Tíminn - 10.01.1970, Blaðsíða 5
á sunnudaginn og tókst ágætlega,
enda efnið velþekkt nú orðið
meðal barna og unglinga. Og þau
hafa alltaf gaman að þessu leik-
rití, eins og fleirum eftir Thor-
björn Egner, og svo er boðskap-
urihn alltaf jafn þarfur.
Ivan Ivanovioh — sem þýðir það
eama í Rússlandi og Jún Jónsson
hér á landi — var kynntur í banda
íískum þætti frá árinu 1966, á
inánudagskvöldið. Sýndi þátturinn
daglegt líf sovézkra hjóna og
tveggja barna þeirra stálpaðra.
Þessi þáttur var mjög fróðlegur,
ekki sízt vegna þess hversu lítið
er sýnt af slikum myndum um
daglegt líf í Sovétríkjunum — eða
reyndar um líf almúgafólks víða
um lönd.
Pólk hefur vafalaust mismunandi
skoðanir á því, hvort þetta sé
„gott“ líf eða ekki, og skal ekki
farið út í þá sálma hér, en vissu-
lega var gaman að fá að sjá þessa
mynd. Að hún er bandarlsk ætti
að auka gildi hennar í augum
margra, sem telja margt áróður,
sem að austan kemur.
Jón Helgason prófessor í Kaupin
hafn skemimti okkur á þriðjudags-
kvöldið, þegar Magnús Kjartans-
son, ritstjóri, rakti úr honum garn
irnar. Var þetta hinn prýðilegasti
þáttur, og frásögn Jóns bæði
skemmtileg og fróðleg í senn.
Það er því ekki hægt að skamma
hann fyrir frammistöðuna i þætt-
inum, þótt Jón bæði gérstaklega
um, í lok þáttarins að vera skamm
aður sem mest.
Belphégor heitir nýr framhalds-
myndaflokkur, sem hóf göngu sína
á þriðjudagskvöldið. Standa von-
ir til að þetta geti orðið spennandi
þáttur.
EFNI NÆSTU VIKU
Ásmundur Sveinsson, mynd-
höggvari, verður kynntur í 45 mín
útna þætti á mánudagskvöldið kl.
20.35. Verður svipast um á vinnu-
stofu hans og heimili við Sigtún,
og rætt við listamanninn.
Nýárshátíð i Vínarborg heitir
skemmtiþáttur, sem ýmis Evrópu-
riki sýndu um áramótin. Er þetta
eins konar áramótaskaup frá aust
urríska og vestur-þýzka sjónvarp-
inu, og stendur í eina klukkustund
og fimmtán mínútur.
Apaspil hefur komið inn I um-
ræður manna um óperur og gagn-
rýnendur, og því er rétti tíminn
til þess að horfa á Apaspilið — en
þessi barnaópera Þorkels Sigur-
björnssonar verður flutt í sjón-
varpinu á laugardaginn kl. 20,25
og stendur i 25 mínútur.
Hitchcock-kvikmynd verður svo
síðust á dagskránni á laugardag-
inn, og nefnist hún Illur grunur.
Er ekki að efa, að þessi mynd
ber gæðamerki leikstjórans.
Endurtokið verður í vikunni
ýmislegt gott efni, m.a. Áramóta-
skaupið, sem sýnt verður aftur á
morgun, sunnudag kl. 20,20, og
bamaleikritið „Afmælisboðið" sem
verður sýnt kl. 16,80 á laugardag-
irnn. Kl. 16,00 þann dag verðUí
endursýnd ágæt mynd írá heinv
kynnum Vestur-íslendlnga, seaa
nefnist „í Nýja fslandl".
— A.K.B.
Á laugardagskvöld 17. janúar verður sýnd barnaóperan Apaspil eftir Þorkel
Sigurbjörnsson. Höfundur stjórnar flutningi, en leikstjóri er Pétur Einars-
son. Flytjendur eru Júlíana Elín Kjartansdóttir, KristLnn Hallsson, Sigríður
Pálmadóttir, Hilmar Oddsson, börn úr Baruamúsikskólanum og hijómsveit.
Á myndinni er Júlíana Elin Kjartansdóttir í hlutverki apans, sem sleppur úr
búri og villist inn f kennsiustund i barnaskóla.