Tíminn - 20.02.1970, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.02.1970, Blaðsíða 2
2 TIMINN FÖSTUDAGUR 20. febróar 1970. BÆNDUR MIDI BOSKAPAR- HÆTTI VIÐ HARDINDATlMA Sagt frá Kalráðstefnunni, sem lauk á hádegi í gær EJ-Reykjavík, fimmtudag. Kalráðstefnunni, sem hófst á mánudaginn í Reykjavík, lauk um hádegi í dag. Var þar skýrt frá fjölmörgum rann- sóknum, sem beint eða óbeint varpa Ijósi á kalvandamáliö, auk ýmissa athugana og reynslu, sem einnig má draga álykt- anir af í þessu sambandi. Fram kom m.a., að áætlað er að heildarheyfengur landsmanna rýrni um 15—20% við hverja eina gráðu, sem meðalhiti ársins lækkar. Voru menn sam- mála um, að þörf væri á stórauknum jarðvegsrannsóknum hvað varðar efnainnihald jarðvegs, eðliseiginleika hans, og jarðvegslíf. Fram kom, að veðurfarssvcifl- ur eru þær sömu yfir allt landið, þó verður kólnun jafnan mest í nyrztu héruiðumum. í stórum drátt um fylgjast árstáðirmar að í hita- farssveiflum, ef tekið er meðal- tal margra ára. Af 124 ára hita mælingum í Stykkishólmi kemur fram, að tómiabilið frá 1853— 1892 hefur verið jafnkaldast. Þá komu einstök mjög köld ár. Kuld inn síðustu 4 árin h-efur verið samhærilegur við þetta tímabil. En merkja má kólnunina fró 1961. Eftir að ræktun í nútímaskiln ingi hófst um síðustu aldamót, hafa fylgzt að kuldaár og áföli í ræktuninni. Þar má nefna árin 1918—1920, 1949—1052 og Síðan 1961. Af annálum og heimildum frá fyrri öldum kemur fram, að kal og sprettuleysi hefur hrjálð búskapinn frá fyrstu tíð. Allar lifandi verur eru háðar hitastigi og geta beðið tjón af snöggum hitabreytimgum, þanmig hefur jafnvei hinn inmilendi gróð ur stöðugt orðið fymir áföllum af völdum harðinda. Hitt er svo ljóst að nútímaræktumarbúskapur er á margan hátt viðkvæmari en sá sem áður var relkinn, m- a. vegrna þess að stöðugt er leitað eftir vaxtameiri grastegundum og þær örvaðar til meiri sprettu með áburðargjöf. Slíkt verður ætíð á kostnað þols plöntummar. Auk þessa hefur ræktunin að nokkru færzt út á lakari landssvæði með tiliiti til jarðvegs og annarra vaxtakjara. Beztu túnstæðin voru fyrst tekm tíl ræktumar. Hitafar og kal Ahrif hitafars á búsæld almennt eru mjög greimiieg. Heyfemgur af hverjum ha lamds fylgir ekki að- eins meðalhita vaxtartímans held ur má einnig fiona samband á milii meðalhita ársims og heildar- heyfemigs landsmanna. Áætla má að hann rýrni um 15—20% við hverja eina gráðu, sem meðalhit- inm lækkar. Ekki virtist samband á milli hita haiustmánaðamma og kais. Mikiar frosthörkur yfir vetrar- mánuði geta án efa valdið kali. Lamgvarandi svellalög á túnunum hafa reynzt mjög skaðleg. Vorið er þó sá tími, sem mest ástæða er að hafa í huga, þegar leitað er veðurfarsorsaka fyrir kaii. 1 ljós hefur komið, að saman fara vor með lágu hitamagni og kaiár. Áberandi er að áföii eftir fyrstu vorhliákur eru mjög afdriíarík. Á ráðstefnunni var skýrt frá fjölda tilrauna og ramnsókna, sem beint eða óbeint var ætiað að varpa ljósi á kalvandamálið, auk ýmissa athugana og reynslu, sem eimnig má draga ályktanir af í þessu sambandi. Jafnframt var vitnað til erlemdra tilrauna og vitneskju um kal og þær bornar saman við það, sem hér er bezt vitað. Nefna miá eftirfarandi viðfangs efoi, sem tekin voru tii meðferð- ar og af þeim dregnar ályktamir, er orðið geta tii leiðbeininga. Aður hefur verið bent á áhrif veðurfarsins í stórum dráttum, en það hefúr auk þess mismumandi staðbumdin. áhrif. Lega Jandsins gagnvart snjóa- og svellalögum, hvernig sólar nýtur og skjóils gæti skipt hér miáli, og verður eftir fömgum að taka tii greina við vat á lamdi til ræktunar. Jarðvegur og jarðvinnsla Að öðru jöfnu er mýrar- og leirjarðvegi hættara við kali en öðrum jarðvegsgerðum, svo sem valllendis- eða sandjarðvegi. Haiili og yfirborð lamdsáns ræður þó oft úrklitum. Marflötu landi hættir ætíð við kali. Mikilvægt er að ganga þannig frá nýræktum, að ekki sitji á þeim vatn. Taka ber nilður stourðbakka, gera vatnsrásir fram úr dældum og kífa flatt mýriendi og jafnvel þurrlendi. Möng rök hnígia að því, að ófullnægjandi framræsla auki á kalhættu. Því ber að þurrka lamd sem bezt og haida við framxæslu kerfum. Aðtferðir við jarðvinmslu ber að veija eftir aðstæðum. Bent var á m'ikilvægt atriði þess að stuðla að heppilegri gerlð jarðvegsins. Niðurstöður sýndu, að jarðvegs- sýnir úr köldum jarðvegi höfðu bæði mimna loft og heildarholu- rými en sýni úr ókaiinmi jörð. Of vinnsia, svo sem endurtekim tæt- ing, ofþjöppun véla og troðning- ur gripa stuðiar að óhagstæðari jarðvegsgerð og leilðir til kais. Bent var á mikilvægi þess fyrir kalþol plantnanna, að efnaástand jarðvegsins væri í sem beztu sam ræmi við næringarþörf þeirra. Áburðarleiðbeiningar þurfa að byggjajst á rannsóknumi á stað- bundmum kjörum. í tilraun kom í ljós, að kal fór mjög eftir áburðarskömmtum, og t. d. kól mest við minmstu og mestu skammta af köfmumarefni. Eins var sýnt fram á sennileg áhrif stein- efnagjafar á kaiþol gróðursirus. Miða þarf áburð jafnt vi® þol jurt anna sem uppskerumagm. Rædd voru nánar áhrif sýrustigs, kalk- rnagns og annarra steinefna. Bent var á að áburðartímí geti haft áhrif á kaihættu.. Eðli og ástand gróðursins þarf að hæfa staðbundnrjm kjörum. Leitað hefur vprið eftir te.gundum og sitofnun sáðgrasa, setm sameina afrakstur og þol. Hingað til hefur sáðræktun bygigzt á þeiim erlendu tegundum og stofnum, sem beztir hafa reynzt hérlendis í tilraunum og rœiktun. Vonir standa til að í náinni framitíð verði völ á fræi af innlendum uppruma, þar sem nú eru í framræktun erlendis nokk urt úrval íslenZkra stofna. Velja þarf tegundir og blöndur eftir að- stæðum og fyrirhugaðri notkun ræktumarinnar. Bent var á áhrif sáðtíma oig þroskastigs jurtanna á kalþol þeirra. Áhrif sláttar og beitar á ástand gróðursins og þol geta verið afdrifarik. Nauðsynlegt er að hlífa túnunum við mikilli haustbeit og seinum slœt.ti. Harkia leg vorbeit er ekki síður skaðleg, eldri tún þola að jafnaði betur toeit en þau yngri. MikiLvæigt er að toeina beitinni á það land, sem mest kalþol hefur. Benit var á nauðsym þess, að gróðurinn væri í jafnvægi við jarð vegimn og aðrar Mfverur hans, ör- verur og smádýralíf, svo og á sam keppni nytjajurta og illgresis. Búskaparhættir séu miðaðir við harðindatíma Augijóasit er að tryggja vcrður betiur öryiggi ræktunarinnar og fóð urverkunarininar í landinu. Því verða bændur einnig að miða bú- skaparhætti sína við harðindatíma. Þá verður að ætla meira ræktað lamd til að framfleyta hverri bú- fjáreiningu, en i góðæri. Jafn- fraimt þurfa menn að vera við því búnir að grípa til ræktunar ein- ærra junta í verulegum mæli, til að verjast tímabund-num fóður- sikorfi í verstu árum. Grænfóður- ræktun, samfara aukinni votheys- gerð enu búskaparhættir, sem létta mörgu þvi af fjölæru ræktun inni, sem eykur kalhættuna. Það tjón, sem bóndinn verður fyrir, er tún hans kelur, er ekki aðeins fól-gið í uppskeruitapi það ár og oft þau næstu, heldur einnig í auknum útgjöldum og erfiði við nýtinigu lélegrar uppskeru, við aðra fóðuröflun og við endur- vinnslu landsins. Fyrir landbúnaðinn og þjóðar búið í heild er tj'ónið einnig mjög tilfinnan'legt og kemur m.a. fram í auknum gjaldeyrisþörfium fyrir innfluttum fóðurbæti, til að vega á móti uppskerutjóninu. Tjón þetta hefur á undanförnum kalár- um mátt meta á hundruð milijóna króna. Þörf fyrir auknar rannsóknir Kalrannsóknir í víðum skiln- ingi snerta flest svið jarðrækt- arrannsókna, en hagkvæmt er að skilja á milli tveggja höfuðað- ferða: a) Almennar ræktunartilraunir á gróðurlcndi svo sem mismun-, andi aðferðir við, og meðferð, á ræktuninni, skulu vera dreifðar u.m landið en eðlilegt er að þær séu einfcum framkvæmdar á helztu kalhættusvæðunum. Þessu fylgdu og víðtækari rannsóknir á búskap arháttum og kalhættu. b) Vinnustofutiiraunir, svo sem frystitilraunir, pottatilraunir og margs konar nákvæmar lífeðlis- fræðilegar rannsóknir á gróðri og efna- og eðlisrannsóknir á jarð- vegi, verður að efla á rannsókn- arstöð. Áhrif veðursins á gróður eru 'víræð. Því virðist nauðsynlegt að auka samstarf veðurfræðinga og búvísindamanna við rannsókn- ir á þessu sviði, og fjölga athug- unarstöðum, þar sem fylgzt er með veðurfari með tilliti til ræktun- armála. í Ijós hefur komið, að þörf er fyrir stórauknar j arðvcgsrannsókn ir hvað varðar efnainnihald jarð- vegs, eðliseiginleika hans, og jarðvegslíf (smáverulífið). Alimikið hefur verið karnrað hver eru áhrif helztu næringar- efna á -gróður, hins ve<*ar er lítíð vitað um önnur nauðsymleg efni, svo sem snefilefni og hver áhrif þau geta haft á endingu gróðnrs- ins. Hér blasa óþrjótandi verik- efni, s. s. rannsókn á steinefn- um og snefilefnum, og ranmsólknir á hugsanlegum skaðlegum áhrif- um ýmissa efna. Framkvæma þarf rannsóknir á áhrifum framræslu í jarðveg og gróður. Eðliseiiginleikar jarðvegs eru svo til ókannaðir. Rannsóknir þarf að auka á því sviði, s. s. jarðvinnslu og umferðar um landið, áhrif kölkunar á jarðvogsbyggingu og áhrifa mismunandi gróðurs. Litlar rannsóknir hafa verið framkvæmdar, er beinast í þá átt að kanna jarðvegslíf og áhrif þess á jarðveg og gróður. Því þarf að auka rannsóknir á þessu sviði. Án verulegs tilkostnaðar eru miklir möguleikar þegar fyrir hendi til að hafa stóraukin not af þeim tilraunum og rannsóknum, sem verið er að vinna að, með aukinni gagnsöfnun og mæling- um. Undirstaða góðrar ræktunar eru uppskerumiklar og þolnar fóður- jurtir. Árangursríkaisit er að velja innlenda stofna og tegundir eftir þessum eiginleikum. Leggja ber ríka áherzlu á leit að hentugum erlendum fóðurjurtum fyrir hér- Lend veðurskilyrði. í kynbótastarfseminni er þörf á að sameina alla beztu og þýðing- armestu eiginleika plantnanna. Einnig er nauðsynlegt að skapa hér aðstöðu til stofnræktunar fræs til tryggingar öruggs útsæð is og aðstöðu til framræktunar erlendis. Einn mikilvægasti þátt- urinn í sambandi við jurtakynbæt- ur eru frostþolsrannsóknir. Hér þarf nú þegar að skapa aðstöðu til þessa, m. a. með tækjakaup- um. Sömu aðstöðu og útbúnað má einnig nota til annarra líf- eSlisrannsókna á gróðri. Nýting og meðferð gróðursins er veigamikið rannsóknaratriði í sambandi við uppskeru og endingu túna og beitilanda. Þess vegna er nauðsyniegt að jarðrækt og búfjár rækt vinni sameiginlega að skipu- lagi og lausn rannsókna- og til- raunaverkefna á þessu sviði. Skafrenninpr og ofærö OÓ—Reykjavík, fimmtudag. Erfitt er að halda leiðinni frá Reykjavík og austur í sveitir op inni. Vegurinn lokaðist í nótt, en var opnaður í morgun. í dag hefui verið skafrenningur á köflum á austurleiðinni jg unnu starfsmenn Vegagerðarinnar í allan dag við að halda veginum opnum. Með kvöldinu þyngdist færðin mjög og vegurinn lo'kaðist síðan alveg. FiNNSK ÚRVALS VARA Athugið að gera góð kaup áður en söluskattur- inn hækkar. 240 L kt. 19.200,00 Kæliborð Kæiihillur Djúpfrystar fyrir verzlanir. H. G. GUÐJÓNSSON & CO. Umboðs- og heildverzlun, Stigahlíð 45—47. Simi 37637

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.