Tíminn - 22.02.1970, Side 2

Tíminn - 22.02.1970, Side 2
2 TÍMINN SUNNUDAGUR 22. febrúar 1970. ilSsSSSK Kvenfélög og kirkjubyggingar Sagt var frá því í smáfrétt í daib’aSi um daginn, að eitt kvenfélag safnaðar hér í borg, Kvenfélag Langholtssafnað- ar, hefði gefið heila milljón króna til kirkjubyggingar í söfnuði sínum, og yrði hún af- hent á komandi vori, en þá er áformað að hefja vinnu við síðasta áfanga safnaðarhúss ins, sjálfan kirkjusalinn. En í Langholtssöfnuði er kirtkjan ásamt safnaðarheimil- inu nokkurs konar menningar miðstöð — kulturcentrum — prestakallSins eða sóknarinn- ar. Og nokkur hluti safnaðar- Kaupið fyrir söluskattshækkun %/ BÚKA- #S@L markaðurinn # ^lðnskólanum i1®* heimilisins hefur nú um nokk- ur ár verið not ður sem kihkja. Gjöf þessi virðist ekki vekja neina sérstaka athygli og þó mun hún vera að upphæð til algjört einsdæmi í kirkjustarfi borgarinnar og raunar kirkju sögu landsins, því áður voru krónur stærri og færri, þótt margur hafi gefið mikið til kirkju sinnar. Nú eru kröfur á öðrum svið um orðnar svo miklar, að allt þykir sjálfsagt og fátt þakkar- vert. En geta má nærri að mörg orð, margar hugsanir og mörg handtök liggja að baki svo stórri upphæð, en þó enn þýð- ingarmeiri fórnfýsi, mark- sækni, þolgæði og trú á mál- efni guðsríkis og kirkju sinn- ar. En allt þetta og ótal rnargt fleira þa- tii þess að slík gjöf verði til og fram borin. En það er margt fleira, sem þarna er til íhugunar. Og þá ekki sízt það, að enn skuli fé- lagsleg menning okkar ekki vera komin lengra í kirkjuleg- um framkvæmdum og skilningi en svo, að slík gjöf þurfi að vera lögð fram á þennan hátt og í þessum tilgangi. Hvort er mikilsverðara í kristnu landi og raunar hvar sem er kirkja eða skóli? Ætli við þyrftum að státa af mörg- um skólum, ef kirkja væri ekki og hefði ekki verið til? En hvers vegna er þá ekki kirkja byggð eftir þar til sett- um reglum af almannafé ekki síður en skólahús? Og hversu miklu ágætara væri, að kvenfélög safnaðanna og safnaðarfélögin yfirleitt gætu lagt si)tt fé beint til menningar og líknarmála í samfélaginu, en þyrftu ekki að verja mestum tima, mestum kröftum og mestu fé til að byggja hús yfir þessa starfsemi. Og í raun og veru aðallega fyr- ir það safnaðarfólk, sem heimt ar slík hús til sinna hátíða- stunda og helgiathafna, en legg- ur lítið eða ekkert fram til að koma þeim upp. Og ennþá Ijúfara hefði ver- ið að geta varið þessari milljón til aðstoðar einhverjum bág- stöddum, því jafnvel hér og í flestum velferðarríkjum sann- ast orð meistarans mikla: „Fátæka hafið þér alltaf hjá yður“. „Og hrein og flekklaus guðrækni er það að vitja mun- aðarlausra í þeirra þrengingu", sagði einn af stofnendum frum safnaðarins forðum. Enginn skilji þó orð mín svo að það kvenfélag, sem hér um ræðir og kvenfélöig safn- aðanna yfirleitt huigsi ein- göngu um kirkjubyggingar og safni til beirra. Fjarri fer því. Þar er hvorki gleymt líknarstarfi né menn- ingarmálum eða söfnun til slíkra framkvæmda, bótt meira þyrfti með. Kvenfélag Langholtssafnað- ar, sem ég þekki bezt, er 17 ára að störfum. Og á því tíma- bili hefur það oft lagt fram myndarlegan skerf til bygging- ar og húsbúnaðar hins frábæra safnaðarheimilis í þessu borg- arhverfi, gefið altarissilfur og messuklœði, haldiíð námsbeið í miatreiðslu, föndri, framsögn o.fl. o.fl. gengizt fyrir kirkju- kvölduii. og haldið helgisam- skrifið eða hringið, segið oss hvaða húsgögn yður vantar og biðjið um myndalista vom. Ef þér hafið í huga að kaupa bólstruð húsigögn, svo sem sófasett, svefnsófa eða borðstofustóla, þá flýtir það fyrir, ef þér segið oss hvaða áklæðalitir koma til greina, t. d. hvort sófasettið eigi að vera grasnt eða gulbrúnt o. s. frv. Vér sendum yður um hse] myndalista, verðlista og 5—10 mismunandi áklæði og liti. Þér segið oss hvernig þér viljið greiða vöruna. Ef þér greiðið gegn póstkröfu fáið þér staðgreiðsluafsiátt en beztu afborg- unarkjör okkar eru þessi: Kaup allt að 10.000 — 1000 út — 1000 á mánuði — — — 20.000 — 2000 -------------- 1000 — — — — 30.000 — 3000 ------- 1500 - — — — — 40.000 — 4000 ------- 2000 • — — — — 50.000 — 6000 ------- 2000 - — — — — 60.000 — 8000 ------- 2500 - — Kaup þar yfir 20% út afgangur á 20 mánuðum. Þér ákveðið með hvernig afborgunum bér viljið greiða vöruna Vér útbúum samning og vixla. sem vér sendum yður til andirskriftai og þér endursendið oss. Siðan afgreiðum vér vöruraar, og er þá útborgunin i póstkröfu. ef þér hafið ekki þegar sent hana til vcr Víxlana sendum vér i næstu bankastofnun við yður. komur og skemmti'undi og á sinn sérstafca söngílofck. Það hefur einnig komið sér upp í samstarfi við Bræðrafé- lagið líknar. eða hjálparsjóði, sem gæti auðvitað verið miklu öflugri, en hefur samt veitt glaðning til aldraðra og ein- stæðinga. Ennfremur gengst það ár- lega, í samstarfi við önnur fé- lög í söfnuðinum, fyrir jélagleði eldra fólks, sem er fjöknenn og ánægjuleg samkoma og ann ast um skemm'' ^erð eldra fólks á hverju sumri, með aðstoð bflstjóra á Bæjarleiðum. SÚBastliðin tvö ár hefur kvenfélagið starfrækt fótsnyrt- ingar- og hársnyrtinigar- stofu fyrir eldra fólk, einkum konxur og annast þar um ánægjustundir fyrir gesti sína með kaffiveitingum og hlýleg um móttökum, sem eru mörg- um til gleði. Fótsnyrtingu fé- lagsins sóttu um 200 manns síðastliðið ár. Hársnyrtingarstofan fyrir eldri konur er enn á byrjun- arstigi en gefur góðar vonir um ánægjulega framtíð. Til líknarsfarfs var veitt um 100 þús. kr. s.l. ár. Ekfci ætti heldur að gleyma því, að kvenfélagið hefur gef- ið á annað hundrað ferming- arsfcikkjur til afnota við ferav ingar, og sér um þær árlega. lánar þær til helgisýninga í kirkju og skólum og skrýðir börnin á fermingardögum. Og á síðastliðnu ári gáfu konurn- ar, sem hafa séð um skikkj- urnar söngkói kirkjunnar um eða yfir 30 skikkjur, sem nú setja sinn sérstæða helgiblæ á guðsþjónusitur safnaðarins. Auðvitað eru það tiltölulega fáar konur, sem vaka, vinna og stríða í þessum verkahring. En mér er nær að halda, að þótit ekki væri annað gert við kirkj- urnar en það sem kvenfélögin í söfnuðunum gera, þá mundi borna í ljós, að kirkjan á enn meiri samtakamátt og fórnfýsi án kröfu en nokkurt annað fé- laig í landinu. Flest þeirra starfa svipað þessu. Þakkir og viðurkenning eru oftast af skornum skammti. En kvenfé- lagskonur err of önnum kafn- ar til að veita því athygli eða láta það letja sig og hindra. Og eitt er víst. Það afl er enn vak.:ndi, sem blessaði eyri ekkjunnar, seon lagður var 1 guðskistuna forðum. Þökk sé því fcvenfélögum kirknanna á íslandi. Störf þeirra eru eftirbreytniverð. Rv. 5.2. 1970, Árelíus Níelsson. Enginn verður iens ! i \

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.