Morgunblaðið - 27.10.2005, Síða 1

Morgunblaðið - 27.10.2005, Síða 1
G O TT F Ó LK M cC A N N VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS mbl.is  NÝR SEÐLABANKASTJÓRI BANDARÍKJANNA | 6 SPROTAFYRIRTÆKI  SVIPMYND: DÖGG HJALTALÍN | 16 Hvítir sokkar í Hvíta húsinu SPROTARNIR GALDRA FRAM FJÁRMAGN Finnst gam- an að tala ÞETTA HELST… HEILDARÚTGÁFA skuldabréfa í íslenskum krónum erlendis er kom- in yfir 100 milljarða króna. Þetta gerðist þegar Alþjóðabankinn gaf út skuldabréf fyrir 3 milljarða króna til tveggja ára með 8% föst- um vöxtum í gær. Frá þessu er greint í Vegvísi greiningardeildar Landsbanka Íslands í gær. Fram kemur í Vegvísinum að Al- þjóðabankinn hafi tekið virkan þátt í útgáfu samskonar skuldabréfa í öðrum hávaxtagjaldmiðlum. Nú þegar Alþjóðabankinn hafi bæst í hóp erlendra útgefenda á skulda- bréfum í íslenskum krónum megi gera ráð fyrir að enn sé nokkuð í að þessari útgáfu linni. Á aðeins tveimur mánuðum nemi útgáfan um 10% af vergri landsframleiðslu Íslands. Skuldabréfaút- gáfan komin yfir 100 milljarða BOGI Pálsson, stjórnarformaður Flögu Group, segir ekki enn ljóst hversu mörgum starfsmönnum Flögu Medcare verður sagt upp störfum vegna skipulagsbreytinga hjá fyrirtækinu. Hann segir ljóst að einhverjar til- færslur verði á störfum hér heima og erlendis en fyrir þeim verði gerð nánari grein í dag, um leið og félagið birti upp- gjör þriðja ársfjórðungs. Vildi hann ekki staðfesta fregnir fjöl- miðla um að 40 manns yrði sagt upp. Flaga skýrir málin í dag KAUPHÖLL Íslands mun í des- ember hleypa af stokkunum nýjum hlutabréfamarkaði, iSEC, sem verð- ur sérstaklega hannaður fyrir minni og meðalstór fyrirtæki, í hvaða grein sem er, sem sjá fram á mikinn vöxt. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir iSEC vera kjörinn vettvang fyrir sprota- fyrirtæki en fjárfestingaþingið Seed Forum verður haldið hér á landi á morgun, föstudag. „iSEC er hlutabréfamarkaður fyrir framsækin fyrirtæki, frum- kvöðlafyrirtæki í örum vexti og er leið þeirra á hlutabréfamarkað sem ekki er háður jafn ströngum skil- yrðum eins og á aðalmarkaði en veitir með skipulögðum hætti upp- lýsingar um reksturinn,“ segir Þórður. Tvö uppgjör á ári Þannig þurfa fyrirtæki á iSEC- markaðnum að gefa upplýsingar um afkomu tvisvar á ári, auk annarra upplýsinga sem geta haft verðmót- andi áhrif á hlutabréf í fyrirtækinu. Aftur á móti eru ekki sett takmörk á stærð fyrirtækja sem skrá sig á iSEC-markaðinn, lengd rekstrar- sögu eða dreifingu eignarhalds. Þá gilda ekki ákvæði um yfirtöku- skyldu. Stefnt er að því að opna iSEC markaðinn í desember en Þórður segir að það fari eftir þátttöku fyr- irtækja. Markaðurinn verður opinn innlendum jafnt sem erlendum fyr- irtækjum en meginsjónarmiðið er að sögn Þórðar að veita innlendum fyrirtækjum þessa þjónustu. Hann bendir á að Kauphöll Íslands muni eiga í harðri samkeppni við kaup- hallir í nágrannalöndunum á þessu sviði, enda sé nú verið að stofna áþekka hlutabréfamarkaði víðs veg- ar í Evrópu. „Fyrirmynd markaðar- ins er AIM-markaðurinn (Alterna- tive Investments Market) í kauphöllinni í London. Það er mark- aður með minni kröfur en gerðar eru til fyrirtækja á aðalmarkaðnum. Þá er ráðgert að opna svipaðan markað í Danmörku í desember, auk þess sem slíkir markaðir eru í bígerð í Noregi og Þýskalandi.“ Góður kostur Fyrirhugaður er samstarfssamning- ur milli Kauphallarinnar og Seed Forum Iceland sem byggist á að Kauphöllin merki sérstaklega Seed Forum-fyrirtæki sem skrá sig á iSEC. Þórður telur að iSEC geti orðið góður kostur fyrir sprotafyr- irtæki, ekki síst þau sem taka þátt í Seed Forum. „Seed Forum fyrirtæki, bæði inn- lend og erlend, hafa sýnt þessum vettvangi áhuga og því munum við kynna þeim markaðinn sérstaklega. Við viljum gjarnan fá þessi fyrir- tæki á markaðinn. Velta á slíkum mörkuðum er vitanlega ekki jafn- mikil og á aðalmarkaðnum og þess vegna er ekki víst að velta með bréf- in verði í öllum tilfellum mjög mikil. En áhugi á fyrirtækjunum fer alltaf eftir þeim árangri sem þau ná. Markaðurinn verður þannig kjörinn vettvangur fyrir fjárfesta að nálgast fyrirtækin,“ segir Þórður Friðjóns- son. Kauphöll Íslands opnar nýjan hlutabréfamarkað Markaðurinn hannaður sérstaklega fyrir minni og meðalstór fyrirtæki í örum vexti Eftir Helga Mar Árnason hema@mbl.is Morgunblaðið/ÞÖK Nýr markaður Kauphöll Íslands áformar að opna nýjan hlutabréfamarkað í desember fyrir sprotafyrirtæki og önnur minni og meðalstór fyrirtæki.  Sprotafyrirtæki | 8–13 Fimmtudagur 27. október 2005

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.