Tíminn - 22.01.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.01.1970, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 22. janúar 1970. TÍMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Fnatnibvæindajttjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andés Kristjánsson, Jón Helgason o<? Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason, Ritstjómar- sikrifstofur 1 Edduhúsinu, simar 18300—18306. Skrifstofur Bankastraeti 7 — Afgreiðslusimi: 12323 Auglýsingasimi: 19523. Aðrar sikrifstofur sími 18300. Áskrifargjald kr. 165.00 á mán- uði, innamlands — í lausasölu kr. 10.00 eint. • Prentsm. Edda hf. Tala borgarfulltrúa í sveitarstjómarlögunum frá 1962 er svo á kveSið, að tala borgarfulitrúa í Reykjavík skuli vera 15 hið fæsta og 27 hið flesta. Það er síðan lagt á vald borgarstjórnar að ákveða tölu þeirra innan þessa ramma. Augljóst er á þessu, að Alþingi hefur litið þannig á, að eðlilegt gæti talizt, að borgarfulltrúar væru fleiri en 15, eins og þeir eru nú. Athyglisvert er einnig, að í hópi þeirra þing- manna, sem samþykktu þetta, voru þrír fyrrv. borgar- stjórar eða þau Bjami Benediktsson, Gunnar Thoroddsen og Auður Auðuns. Það er í samræmi við þetta, að fulltrúar minnihluta- flokkanna í borgarstjórninni hafa lagt til, að borgar- fulltrúum yrði fjölgað í 21. Það einkennilega hefur gerzt, að flokkur áðurnefndra borgarstjóra, Sjálfstæðisflokkur- inn hefur snúizt gegn þessari tillögu. í ræðu, sem Kristján Benediktsson flutti, þegar þetta mál var til umræðu 1 borgarstjóminni, sagðist honum m. a. á þessa leið: „Um það hljóta allir að geta verið sammála, að æski- legt sé, að borgarfulltrúarnir hafi sem víðtækasta þekk- ingu á öllum þeim málum, sem borgarstjómin þarf um að fjalla. Tæplega er hins vegar hægt að ætlast til þess, að sá 15 manna hópur, sem skipar borgarstjómina, hafi til að bera nauðsynlega þekkingu til þess að ráða fram úr öUum þeim fjölbreyttu vandamálum, sem þar ber að höndum. Afleiðingin verður svo sú, að þau raunveru- legu völd, sem eiga að vera í höndum hinna kjömu full- trúa, færast meira og minna í hendur sérmenntaðra embættismanna. Þessi þróun mála er að mínum dómi bæði óeðlileg og óæskileg, án þess að ég sé með þeim ummælum að varpa rýrð á embættismennina sem slíka. Fjölgun borgarfulltrúa ætti að leiða til þess, að verka- skiptingin innbyrðis gæti orðið meiri og þar af leiðandi gæfist hverjum og einum betra tækifæri til að kynna sér þau mál, er í hans hlut koma.“ Kristján Benediktsson sagði ennfremur: „Eðlilegt hlýtur að teljast, að störf að borgarmálefn- um séu fyrst og fremst áhuga- og aukastörf a. m. k. að því er tekur til borgarstjórnar. Og æskilegt er að mínum dómi, að sem flestir geti tekið þátt í þeim á einhvem hátt. Fámennisstjóm að borgarmálum er því að minni hyggju andstæð eðli og tilgangi þessara starfa.“ Þau rök, sem hér eru færð fyrir fjölgun borgarfulltrú- anna, eru augljós og sterk. Því ber að vænta þess, að Sjálfstæðismenn endurskoði afstöðu sína til þessa máls, t. d. ef þessu máli yrði hreyft á Alþingi. Vantraustið á Gylfa Sjaldan hefur ráðherra hlotið meira vantraust stuðn- ingsmanna sinna en Gylfi Þ. Gíslason á dögunum, þegar borgarfulltrúar Sjálfstæðisfiokksins bám fram þá til- lögu, að Reykjavíkurborg tæki að sér framkvæmd í skóla- málum, sem menntamálaráðherra ætti að hafa hmndið fram fyrir löngu. Sjálfstæðisflokkurinn mun þó ekki vaxa af því að reyna þannig að búa sér til blóm úr vanrækslusyndum og forustuleysi menntamálaráðherrans. Sjálfstæðisflokkur- inn er nefnilega búinn að styðja Gylfa Þ. Gíslason sem menntamálaráðherra í rösk 11 ár og hefur aldrei imprað á því að skipta ætti um mann í stöðu hans. Þessi ábyrgð verður ekki þvegin af Sjálfstæðisflokknum, þótt borgar- fulltrúar hans gerist allt í einu áhugasamir um skólamál, þegar fjórir mánuðir em eftir til kosninga. Þ.Þ. JAMES FERON, NEW YORK TIMES: Eiga Gyðingar aö eyöileggja arabísk heimili í refsiskyni ? Arabar telja, að þetta minni á refsiaðgerðir Hitlers Moshe Dayan Moshe Dayan varnarniálaráð herra ísraels sagði frá því fyr- ir siíömmu, að 516 heimili Ar- aiba á hinum hernumdu svæð um hefðu verið eyðilögð í refs ingarskyni stíðan í styrjöldinni 1967. Þetta oili mjög liblu um- róti í fsrael. í fyrsta lagi var þetta miklu lægri taia en sjö þúsundin, sem leiðtogar Araba höfðu klif að á. Blöð í ísrael töldu þvi að þetta bæri vott um hófsemi. í öðru lagi telja margir ísra elsmenn, að þessi verknaður sé fyllilega réttlætanlegur, hann sé framfcwætmdur af sanngirni og hafi yfirieitt reynzt áhrifa- ríkur. Dayan bendir iðulega á þetta. f þriðja lagi höfðu orð ið nokkrar opinberar umræður um þetta fyrir íáeinum vikum, en fjöruðu út og enduðu í deilu um orð, eða orðin „refs- ing nágrennis“, en Dayan vama málaráðherra hafði viðhaft þau. YTTRVÖLDIN í ísrael standa á því fastar en fótunum, að öll íbúðarhúsin, sem ákveðið hafi verið að eyðileggja, hafi verið í notkun skæruliða eða fólks, sem vitað sé að hafi veitt þeim aðstoð. ísraeis- menn líta svo á, að ein aðferð in við að aðistoða skæruliða sé að leyna upplýsingum. Þegar Dayan viðhafði orðin „refsing nágrennis“ átti hann við eyðinigu tveggja tylfta íbúð arhésa í Halhul, nálægt Hebr- on Oig hálfrar tylftar íbúðar- húsa í Gaza, en í öl'lum þess- um húsum bjó fóík, sem gefið hafði verið að sök að búa yflr vitneskju um glæpi, sem g'æpa menn hefðu framið. Arabar telja þetta vera f jölda refsingar og vilja jafna þ°ssu við aðfarir ríkisstjóma, sem beiti harðstjóm, eins og ríkis- stjóm Hitlers í Þý2Íkalandi tii dæmis. ísraelsmenn andmæla þessu áfcaft og halda fram, að Gyðingarnir í Bvrópu, sem urðu fyrir barðinu á Hitler, hafi efcki unnið neitt annað til safca en að vera tiS. Arabarnir, sem búið hafií þeim húsum, sem sprengd hafi verið í loft upip á vesturbakka Jórdan og Gaza-svæðinu, hafi hins vegar verið sekir um aðstoð við hryðjuiverkamenn. feRAEDSMENN bregðast sér- stalklega hart við þegar vart verður gagnrýni hjé Bretum, og dfja þá gjarnan upp, að þegar Palestína laut yfirráð- um Breta hafi breZk yfirvöid ekki aðeins látið sprengja £búð arhús í loft up, heldur einnig refsað skæruliðum með heng ingu — skæruliðum Gyðinga. Dauðarefsingu er ekki beítt í ísrael. Nokkrir fsraelsmenn — ör- lítiil minnihluitl — bera brigð ur á réttmæti þess að sprengja í loft upp fbúðarlhús Araba. Þeir efast um, að nægiliga tryggt sé, að saklausum sé ekki refsað, þegar framfylgt er skipunum yfirvalda um eyði leggingu íbúðarhúsa. Þeir eru ekki vissir um, að fullnægj- andi sé að réttlæta verknaðinn með því að vitna til þess, að Bretar hafi beitt þessum að- gerðum, þegar þeir fóru með völd í Palestínu. Þeir halda fram, að gera verði ráð fyrir andstöðu íbúanna á hernumdu svæðunum, s hversu hagfellt sem hernámið kunni að vera þeim, og teljá verði óvirka and stöðu eðlilega. ÞEIR ísraelsmenn, sem draga í efa réttmæti eyðilegging- anna, eiga eikki sæti í ríkis- stjérn ísraels, eða láta að minnsta kosti ekki til sin heyra opiniberlega ef svo er. Þá er að finna meðal þess fóltos, sem hefir áhyggjur af þvi, bvaða stefnu málin taka. Meðal þessarra manna eru nokkrir háskólakennarar og ef til viM einn og einn :ier- miaður. Þegar nokkrir menn safnast saman til kaffidrykkju á föstudagskvöldum, kunna einn eða tveir þeirra að vera bar með. Þetta er aðeins litill minnilhluti, — og vissulega hljáðiátur minnihluti. ísraelsk hernaðaryfirvöld á hernumdu svæðunum telja það ekki óvirika andstöðu að leyna upplýsingum. Þau segja, að með því sé hryðjuverkamönn- um veitt áðstoð og aðstoðar menn þeirra eigi ski-lið refs- ingu. HVAÐ sem segja má um réttmæti þeirrar stefnu að eyðileggja íbúðarhús þá er ísraelsmönnum ljóst, að hún hefir áhrif. Þegar ísraelsk yfir völd játa, að eyðilögð hafi ver ið 516 íbúðarhús síðan skömmu eftir að stríðinu 1967 lauk, við urkenna þau um leið, að mikil eyðilegging hafi verið framin án þess að tilkynnt hafi verið um hana. Margt þykir benda til þess, að firamtovæind þessarar refsing- ar hafi verið breytt nofctouð nú í seinni tíð. Hermönnum ísra- els er nú skipað að múra upp í dyr og glugga suirnra húsa í stað þess að sprengja þau í loft upp. Sú sfcýring er gefia á þessu, að sprenging ákveð inna húsa geti valdið spjöllum á öðrum húsum. Vitanlega get ur einnig verið um aðra ástæðu að ræða, eða að lokun dyra og glugga sé ekiki eins langvarandi refsing. ARABAR rökræða yfirleitt ekki um eyðileggingu húsa, eða að minnsta kosti ekki í áheyrn framandi manns, — sem gæti að þeirra áliti verið fulltrúi leyniþjónustu ísraelsmanna. Þeir, sem á þetta minnast, láta í ljós ákaft hatur á ísraels- mönnum. Þeir segja, að marg i ir þeirra, sem orðið hafi fórn | ardýr eyðileggingarinnar, hafi | verið satolausir. Þeir segja einn ® ig, að hverjum og einum sé | sagt, að hann geti leitað rétt- B ar síns fyrir dómstólunum ef p hann telji sig rangindum beitt an, en kænlagum brögðum sé beitt gegn þeim, sem virðist hafa í hyggju að rengja rétt- mæti refsingarinnar. Margir ísraelsmenn virðast etoki viðurkenna þessar til- finningar. Þeir eru hættir að fara jafn hiklaust um her- numdu héruðin og þeir áður gerðu. Mjög margt er um mann inn á laugardögum í austur- hluta Jerúsalem. en hún er nú hluti af ísrael. ísraelsmenn fá litlar fréttir í blöðunum heima um afstöðu Araba. Blöðin í fsrael verja litlu rúmi í um- rœður um þessa hlið hernáms ins og ræða ytfirleitt ftátt, sem viðkemur öryggi fsraels. Frá fréttum í sjónvarpi ísraels um málefni Araba er gengið með hliðsjón af því, að Jórdaníu- menn og Lfbanonmenn sjá þær engu síður en ísraelsmenn. EYÐILEGGINGU íbúðarhúsa er haldið áfram. ísraelsmenn halda fram, að einungis þeim setou sé refsað og þessi refs- ing sé ebki eins þung og fang elsisdómur og sé enn mikil virkari viðvörun. Arabar halda fram, að eng- inn geti nokkurn tfma gert sér grein fyrir, hve margir saklaus ir séu látnir sæta refsingu sam hliða hinum seku. Þeir halda einnig fram, að sumir þeirra, sem ísraelsmenn telji seka, — eða þeir Arabar, sem neita að veita öðrum hvorum aðilanum virka aðstoð, — vildu fre®'**r g missa heimili sín fyrir sam- B vdnnu við skæruliða en vera E líflátnir fyrir aðstoð við ísra fi elsmenn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.