Morgunblaðið - 24.10.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.10.2005, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT UPPGANGUR efnahagslífsins í Kína hefur verið ævintýri líkastur á undanförnum árum enda eiga margir hagfræðingar varla orð til að lýsa því, sem þar er að gerast. Á þessu er þó önnur hlið og dekkri: Hagvöxturinn í Kína er að verða mesta umhverfis- ógn, sem um getur fyrr og síðar. Frá þessu segir í nýrri skýrslu frá Greenpeace, samtökum grænfrið- unga, en í henni kemur fram, að Kína eigi nú langmestan þátt í eyðingu regnskóganna víða um heim. Þangað eru nú flutt fimm af hverjum 10 harð- viðartrjám, sem felld eru að því er segir í úttekt breska dagblaðsins The Independent á skýrslunni. Það er ekki aðeins, að hagvöxtur- inn í Kína ýti undir aukna skógareyð- ingu, heldur eru Kínverjar orðnir fremstir í neyslu og notkun fjögurra af fimm helstu nauðsynjunum í iðn- ríkjum nútímans. Þeir nota mest allra af korni, kjöti, kolum og stáli og draga óðfluga á Bandaríkjamenn í olíunotkun. Kínversk raforkuver eru að lang- mestu leyti kolakynt og innan skamms mun Kína verða komið fram úr Bandaríkjunum sem mesta meng- unarríkið. Þá mun berast út í and- rúmsloftið svo mikið af koltvísýringi og öðrum gróðurhúsalofttegundum, að allt, sem gert verður til að minnka útblásturinn annars staðar, mun blikna í samanburði. 99 millj. olíuföt á dag Lester Brown, kunnur, bandarísk- ur umhverfissérfræðingur, segir, að haldi hagvöxturinn í Kína áfram af sama krafti, muni mannkynið standa frammi fyrir þurrausnum auðlindum byggist ekki á brennslu lífrænna efna, ekki á einkabílnum og öðru bruðli, heldur á endurnýjanlegum orkugjöfum, miklu margbreytilegra samgöngukerfi og á endurvinnslu. Þetta verðum við að gera ef viljum, að siðmenningarsamfélagið lifi af. Að öðrum kosti mun það farast.“ Ónothæft vatn Lítið hefur verið fjallað um áhrif kínverska efnahagsundursins á tak- markaðar auðlindir jarðar og lífríkið annars staðar en skaðinn, sem orðið hefur í Kína sjálfu, dylst engum. Pan Yue, aðstoðarumhverfisráð- herra Kína, sagði í viðtali fyrr á árinu, að 10 menguðustu borgir í heimi væru í Kína; að súrt regn félli nú í þriðjungi landsins; að helmingur vatnsins í sjö stærstu fljótunum væri „algerlega ónothæfur“; að fjórðungur Kínverja hefði ekki aðgang að hreinu vatni og að þriðjungur borgarbúa andaði að sér menguðu lofti. Getur ekki gengið upp „Niðurstaðan af þessu er einfald- lega sú, að vestrænt hagkerfi getur ekki gengið upp í Kína. Að vísu er erf- itt að gagnrýna Kínverja, þeir eru bara að gera það, sem við höfum gert, en þetta getur bara ekki gengið upp. Ekki í Kína, ekki á Indlandi og ekki hjá hinum þremur milljörðunum í þróunarríkjunum. Og þá er komið að því að segja, að það mun ekki ganga upp hjá okkur heldur. Við stöndum frammi fyrir því að þróa nýtt hagkerfi. Hagkerfi, sem miklu fyrr en nokkurn óraði fyrir. Sameinuðu þjóðirnar spá því, að mannfjöldi í Kína verði 1,45 milljarð- ar árið 2031 og miðað við 8% árlegan hagvöxt verður kaupgeta Kínverja þá orðin svipuð því, sem nú er í Banda- ríkjunum. „Kornþörf Kínverja mun þá svara til tveggja þriðju af kornneyslu alls heimsins nú. Ef olíunotkunin verður hlutfallslega sú sama og í Bandaríkj- unum nú, verður hún 99 millj. olíufata á dag. Nú er heimsframleiðslan 84 millj. olíufata og mun líklega ekki aukast mikið. Verði pappírsnotkunin svipuð og í Bandaríkjunum nú, verður hún helm- ingi meiri en nú er framleitt. Verði bílarnir þrír fyrir hverjar fjórar manneskjur eins og í Bandaríkjun- um, verður fjöldinn 1,1 milljarður en er nú 800 millj. í öllum heimi,“ segir Brown, sem hefur fylgst vel með þró- un umhverfismála í heiminum síðast- liðin 30 ár. Kínverska uppsveiflan mesta umhverfisógnin Veldur skógareyðingu og gífurlegri mengun. Heimsframleiðslan nú á olíu, pappír og korni mun ekki duga Kínverjum einum árið 2031 Reuters Bílaumferðin í Kína þyngist stöðugt og í Peking er jafnaðarlega lýst yfir neyðarástandi vegna mengunar. ’Þetta verðum við aðgera ef við viljum, að siðmenningarsam- félagið lifi af. Að öðrum kosti mun það farast.‘ Lagos, Abuja. AP, AFP. | Nígerísk farþegaþota af gerðinni Boeing 737 hrap- aði í gær skömmu eftir flugtak í Lagos, stærstu borg Nígeríu. Um borð voru 117 manns, 111 far- þegar og sex manna áhöfn, og samkvæmt fréttum frá Rauða kross- inum í Nígeríu komst enginn lífs af. Abilola Oloko, talsmað- ur Oyo-ríkis þar sem flug- vélin hrapaði, sagði, að mikið björgunarstarf væri komið af stað og hafði eftir þeim, sem komu fyrstir á vettvang, að meira en helmingur fólksins um borð hefði komist lífs af. Fulltrúar Rauða krossins, sem einn- ig voru komnir á slysstaðinn, sögðu hins vegar, að enginn hefði fundist á lífi. Talsmaður almannavarnastofn- unar ríkisins staðfesti það og sagði, að vélin hefði augljóslega steypst beint til jarðar því að hún hefði sundrast í smátt og „plægst ofan í jörðina“. Þotan var í eigu nígeríska flug- félagsins Bellview og var haft eftir talsmanni þess, að samband milli flugvélar og flugturns hefði rofnað fimm mínútum eftir flugtak. Sagði hann, að ferðinni hefði verið heitið til borgarinnar Abuja en það er 50 mín- útna flug. Nígeríska ríkissjónvarpið sagði hins vegar, að flugstjórinn hefði sent frá sér neyðarkall áður en vélin hvarf af ratsjá og þá verið 24 km vestur af Lagos og yfir hafi. Bellview-flugfélagið er með nokk- urn flota af Boeing 737-þotum og hefur verið í rekstri í 10 ár. Hefur það gott orð á sér og er þetta fyrsta slysið í sögu þess. Sagt er, að háttsettir embættis- menn hafi verið með þotunni, sem hrapaði, en engar áreiðanlegar frétt- ir voru um það í gær. Þá kunna ein- hverjir útlendingar að hafa verið með og voru ræðismenn og sendi- herrar margra ríkja að kanna það í gær. Enginn komst lífs af er þota fórst Reuters Menn virða fyrir sér skilríki sumra þeirra, sem fórust með flugvélinni. UNG stúlka kveikir á kerti í minningu þeirra, sem létu lífið í Dubrovka- leikhúsinu í Moskvu 23. október fyrir þremur árum. 130 manns létu lífið er rússneskir sérsveitamenn réðust inn í húsið en þá hafði það verið á valdi skæruliða frá Tétsníu í nokkra daga. Reuters Harmleiksins í leikhúsinu minnst DAUÐAR endur sem fundust í Esk- ilstunaánni í Svíþjóð í lok síðustu viku reyndust ekki sýktar af þeirri tegund fuglaflensuveiru sem getur borist í menn, H5N1, að því er sænskir fjölmiðlar höfðu eftir emb- ætti yfirdýralæknis (SVA) í Svíþjóð í gær. Um veikari tegund inflúensu er að ræða en sú tegund er algeng hjá öndum. SVA staðfesti því að fugla- flensuveiran sem gengið hefur í Asíu og fannst nýlega í Evrópulöndunum Tyrklandi og Rúmeníu hefur ekki fundist í Svíþjóð. Niðurstöðunnar var beðið í gær en fréttirnar á laug- ardag ollu nokkrum óhug og niður- staðan í gær létti að sama skapi, eins og m.a. mátti heyra á talsmönnum sveitarfélagsins í fjölmiðlum. Um tíu endur fundust dauðar og voru fjórar sendar í rannsókn. Á laugardag bárust þau skilaboð að a.m.k. ein þeirra væri sýkt af ein- hvers konar inflúensu. Í gær kom í ljós að veiran sem fannst í öndinni væri af gerðinni H5 en meinlaus bæði mönnum og öndunum sjálfum. Á þessum tíma árs er eðlilegt að 20– 30% villta andastofnsins smitist af þeirri tegund, að því er m.a. kemur fram í fréttatilkynningu frá SVA. Leitað að banameininu Endurnar drápust því ekki af völdum veirunnar en SVA mun áfram rannsaka hvað varð þeim að bana. Í gær fundust fimm dauðar endur til viðbótar í ánni við Eskilst- una, sem er um 90 þúsund manna sveitarfélag í um 100 km fjarlægð frá Stokkhólmi á austurströnd Svíþjóð- ar, en heilbrigðisyfirvöld sögðu ekki ástæðu til að rannsaka þær líka. Fuglabændum í Svíþjóð hefur verið ráðlagt að yfirfara smitvarnir og forðast að láta fugla vera utanhúss. Þær ábendingar gilda áfram að því er m.a. kemur fram í tilkynningu frá embætti yfirdýralæknis. Svíar varpa öndinni léttar Ekki flensa af H5N1-stofni í dauðum öndum Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@telia.com Brussel. AFP. | Hart var lagt að fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins í gær að banna alla innflutning á lifandi fugli en nú er ljóst, að páfagaukur, sem drapst í sóttkví í Bretlandi, var með fuglaflensu af hættulegum stofni. Páfagaukurinn var fluttur inn frá Súrinam í Suður-Ameríku en þar hef- ur fuglaflensu af stofni H5N1 ekki orðið vart. Það er því talið sennilegt, að hann hafi sýkst í sóttkvínni en þar var hann með fuglum, sem fluttir höfðu verið inn frá Taívan. Er nú ver- ið að rannsaka það. Leggja Bretar nú hart að ESB að banna innflutning á lifandi fugli og er búist við ákvörðun um það á morgun, þriðjudag. Slíkt bann er raunar nú þegar í gildi gagnvart þeim ríkjum þar sem fuglaflensan hefur komið upp, til dæmis Rúmeníu, Rússlandi, Taílandi og Tyrklandi. Í dag munu sérfræðingar frá 50 ríkjum koma saman í Kaupmanna- höfn til að bera saman bækurnar og ræða viðbrögð við fuglaflensunni en óttast er, að veira geti stökkbreyst hvenær sem er og farið að berast á milli manna með þeim afleiðingum, að úr verði heimsfaraldur. Hvatt til banns við innflutningi ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.