Morgunblaðið - 27.10.2005, Side 2
2 B FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Viðskiptablað Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang
vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Agnes Bragadóttir, fréttastjóri,
agnes@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110
Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins
Skammtímasjó›ur er fjárfestingarsjó›ur skv. lögum nr. 30/2003, um ver›bréfasjó›i og fjárfestingarsjó›i.
Rekstrarfélag sjó›sins er Rekstrarfélag Kaupflings banka hf. Fjárfestingarsjó›ur telst vera áhættusamari
fjárfesting en ver›bréfasjó›ur skv. lögunum. Meiri áhætta fjárfestingarsjó›s er fólgin í r‡mri
fjárfestingarheimildum sem geta m.a. leitt til minni áhættudreifingar en í ver›bréfasjó›i. Nánari
uppl‡singar um framangreint má nálgast í útbo›sl‡singu e›a útdrætti úr útbo›sl‡singu sjó›sins í
útibúum KB banka e›a á www.kbbanki.is.
* Nafnávöxtun sl. 12 mánu›i m.v. 31.08.2005
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
18
0
8
8
– kraftur til flín!
S K A M M T Í M A S J Ó ‹ U R
9,2%
*
Skammtímasjó›ur er gó›ur kostur fyrir flá sem vilja
áhættulitla fjárfestingu og verja sig gegn ver›bólgu.
Enginn munur er á kaup- og sölugengi eftir 30 daga.
Innstæ›an er alltaf laus til útborgunar.
!
!
!
!
"
"
! !#$!
%
&
&
'"
( ("
%
&
&
( ( (
" %
&
&
( ( ( %
&
&
( (
" ! !#$!
! !#$!
! !#$!
SÆNSKA fjármálaeftirlitið, FI,
hefur veitt Kaupthing fonder, eigna-
stýringarfélagi Kaupþings í Svíþjóð,
áminningu. Málavextir eru þeir að í
tveimur af sjóðum sínum hafði
Kaupthing fonder óskráð félag,
Airsonett AB, sem á þriggja ára
tímabili var reiknað inn í sjóðina
miðað við kaupverð. Á tímabilinu
lækkaði virði félagsins hins vegar
verulega, samkvæmt vef Dagens
Industri.
Að lokum neyddist Kaupthing
fonder svo til þess að afskrifa 96%
af virði eignarhlutans í Airsonett
sem varð til þess að gengi sjóðanna
lækkaði um 4%. Afleiðingin er sú að
fjárfestar í sjóðunum keyptu og
seldu hluti í þeim á röngu verði sem
að mati FI er mjög ámælisvert.
Annað sem FI gerir athugasemd
við er að Kaupthing Fonder mis-
munaði hluthöfum í sjóðunum og
varaði stærstu hluthafa við daginn
áður en afskriftirnar tóku gildi
þannig að þessum hluthöfum var
gefinn möguleiki á að selja hlut á
fullu verði. Þannig báru einungis
smærri hluthafar skaðann.
Vinnureglum var breytt
Í fréttatillkynningu frá Kaupþingi í
Svíþjóð kemur fram að málið sé litið
alvarlegum augum hjá félaginu en
heildarupphæðin sem um er að
ræða er ríflega 1 milljón sænskra
króna.
Kjell Thelenius, forstjóri Kaup-
thing fonder, segir í samtali við
Morgunblaðið að vinnureglum hafi
verið breytt á árinu 2003 til þess að
koma í veg þetta komi ekki fyrir aft-
ur. „Þeir sem hafa orðið fyrir tjóni
geta haft við okkur samband og við
munum skoða hvert mál fyrir sig
varðandi bætur,“ segir Thelenius.
„Þetta mál kemur tiltölulega
fljótlega upp eftir yfirtöku okkar á
JP Nordiska. Við tókum á málinu
og höfum tryggt að svona nokkuð
gæti ekki endurtekið sig,“ segir
Jónas Sigurgeirsson, forstöðumaður
fjárfestatengsla hjá KB banka.
Dótturfélag KB banka
í Svíþjóð áminnt
Áminning Eignastýringafélag Kaupþings í Stokkhólmi, Kaupthing fonder, hefur fengið áminningu.
Eftir Guðmund Sverri Þór
sverrirth@mbl.is
ÍSLENSKU markaðsverðlaunin,
ÍMARK, verða afhent á morgun í
fimmtánda sinn. Athöfnin fer fram á
Apóteki Grill-Bar og hefst kl. 12.
Verðlaunin eru veitt ár hvert þeim
fyrirtækjum sem hafa skarað fram
úr í markaðsmálum.
Þrjú fyrirtæki hafa verið tilnefnd
til markaðsverðlaunanna í ár, þ.e.
hugbúnaðarfyrirtækið CCP, Síminn
og Stöð 2. Einnig fer fram val á
markaðsmanni ársins, en þeir ein-
staklingar sem hafa fengið þau verð-
laun síðustu ár eru m.a. Björgólfur
Thor Björgólfsson, Magnús Schev-
ing, Þórólfur Árnason, Bogi Pálsson
og Sigurður Helgason. Ræðumaður
dagsins verður Svafa Grönfeldt, að-
stoðarforstjóri Actavis Group, og
verðlaunin afhendir Ólafur Ragnar
Grímsson, forseti Íslands.
ÍMARK-verð-
launin á morgun
AKTIESPARARNA, samtök fjár-
festa í Svíþjóð, hafa á einni viku
fengið umboð ríflega 10 þúsund
hlutafjáreigenda í tryggingafélag-
inu Skandia til þess að hafna yf-
irtökutilboði s-afríska trygginga-
félagsins Old Mutual í Skandia.
Ljóst er að tilboðsferlið hefur
ekki gengið eins vel og Old Mutual
hefði óskað sér en hingað til hafa
hluthafar sem eiga 14,5% af heild-
arhlutafé Skandia hafnað tilboðinu.
Talsmenn Aktiespararna telja of
snemmt að segja hversu mikið
hlutafé um er að ræða en samtökin
eru áhrifamikil í sænsku viðskipta-
lífi og því ljóst að róður Old Mutual
á eftir að þyngjast enn frekar.
Enn þyngist
róðurinn hjá
Old Mutual
STJÓRN Og fjarskipta hf. hefur
boðað til hluthafafundar í næstu
viku og er lagt til að nafni félags-
ins verði breytt í Dagsbrún hf.
Fyrir nokkru
var sú fyrir-
ætlan að
breyta nafninu
gerð opinber.
Jafnframt
er lagt til að
stjórninni
verði veitt
heimild til
þess að hækka
hlutafé félags-
ins um allt að
einum millj-
arði króna að
nafnverði.
Skarphéðinn Berg Steinarsson,
stjórnarformaður Og fjarskipta,
segir í samtali við Morgunblaðið
að Dagsbrún hyggist auka eignir á
komandi misserum á þeim sviðum
sem félagið starfar, þ.e. fjölmiðlun
og fjarskiptum. Hann segir að
engin tiltekin verkefni séu fyrir-
huguð þótt alltaf sé ýmislegt í
skoðun.
„Það eru ýmis sóknarfæri í fjar-
skiptum hér á landi en hvað varðar
fjölmiðlun lítum við til annarra
landa þar sem lítil kauptækifæri
eru í fjölmiðlum á Íslandi. Ef við
ætlum að vaxa á því sviði verður
það að gerast erlendis,“ segir
Skarphéðinn.
Horft til út-
landa með
fjárfestingu
í fjölmiðlum
Skarphéðinn Berg
Steinarsson
ÞETTA HELST . . .
HAGNAÐUR BNbank í Noregi á
þriðja ársfjórðungi nam 64 millj-
ónum norskra króna, samanborið
við 55 milljónir á sama tíma í fyrra.
BNbank er dótturfélag Íslands-
banka og segir í tilkynningu að
vöxtur á húsnæðislánamarkaði sé
grunnurinn að góðu gengi bankans
á tímabilinu. Viðskiptavinum bank-
ans hafi fjölgað mjög og útlán til
einstaklinga hafi aukist um 62% á
milli ára.
Þá hefur bankinn ákveðið að fara
í auglýsingarherferð til að auka
sýnileika merkisins. Hefur BNbank
gert samning við norska skíða-
sambandið um að hann muni
styrkja norska skíðamenn, og munu
sjónvarps- og dagblaðaauglýsingar
fylgja í kjölfarið þar sem skíðafólk-
ið mun kynna bankann.
Tekjur BNbank
aukast milli ára