Mánudagsblaðið - 11.01.1982, Blaðsíða 10

Mánudagsblaðið - 11.01.1982, Blaðsíða 10
1 0 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 11. janúar 1 982 NYJAR BÆKUR YINNINGARNIR FARA YIÐA Viö leggjum áherslu á meöalháa vinninga sem munarþóum -10.000, 5000 og 1500 kr,- Og enda þótt miðaverð sé aðeins 50 kr. nema lægstu vinningar 750 kr. Og meira en fjórði hver á hér von á glaðningi. HAPPDRÆTTI SÍBS Út er komin bókin Líf í ljóma frægðar (The crowd pleasers) eftir bandaríska rithöfundinn Rosemary Rodgers í íslenskri þýðingu Dags Þorleifssonar. Er bókin í tveimur bindum og nefnist fyrra bindið Skin og skuggar stjörnulífsins og seinna bindið nefnist I hringiðu fraegðarinna. Bókin fjallar að verulegu leyti um fólk sem starfar í kvikmyndaiðn- aðinum, en óþarfi er að fjölyrða um það seiðmagn sem hann hefur haft yfir sér frá fyrstu tíð. Aðalsögu- hetja bókarinnar verður kvik- myndastjarna, en verður að stíga yfir marga þröskulda á leið sinni upp á stjörnuhimininn. Órn og Örlygur gefa út. Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. hefur gefið út bókina CORAM DEO - Fyrir augliti Guðs - en bók þessi hefur að geyma greinasafn eftir dr. theol. Sigurbjörn Einarsson fyrrverandi biskup og er bókin gefin út í tilefni sjötugsafmælis hans er var 30. júní s.l. Var það Prestafélag Islands sem átti frumkvæðið að útgáfu bókarinnar og er formáli hennar ritaður í nafni stjórnar félagsins. Bókin CORAM DEO er 292 blaðsíður og hefur mjög verið til hennar vandað, segir í fréttatilkynn- ingu frá útgefanda. Auk greina eftir herra Sigurbjörn Einarsson eru tvær ritgerðir í bókinni, Jón Svein- björnsson prófessor skrifar um guð- fræðinginn og predikarann Sigur- björn Einarsson og dr. Páll Skúlason, prófessor um trúvörn hans. Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. hefur sent frá sér bókina SUMAR- BLÓM í PARADÍS, nýja skáld- sögu eftir Snjólaugu Bragadóttur frá Skáldalæk. Er þetta áttunda skáldsaga Snjólaugar, en fyrsta bók hennar: Næturstaður kom út árið 1972. Það er talið, að vikublöð séu vandlegar lesin en dagblöð, og þess vegna er Mánudags- blaðið gott auglýsinga- blað Síminn er 13496

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.