Tíminn - 22.02.1970, Page 7
SUNNUDAGUR 22. febrúar 1970.
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastj óri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarlnn
Þórarinsson (áb). Andés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas
Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstjómaiv
skrifstofur i Edduhúsinu, símar 18300—18306. Skrifstofur
Banikastræti 7 — Afgreiðslusími: 12323 Auglýsingasími: 19523.
Aðrar sikrifstofur sími 18300. Áskrifargjald kr. 165.00 á mán-
uði, innanlands — f lausasölu kr. 10.00 eint. - Prentsm. Edda hf.
Sjóminja- og fiskasafn
Sjávarútvegur er annar meginatvinnuvegur íslend-
inga, og sambúð þjóðarinnar við sjóinn og líf hans hef-
ur ætíð verið og hlýtur að verða náin og áhrifarík. ís-
lendingar eiga að vera miklir sérfræðingar um sjóinn
og náttúru hans og veitendur 1 þjóðasamstarfi. En það
er ekki nóg, þjóðin sjálf, borgarfólk og verksmiðjumenn,
verður að taka upp með nýjum hætti þau kynni af sjáv-
arlífi, sem dagleg önn veitti áður.
Það er því löngu tímabært, að höfuðborg landsins
efni til sjóminja- og fiskasafns. Þetta hefði þurft að gera
fyrr, en borgarstjómarmeirihlutinn hefur ekíki haft
rænu á því fremur en ýmsu öðru.
Tillaga Kristjáns Benediktssonar í borgarstjóm
Reykjavíkur um undirbúning að slíku safni var því fylli-
lega tímabær, og af því að borgarstjómarkosningar eru í
nánd, tók borgarstjómarmeirihlutinn henni allvel, og í
umræðum tóku fulltrúar allra flokka vel í málið. Borg-
arráð fékk tillöguna síðan til nánari fyrirgreiðslu og von-
andi verður hún ekki söltuð þar, því að málið er brýnt.
Fulltrúar Framsóknarflokksins í borgarstjóm fluttu
sem kunnugt er. tillögu um fólkvang þéttbýlisfólks á
Reykjanesi, og sú tillaga kom því máli á mikinn og góðan
rekspöl, sem skilar því vonandi í höfn. Tillagan um sjó-
minja- og sjávardýrasafnið er þessu máli skyld, og þótt
það sýnist minna er það eigi að síður mjög mikilvægt.
Vandað safn af þessu tagi yrði í senn mikilvæg
fræðslustofnun og forvitnileg erlendum ferðamönnum.
Á sama hátt þarf Reykjavíkurborg að koma sér upp
fuglarannsóknarstöð og lifandi fuglasafni, þar sem sjó-
fuglamir við strendur landsins eru aðalstofn. Einhver
góð eyja hér á sundunum væri kjörinn staður undir
slíkt safn — til að mynda hluti Viðeyjar. Hver sem skoð-
að hefur hina merkilegu fuglastöð í Wilhelmshafen, 90
þús. manna bæ á vesturströnd Þýzkalands, hlýtur að
sannfærast um, hve hér er sjálfsagður staður fyrir svip
aða fuglastöð. Viðey er ef til vill líka bezti staðurinn
fyrir sjávardýrasafnið.
Öll þessi mál era á sérsviði Reykjavíkur, og borgar-
yfirvöld eiga að sýna skilning á því með því að koma á
fyrirmyndarstofnun í þessum greinum eins og öll efni
frá náttúrannar hendi standa til.
Neyðarútgangurinn
Fornir stórfurstar og yfirmenn, sem vissu upp á sig
ýmsar smásyndir og töldu sér því ekki alveg fritt,
höfðu gjarnan leynidyr eða neyðarútgang úr híbýlum
sínum. Borgarstjómaríhaldið og Morgunblaðið hafa
einnig slíkt varnarkerfi og neyðarútgang. Gott dæmi
um slíkt hlaup út um neyðarútganginn gerðist á dögun-
um. í umræðum um holræsakerfi borgarinnar á borgar-
stjómarfundi, sagði fulltrúi Framsóknarflokksins m. a.
að Elliðaárnar hefðu verið og væra meðal stærstu frá-
rennslisæða borgarinnar til sjávar og yrðu því að telj-
ast í flokki slíkra farvega. Einnig hefði það verið sið-
ur áram saman að dæla skolpleiðsluvatninu úr þeim
í toppstöð borgarinnar, og þaðan inn í hitaveitukerfið
án viðvarana.
Mbl.-menn héldu, að þetta leyndarmál væri vel geymt.
Þeir hrukku við og hlupu 1 neyðarútganginn með því
að endursegja ræðuna þannig í Mbl.:
„Kristján Benediktsson, F, fræddi borgarfulltrúa á
því, að Elliðaámar lægju til sjávar, eins og hann komst
að orði.“
Hver efast svo um, að Mbl. sé heiðarlegt fréttablað?
Hver efast svo um, að Mbl. sé heiðarlegt fréttablað? AK
TÍMINN______________________________________
^JOSEPHhc!nARSCH^hristian^cienc^Moniton*,"l
Bandaríkjastjórn teiur að kalda
stríðinu sé að verða lokið
Athyglisverð yfirlýsing Rogers utanríkisráðherra í blaðaviðtali
Grein þessi var skrifuð
nokkru áður en Nixon flutti
yfirlitsræðu sína um utan-
ríkismál, en hann flutti hana
í siðastL viku. Ræðan stað
festi að miklu leyti þá skoð
un, sem kemur fram í grein
inni, þ. e. að Bandaríkin
telji kalda stríðinu lokið í
sinni fyrri inynd, öllum
ágreiningi milli stórveldanna
sé að vísu ekki lokið, en
hann sé ekki ;afn hatramur
Og hættulegur og áður.
Wi'lliam P. Rogers utanrikis-
ráffherra Bandaríkjanna held-
ur aff svo sé. í U.S. News &
World Report seint í janúar
komst hann svo að orði:
„Kalda stríffið hefur nú stað-
iíi í um það bil 25 ár, en ég
held, aff því tímabili sé að
verða k>(kið“.
Kalda stríðið hófst 1946. Það
hófst þegar Sovétríkin og vest
urveldin voru að takast á um
yfirráðin yfir Þýzkalandi.
Keppnin milli sigurvegaranna
í síðari heimsstyrjöldinni
breiddist fljótlega út til ann-
arra svæða, þar sem endanleg
síkipan var enn óráðin.
CHURCHTLL sagði fyrir um
þetta í Fulton 5. marz 1946.
Bandaríkjamenn hófu þátt-
töku í kalda stríðinu ári síðar
með Truman-kenningunni, en
stefnan, sem þ. .• var boðuð,
átti að réttlæta efnahags- og
hernaðaraðstoð við Grilkkj og
Tyrki, en síðar var hún látin
ráða í fleiri tilvikum og víðar.
Til hennar hefir jafnan síðan
verið gripið til þess að rétt-
læta „stuðning við frjálsar
þjóðir, sem veita viðnám gegn
drottnunartilraunum vopnaðs
minnihluta innanlands eða á-
sælni erlendis frá“.
Samkvæmt Truman-fcenning-
unni og viðaukum við hana
og endurbótum á henni, hafa
Bandaríkjamenn gripið í taum-
aua í Kóreu, Líbanon, Que-
moy, Matsu, Dominikanska lýð-
veldinu og Vietnam. Nærri
stappar, að Bandaríkjamenn
hafi gerzt „lögregla heims-
ins“, öflugasta horveldi allra
tíma og driffjöður margra
bandalaga, sem grípa bvort
inn í annað.
Með framkvæmd Truman-
kenningarinnar hafa Banda-
ríkjamenn Iátið skuldibinding-
ar gagnvart umheiminum
ganga fyrir skyldunum við
þjóðina heima fyrir. Víðáttu-
miklum svæðum jarðarinnar
hefur verið forðað frá yfirráð-
um „heims-kommúnismans“,
en meðan þessu fór fram hafa
stór svæði Bandaríkjanna
sjálfra orðið hrörnun og aftur
flir að bráð.
SVIPUÐU tnáli gegndi um
England meðan á Napóleons-
styrjöldunum stóð. Ef til vill
hefur hinu sama verið til að
dreifa í Rómaveldi, þegar
Trajan var að íæra landamerki
heimsveldisins utar og utar.
Um hans daga varð heimsveld-
ið stærra en nokkru sinni, en
WiUiam P. Rogers
Hadrian tók við af honum og
hann keppti að þeim landa-
merkjum, sem unnt væri að
halda til langframa með við-
ráðanlegum kostnaði.
í greininni, sem vitnað var í
hér á undan, sagði Rogers ut-
anríkisráðherra meðal annars:
„Við erum að koma nærveru
ofckar í heiminum í það horf,
sem haldizt gieitiur til framibúð-
ar“.
Augljóst er, að bandarísk
forusta gietur tæpast öllu leng-
ur látið útfærslu landamæra,
áhrifa og valds bitna á þjóð-
inni heima fyrir. Mönnum
finnst fátt um orðið heimsveldi
nú orðið. Ef við ætitrum að
sækja fyrirmyndir til Róma-
veldis fyrr á tíð segðum við
sennilega að Lyndon B. John-
son gegndi hlutverfci Trajans,
keisara, sem kappkostaði að
færa landamæri ríkisins út. En
á þá, með sama hætti, að jafna
Richard M. Nixon við Hadri-
am?
HADRIAN var sá fceis-
aranna, sem fyrstur komst að
þeirri niðurstöðu, að útfærsla
landamæranna hlyti að eiga
sér eðlileg takmörk. Nixon er
ekki enn fr.rinn að flytja ræðu
sína um utanríkismál, þegar
þetta er skrifað, en þar ætti
að koma fram, hvað hann ætl-
ast fyrir. Sé utanríkisráðherr-
ann sama sinnis og forsetinn,
fsem sennilegt virðist), höf-
um við fengið boðun, sem
ætti að vera Ijós.
Samkvæmt ummælum Rog-
ens ætti að mega vænta
„smæfckaðrar myndar og dvín-
andi nærveru“, eða að „taka
ekki þátt í virkum hernaðar-
aðgerðum þegar mikið liggur
við“, og að „úr herstyrk okk-
ar í sumum heimshlutum verð-
ur dregið".
Þetta táknar ©kki, að Banda
ríkjamenn loki sig inni í „virk
inu Bandaríkjunum" sam-
kvæmt kenningum Herberts
Hoovers. Þeirri aðferC hefur
verið afneitað alveg ótvírætt.
Bandarísku landamærin í Ev-
rópu eru enn við Saxelfi og
þar eru sex herfyliki til þess að
tryggja þau. En hið nýja við-
horf táknar vissulega, að vald-
hafarnir í, Waishingiton hafa
ákveðið, að kominn sé tími
til að láta stóra hluta heims-
ins um að annast sín eigin
lögreglustörf.
ÞETTA táknar að öllum lík-
um einnig, að fjöldi ríkja og
þjóða á landamærum valdsvæð
anna verða í auknum mæli að
ábyrgjast sína eigin velferð.
Allt sýnir þetta eðlileg og rök-
rétt viðbrögð við því, setn enn
um sinn verður meginstað-
reynd afljafnvægisins í heim-
um.
Ágreinimgur verður áfram
milli valdhafanna í Moskvu og
Pekinig. Orðaskothríðin hefur
upp á síðkastið harðnað á á-
róðurslandamærunur... Enn er
stjórnmálanefnd í Peking, en
þó að viðræðum kunni að vera
haldið áfram, þá hafa þær enn
engan árangur borið.
Þetta er í sjálfu sér engin
nýjung, en aðrar þjóðir eru
enn að aka sýium seglum eft-
ir þessu.
E!F til vill er hlutverk kín-
versku kommúnistanna marg-
slunignasta og flóknasta hlut-
verkið á sviði heimsmálanna í
svipinn. Þeir eru hrokafullir
andspænis Rússum, ekki alveg
eins hortugir við Bandaríkja-
rnenn, en liggur ekkert á að
lenda í „erfiðum flækjum".
Valdhafarnir í Washington
hafa sniðgengið vaidhafana í
Peking í þrjátíu ár. Það er
nánast skýring á okoðun að
segja, að valdhafarnir í Was-
hington séu að gera sínar hos-
ur 'grænar við Pekingmenn um
þessar mundir, en þeir geri
sér aftur á móti áberandi far
um að láta sem ekkert sé og
horfa í aðra átt. Hver eru svo
áhrif sniðgöngunnar áður?
Hvað sem þessu líður er hitt
miklu mikilvægara, hvort Rog-
ers uit anrífc i sr áð h e rra hefur
rétt fýrir sér í því, að við séum
að verða lausir við kalda stríð-
iðl
RÖKLEIÐSLUR kalda
stríðsins hafa verið lagðar til
hliðar í Washington. Tals-
menn Nixons nota ekki fram-
ar orðalag kalda stríðsins. Rog
ers minntist á „hivassyrtar full-
yrðingar um Sovétríkin" fyrr
á tíð. Nú eru þessi stóryrði
ekki lengur viðhöfð.
En endi verður ekki bund-
inn á kalt stríð nema tveir
komi til. Við höfum ekki vissu
fyrir, að valcamennirnir í
Moskvu og Peking vilji af
með kalda stríðið. Hitt virðist
nokkurn veginn ljóst, af orð-
um og gjörðum forustumanna
í Was'hington, að ríkisstjóm
Nixons forseta metur annað
meira í svipinn en að færa út
landamæri afls og áhrifa
Bandaríkjanna.
Sé unnt að binda endi á
kalda striðið einhliða, verður
Pramhalc ? bls. 11