Tíminn - 17.03.1970, Qupperneq 7

Tíminn - 17.03.1970, Qupperneq 7
TIMINN 7 ÞRJBJTOAGUR 17. marz 1970. Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN FramJcvaemdastjórl: Kristján Benedflctsson. Rttstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas Karlsson. Auglýsingastjórl: Steingrimur Gíslason. Ritstjórnar- sikrifstofur í Edduhúsinu, simar 16300—18306. Skrifstofur Bankastræti 7 — Afgreiðslusími: 12323 Auglýsin-gasimi: 19523. ASrar sikrifstofur sími 18300. Áskrifargjald kr. 165.00 á mán- uSi, innanlands — f lausasölu kr. 10.00 eint. - Prentsm Edda hf. Elliheimilin Þrír þingmenn í neðri deild, Vilhjálmur Hjálmarsson, Lúðvík Jósefsson og Eysteinn Jónsson flytja frv. um þá breytingu á Sjúkrahúsalögunum, að ríMð greiði Vz kostn- aðar af að reisa elliheimili, enda fallist ráðherra á þörf þeirra framkvæmda. Þá skal veittur árlega á fjárlögum fastur styrkur tii elliheimila. í greinargerð frv. er það rakið, að breyttir þjóðfélags- hættir hafi mjög aukið þörfina fyrir dvalarheimil aldr- oðra, einkum í þéttbýll Þár eru líka víða rekin dvalar- og hjúkrunarheimili fyrir aldrað fólk. Þegar undan eru skilin Elli- og hjúkrunarheimilið Grund og Hrafnista, eru þessi heimili minni í sniðum, og sum rekin við mjög öhagstæða aðstöðu. Nú er svo komið, að þörfin fyrir þessi heimili er ekM ' lengur bundin við kaupstaðina eina. Fleira og fleira fólk utan af landi sækir eftir upptöku á dvalarheimilin í Reykjavik. Eðlilegra væri ,að þetta fólk gæti fengið at- hvarf og aðhlynningu sem næst átthögum sínum og ætt- ingjum. Þá mun það og sammæli allra þeirra, er þessi mál hugleiða, að dvalar- og hjúkrunarheimili aldraðra beri að reisa í hæfilega stórum einingum, vistarverur séu af misjöfnum stærðum, þannig að t d. hjón geti að nokkru haldið sitt heimili, þegar það hentar, o. s- frv. og að þeir ,er þess óska, fái aðstöðu til starfa við hæfi. Það er skoðun flutningsmanna þessa frumvarps, að heppilegt sé, að hlutdeild sveitarfélaga að framkvæmd ýmissa málaflokka heima í héraði fari fremur vaxandi , en minnkandi og að vel fari á því, að þau hafi forustu um stofnun og rekstur dvalarheimilanna. En á meðan fjárráð sveitarfélaga eru ekki rýmri en þau eru nú, er nauðsynlegt að veita þeim beinan fjár- ! hagsstuðning úr ríkissjóði til margháttaðra framkvæmda, : eins og raunar þegar er gert í fjölmörgum greinum. Því er hér lagt tfl., að þátttaka ríkisins í byggingu og rekstri dvalarheimila fyrir aldrað Tólk verði ákveðin með lög- um. Sérstök nefnd hefur unnið að athugun á heildarskipu- lagi þessara mála. En þar sem líklegt má telja, að sú at- hugun taki alUangan tíma, en víða er brýn þörf aðgerða þegar í stað, þá leggja flutningsmenn td, að ríkissjóður láti í té stuðning, er greinir í frv. þessu, unz nýrri heild- arskipan hefur verið komið á. ÞJ». ‘ „Forneskjulegur hugsunarhátturM Vísir gerir íslenzka nefndaþjóðfélagið að umtalsefni - í gær og kemst að þeirri niðurstöðu, að Óskar Hallgríms- ; son, rafvirki með meiru, sé íslandsmeistari í nefnda- störfum. Um nefndafjöldann segir Vísir m.a.: „Heyrzt hefur, að opinberar nefndir séu hátt á annað þúsund, en til viðbótar þeim kemur mýgrútur annarra ‘ nefnda. Hins vegar er ekki ljóst, hvað nefndir skipa veiga- ; mikinn sess í þjóðlífinu. Þar um liggur engin rannsókn ■ fyrir.“ í útvarpsþætti s.l. föstudag komust tveir af ritstjórum stjórnarblaðanna að þeirri niðurstöðu, að stjómkerfið væri gallað og tóku undir meginatriðin í ádeilu Tímans undanfarið. Þessi gagnrýni er því áreiðaniega nauðsynleg og tímabær. Um hana farast höfundi Reykjavíkurbréfs ’ Mbl. svo orð s.l. sunnudag: , ......til eru í röðum ungra manna einstaklingar ' með fomeskjulegan hugsunarhátt og lítinn skilning á því, hvað nú þarf að gera til að stórefla hag lands og þjóðar.“ T.K. Ágúst Þorvaldsson alþm.: Stjórnarskráin - flokk- arnir - þjóðin Nú tekur mjög aö styttast að þeim sögulega áfanga 1100 ára byggðar í landinu og verður vafalaust eitthvað merkilegt og varanlegt gert til að minnast þess enda er nefnd að störfum í því máli. íslendingar höfðu mikU há- tíðahöld 1874 til að minnast 1000 ára byggðar. Þjóðin er nú bæði miklu fjölmennari og betur á vegi stödd til að geta á veglegan hátt reist einhvern þann bautastein, er hæfi sögu og starfi þeirra 30—40 kyn- slóða, sem haldið hafa uppi tungu, þjóðerni og ættstofnum þeirra er sigldu vestan um haf tU hins afskekkta eylands á norðurslóðum fyrir 1100 árum og „reistu sér byggðir og bú í blómguðu dalanna skauti". En 1974 er einnig annað merkUegt afmæli. Þá eru 100 ár siðan íslendingar fengu stjómarskrá og Alþingi með henni löggjafarvald sitt að nýju. Þetta er eicm stærsti og merldlegasti áfangi í sjálfstæð- isbaráttu þjóðarinnar. Kristján EX. Danakonungur gaf stjómarskrána út 5. janúar 1874 og gekk hún í gildi 1. ágúst sama ár. Með stjómarskránni var sett- ur sá rammi um mannréttindi og frelsi þegnanna um skipt- ingu löggjafarvalds, fram- kvæmdavalds og dómsvalds, sem að mestu er óbreytt enn í dag. Stjómarskránni hefur að vfeu nokkrum sinnum verið breytt, í fyrsta sinn 1903 áður en sérstakt stjómarráð var stofnað fyrir fsland í Reykja- vik og landsstjómin fékk að- setur sitt þar með fyrsta ís- -lenzkra ráðherranum. Aðrar breytingar sem gerðar hafa verið á stjómarskránni hafa verið aðallega um kosn- ingarétt og kjörgengi til Al- þingis og kjördæmaskipunina. Þá var stjómarskránni breytt fyrir lýðveldistökuna 1944, þeg- ar fsland hætti að vera kon- ungsríki en varð lýðveldi með bjóðkjörnum forseta sem þjóð- höfðingja. Þó ekki sé liðin nema tæp öld síðan fslendingar fengu sína fyrstu stjómarskrá þá hafa breytingarnar á öUum sviðum þjóðlífsins verið svo miklar á þessum tíma og ekki sízt síðan lýðveldið var stofnað, að flest- ir telja endurskoðun stjómar- skrárinnar og setningu nýrra stjórnskipunarlaga, sem tryggi þegnunum öll hin fyllstu mann- réttindi og bindi þeim að sama skapi skyldur við land og þjóð- félag. í þvf er eitt stærsta atriðið, að Alþingi geti orðið, eins og því ber að vera, skipað í samræmi við þjóðarviljann og að það ha<i ótvírætt í sínum höndum umboðsvald frá þjóð- inni tU að skipa málum henn- ar. Það væri vegleg gjöf Alþing- ís tU þjó'ðarinnar á 1100 ára afmæli íslandsbyggðar og í 100 Ágúst Þorvaldsson ára minningu fyrstu stjómar- skrárinnar að þá gengi í gUdi ný stjómarskrá, sem hefði að geyma ýmis ný ákvæði, sem þörf er á að taka upp. Karl Kristjánsson, fyrrv. alþingismaður, flutti á síðasta þingi er hann sat, 1966, tiUögu tfl þingsályktunar um endur- skoðuu stjómarskrárinnar. Benti Karl á nokkur atriði sér- staklega, er taka þyrfti tU at- hugunar. Var tiUagan rædd á þinginu en var ekki afgreidd. Gísli Guðmundsson flutti til- lögu þessa 1967, en ekki náði hún að komast tU nefndar. Á þingi því sem nú stendur yfir flytur Gísli tUIögu þessa enn og með þeim hætti að tU- greind era í henni 20 efnis- atriði, sem tekin skulu tU at- hugnnar. Hér verða ekki gerð að umtalsefni nema tvö af þess- um efnisatriðum. Hið fyrra er svohljóðandi: „Hvort ekki sé rétt að breyta kjördæmaskipuninni á þá leið, að landinu öUu verði skipt í ein menningskjördæmi, þar sem aðalmenn og varamenn verði kosnir saman óhlutbundnum kosningum, en uppbótarmenn engir." Hér er hreyft máli, sem aU- mikið hefur verið á dagskrá í tveimur stjórnmálaflokkum á síðustu árum. Upptök að því munu ungir Sjálfstæðismenn hafa átt á vettvangi sinna samtaka og virð ast einmenningskjördæmafyrir- komulagið hafa allmikið fylgt í þeirra röðum. Þetta mál hefur einnig nokk uð verið rætt meðal ungra Framsóknarmanna og mun eiga þar verulegan hljómgmnn, að koma hér á einmenningskjör- dæmum. Augu margra, ekki sízt yngri manna em að opnast fyrir því, að núverandi kjör- dæmaskipan er svo göUuð, að hún muni verða óhafandi til frambúðar. Þar kemur margt tU og þá ekki sizt hversu erfitt er fyrir þingmann, að hafa per- sónulegt samband við kjósend- ur í svo víðlendum kjördæm- um, sem oft er erfitt að ferð- ast um. Þá er hlutfaUskosningarfyr- irkomulagið og uppbótakerfið stórgaUað. HlutfaUskosningar bjóða upp á sundrangu og fjölgun flokka. Persónulegar kosningar í einmenningskjör- dæmum þrýsti mönnum tU sam starfs og er það reynsla í þeim löndum þar sem einmenn ingskjördæmi era. Þar eflist þingræði og lýðræði í fáum og stóram flokkum, en hlutfaUs- kosningar veikja lýðveldið með tilveru margra og smárra flokka, sem eiga erfitt nm að starfa saman. Uppbótarþingsæti til jöfnun ar mflli flokka er ákaflega gall- að fyrirkomulag frá Iýðræðis- legu sjónarmiði þeirra manna, sem vflja hafa sem mest bein áhrif með atkvæði sínu, því kjósendur eiga helzt ómögulegt með, þegar þeir framkvæma sína athöfn í kjörklefanum, að hafa áhrif á það hverjir það verða sem þessi sæti hreppa. Hinn almenni kjósandi á lang- hægast með að koma sínum persónulega vUja að í kosning- um þar sem valið er um menn og flokka í einmenningskjör- dæmum. Síðara efnisatriðið sem hér verðnr getið og lagt er tU í þingsályktunartiUögu Gísla Guðmundssonar, að sérstaklega verði athugað við endurskoðun stjórnarskrárinnar er: „Hvort ekki sé þörf lagasetningar um skyldur og réttindi þing- flokka". Þó svona sé tU orða tekið þá mun átt við stjórn- málaflokka yfirleitt. Allir þeir, sem em lýðræðis- sinnar, munu á einu máli um að stjórnmálaflokkar séu nauð- synlegiar stofnanir, þótt það geti verið skaðlegt að veita þeim þau þróunarskilyrði með kosningafyrirkomulaginu, að þeir geti orðið mjög margir. Þessi samtök, stjórnmála- flokkarnir. virðast hvorki hafa skyldur eða réttindi, a® minnsta kosti eru ekki til um slíkt nein lagaákvæði, sem opin bert gildi hafa, en auðvitað hafa allir flokkarnir sínar flokksreglur eða lög eins og önnur frjáls samtök manna. í seinni tíð virðist hafa þró- azt í landinu talsverð tor- tryggni til stjórnmálaflokkanna og þeirra sem þar era við stjómvölinn. Sjálfsagt er sú tortryggni og gagnrýni í garð flokkanna meira og minna sprottin af röngu tna'.i á störfum þeirra. Framháld á bls. 11 ÞRIÐJUDAGSGREININ J

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.