Morgunblaðið - 27.10.2005, Síða 4

Morgunblaðið - 27.10.2005, Síða 4
4 B FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ  ) ! * !+$!      , -. /! !   "    # $   % $    )0#, .$!,  . *. ,  12 2 . 3 / ,. . 3 2/ 0 ,. . 4 -.2 . 50#.6# 708 ! 9:  !;  50 . !  "  " "  "  " " ( (" (" '" ' ' ' '" '           '   ! (  !    , -. /!  <=! , .  > ,. .  5   .  5? .  4> .                 -  @ .2-. . >-   ? -                & .  )5 )!. 6 .A0#.A- B .                 1CDE %F@ G 5)D *&E 3                       H G   A/..   FL GROUP hefur aukið hlut sinn í breska lággjaldaflugfélaginu easy- Jet í tvígang á síðustu dögum og á félagið nú tæplega 65 milljónir hluta í easyJet eða 16,18% hlut og er markaðsverðmætið um 20,5 millj- arðar króna. Fyrst keypti FL Group fjórar milljónir hluta, 0,99%, á mánudag en í fyrradag bættust við 4,8 milljónir hluta eða 1,2%. Kaupverð liggur ekki fyrir en gengi easyJet hefur hækkað veru- lega það sem af er viku, hækkaði um 5% á mánudag og meira en 6% á þriðjudag en lækkaði raunar í gær um 1,33%. Gengið var 296,5 pens/ hlut við lokun markaða í gær en 268,75 pens/hlut við opnun markaða á mánudag og er það hækkun um 10,33%. Gengi bréfa FL Group lækkaði aftur á móti um 2,11% í Kauphöll Íslands í gær en lækkun bréfanna það sem af er vikunni er um 1,4%. Verðmætið fjórum milljörðum meira en í upphafi vikunnar Í upphafi vikunnar var markaðsvirði hlutar FL Group í easyJet um 16 milljarðar en með kaupunum og hækkun á gengi bréfanna hefur markaðsverðmætið hlutar FL Gro- up aukist um meira en fjóra millj- arða, er nú um 192 milljónir punda sem jafngildir 20,5 milljörðum ís- lenskra króna. Bæði breskir og danskir fjöl- miðlar hafa að undanförnu fjallað nokkuð um hugsanleg kaup FL Gro- up á lágfargjaldafélaginu breska. Danska blaðið Børsen segir sér- fræðinga sjá hag í auknu samstarfi easyJet við Sterling en með því móti næði félagið fótfestu í Skandinavíu þar sem hlutdeild þess séu miklum mun minni en annars staðar í Evr- ópu. „Kaup hins íslenska FL Group á Sterling hafa ýtt undir væntingar manna um að næst standi til að kaupa easyJet. Það myndi með Ice- landair, sem er i eigu FL Group, gera Sterling að einu stærsta flug- félagi Evrópu og setja írska flug- félagið Ryanair í annað sæti. [-] FL Group hefur einmitt tryggt sér viðbótar fjármagn til kaupa á fyrirtækjum. Með 44 milljarða hlutafjárútboði er búið að leggja grunninn að frekari sókn félagsins erlendis.“ Í frétt á vef BBC er þó tekið fram að sérfræðingar hafi varað við því að hugsanleg yfirtaka á easyJet geti reynst mjög erfið í framkvæmd þar sem aðaleigandi félagsins, Stelios Haji-Ioannou og fjölskylda hans, sé tregur til að selja 40% hlut sinn í ea- syJet. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, vill ekki tjá sig um kaup fé- lagsins á bréfum í easyJet. Hlutur FL Group í easyJet meira en 20 milljarða virði )*       &+ A ,I . #A  ! 2.  608 A .7  J !  4  2 . ,--6  . ./6  . A ,I . #A  ! 2. 608 .A .7  J !    .,06  . 1-6  . A ,I .  #A  ! 2. 608 .A .7  J !  4  2 . 002-6  . 126  . K5? . L Eftir Arnór Gísla Ólafsson og Guðmund Sverri Þór Reuters Verðmæti Hlutur FL Group í breska lágfargjaldafélaginu easyJet hefur stóraukist á skömmum tíma. HAGNAÐUR Össurar hf. á fyrstu níu mánuðum þessa árs nam 8,6 milljónum Bandaríkjadala, eða liðlega 500 milljónum íslenskra króna. Þetta er nokkuð minni hagn- aður en á sama tímabili á síðasta ári, en þá var hagnaðurinn 11,8 milljónir dala. Greiningardeildir bankanna segja að afkoman sé í takt við væntingar. Ef tekið er tillit til óvenjulegra liða í rekstri Össurar er hagnaður félagsins á fyrstu níu mánuðum þessa árs hins vegar svipaður og á sama tímabili í fyrra, en á þriðja fjórðungi þessa árs var gjaldfærð 4,1 milljón dala í tengslum við end- urskipulagningu og samþættingu Royce Medical Holding, sem félagið keypti á fjórðungnum. Í heild voru gjaldfærðir óvenjulegir liðir upp á 6,7 milljónir dala á fjórðungnum og óvenjuleg tekjufærsla nam einni milljón. Áhrif þessa á hagnað fyrir afskriftir, vexti og skatta er því nei- kvæð um 5,7 milljónir dala. Að teknu tilliti til tekjuskatts lækka þessar gjaldfærslur hagnað Össur- ar hins vegar um 3,2 milljónir dala. Hagnaður Össurar á þriðja fjórð- ungi þessa árs nam rúmum 800 þúsund dölum, eða rúmum 50 millj- ónum króna en hann var 4,7 millj- ónir dala á sama tímabili í fyrra. Sala Össurar jókst um 45% á þriðja ársfjórðungi í ár og nam um 44,6 milljónum dala. Segir í tilkynn- ingu félagsins að fjórðungurinn sé sá söluhæsti frá upphafi, en hæsti fjórðungurinn áður hafi verið annar fjórðungur þessa árs. Í tilkynningunni frá Össuri segir að miklar breytingar hafi orðið á samstæðu Össurar við kaupin á Royce Medical Holding sem kom inn í reksturinn frá og með 11. ágúst síðastliðnum. Út úr samstæð- unni féllu frá fyrra ári rekstrarein- ingarnar Mauch og innanlandsdeild Össurar. Metsala Össurar                                                       ! "# !$ %# %&  #! '" #&' & # $ '% " # ' #&$ (' #" ) )"" ( """        * +       ) !' %% )%'   ,  +         * -   #! '). $. ! $ % %$ #% #)) ##' ! !"' % %&) " $# ) # %$! ($%" " !# ( "     #" !# #" $')    $ !'# ''. #).            !" #$ %&#   MJÖG erfitt er að komast upp með refsiverða markaðsmisnotkun hér á landi, bæði vegna virks eftirlits Kauphallar Íslands og Fjármálaeft- irlitsins, auk þess sem smæð ís- lenska markaðarins gerir slíkt at- hæfi enn erfiðara. Þetta segir Hlynur Jónsson, lögfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu. Í Morgunblaðinu í gær var sagt frá því að danska fjármálaeftirlitið hefur vísað til lögreglu tveimur mál- um sem varða misnotkun á markaði og ólögleg viðskipti með hlutabréf í dönsku kauphöllinni. „Eftirlit með verðbréfavið- skiptum hér á landi er mjög sam- bærilegt við ástand mála í Dan- mörku,“ segir Hlynur. „Kauphallirnar hér á landi og á öðr- um Norðurlöndum nota til þess tölvukerfi, sem kallast Smarts, og nemur allar óeðlilegar hreyfingar með bréf, eftirspurn eftir þeim og gengi. Ef eitthvað af þessu er ekki í takt við eðlilega þróun, miðað við ákveðna forskrift sem kerfið er mat- að á, þá hringja viðvörunarbjöllur.“ Auk þessa sjálfvirka kerfis berast eftirlitinu ábendingar frá aðilum, sem Hlynur segir að séu athugaðar þyki nauðsyn bera til. „Þessar bjöllur hringja oft, en langoftast eru eðlilegar skýringar á því,“ segir Hlynur. „Komist kaup- höllin hins vegar að því að frekari athugunar er þörf, kemur Fjármála- eftirlitið að málinu. Sé niðurstaða FME, að athugun eftirlitsins lokinni, að saknæmt athæfi hafi átt sér stað er máli vísað til efnahagsbrotadeild- ar lögreglu. Það hefur hins vegar ekki gerst hér á landi í málum af þessu tagi,“ segir Hlynur. „Virkt eftirlit á íslenska markaðnum“ SAMKVÆMT mælingum Rann- sóknaseturs verslunarinnar var velta í dagvöruverslun 13% meiri í september síðastliðnum en í sama mánuði árið 2004, á föstu verðlagi. Sala á áfengi í september var 18,5% meiri í ár en í fyrra og velta lyfja- verslana 8,1% meiri, á föstu verð- lagi. Síðastliðið ár hefur verð dagvöru lækkað um 2,8% en á sama tíma hefur verðlag á áfengi og í lyfja- verslunum því sem næst staðið í stað. Smásöluvísitalan hækkaði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.