Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 05.07.1976, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 05.07.1976, Blaðsíða 8
ÚR HEIMS PRESSU6UNI Arftaki Bobby Fischers MICKEY SANCKEZ er aðeins átta ára gamall, en svo efni- Iegur taflmaður er hann, að Iærimeistari hans, John Coll- ins, sem ætti að vita, livað hann syngur — því að hann var líka skákkennari Bobby Fischers — kveðst þess full- viss, að hann verði heims- meistari. Hinn barnungi Ame- ríkani er þegar farinn að standa í stærstu stórmeistur- um. Sex ára gamall tefldi hann við rússneska stórmeist- arann Victor Kortsnoj. Eftir 26 leiki bað Kortsnoj um jafn- tefli. Mickey lærði skák á því að fylgjast með föður sínum stúdera taflstöður í skákhorn- um fréttablaða. „Hann kunni strax mannganginn, eftir að ég hafði sýnt honum hann einu sinni,“ segir faðir hans. „Hann var ekki fimm ára, þegar hann var farnn að vinna mig.“ Mickey er nú einn af 12 meðlimum skákliðs Manhattanklúbbsins í New York, en í liðinu eru einn stórmeistari og tveir alþjóð- legir meistarar. Nýlega háði liðið keppni við svissneskt lið, sem í voru fjórir alþjóð- legir meistarar. Leikirnir voru telex-sendir milli New York og Genfar í Sviss. Þó að Mickey tapaði sinni skák, á- vann hann sér aðdáun mót- herjans. Rétt eftir að hann gafst upp í 42. leik, komu skilaboð frá sigurvegaranum: „Árnaðaróskir til Michaels og vona hann komi í stað Bobby Fischers. Eg er furðu lost- inn .. .“ PLAYBOY býður sextán þúsund — ekki fyrir nokkurn pening, segir CAROLINE CAROLINE MUNRO óskar, að það verði heyrin kunnugt, að hvað svo mikið fé sem í boði sé, þá sé hún ótilleiðan- leg til að afklæðast (þ.e. til sýnis). „Með því að sýna sig í svo mikilli nekt,“ segir hún, „eru konur að missa töfra- vald sitt.“ Caroline er 26 ára og ein af eftirsóttustu sýning- arstúlkum Bretlands, dökk á brún og brá, og að hún er bæði blóðheit og geðrík, sýna þessi ummæli, sem voru eftir henni höfð, þegar hún neitaði 16.000 dollara boði frá tíma- ritinu PLAYBOY um að sitja fyrir nektarmynd. Playboy er, sem kunnugt er nokkurs kon- ar myndskreytt hugmynda- fræðirit nektardýrkenda um heim allan. En Caroline er ekki ginnkeypt fyrir fagur- fræði glaumgosanna né heim- speki þeirra. „Hafi menn einu sinni séð það, þá hafa þeir séð það,“ segir hún stutt og laggott og bætir við eins og til skýringar: „Öll erum við mikils til eins innan klæða — með smávægilegum frávik- um. Eg hef aldrei tínt af mér spjarirnar í þtssu skyni og ætla mér ekki að taka upp á því núna.“ Caroline er bezt þekkt úr romm-auglýsingum. í sjón- varpi — íklædd hvítri blússu nærskorinni, og það svo mjög, að andann getur varla „grun- að meira en augað sér.“ Jesse Owens um Olympíuleiki JESSE OWENS, íþróttamað- urinn mikli, sem vann fjórar gullmcdalíur á Olympíuleik- unum í Berlín árið 1936, hef- ur lagt til að meiri áherzla verði lögð á afrek einstaklinga en liða þeirra, sem hinar ýmsu þjóðir og ríki sendi til leikanna. Hann bendir líka á, að til séu engin verðlaun fyr- ir beztu íþróttaþjóð heimsins. Þá bendir Owens á það, að svokallaðar landskeppnir milli þjóða ólíkrar stærðar sé oft alveg út í hött. „Bandarík- in eru stórþjóð (og raunar stórþjóð margra þjóðarbrota og kynflokka). Rússland (eða réttar sagt Ráðstjórnarríkin) er líka stórt land margra þjóða. Það er út í bláinn að tala um landskeppni þeirra sem einvígi tveggja þjóða. „Smáþjóð vinnur kannske ekki nema eina medalíu á Olympíuleikunum, en þtssi einu verðlaun kunna að segja meiri sögu en margföld verð- laun stórþjóðanna." í I f # C AhADA MY ■CÖSSEETi lutnHErnn nCflBBEnr1 MciTPiBírnr .naaiBEEC naiBHECC ^mnirr.r *'.:?.,?Cr3r50! Ja, auðvitað Hver selur hvað? Þegar þig vantar einhverja vöru og þarft aö finna fram- leiöenda hennar, ekki einungis í Reykjavík, heldur út um landið þá finnur þú svarið i "ÍSLENSK FYRIRTÆKI” sem birtir skrá yfir framleiöendur hvar á landinu sem er. Sláiö upp í ”ÍSLENSK FYRIRTÆKI” og finnió svariö. FÆST HJÁ ÚTGEFANDA. | Útgefandi: FRJÁLST FRAMTAK hf. Laugavegi 178 - Símar: 82300 82302 Nýtísku flugrán. ur einu í annaö .vwwwwvvv ÍSLENSKIR ferðamenn standa sig með ágæt- einkum á Spáni. Nýjustu fréttir þar úr um, landi herma, að sum veitingahús neiti að hýsa íslendinga vegna hegðunar þeirra þar í landi, hávaða og fyllirís, og er það einkum kvenfólk, sem gengur lengst í þeim efnum. Til tals hefur komið að skrifa upp nöfn þeirra, sem MEST hafa verið þar ósjálfbjarga, oftar en einu sinni, og beita þá refsiaðgerðum, t.d. banna þeim að sigla um tíma. Hvað sem satt er í því, þá er augljóst, að landinn verður að hafa eitthvert taumhald á sér. Við höfum fengið ýmis nöfn, en teljum ekki tímabært að birta þau að sinni. íslendingar í banni — Rannsakaðir vegna gjaldeyrisbrasks — Vinstri villa — Lýðurinn á Austurvelli — Stóryrði Björns — Vondur matur og gæti orðið hættulegur ÞAÐ ER undarlegt, hve margir aka á vinstri akrein í stað þeirrar hægri t.d. á Hringbraut- inni. Vinstri akrein er til þess ætluð, að bílar geti ekið framúr, og sefur lögreglan alveg á verðinum, hvað þetta snertir. Verst er, að þessir umferðarbrjótar halda bílum á eftir sér von úr viti og virðast ekkert tillit taka til þess, þó á þá sé flautað. NÚ HAFA a.m.k. tveir íslenskir lögfræðingar og fasteignasalar verið rannsakaðir vegna ó- löglegs brasks með gjaldeyri. Báðir þessara manna hafa verið áberandi í borgarlífinu og þótst yfir aðra hafnir þ. e. fjárhagslega. Gam- an verður að sjá, hvernig þessari rannsókn lýkur, þó að nokkur vissa sé fyrir því, að þeim muni takast að smokra sér úr þeim vandræð- um, því fáir, ef nokkrir, eru þeir, sem kæra það, ef tekst að næla sér í gjaldeyri. BJÖRN á Löngumýri er ,,aðalfrétt“ keppinaut- anna Vísis, DB og Alþ.bl. og hafa þessi blöð eftir honum ýmis stóryrði um baðmálið. Flest- um sýnist svo, að Björn bóndi geri nú flest til að vekja athygli á sér, síðan hann fór af þingi, fyrst í sambandi við merina skjóttu og nú í sambandi við böðun rolluskjátanna sinna. Flestir brosa að þessum tilburðum Björns, en sumir fyllast áhyggjum og meðaumkvun, að þessi ágæti maður skuli kominn á þetta stig. DRYKKJUSKAPURINN á Austurvelli er nú, eins og venjulega þegar líður á sumar, að verða óþolandi. Auk þess sem þetta fólk er landsskömm, þá er það fafið að biðja, ekki bara um peninga, heldur að vegfarendur fari í apótekið og kaupi fyrir þá brennsluspritt, því flestir eru þeir svo þekktir, að afgreiðslufólkið neitar að afhenda þeim spírann. Lögreglan hefur staðið sig vel í að hreinsa völlinn, en betur má, ef duga skal . TALSVERT er ábótavant í mat á ferðum ís- lenskra flugvéla yfir Atlantshafið. Maturinn er bæði þurr og vondur, og er slíkt leitt, þegar félagið hefur öll tækifæri til þess að ,,servera“ ágætan mat á þessari leið, því það getur keypt úrvals fæðu á báðum endastöðvum, Lúxem- borg og New York, og ætti matreiðslustjóri félagsins að huga að slíku. Það er óþarfi, að maturinn smakkist eins og hann hafi verið bú- inn til af ættingjum Borgia heitins hins ítalska, þó að árangurinn hafi ekki ennþá orðið eins ferlegur VWWWWAWIiWiVW

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.