Tíminn - 08.03.1970, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.03.1970, Blaðsíða 1
 jjjfjwjwfi Sr^:, Spjallað við Halldór Magnússon - og litazt um í Súðavík Framleiðsluverðmætið á hvern íbúa var um 300 þúsund s.l. ár SúSavík. Myndin er tekin innarlega í þorpinu og til hægri liggur nýi haf nargarSurinn út frá landi. (Tímamynd Kári) Það fór ekki hjá því, að blaðmaður Tímans kynnt- ist af eigin raun tveim vandamálum, sem litlir staðir úti á landi eiga oft við að stríða, er hann lagði leið sína frá ísafirði til Súðavíkur á dögunum. Þangað eru engar áaetlun- arferðir, en 22 kílómetrar teljast vera á milli stað- anna, og þar er enginn læknir. Það er svona rétt að íbúi á þéttbýlissvæðinu við Faxaflóa trúi því, að ekki séu neinar fastar ferð- ir til jafn mikilvægs staðar og Súðavíkur, því að þótt staðurinn sé ekki mann- margur, þá skilaði hann hvorki meira né minna en 59 milljónum í þjóðarbúið á s.l. ári vegna útfluttra sjávarafurða. Svo vel vildi til, að Ragnar Ásgeirsson héraðslæknir á ísa firði var að fara í sína viku- legu fcrð til Súðavíkur, og brást vel við beiðni um að flytja blaðamann þanigað í Volvonum sínum. Vegurinn liggur utan í fjallshlíð, mest alla leiðina, og var ein glæra, þegar við Ragnar fórum hann. Víða hafði failið snjóflóð á veginn, en læknirinn hafði víst séð það svartara, og þebkir orðið hvern stað í hlíðinni, með tilliti til snjóflóðahættu. Á leiðinni út til Sáðavíkur er farið í gegnum fynstu bíla- göng, sem grafin voru á ís- landi, stutt að vísu, en göng þó. Súðavík heyrir ebki til lækn ishéraðs Ragnars, en hann sinnir því, og hefur viðtals-. tíma einu sinni í viku. Þegar við rennum inn í þorpið, eru konurnar, sem vinna í frysti- húsinu, að fara til vinnu sinn- ar eftir matinn, en frystihúsið er í kjarna þorpsins, og þar er einnig iítil fiskimjölsverk- smiðja, hvort tveggja við höfn ina . Húsin standa í röð inn með Álftafirðinum, en sumir Vest- firðingar segja „að fara inn í Álftafjörð“, og eiga þá við að fara til Súðavíkur. Ragnar héraðslæknir fer i gamla læknisbústaðinn, þar sem hann tekur á .nóti sjúkl- ingum, en blaðamaður axlar myndavélina og heldur heim til Halldórs Magnússonar hreppstjóra og oddvita, en ætlunin er að fá að fræðast svolítið um staðinn af honum. liggja ekki við bryggjuna á Langeyri. Á leiðinni inn í þorpiö ök- um við fram hjá skólahúsinu, sem stendur aðeins utan við að albyggðina, og þar hjá er líka kirkja beirra Súðfirðinga, en hún var fliutt þangað fyrir nokkrum árum. í skólanum eru í vetur 44 börn, og kenn- arar eru þrír. Næst liggur leið okkar Hall- dórs niður að höfninni á Súða- vík. Til skamms tíma var þarna aðeins ein bryggja, og hafnaraðstaða ótrygg fyrir báta, en núna er kominn grjót garður á milli frá landi, og veit ir hann skjól við bryggjuna. —'Hvenær var þessi garður gerður Halldór? — Þessi grjótgarður, sem er 120 metra langur, var gerður sumarið 1968, og er þetta fyrsti áfangi í hafnargerðinni hjá okkur. Ráðgert er að vinna að öðrum áfanga í sumar. Verð ur gerð bryggja innan á garð- inn, og uppfylling með landi á milli garðsins og gömlu bryggjunnar, sem er gömul staurabryggja. Þegar þetta er búið kemur garðurinn fyrst veruiega að notum. í þriðja áfanga á svo að lengja garð- inn. Þetta verður stór áfangi hér í byggðarlaginu, segir Hall dór, en það er um líf eða dauða að tefla hjá obkur, að FVamhald á bls. 15. Við Halldór ökum fyrst inn að Langeyri, sem er innar í firðinum, en þar er niðursuðu- verksmiðja Björgvins Bjarna- sonar. Stendur hún á eyri er nefnist Langeyri, en þar var áður ein af hvalskurðarstöðv- um þeim, er Norðmenn ráku hér fyrr á árum. Langeyrar- verksmiðjan veitir Súðvíking- um drjúga vinnu, en þar er aðallega unnin rækja. Er rækj an vélpilluð á Langeyri, og til þess notaðar tvær vélasamstæð ur. Rækjan er fyrst soðin, en síðan berst hún eftir völsum, sem vatn leikur um, i gegn um vélasamstæðuna, og fer skelin af henni á leiðinni. Út úr vélinni kernur fiskurinn í rækjunni, eða rækjan eins og við könnumst við hana í neyt- endaumbúðum. Þegar mikið er um að vera, er unnið á vökt- um í verksmiðjunni. Bryggjan er við verksmiðjudyrnar, og þarf ekki að aka aflanum lang ar leiðir á vörubil úr báti og til verksmiðjunnar, en bátarn- ir þurfa áð taka á sig krók inn Álftafjörðinn, til að losa aflann. Þeir fara síðan strax til sinnar heimahafnar, en Halldór Magnússon hreppstjór! og oddvitl í SúSavik

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.