Mánudagsblaðið - 11.01.1982, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 11.01.1982, Blaðsíða 5
Mánudagur 11. janúar 1982 MÁNUDAGSBLAÐIÐ 5 PRINSESSUPARID RIFST Ekki um ást eða peninga -bara hesta Við höfum verið lítið með fréttir af kóngafólki hér í blað- inu gagnstætt kollegum okkar í nálægum konungsríkjum, þar sem kóngafólk má vart kasta af sér vatni, ef svo má segja, án þess að spretti upp blaðamenn og ljósmyndarar og nóteri niður atburðinn í máli og myndum. Hér um daginn rákumst við á klausu um Mark þann Phillips, sem kvæntur er Önnu Bretaprinsessu, og þó að hann sé ekki beinlínis kóngafólk sjálfur, þá er hann nú það mikið tengdur að hann er líka eltur á röndum í efnisleit. f undnatekn- ingartilfellum tökum við þátt í kóngasögum, einkum þegar um er að ræða spurninguna, hvernig skyldi vera líf þess manns, sem tekur að sér að vera aukahjól undir vagni prinsessunnar? Mark segir í viðtali við enskt blað fyrir nokkru eitthvað á þessa leið: Einmanalegt -Það getur verið einmanalegt líf á stundum að vera kvæntur Önnu - en þegar öll kurl koma til grafar, er ég hamingjusamur maður, segir prinsessubönd- bóndinn, Mark Phillips prinsessu. Hún hefur ákveðnum skyldum að gegna og er þeirra vegna mikið á ferðalögum. Ég er skilinn eftir heima til að gæta skrúðgarð- anna. Eða kannski hreinlega af því að ég er aldrei boðinn með. Ég er svona hálfgerð karlkyns öskubuska. Um hesta Hann segir einnig frá því, að þau Anna eigi það til að rífast og skamm- ast svo undir taki í höllinni. - En ástæðan til deilna okkar á milli er aldrei peningar eða ást, heldur alltaf -Við höfum ákaflega ólíkar skoðanir varðandi helsta áhugamál okkar beggja, hcsta, segir Mark Phillips prinsessu- maður á Englandi sem hér teymir undir spúsu sinni, Önnu prínsessu hestar. Við rífumst um hvernig eigi að temja hesta, sitja þá og annast, en um þetta höfum við ákaflega ólíkar skoðanir. En við erum samt ekki vond út í hvort annað dögum saman. Og Mark Phillips ræðir um samband sitt við tengdaforeldrana, sem að sögn kvað vera stirt á stund- um. - Auðvitað er ég ekki jafn afslappaður í konungshöllinni og heima hjá mér. En hver er afslapp- aður í heimsókn hjá tengdamóður sinni? Um hjónaband sitt segir Mark að það gangi bara þokkalega og bætir svo við: - En ég er í rauninni hamingjusamur maður. Eg á tvö yndisleg börn og í rauninni myndi ég ekki vilja breyta nokkrum hlut í lífi mínu. BÖNAÐARBAjNKI ÍSLANDS er einn traustasti Kornsteinn íslenzkra peningamála. Hann byggir á sterkri lausafjárstöðu og öflugum vara- sjóði auk ríkisábyrgðar. Búnaðarbankinn velur ekki sérstök nöfn á lánveitingar sínar. Hvers konar innlánsviðskipti við bankann á veltu- eða sparisjóðsreikningum skapa þá gagn- kvæmni, sem er æskileg forsenda fyrir lánveiting- um. Búnaðarbankinn leggur áherzlu á hraða og öryggi í öllum afgreiðslum. Það er greiðfært með öll erindi í Búnaðarbankann. 7 afgreiðslustaðir í Reykjavík. Viðtöl um lánveitingar og önnur viðskipti við útibú bankans í Reykjavík annast útibússtjórar (eða staðgenglar þeirra): Krlstinn Bjarnason Jóhanna Pálsdóttir Austurbæjarútibú við Hlemm Melaútibú Hótel Sögu Stefán Thoroddsen Moritz W. Sigurðsson Vesturbæjarútibú Vesturgötu Háaleitisútibú Hótel Esju Sigurður Nikulásson Miðbæjarútibú Laugavegi 3 Jón Sigurðsson Seljaútibú Stekkjarseli 1 Viðtöl í aðalbanka annast bankastjórar og aðstoðarbankastjórar árdegis alla starfsdaga bankans. Traustur banki BÚNAÐARBANKI ISLANDS er góð trygging REYKJAVÍK

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.