Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 05.07.1976, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 05.07.1976, Blaðsíða 2
2 AAánudagsblaðið Mánudagur 5. júli 1976 smdsaga vikunnar LEIFAR kaíbátsins sáust ekki við háflæði. En þegar hafið dró sig til baka gat maður séð turn- inn og hluta af þilfarinu. Kaf- báturinn hafði strandað á rif- inu. Það var langt síðan, því nu var hann næstum hulinn græn- lcitu lagi af sjávargróðri sem var slímkenndur þegar gengið var á honum berum fótum. Kafbáturinn var leyndarmál bamanna. Enginn nema þau vissu hvar hann var, — og á ströndina fyrir neðan húsið hennar frænku komu ekki marg- ir. Móðir þeirra var látin og fað- irinn var majór í hernum. Það var atvinna sem átti hug hans allan. Frænka þeirrá ól þau strang- lega upp og án sérstakra tilfinn- inga. Hún lifði sínum eigin ó- mannblendna piparmeyjarhcimi í stóra húsinu sínu. Tom og Dollý höfðu hlaðið sínár eigin varnir gegn hinum fullorðnu. Þau töluðu fátt, bæði við föðurinn og frænkuna, og höföu byggt um sig skel gagn- vart þeim heimi sem þau kærðu sig ekki um . . . Að eðlisfari voru þau hug- myndarík. Þau gátu ímyndað sér alls kyns hluti, og lífið í gömlu rykföllnu húsinu með húsgögn- unum sem voru nánast fornmun- ir, var ekki fært um að koma þeim út úr draumaríkum hugar- heimi sínum. Yfir húsinu ríkti andi hnign- unarinnar. Þegar börnin . gátu ckki leikið sér, Utan dyrá eyddu þau tíman- um í gömlu barnaherbcrgi með þungum, rykföllnum Húsgögrium. Þar léku þau Öll þau ævintýri sem þau þckktu. En þaú kusu hcldúf'þá dagaj 1 þcgar þáu gátu farið niður að hulda kafbátnum. Þar urðu þau kóngur og drottn.ing, í eigin smá- ríki . . . Þar naut ímyndaður heimur þeirra sín tii fulls. Á ; klöppunum við hafið blés .ávallt sterkur vindur utan af sjó. Uppáhaldsleikur þeirra var að standa á þilfari kafbátsins og bíða þess að flæddi yfir’það. Þau ímynduðu sér að þau væru áhafnarmeðlimir á skipinu og að þari horfðust í- augu við endalok sín. Á síðasta andartaki stukku þau yfir á klappirnar og svo var kafbáturinn „sokkinn". Það besta af öllu var að eng- Börnin höfðu ströndina algjör- lega út af fyrir sig og eyddu mest öllum tíma sínum þar. Þegar ungfrú Bendall var ekki að kcnna þeim. Gömul kennslu- kona, sem hlotið hafði náð fyr- ir ströngum augum frænku. Börnin léku aldrei mcð öðrum bömum. Þau vom sjálfum sér næg og höfðu auk þess strönd- ina og kafbátinn. Á sumrin gátu þau hlaupið um og látið sólina litá sig dökkbrún. Kafbáturinn var þeirra leynda veröld. Eitt sinn hafði annar LEYNDARMÁL The little murderes, eftir J. Charp inn fullorðinn hafði hugmynd um kafbátinn. Enginn annar en þau ef út i það var farið. Hús frænku þcirra var háreist, en stóð láiigt frá klöppunum. Og næsti nágranni var í tveggja kílómetra fjarlægð. Það var gamalt hús, som hafði vcrið gert að einhvcrs konar uppcldisstofn- Börn geta sann- arlega þagað yfir leyndarmáli — ef þau aðeins hafa næga ástæðu til þess fótur Dollýar klemmst fastur í beygluðum járnbita — og það var ekki fyrr en eftir margar örvæntingarfullar tilraunir að hún losnaði, rétt áður cn há- flæðið skolaðist yfir bátinn. Flæðið þakti bátinn tvisvar á dag. Þá fóru þau hcim í hús- ið. Heirn til frænkunnar, scm aldrei talaði við þau ,eðá ef til vill til föðurins, sem, þegar hann kom í heimsókn, skipaði þeim fyrir: — Upp með höfuðið, axl- imar aftur! Ég vil ekki sjá neinar hengiplöntur hér! Þau fundu drenginn heitan ágústmorgun, þegar sólin hékk brennandi á himninum. Þau höfðu verið úti að synda — og farið svo að kafbátnum. Það var fjara og báturinn stóð allur á þurru. Og drengurinn hafði .legið á þilfarinu. — Þctta er drengur, sagði Dollý. En þau höfðu klifrað til drengsins sem svaf órólega og þau sáu að annar fótur. hans var snúinn undir honum. Hann var í sömu gildrunni og Dollý hafði lcnt í á sínum tíma. — Við verðum að vekja hann, sagði Dollý. — Við verðum að koma honum héðan. — En þá segir hann frænku frá, sagði Tom. — Og þá er þetta ekki lengur leynistaðurinn okkar. Drengurinn leit ekki út fyrir að vcra mikið eldri en þau sjálf. Dollý vakti hann. — Hvar er ég? sagði hann. — Og hver eruð þið? — Þú ert á kafbátnum okkar sagði Dollý. — Þú mátt ckki vera hér. Þetta er einkaeign. . . Drengurinn hreyfði sig. — — Fóturinn á mér er brotinn, sagði hann svo. — Það er bara það sem þú átt skilið, sagði Dollý. — Að ryðj- ast svona inn á einkacign ann- arra. — Ég var bara að fcla mig, sagði drengurinn. — Ég ætlaöi að bíða þar til leitinni yrði hætt, og svo ætlaði ég að fá ferð til London. — Hvaðan komstu hingað? spurði Tom. — Og fyrir hverj- um ertu að fela þig? — Ég er frá uppeldisheimil- inu, sagði drengurinn. — Ég strauk í nótt . . . klifraði yfir múrinn þegar enginn sá tli. En ég heyrði þegar leitin byrjaði og ætlaði að fela mig í klöpp- unum. Svo datt ég niður á kaf- bátinn ykkar . . . Nú verð ég víst að gefá mig fram aftur. . . Dollý Ieit á hann. — Þið verðið að sækja hjálp, sagði drengurinn. Þyrlu. . . Hann lifnaði allur við. — Þeir mýtltlu aldrei trúa okkur, sagði Tóm. — Þeir trúa aldrei því scm við segjum. Þau segja að við ímyndum okkur alla hluti . . . og frænka þolir auk þess ekki drengi frá upp- eldisheimilinu. . . — Já, en . . . þið verðið að sækja hjálp. Ég get ekki losað mig sjálfur, sagði drengurinn. Þaö var örvænting í rödd hans. — Nei, sagði Dollý. — Við viljum ekki að allir fái að vita um kafbátinn okkar. . . Drengurinn starði á þau með skelfingu í augunum. — Já, en . . . það er MORÐ, sagði hann. — Það fær enginn að vita það, sagði Tom. — Það cr að koma flóð. Og fyrstu bylgjurnar skoluðust yfir kafbátinn. — Eftir klukkutíma er hann al- veg kominn í kaf, skýrði hann fyrir drengnum. — Og þá ert þú líka kominn í kaf ... Drengurinn barði hendinni í þilfarið. — Hjálpið mér. . . Reynið að hjálpa már . . . rödd hans hófst upp í vein. Svo byrj- aði hann áð grála. — Höfuðið upp, axlirnar aft- ur . . . vertu nú ekki eins og hengiplanta, sagði Tom. — Hvað ertu gamall? spurði Dollý. — 14 ára, snökkti drengurinn. — Þá ertu allt of gamall til að gráta, sagði hún ávítandi. Sjórinn skolaðist um fótleggi drengsins. — Við verðum að fara, sagði Tom. Þau sátu í grasinu við klapp- irnar og sáu hvernig kafbátur- inn smáhuldist sjónum. — Jæja, sagði Tom. — Við skulum fara heim. Ég er svang- ur. Háflæðið gjálfraði við turninn og eina hljóðið sem heyrðist var frá máfi, sem skrækti þegar börnin gengu heim á leið. . . Geirfinnsmálið Framhald af 1. síðu. munu rannsóknarmenn ein- dregið vera þeirrar skoðunar að þessi játning hafi ekki við nein rök að styðjast og sé uppspuni einn. Ekkert hefur verið skýrt frá því hvernig félagar hennar brugðust við er þeim var skýrt frá játningu Erlu. Eins og Mánudagsblaðið hef- ur áður minnst á er það eftir- tektarvert atriði, að Erla kem- ur með þessa játningu eftir að hafa farið frjáls ferða sinna vikum saman. Ekkert eftirlit var haft með því hverjir höfðu samband við hana né hverja hún umgekkst. Ef það ertilfell- ið að enn gangi lausir nokkrir menn sem tóku þátt í að stytta Geirfinni aldur er ekki ólíklegt að þeir hafi haft samband við Erlu og þröngvað henni á ein- hvern hátt til þess að taka á sig sökina. En af hvaða orsök- um var hún handtekin á ný? Gaf hún sig fram sjálfviljug og ’ játaði, eða var það einhver gæslufanginn sem kom þessu yfir á hana? Fróðlegt væri að fá svar við þessum spurningum. Hver er hvad? Þegar þú þarft að finna rétta viðskiptaaöilann til þess að tala við, þá er svarið aö finna í uppsláttarritinu "ÍSLENSK FYRIRTÆKI” Þar er að finna nöfn og stöður þúsunda stjórnenda og starfsmanna í íslenskum fyrirtækjum, hjá stofnunum og félagasamtökum og auk þess starfsmenn stjórnar- ráðsins og sveitarstjórnar- menn. Sláið upp í ”ÍSLENSK FYRIRTÆKI” og finnið svarið. FÆST HJÁ ÚTGEFANDa. | s Útgefandi: FRJÁLST FRAMTAK hf. Laugavegi 178-Símar: 82300 82302

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.