Tíminn - 08.03.1970, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.03.1970, Blaðsíða 2
14 TIMINN SUNNUDAGUR 8. marz 1970. NffTUR KIRKJUNNAR HJALPARSTOFH KIRKJUNNAR McS miklum rökum má se-gja, að öll líknarstörf, hjálp arstofnanir, try.ggingar, slysa- varnir, hjúkrunarmál og sjúlkrahús eigi beint eða ó- beint rætur að rekja til kirkju Krists. An hennar og 'kenninga hans um bróðurkærleika og miskunnsemi væri fá'tt eða ekk ert af þessu til. Og eins má segja að þær þjóðir margar, sem ekki teljast kristnar, en eriu menningarþjóðir að nú- tkna-áliti, hafi mótazt þjóðfé- lagslega í samfélagsmálum af krisitnumi eða kirkjulegum hátt twn ó þessu sviði. Samt er það svo, að minnsta kosti víða í kristnum löndum, sérstaklega meðal mótmæl- enda, að kirkjan hefur verið févana sjálf í þessum málefn- um og því látið sér nægja á- hrif þau, sem hún hefur fyrr eða síðar, beint eða óbeint, haft á iöggjöf og þjóðskipulag til líknarmáia. Og eitt af því, sem t.d. mér persóinulega fannst furðulegast, þegar ég gekk í þjónustu kirkj- unnar var það, að hún réði ekki yfir nokknum eyri til al- mennra líknarmála og úrbóta, jafnvel ekki í brýnustu nauð- syn sjúkleika, siysa og harrna. Hugmyndin um líknar- eða hjáiparsjóð og hjálparsitarf safnáða varð því snemma að hugsjón í huga mér. En þar virtist viðramman rei-p að draga, nefnilega fátækt ís- lenzku kirkjunnar annars veg- ar og venjubundið tómlæti fjöldans hins vegar. Það var talið í verkahring sveitarfólaga, ríkis og sér- stakra líknarstofnana að hjálpa í slíkum tilfeilum, en ekki kirkjunnar sem sjálfstæðr ar eða sérstæðrar stofnunar, þar átti bara að predika, syngja.biðja og vinna lögboð- in prestsverk. Smám saman hefur þó aðstað an breytzt. Safnaðarfélög hafa víða verið stofnuð bæði af systrum og bræðrum safnað- anna að ógleymdum æsku’.ýðs- félögum. Og þar hefur hug- myndin um hjálparstörf og líknarstarfsemi kirkjunnar smám saman þróazt hægt en markvisst. Einstakir söfnuðir eða félög innan þeirra hafa smám saman tekið málið upp til fram'kvæmda, sérstaklega með aðstöðu til eldra fólks og einstæðinga. Borgarstjóm, héraðsstjóm- ir og hreppsstjórnir hafa orð- ið fyrir áhrifum og tekið safn- aðarféla0sstörf til fyrirmyndar, styrkt þau stundum með nokkra fé eða stofnað ti'l hlið- stæðrar starfsemi txl. hér í Reykjavík. Og nú era það ein mestu faignaðartíðindi hverjum presti og tímanna tákn hér á íslandi í kirkjulegum framför- um, að stofnuð hefur verið Hjálparstofnun kirkjunnar sjáifrar beinlínis. Að vísu fyrst og fremst til að aðstoða í böli þjóðar í fjar- lægri heimsálfu, alla leið suður í Biafra í Afríku. En þar gekkst kirkjan á ís- landi fyrir almennri söfnun, raunar fyrst í samíbandi við aðrar stofnanir bæði innan- lands og utan, en þó sem virk- ur þátttakandi í opinberri h j álparstarfsemi. Og áfram iágu sporin og liggja ennþá hjá ísQenzku þjóðkirkjunm. Biskup hennar hefnr verið; miklu ráðandi í Flughjálp, sem. eru samtök til að aonast flutn- inga til hunigruðu þjóðanna. Og þóitt borgarastyrjöKlin í' Biafra sé úr sögunni í bili að minnsta kosti, þá er ráðgert að starf Flughjálpar haldi áfram í einhvem rnynd. Mest er þó um það vert og sterkast til framhaids og eftir- breytni, að íslenzíkir prestax hafa orðið sammála um, að leggja fram allt að eitt prósent af launum sínum, sem telja má að nemi nálægt kr. 200,- tvö hundrað krónum — á mán- uði, til sflí'krar hjálparsitofn- unar eða hjálparstarfs. Héðan af mun starf Hjálpar- stofnunar íslenzku þjóðkirkj- unnar beinast bæði að inn- lendum og útlendum verkefn- um. Skipulagning stofnunarinnar er vel á veg komin og hún hefur valið sér forstöðumann eða framkvæmdastjór-a og fimm manna framkvæmda- stjórn. Fastan á að verða sérstákur söfnunartími, sem nær há- marki dagana 15.—22. marz. Það eru því auðsæ vormerki á himni íslenzku kirkjunnar, þrátt fyrir alla efnishyggju þjóðarinnar og aldarfarsins, og heill þeim biskupi, sem hér stofnar til. Helztu verkefni Hjálpar- stofnunar kirkjunnar skulu svo nefnd hér að lokum: 1. Að veita skyndihjálp í neyðartilfellum, eins og t.d. í Biafra. 2. Að veita aðstoð um lengri tíma t.d. við ippbyggingu í þróunarlöndum. 3. Að veita flóttaflóki að- stoð t.d. í flóttamannabuðuni þess eða á flótta þess. 4. Aðstoð við innlenda aðiia, sem vinna að svipuðum mál- um erlendis t. d. kristniboðið í Konsó, Herferð gegn b'ingri o.fl. 5. Veita skyndihjálp í neyð- artilfellum hér innanlands, við slysfarir og sérstök vandræði. . 6. Aðstoða ýmis líknarfélög, sem sinna ákveðnum versefn- um. 7. Að vinna að skipulagn- ingu og samræmingu líkna- mála og vera einstökum prest- um og söfnuðum til aðstoðar. Heill þeim, sem hér að vinna. Rvík. 19.2 ‘70. : Árelíus Níelsson. Magnús E. Baldvlnsson Laugavegi 12 - Siml 2280« YÐUR MUNAR UM SÓFASETT - 3,5% ÞEGAR ÞER KAUPIÐ BORÐSTOFUSETT EÐA RÚM ALLAR okkar vömr eru á óbreyttu verði fyrst um sinn þrátt fyrir hækkaðan söluskatt fiVAR SEM ÞÉR BÚIÐ HRINGIÐ EÐA SKRIFIÐ OG VÉR SENDUM YÐUR MYNDA- OG VERÐLISTA MEÐ ÁKLÆÐAPRUFUM OG ANNAÐ ÞAÐ SEM ÞÉR BIÐJIÐ UM * L 1 1 r Sími-22900 Laugaveg 26

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.