Morgunblaðið - 21.10.2005, Síða 4
Jordan
ekki spila-
fíkill
MICHAEL Jordan, sem er
einn þekktasti körfuknatt-
leiksmaður NBA-deildar-
innar frá upphafi, segir í
viðtali við bandarísku CBS-
sjónvarpsstöðina að hann
hafi gert heimskulega hluti í
veðmálum á sínum tíma er
hann var leikmaður með
Chicago Bulls. Viðtalið var
birt í þættinum 60 mínútur
en Jordan sagði m.a. að
keppnisskap hans og sigur-
vilji hefði farið illa með hann
hvað varðar heimsóknir
hans í spilavíti víðsvegar um
Bandaríkin en Jordan við-
urkennir ekki að hann hafi
átt við spilafíkn að stríða.
„Ég hef aldrei stofnað fram-
tíð fjölskyldu minnar í hættu
með því að leggja mikið und-
ir í spilum. Ég fór stundum
yfir strikið og sagði oft við
sjálfan mig þetta væri
heimskulegt,“ segir Jordan í
viðtalinu við CBS.
ÞAÐ er mikil spenna ríkjandi á
Evrópumótaröðinni hjá þeim
kylfingum sem eiga það á hættu
að missa keppnisrétt sinn á
mótaröðinni og þeir sem eru fyr-
ir neðan 116. sæti á peningalista
Evrópumótaraðarinnar þurfa að
leika á 3. stigi úrtökumótsins
fyrir Evrópumótaröðina sem
fram fer á Spáni um miðjan nóv-
ember.
Birgir Leifur Hafþórsson úr
GKG leikur á 2. stig úrtökumóts-
ins í byrjun nóvember á Spáni.
Það munar oft litlu hjá kylf-
ingum á Evrópumótaröðinni
hvað stöðu þeirra varðar á pen-
ingalistanum og Svíinn Robert
Karlsson er besta dæmið um það
en hann endaði í 77. sæti af þeim
79 sem komust í gegnum niður-
skurðinn á Madridarmóinu um
s.l. helgi. Þar með skaust Karls-
son upp í 116. sætið á peninga-
listanum og tryggði sér keppn-
isrétt að nýju á næsta ári en
Ástralinn Jarrid Moseley, sem
var í 116. sæti fyrir Madridar-
mótið, komst ekki í gegnum
niðurskurðinn. Karlsson fékk
109.062 kr. í verðlaunafé fyrir
árangur sinn í Madrid og þar
með hafði hann fengið 1.004 kr.
hærri upphæð í verðlaunfé á
keppnistímabilinu en Moseley og
sleppur Karlsson við 3. stig úr-
tökumótsins í nóvember en
Moseley þarf að leika á 3. stigi
úrtökumótsins til þess að komast
aftur inn á Evrópumótaröðina.
Moseley hefur þénað rúmlega
10.720.000 kr. á þessu tímabili á
Evrópumótaröðinni en það dugir
ekki til að þessu sinni.
„Þúsundkallinn“
skipti öllu máli
Ross Berlin umboðsmaður Wiesegir að forsvarsmenn LPGA
vilji gera allt til þess Wie verði með
enda eru fáir kylfingar sem hafa vak-
ið eins mikla athygli og hin 16 ára
gamla Wie sem gerðist atvinnumað-
ur í síðustu viku.
Carolyn Bivens, framkvæmda-
stjóri LPGA, segir að reglugerð um
Kraft Nabisco sé nú tveggja áratuga
gömul og það sé tímabært að endur-
skoða reglugerðina með það til hlið-
sjónar að sem flestir geti tekið þátt
og segir Bivens að allt bendi til þess
að Wie verði ein af mörgum sem fái
boð um að leika á mótinu.
Næsta keppnistíma-
bil á LPGA-móatröð-
inni verður nokkuð sér-
stakt hjá Wie en hún
hefur leyfi til þess að
þiggja boð á 6 mótum
en Opna bandaríska
meistaramótið og Opna
breska meistaramótið
gætu bæst við þá tölu.
Tiger Woods, efsti
maður heimslistans í
karlaflokki, fór svipaða
leið og Wie er hann
gerðist atvinnumaður á
sínum tíma en hann
varð að stóla á að fá boð
um að leika og átti
hann ekki í vandræðum með að fylla
þann kvóta. Mótshaldarar og PGA-
mótaröðin högnuðust verulega á
þátttöku Woods og hann hafði það
sem markmið að þéna nógu mikið á
mótaröðinni til þess að sleppa við að
fara í gegnum úrtökumótin á banda-
rísku mótaröðinni.
B.J. Wie, faðir Michelle Wie, segir
að stúlkan muni leggja áherslu á
námið samhliða atvinnumennskunni
en hann telur að valið verði erfitt hjá
Wie er kemur að því að velja þau mót
sem henni stendur til boða að taka
þátt í. „Það eru mörg fyrirtæki sem
hafa á undanförnum árum boðið
henni að taka þátt og
við munum að sjálf-
sögðu ekki gleyma
þeim,“ segir B.J. Wie.
Þess má geta að Mic-
helle Wie hefur nú þeg-
ar gert samninga við
Nike og Sony, sem
tryggja henni um 700
millj. kr. ári í laun og
þarf hún því ekki að
kvíða framtíðinni og ár-
angur hennar á golf-
vellinum mun ekki
skipta öllu máli næstu
fimm árin á meðan
samningarnir eru í
gildi.
Að vanda var Sigfús í eldlínunni ívörn Magdeburg í leiknum.
Þegar á leikinn leið rifnaði keppn-
istreyjan illa í átökum við einn leik-
mann Grosswallstadt. Varð Sigfús
að fara af leikvelli og fá treyjuna
límda saman með límbandi. Skömmu
síðar þegar hann var kominn til leiks
á ný urðu aftur stimpingar á milli
Sigfúsar og línumanns Grosswall-
stadt með þeim afleiðingum að við-
gerðin bilaði og treyjan rifnaði enn
með meira. Þá stöðvaði annar dóm-
arinn leikinn og sagði að hann gæti
ekki leyft Sigfúsi að leika áfram í
treyjunni eins og hún liti út, en hún
var í henglum. Sigfús fór út af en þar
var engin aukatreyja. Til þess að
bjarga málunum þar sem enn voru
sjö mínútur til leiksloka þá kastaði
einn stuðningsmaður Magdeburg
sinni peysu til Sigfúsar sem klæddist
henni umsvifalaust þótt hún væri í
minni kantinum. Sigfús gat því lokið
leiknum í lánskeppnistreyju með
nafni og númeri Arnórs Atlasonar á
bakinu.
Sigfús tekur á móti
landsliðshópnum
Sigfús mun ekki vera mikið á ferð-
inni með Magdeburgarliðinu á næst-
unni, þar sem hann fer til Póllands
og leikur þar á móti með íslenska
landsliðinu. Sigfús tekur á móti
landsliðshópi Íslands í Magdeburg á
mánudaginn kemur, þar sem lands-
liðið mun æfa í tvo daga áður en það
heldur til Póllands og tekur þar þátt
í móti með Pólverjum, Dönum og
Norðmönnum 27. til 29. október.
Landsliðshópur Viggós Sigurðs-
sonar, landsliðsþjálfara, er þannig
skipaður:
Birkir Ívar Guðmundsson, Hauk-
um, Hreiðar Guðmundsson, KA, og
Gísli Guðmundsson, ÍR, sem standa
vaktina í markinu.
Aðrir leikmenn eru Vignir Svav-
arsson, Skjern, Sigfús Sigurðsson,
Magdeburg, Markús Máni Mikaels-
son, Düsseldorf, Guðjón Valur Sig-
urðsson, Gummersbach, Snorri
Steinn Guðjónsson, GWD Minden,
Ólafur Stefánsson, Ciudad Real,
Einar Hólmgeirsson, Grosswall-
stadt, Alexander Petersson, Gross-
wallstadt, Jaliesky Garcia, Göppin-
gen, Róbert Gunnarsson, Gummers-
bach, Sigurður Eggertsson, Val og
Ernir Hrafn Arnarson, Aftureld-
ingu.
Sigurður, Ernir Hrafn og Gísli eru
nýliðar í landsliðshópnum.
Mikil átök á línunni í leik Grosswallstad og Magdeburgar
Sigfús
lauk leik í
treyju frá
áhorfanda
SIGFÚS Sigurðsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður
Magdeburg, fékk lánaða keppnistreyju frá einum stuðningsmanni
liðsins til þess að hann gæti lokið leiknum með samherjum sínum
gegn Grosswallstadt í þýsku 1. deildinni á þriðjudagskvöldið.
Morgunblaðið/Golli
Sigfús Sigurðsson, línumaðurinn sterki hjá Magdeburg.
Michelle Wie
þarf að stóla á
boðsmótin
FORSVARSMENN bandarísku kvennamótaraðarinnar í golfi leita nú
leiða til þess að koma Michelle Wie að í fyrsta stórmóti næsta árs á
LPGA-mótaröðinni, Kraft Nabisco. Wie sem er 16 ára gömul þarf að
stóla á að fá boð um að leika á LPGA-mótaröðinni næstu tvö ár en
hún fær ekki fullan keppnisrétt fyrr en hún hefur náð 18 ára aldri.
Michelle Wie
JAKOB Sigurðarson, landsliðs-
maður í körfuknattleik, lék vel með
þýska úrvalsdeildarliðinu
Bayer Leverkusen Giants gegn
Walter Tigers Tübingen á miðviku-
dagskvöld en Jakob skoraði 9 stig á
þeim 23 mínútum sem hann lék í
leiknum. Jakob skoraði þrjár þriggja
stiga körfur í leiknum úr fimm til-
raunum en að auki gaf hann 3 stoð-
sendingar og tók 3 fráköst. Banda-
ríski leikmaðurinn Brandon
Woudstra, sem lék með Njarðvíking-
um, er einnig í herbúðum Leverkus-
en og skoraði hann 11 stig í leiknum
en hann lék í 30 mínútur. Leverkusen
tapaði leiknum naumlega, 89:87, en
liðið er í áttunda sæti deildarinnar
með tvo sigra og eitt tap.
SPÆNSKI kylfingurinn Jose
Maria Olazabal, sem er fertugur að
aldri, ætlar sér að leika það vel á
næstu mánuðum að hann verði valinn
í Ryderlið Evrópu á næsta ári er
keppnin fer fram á K-Klub á Írlandi.
Það eru sex ár síðan að Olazabal var
síðast í Ryderliði Evrópu og var hann
í aðalhlutverki í einu af eftirminnileg-
ustu atvikum keppninnar frá upphafi.
ÞAR fögnuðu kylfingar bandaríska
liðsins gríðarlega er Justin Leonard
setti niður gríðarlega langt pútt í við-
ureign sinni gegn Olazabal, og fóru
kylfingar bandaríska liðsins inn á
flötina til þess að fagna áður en
Olazabal hafði lokið leik á holunni.
Framkoma bandaríska liðsins þótti
ekki viðeigandi en Olazabal náði ekki
að setja sitt pútt ofan í og bandaríska
liðið fór með sigur af hólmi.
OLAZABAL er sem stendur í
fimmta sæti á lista yfir þá sem hafa
flest Ryderstig en hann tekur þátt í
Mallorca-mótinu á Spáni. Á meðal
keppenda á mótinu eru Sergio
Garcia frá Spáni sem hefur titil að
verja, Daninn Anders Hansen og
enski kylfingurinn Nick Dougherty.
„Það skipta öll mót máli fyrir okkur
sem ætlum okkur að komast í Ryder-
liðið, enda söfnum við stigum á
hverju móti og það vilja allir fá sem
flest Ryderstig og komast í 10 manna
hóp sem er sjálfvalinn í liðið,“ sagði
Olazabal en hann valdi að taka þátt í
þremur mótum á Evrópumótaröðinni
í stað þess að leika á bandarísku
mótaröðinni.
FÓLK