Morgunblaðið - 24.10.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.10.2005, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nei – nei – Geir minn, okkur framsóknarmönnum er orðið svo illt í bakinu. Mannekla á leikskól-um er árleg aðsögn leikskóla- stjóra en fulltrúar leik- skóla sveitarfélaga sem Morgunblaðið ræddi við segja ástandið sérlega slæmt þetta haust, en þó er ástandið misjafnt eftir sveitarfélögum. Kenna þeir um þenslu í þjóðfélag- inu og lausum kjarasamn- ingum ófaglærðra sem nú er unnið að að ljúka. Ástandið á leikskólunum virðist ekki eins slæmt og það var fyrst í haust en engu að síður þarf daglega að loka deildum á tveimur leikskólum í Kópavogi þar sem líklega vantar starfsmenn í um fjórtán stöðugildi. Enn er eftir að manna í 72 stöðu- gildi hjá leikskólum Reykjavíkur, þar af 60 stöðugildi leikskólakenn- ara, 3,5 stöðugildi í sérkennslu og 2,5 stöðugildi deildarstjóra. 71 barn bíður eftir plássi vegna mann- eklu. Fyrir tveimur vikum biðu 86 börn eftir leikskólaplássi og hefur þeim því fækkað um fimmtán. 34 leikskólar eru fullmannaðir, í 19 leikskóla vantar eingöngu í eitt stöðugildi og jafn marga leikskóla vantar starfsfólk í 1–2 stöðugildi. Fimm leikskóla vantar starfsfólk í þrjú eða fleiri stöðugildi. Í Garða- bæ vantar í um 2–3 stöður svo leik- skólarnir séu fullmannaðir og vel hefur tekist til að manna leikskóla Hafnarfjarðar. Enginn stöðugleiki Dagrún Ársælsdóttir, formaður faghóps leikskólastjóra, skrifar í Morgunblaðið nýverið að starfs- mannaekla sé nokkuð sem leik- skólastjórar þurfa að takast á við allt að þrisvar sinnum á leikskóla- árinu; að hausti, um áramót og að vori. Stöðugleiki í starfsmanna- haldi hafi ekki verið til margra ára í leikskólum. „Ástandið hefur margs konar margfeldisáhrif. Þeir starfs- menn sem halda starfinu uppi verða örþreyttir og þá fer veik- indadögum að fjölga en þeir eru viðvarandi vandamál í leikskólum. Neikvæð umræða hefur slæm áhrif á sjálfsmynd starfsmanna og það getur haft áhrif á allt leikskóla- starfið. Skipuleggja verður hvern dag fyrir sig, jafnvel fjóra tíma í senn, til að faglegt starf gæti farið fram og að öryggi barnanna sé tryggt. Leikskólastjórar hafa ekk- ert fjárhagslegt svigrúm til að svara samkeppni og borga fólki hærri laun en kjarasamningar segja til um. Þetta er aðeins brot af því sem leikskólastjórar þurfa að fast við.“ Mönnun gengur hægt Sesselja Hauksdóttir, leikskóla- fulltrúi Kópavogsbæjar, segir ganga hægt að manna í allar stöður þeirra sextán leikskóla sem bærinn rekur. Hún segir ástandið hafa valdið alvarlegum röskunum í starfinu. Leikskólar í nýjustu hverfunum loki daglega deildum og vísi börnum heim. Skólar í eldri hverfum glíma þó sumir einnig við mikinn vanda. Sesselja segir stöð- una mjög viðkvæma, ekkert megi út af bregða. Vandræði skapist ef veikindi koma upp. Hún segir ástandið verra nú en undanfarin ár sem m.a. helgist af því að samn- ingar við ófaglærða starfsmenn hafa verið lausir. „Þetta hefur vald- ið óróleika og erfiðleikum.“ Hún segir þó þensluna á höfuðborgar- svæðinu hafa mikið að segja. Hún bendir á að ástandið á leikskólun- um nú hafi mikil margfeldisáhrif út í þjóðfélagið. Ef ekki tekst að ráða starfsmenn þurfi að fresta því að taka inn ný börn á leikskólana sem skapi svo aftur vandræði fyrir for- eldra þeirra. Þó börnin hafi fengið úthlutað á réttum tíma og séu tekin út af biðlistum, fái þau ekki pláss á sínum leikskóla af þessum sökum. „Ef tekst að ráða einn starfsmann er hægt að taka inn fjögur til fimm börn,“ tekur Sesselja sem dæmi. „Þá er hægt að ráða fjóra til fimm [foreldra] í störf annars staðar.“ Sesselja segir stöðuna mjög flókna. Hún segir erfitt að meta hversu mörg börn bíði eftir að komast inn á leikskóla vegna manneklu, t.d. vegna þess að í sum- um tilvikum eru börn þegar á leik- skóla en eru að bíða eftir að verða færð á milli skóla. Þá hefur ekki tekist að fullmanna nýjan leikskóla sem á að opna í Vatnsendahverfinu á næstunni. Sesselja segir að hend- ur bæjaryfirvalda séu bundnar af kjarasamningum og því erfitt að lokka fólk til starfa með launaupp- bótum. „Launanefnd sveitarfélaga semur fyrir mörg sveitarfélög í einu og það er erfitt fyrir eitt sveit- arfélag að skera sig þar úr.“ Ástandið er mun betra í Hafn- arfirði að sögn Magnúsar Baldurs- sonar fræðslustjóra. Ekki hafi þurft að loka deildum eða fresta því að taka börn inn á leikskólana. Hann segir þó hafa verið hreyfingu á starfsfólkinu og því annað slagið vantað í stöður en þau mál hafi tek- ist að leysa. Hann segir erfitt að átta sig á hvað valdi því að staða Hafnarfjarðar er betri hvað þetta varðar en í mörgum nágranna- sveitarfélaganna. Ekki sé hægt að sjá mun eftir hverfum hvað varðar mönnun skólanna. Magnús segir að nú séu um 40% þeirra sem starfa á leikskólum faglærðir. Hlutfallið hafi verið að aukast en að stefnt sé enn hærra. Fréttaskýring | Misjafnlega gengur að manna leikskóla á höfuðborgarsvæðinu Margföld áhrif manneklunnar Lausir samningar við ófaglærða starfs- menn valda óróleika á leikskólunum Mönnun gengur misvel á leikskólum. Um 52% starfsmanna leikskóla háskólamenntuð  Leikskólakennarar eru nú um 32,2% af starfsfólki í leikskólum Reykjavíkur. Þetta eru 532 ein- staklingar í 448 stöðugildum. 12% starfsfólksins eru með aðra háskólamenntun. Stöðugildi þeirra eru 154. Ófagmenntað starfsfólk í Eflingu er í um 547 stöðugildum eða 48%. Eru þá dregin frá stöðugildi afleys- ingafólks. 1. október voru 1.655 starfsmenn í 1.269 stöðugildum í leikskólunum fyrir utan starfs- menn í mötuneytum og við ræst- ingar. Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is Hvatning á baráttuhátíð kvenna 24. október 2005 Landsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, haldinn í Reykjavík 21.- 23. október 2005, sendir konum baráttukveðjur í dag. Jafnframt hvetja landsfundarmenn konur til að leggja niður störf klukkan 14:08 til að sýna með táknrænum hætti mun á atvinnutekjum karla og kvenna, og sömuleiðis til þátttöku í viðburðum dagsins um land allt. Þrátt fyrir að þrjátíu ár séu liðin frá því að íslenskar konur vöktu heimsathygli fyrir baráttuhug og samstöðu, er enn langt í land. Stórátak þarf til að rétta hlut kvenna hvort sem er á vinnumarkaðinum, í stjórnmálum eða inni á heimilunum. Þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hafa lagt fram fjölmörg mál á síðustu árum til að þoka samfélaginu í átt til jafnréttis. Má þar nefna frumvarp um vernd fórnarlamba og vitna til að vinna gegn mansali; frumvarp um brottvísun og heimsóknarbann á ofbeldismenn til að vinna gegn heimilisofbeldi; frumvarp um að kaup á vændi verði refsiverð; frumvarp um undanþágu á skilyrðingu dvalarleyfis við maka þegar ofbeldi er undirrót skilnaðar; tillögu um bætt starfsumhverfi fyrir kvennahreyfinguna á Íslandi og frumvarp sem veitti Jafnréttisstofu heimild til að leita í gögnum fyrirtækja og beita refsingum ef kynjunum er mismunað í launum. Ein háværasta krafan á baráttufundum 24. október 2005 verður um að útrýma kynbundnum launamun. Undir þessa kröfu tekur landsfundur Vinstri grænna og leggur áherslu á nauðsyn þess að endurmeta og hækka laun þeirra sem gegna umönnunarstörfum, en það eru nánast alfarið konur. Landsfundurinn minnir á að í 65. gr. stjórnarskrárinnar er kveðið á um að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis og að konur og karlar skuli njóta jafns réttar í hvívetna. Engu að síður nemur kynbundinn launamunur 14-18%. Sú staðreynd misbýður réttlætiskennd okkar. Það er ekki hægt að sætta sig við að heildaratvinnutekjur kvenna séu aðeins 64,5% af atvinnutekjum karla. Það er ekki hægt að sætta sig við að 30% einstæðra mæðra hafi framfærslu af tekjum undir fátæktarmörkum. Það er ekki hægt að sætta sig við að störf karla séu meira metin en störf kvenna. Ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa hundsað þessar staðreyndir og ekkert aðhafst þrátt fyrir fjálglega orðaðar jafnréttisáætlanir og yfirlýsingar. Landsfundur Vinstri grænna krefst beinskeyttra aðgerða gegn kynbundnum launamun og kynbundnu ofbeldi. Baráttunni má aldrei linna fyrr en fullu jafnrétti er náð. Vinstri hreyfingin - grænt framboð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.