Tíminn - 13.03.1970, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.03.1970, Blaðsíða 5
lftga út í þessj mál, sem eru aðal- atriði. Hvort Seðlabankinn á fimm bíla en Hæstiréttur engan. (Hann afsalaði sér reyndar sjálfur rétt- inum til tveggja bila) er algjört aukaatriði. En, því miður, þá yfirgnæfa aukaatriðin oft iþað sem mestu máli skiptir og gerir einföld mál flókin. RÚSSNESK MYND EFTIR INGIBJÖRGU HARALDS- DÓTTUR. Á þriðjudagskvöldið verður sýnd kvikmyndin „Sálmur”, sem Ingi- björg Haraldsdóttir gerði í Moskvu — en þar var hún við kvikmynda nám. Eru ýmsir íslendingar, sem á annað borð hafa lagt stund á kvikmyndagerð, menntaðir ann- að hvort í Moskvu eða Póllandi. Rússneskt tal er með myndinni, en íslenzkur texti fylgir. Af efni næsfu viku skal til vifi- bótar minnt á þáttinn „í góðu tómi“, sem hefst kl. 20.35 á mánu dagskvöldið — en þar verður m. a. fjallað um hártíz-ku unga fólks- ins í dag. Anna K. Brynjúlfsdóttir. Galdrakarlinn I Oz i dagskrá 15. marz. „LJÓT“ KVIKMYND. Kvikmyndin á miðvikudags- kvöldið — sem nefnd var „Frosk maðurinn" — var óvenju óhugn- anleg og að mínu áliti ekki vel fallin til sýningar í sjónvarpi þótt hún hafi vissulega verið spenn- andi. Það verður að hafa á því einhver takmörk, hvers konar kvikmyndir eru sýndar í sjón- varpi, ekki sízt þar sem börn og unglingar sjá þær, þótt þær séu „ekki ætlaðar börnum". Ef þessi mynd hefði haft einhvern annan tilgang en að vera spennandi „thriller", væri málið annars eðl- is, en svo er ekki. Annars er ekki mikið út á kvik miyndaval sjónvjarpsins að setja þessa stundina, og einkum ánægju legt að víða er leitað til fanga. Þannig verður pólsk kvikmynd sýnd á miðvikudaginn kemur, og er tilhlökkunarefni að sjá hana. Nefnist hún „Saklausir töfra- menn“ og er írá 1960. Cinnamon, hin þokkafuila tálbeifa ofurhuganna, leikln af Barböru Baln. ÞéHvr- i«n veröur sýndur á fösfudagskvöld.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.