-Ferdinand Ramuz. Tónlist: Igor Stravinský. Þýðing: Þorsteinn Valdimarsson. Listdanshöfundur: Helga Magnús- dóttir. Leikstjórn: Kjartan Ragnarsson. Hljómsveit- arstjórn: Pál! P. Pálsson. tJtlit sýningar: Jón Þórisson. Ljósahönnun: Gissur Pálsson. Dátinn og djölullinn, Hanild G. Jlaraldsson og Sigríður Hagalin. RÚSSNESKA tónskáldið Igor Stravinsky (1882-1971) og svissn- eska skáldið og rithöfundurinn Charles-Ferdinand Ramuz (1878 - 1947) sömdu söguna af dátanum árið 1918. í sýningarskrá LR vegna sýningar leiksins hér segir, að verkið hafi verið „niðurstaða þeirra á tjáningarformi, eins og þeir töldu ástandið vera“ við lok heimsstyrjaldarinnar. fyrri,. „Ieik- húsverk umfram allt“. Ramuz hefur gert grein fyrir samræðum þeirrá Stravinskýs í bók. „Hvað er hægt að gera?“ segir Ramuz við Stravinský, „þegar ekki er lengur hægt að treysta á bókina, annað en að beina máli sínu beint til listneytenda, og beita hvor um sig sinni tjáningargetu. Min er að segja sögur. yðar að semja tón- list og við verðum að gera það þannig, að það snerti hvaða á- heyranda sem er“. Það fer ekki á milli mála, að saga þessi, eins og hún er flutt af Leikfélagi Reykjavíkur nú á Listahátíð, snertir hvaða áheyr- anda sem er“. Sagan er í sjálfu sér ekki ókunnuglegt ævintýri. Hermaður er á leið í 14 daga or- lof; hittir kölska í dulargerfi og selur honum sálu sína (í fiðlulíki) fyrir eilífan auð, sem felst í bók- arskruddu scm ljóti karlinn gefur dátanum. Hermaðurinn sér síðan að sér, þegar hann gerir sér grein fyrir því að auður og hamingja eru síður en svo tengd hugtök, rífur skrudduna og fer á flæking. Fréttir af kóngsdóttur sem þjáist af þunglyndi og leiða og fer til hallarinnar að lækná hana. Þar hittir hann kölska fyrir, hefur af honum fiðluna með klækjum og tckst að lækna prinsessuna. Venju- leg ævintýri cnda hér, við að bæði lifðu vel og lcngi, áttu börn og . . . o.s.frv. En í þessu ævintýri er kölski ekki af baki dottinn. Þegar dátinn lætur loks undan relli konuefnis síns um að þau heimsæki æskuslóðir hans, hittir hann þar kölska fyrir, stenst hann ekki og hverfur á braut með hon- um. Eftir stendur kóngsdóttirin í öngum. Tjaldið. Það er sem sagt ekki efnisþráð- urinn heldur mcðferð hans sem hefur gert dátann frægan um lang- an aldur. Og þessi sýning Leikfé- lagsins gerir hann ógleymanlegan hverjum sem sér. Þar er ekki síst fyrir að þakka leikstjóranum, Kjártani Ragnarssyni, sem lét sér reyndar ckki nægja það sem hann hafði frá hendi höfundanna held- ur bætti í sýninguna tveim hlut- verkum, trúðum. Ég er ekki frá því að einmitt þessir trúðar hafi gert leikinn auðskildari fyrir á- horfendur, þótt prýðisgóð fram- sögn sögumannsins hafi að sjálf- sögðu komið gangi hans til skila. Kjartan fellur ekki í þá gildru að gera trúðana að skrípafígúrum heldur vcrður hófleg beiting þcirra til að efla drámatíkina. Auk þess sem þeir koma í stað lcikmuna. Tónlist Stravinskýs er sérlega skemmtilcg, létt og leikandi. Túlk- ar vel hughrif persónanna. Það eina sem ef til vill mætti finna að flutningnum í Iðnó var að á stundum vildi hljómlistin yfir- gnæfa rödd sögumannsins. Ef til vill vegna þess að hann gætti þess ekki að brýna raustina nógu snemma. Slíkt má lagfæra. Leikur Huralds G. Haraldssonar var frábærlega góður. Þetta er án nokkurs efa ákaflega erfitt hlut- verk, sém krefst mikils styrks þess sem mcð það fer, því dát- inn er á sviðinu allan tímann. Flarald gerir þetta af skemmtilegu öryggi og sýnir á hér hliðar, sem cg vissi ekki að hann ætti til. Sama er aðf segja um Sigríði Hagalín í hlutverki kölska, Hún gerir crfiðu hlutverki mjög góð skil og opinberar eins og Harald á sér nýjar hliðar. Það kann að hafa vakið undrun að Kjartan Ragnarsson skyldi vclja þann kost- inn að láta kvenmann túlka þann vonda, enda mun þetta vera í fyrsta sinn sem það er gcrt. Ég held að sýningin sanni það á- þreifanlega að þessi túlkunarmáti á fyllilega rétt á sér, gerir veik- leika mannsins raunar skiljanlegri en ella kynni að vera. Hér er að sjálfsögðu ekki verið að gæla við þá hugmynd að konan sé undir- rót alls hins illa í heiminum, allt frá eplaátinu forðum, heldur er verið að gera viðbrögð hermanns- ins skiljanlegri. Það tekst vel. Sem sögumaður er Jón Sigur- björnsson hinn skörulegasti og hefur raddstyrk góðan. Sögumað- ur blandast að vísu lítið eitt inn í efnisþráðinn, stappar stálinu í dátann þegar vonleysið er að ná tökum á honum og leikur kóng- inn. En að öðru leyti er hann þarna bara, gengur milli sviðs- veggja og mælir fram texta. Þetta gerir lón vel, en þarf að æfa1 hækkun raddarinnar á tveim-þrem stöðum betur svo ekki fari neitt til spillis af textanum. Trúðirnir tveir eru leiknir af þeim Valgerði Dan og Daníel Williamssyni. Það er eins með þau og önnur sem í sýningunni taka þátt; þau gera sitt lýtalaust að því er best varð séð. Kóngsdótturina fögru leikur, eða dansar öllu heldur, Nanna ÓI- afsdóttir af þokka1 og léttleika.- Þetta er ekki stórt hlutverk en gerir kröfur til dansarans, þeim kröfum veldur Nanna með sóma.- Sennilega myndi aðstaða Kamm- ersveitar Rcykjavíkur, SéIfi'TeiI;fir undir á sýningunni, flokkast und- ir að vera afleit. En það varð ekki séð — eða heyrt — að það háði henni hið minnsta. Hljóm- sveitin kom tónlist Stravinskýs til skila með elegans og ber gott vitni frábærum hljóðfæraleikurum og stjórnánda, sem er Páll P. Páls- son. Sérlega er ástæða til að minn- ast á fiðluleik Rutar Ingólfsdóttur, sem var sérlega léttilegur og fip- aðist ekki einu sinni þótt nótna- flettaranum yrði á að fletta á röngum stað. Fyrir utan Rut eru hljómlistarmenn á sýningunni þeir Jón Sigurðsson, bassi; Gunnar Eg- ilsson, klarinett; Sigurður Magnús- son, fagott; Lárus Sveinsson, trompett; Ole Kr. Hanssen, básúna og Jóliannes Eggcrtsson, slagverk. Höfundur dansa prinsessunnár er Helga Magnúsdóttir og þeir eru alls góðs maklegir. Þorstcinn Valdimarsson hefur þýtt leiktexta Ramuz af mikilli snilld. Hann fer vel í munni bæði sögumanns og leikenda og ekki varð neinna hnökra vart. Útlitsgerð Jóns Þórissonar og Ijósahönnun Gissurar Pálssonar báru vott um snilld einfaldleikans. Túlkuðu vel þau hughrif, sem að baki atburðarásarinnar búa. Um þátt leikstjórans hefur verið fjallað hér á undan og verður ekki við bætt. Nema hvað full ástæða er til að óska honum til hamingju með árangurinn, sem og leikurum öllum. Ég hvet eindregið fólk til að missa ekki af sýningum þessa verks þegar það verður tekið upp aftur að hausti. Aðeins fáar sýn- ingar munu fyrirhugaðar nú vegna Listahátíðar, en væntanlega verður þráðurinn tekinn upp aftur á næsta leikári. Það er tilhlökkun- arefni. H. M. H. -K-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k* ■¥■ Að þefa uppi lesefnið I Vilji bókaormar í Arlington bókasafninu í Columbus, Ohio í Bandaríkjunum, velja scr bók sem fjallar um sögulcgt cfni, ganga þcir einfaldlcga mcðfram bókahilium safnsins þar til þcir finna lykt af kárdimommum. Þá eru þcir komnir á rcttan stað í safninu. Safnstjórnin hcfur gripið til þcss ráðs að flokka bækur þann- ig, að ákvcðin lykt er af hverj- um bókafiokki. Það á að tryggjá auðvcldari leit safngesfa, þar scm lyktarskynið kvað vera fljót- virkara cn sjónin. Skáldsögur cru til dæmis með rósailmi. Því cr þáð, að cf mcnn leila að bókinni um Ókindina (Javvs) þá komast þeir að raun um að „bcst sellcr“ cr líka „bcst smcllcr“, cins og Nevvs of thc World orðar það. *)DDt-)t:)F)DDDDD<->b>Df4-4-4-Jt-4->f)t-)t-)t-)«-)t-)t-)f)t-)(-)t-)«-)t->t-)f4-4-4-4-4-4-><-Jt-4-4-)t->t-)t-) I vistarverum kölska. Valgerður Dan, Sigríður Hagalín og Harald G. Haraldssou. )

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.