Tíminn - 08.03.1970, Blaðsíða 12
Tómas Vigfússon og sagan um það, hvernig lítill spámaður í Alþýðuflokknum verður
STÖR I SlNU FÖÐURLANDI
TK—Reykjavík, laugardag.
Hér kemur eitt daemi um fárán
lega ofhleðslu embætta og trúnað
arstarfa á einn og saima manninn.
Þetta dæmi gefur líka dálitla inn-
sýn í starfshætti Alþýðuflokksins.
Þetta er sagan af Tómasi Vigfús-
sýni, litlum spámanni í Alþýðu-
flokknum, sem orðinn er stór í
sínu föðurlandi.
Það, sem hér verður greint um
Tómas Vigfússon, er ekki á nokk
urn hátt sagt honum persónulega
til hnjóðs. Þetta er vænsti maður.
Tíminn dregur það ails ekki í efa
— og enginn getur leyft sér að
draga í efa, að maðurinn er talinn
góður Alþýðuflokksmaður með
afbrigðum og nýtur alveg sérstaks
trúnaðartrausts í Alþýðuflokkn-
um, a.m.k. hjá ráðherrum flokks
ins undanfarin ár. Og það skal
einnig tekið fram svo enginn ta'ki
þetta sem árás á persónu Tómasar
Vigfússonar, að auðvitað hefur
maðurinn ekki kosið sig sjálfur i
öll þessi em-bætti o-g trúnaðarstöð
ur, sem greindar eru undir
10 andlitum Tómasar Vigfússonar
hér á siðunni. Þar er við ráðherra
Alþýðuflokksins að sakast.
Eftir að hafa sikoðað þessar
myndir og 'lesið það sem undir
þeim stendur um mekt Tómasar
Vigfússonar í íslenzku þjóðfélagi.
gæti einhverjum dottið í hug, að
hér væri að finna sönnun þess,
að Ai'þýðuflokkinn vantaði ekki
bitlinga handa mönnum, heldur
menn í bitlinga. Unigir Jafnaðar
menn munu sjálfsagt mótmæla
þeirri skoðun toröftuglega, enda
hafa þeir einmitt varað við hætt
unni af því að einstatoir embættis
menn gætu orðið of valdamiklir.
Dæmið um Tómas Vigfússon er
glöggt vitni þess í hvfiíkar öfigar
ofhleðsia embætta á einstaka
menn er komin í okkar stjórn
kerfi. Þetta dæmi er einnig torafa
um það, að settar verði almennar
stoynsamlegar reglur um eðlilega
tatomörkun þess, hve mörgum op-
inherum trúnaðarstörfum í al-
mannaþágu má hlaða á hverja ein
staka persónu.
Hér skal ekkert að því f-undið,
að í gegnum þetta tolíkutoerfi of-
hleðslunnar hefur Tómas Vigfús
son verið meðal allra tekjuhæstu
einstaklinga í landinu. Þeir sem
mikið á sig ieggja eru jafnan tald
ir v-el að launum sínum toomnir.
En þetta er enn ein sönnun þess,
hve ábatasamt það getur orðið að
vera málsvari alþýðunnar í land
inu í nafni Alþýðuflokksins.
Upptalningin á embættum og
trúnaðarstörfum Tómasar Vigfús-
sonar í grein þessari er því miður
etoki tæmaindi. Eru ráðherrar Al-
þýðuflokksins beðnir velvirðingai
á því.
Tómas Vigfússon
— FormaSur stjórnar ISn-
lánasjóSs
Tómas Vigfússon
— YfirmaSur Húsamats
Reykjavikur
— ASalverktaki Bygginga-
félags verkamanna, án út-
boSa
Tómas Vigfússon
— FormaSur stjórnar
Byggingafélags verka-
manna, stjórnskipaSur.
Tómas Vigfússon
— Framkvæmdastjóri
Byggingafélags verka-
manna, meS prókúru
Tómas Vigfússon
— í stjórn ÁburSarverk-
smiSjunnar.
— í söiunefnd varnarliSs-
eigna
Tómas Vigfússon
— í stjórn ISnskólans
Tomas Vigfusson
Formaður sambands
íslenzkra byggingafélaga
Tómas Vigfússon
— FormaSur íslenzkra
aSalverktaka, stjórnskipað-
ur.
KYNNINGARBÆKLINGUR Í
170 ÞÚSUND EINTÖKUM
Loftleiðir gefa út bækling í 170
þús. eint. til kynningar á þeim við
dvalarboðum, sem gerð eru frá 1.
júní n.k. Er þar um tvö nýmæli
að ræða, smávægileg hækkun á
þv. verði vegna eins og tveggja
daga viðdvalar, sem farþegum hef
ur verið gert að gi-eiða undanfar-
in ár, og eins dags framlengingu
áningardvalarinnar. Geta farþeg-
ar þess vegna frá 1. júní n.k. val-
ið milli eins, tveggja eða þriggja
daga viðdvalar hér á leið austur
eða vestur yfir Atlantshafið.
Kynnisferðir eru boðnar í tvo
daga af þeim þrem, sem viðdvöl-
in getur staðið. Er farið fyrri dag
inn í kynnisför um Reykjavík, en
hinn síðari austur yfir fjall, til
Hveraigerðis á tímabilinu frá októ
ber til maíloka, en Gullfoss, Geys-
is og Þingvalla aðra mánuði árs
ins. Þriðja dvalardaginn geta far-
þegar valið milli þess að hvílast
í Reykjavík eða fara í þær ferð-
ir sem i boði eru á hverjum tíma.
Er á sumrin úr tnitolu að velja
og standa vonir til að reynt vertfi
einnig að hafa eitthvað það í boði
á öðrum árstímum, sem freisti
ferðamanna.
Loftleiðir hófu áningardvalar-
boð sín seint á árinu 1963. Hef-
ur viðdvalargestum félagsins far-
ið árlega fjölgandi. Á síðasta ári
urðu þeir 11.481, en það var
17,2% autoning, miðað við árið
1968. Er þar um að ræða næst-
um fjórðung þeirra „túrista“ sem
fsland gistu árið sem leið, ann-
arra en þeirra, sem komu hingað
með skemmtiferðaskipum.
Hinar daglegu kynnisferðir um
Reykjavík og austur yfir fjall eru
farnar með ieiðsögumönnum, sem
hafa að baki langa og góða
reynslu í að ieiðbeina ferðafólki,
og Hótel Loftleiðir veitir góða
fyrirgreiðslu, en vegna þessa hafa
Framhald á bls. 18
FPRNSKBRflUÐ
259.8 STK
1960
1960
FRflNSKBRflUÐ
HVtífl
192.9 STK 121.6 KG
1970 1970
FranrLsókrLarvist í kvöld
Hjálmar
Hjálmtýr
Framsóknarfélag Reykjavíkur
efnir tii Framsótonarvistar að
Hótel Borg í tovöld, sunnu-
dag, og hefst hún kl. 20,30. Eft
ir vistina flytur Kristján Bene-
dikt.sson, borgarfulltrúi, ávarp,
og söngvararnir Hjálmar Kjart
ansson og Hjálmtýr Hjálmtýs
son syngja einsöngva og tví-
söngva, við undirleik Agnesar
Löve Síðan verður st.iginn dans
til klukkan eitt eftir miðnætti
Hljomsveit Ólafs Gauks leikur
Markús Stefánsson stjórnar
vistinni. nú eins og fyrr. os .að
vanda verða glæsilegir kvölri
vinninrrar af' 'oknnm snjtiim
Að'röngumiðar eru seldir við
innga.iginn.
Tvo dæmi um
rýrnun kaup-
máttar viku-
launa viö kaup
TK—Reykjavík, laugardag.
Hér koma tvö dæmi um það,
hve ótrúlega kaupmáttur viku-
launa hefur rýrnað við kaup nauð
synja á sl. 10 árum, frá 1960 til
1970.
Verkamaður (II. taxti Dagsbrún
ar) gat keypt 203,5 kg af hveiti
í pökkum fyrir vitoulaun sín í jan
úar 1960.
í febrúar 1970 fétok þessi vertoa
maður aðeins 121,6 kg af hiveiti
fyrir vikulaun sín. Rýrnun kaup-
máttar 40.2%.
í janúar 1960 gat verkamaður
keypt 259.8 stk. af frans'kbranði
fyrir vikulaun sín.
í febrúar 1970 fétok hann etoki
nema 192.9 stk. fyrir vikulaunin.
Rýrnun kaupmáttar 25.8%.
Þessi dæmi, sem blaðið hefur
nefnt, sýna Ijósar en langt mál, að
rýrnun kaupmáttar launþega hef
ur orðið mestur hvað snertir kaup
á he’.ztu nauðsynjavörum. Opin-
berar tölur um kaupmátt launa
gefa því alls ekki rétta mynd af
því, hve þeir, sem rétt hafa haft
til hnífs og skeiðar fyrir sig og
sína, hafa orðið fyrir þungum
búsifjum.