Morgunblaðið - 27.10.2005, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2005 B 11
CAOZ hf. framleiðir tölvugerðar
teiknimyndir fyrir alþjóðamarkað.
Að sögn þeirra Hilmars Sigurðs-
sonar, framkvæmdastjóra og Arn-
ar Þórissonar, stjórnarmanns, er
mikill vöxtur framundan hjá CA-
OZ og félagið stefnir á að verða
eitt af þremur leiðandi fyr-
irtækjum í Evrópu á sviði tölvu-
teiknimynda.
CAOZ fram-
leiddi og setti á
markað fyrstu íslensku tölvugerðu
teiknimyndina um Litlu lirfuna
ljótu sem er mest seldi DVD á Ís-
landi og á að auki aðsóknarmet
fyrir stuttmyndir í kvikmynda-
húsum á Íslandi.
CAOZ vinnur nú að framleiðslu
á sinni annarri mynd, Anna og
skapsveiflurnar, eftir hugmynd og
sögu Sjón og verður myndin frum-
sýnd í vor. Heimsþekktir lista-
menn ljá raddir sínar í myndina og
má m.a. nefna Terry Jones, Dam-
on Albarn og Björk. Tónlist er
samin af Julian Nott og flutt af
hinum heimsþekkta breska
Brodsky kvartett. Auk þess vinnur
hreyfimyndasmiðurinn Kyle Balda
með CAOZ að myndinni, en Kyle
var m.a. stjórnandi hreyfimynda-
gerðar á Pöddulífi og Toy-Story 2
myndum Pixar.
„Teiknimyndamarkaðurinn er 52
milljarða dollara
markaður og er í
miklum vexti,“
segja Hilmar og Arnar. „Tölvu-
teiknaðar myndir eru að taka við
af hefðbundnum tvívíðum teikni-
myndum. Til marks um það er sú
staðreynd að 7 af 10 tekjuhæstu
teiknimyndum allra tíma eru
tölvuteiknaðar myndir sem hafa
komið út á síðustu 10 árum. Shrek
2 hefur aflað mestra tekna þeirra
allra í kvikmyndahúsum en mynd-
in hefur velt yfir 55 milljörðum
króna í sölu aðgöngumiða ein-
göngu. Eftir er að telja fram tölur
vegna sölu á myndböndum og
diskum og sölu á varningi tengd-
um myndinni. Framleiðslukostn-
aður myndarinnar var um 6 millj-
arðar króna.“
Hjá CAOZ er að ljúka þróun á
sjónvarpsþáttaröðinni Anna Young
sem er unnin út frá upprunalegu
hugmynd Sjón í Önnu og Skap-
sveiflunum. Þáttaröðin er skrifuð
af Jessicu Berkemeier, áströlskum
handritshöfundi. Hilmar segir að
ef áætlanir gangi eftir verði fram-
leiðsla hafin á þeirri þáttaröð á
fyrri hluta ársins 2006 sem sam-
framleiðsluverkefni með leiðandi
fyrirtækjum í Frakklandi og
Þýskalandi. „Verkefnið var kynnt í
fyrsta skipti á Cartoon Forum í
lok september sl. og vakti mikla
athygli og hafa í framhaldi nokkr-
ar stórar evrópskar sjónvarps-
stöðvar gefið vilyrði fyrir for-
kaupum á þáttaröðinni.“
Hjá CAOZ er unnið að þróun á
teiknimynd í fullri lengd til sýn-
inga í kvikmyndahúsum. Myndin
sækir efnivið sinn í norrænu goða-
fræðina og gengur undir heitinu
THÓR. Friðrik Erlingsson skrifar
handritið. „CAOZ hefur fengið
enskan meðframleiðanda til liðs
við sig í þetta verkefni. Hann var
m.a. framleiðandi á Chicken Run,
best sóttu evrópsku hreyfimynd
allra tíma og þeirri einu fram til
þessa sem náð hefur að velgja
stóru bandarísku teiknimyndunum
undir uggum. Jafnframt er hann
aðalframleiðandi Wallace and Gro-
mit myndarinnar sem er sýnd um
þessar mundir í kvikmyndahúsum
um allan heim við góðan orðstír.
Gert er ráð fyrir að þróuninni á
THÓR ljúki í árslok 2006 og frum-
sýning gæti orðið árið 2009.“
CAOZ með mörg
járn í eldinum
Morgunblaðið/Ásdís
Arnar Þórisson og Hilmar Sigurðsson: „Tölvuteiknaðar myndir eru að
taka við af hefðbundum tvívíðum teiknimyndum.“
NEW Amigos! er borðspil sem
kom fyrst út í Noregi árið 2002.
Markmiðið með spilinu er að læra
nýtt tungumál um leið og spilað er.
Spilið er hugsað fyrir leikmenn 8
ára og eldri og ætlaður öllum þeim
sem langar að læra nýtt tungumál,
bæta hæfni sína í erlendu tungumáli
eða einfaldlega skemmta sér.
Þegar hafa verið seld 122.000 ein-
tök af New Amigos! í Noregi og
Þýskalandi. Spilið verður gefið út í
Benelúx-löndunum og Frakklandi í
janúar á næsta ári.
Það er norska fyrirtækið New
Amigos AS sem á einkarétt á spilinu.
Það er þátttakandi á Seed Forum og
leitar nú fjárfesta til að koma fyr-
irtækinu á framfæri um allan heim.
Norsk/enski tónlistarmaðurinn
Lakki Patey fékk hugmyndina að
New Amigos! þegar hann var á ferð
um S-Ameríku og langaði að læra ný
tungumál á fljótlegan og einfaldan
hátt. Í spilinu eru 1.800 algengustu
orðin í því tungumáli sem um ræðir,
auk helstu orðasambanda, setninga
og sagna. Í Noregi og Þýskalandi
hefur spilið verið gefið út í enskri,
spænskri, franskri og ítalskri út-
gáfu, auk þess sem hægt er að fá
spilið í þýskri útgáfu í Noregi.
Tungumál á
augabragði
tengingum, rétt eins
og menn væru að
kaupa sér nýtt sjón-
varp. Skjávarpanum er
komið fyrir í loftinu og
er stjórnað með fjar-
stýringu. Það má síðan
tengja allan þannig
búnað við tækin, svo
sem DVD-spilara,
heimabíó, vídeóvélar
og svo framvegis.
„Vörum okkar er
ætlað að brúa bilið
milli hefðbundinna
skjávarpa og
Plasma-sjónvarpa,“
segir Jan Ott. „Við er-
um fyrsta fyrirtækið
til að setja þessa bylt-
ingarkenndu tækni á markað.
Markhópur okkar eru þeir sem
hyggjast kaupa skjávarpa til að fá
stórar myndir heima við, í fyrir-
tækjum eða stofnunum. Við leggjum
áherslu á stærð, stíl og verð og telj-
um okkur hafa náð
samkeppnisforskoti
á þessum sviðum.“
Xscreen er stofnað af fyrrum
starfsmönnum þróunardeildar
InFocus í Noregi og segir Jan Otto
að reynsla og tengsl starfsmanna
fyrirtækisins séu lykillinn að vel-
gengni þess. „Við höfum innan okk-
ar raða einstaklinga sem búa yfir
mikilli reynslu og þekkingu um allt
er viðkemur sjónvarpsskjáum úti
um allan heim.“
NORSKA fyr-
irtækið Xscreen kynn-
ir á Seed Forum risa-
sjónvarp og
myndvarpa sem fyrir-
tækið hefur hannað.
Framkvæmdastjóri
fyrirtækisins segir
búnaðinn brúa bilið
milli hefðbundinna
skjávarpa og Plasma-
sjónvarpa.
Framkvæmdastjóri
Xscreen, Jan Otto Rei-
mers, segir að mark-
aður fyrir stóra staf-
ræna skjái stækki
gríðarlega ört, auk
þess sem sala á skjá-
vörpum hafi aukist
verulega á undanförnum árum,
heimssalan hafi tvöfaldast á milli ár-
anna 2003 og 2004 og spáð sé mikilli
aukningu næstu árin.
Xscreen hefur þróað skjávarpa og
risaskjá með hágæða upplausn sem
byggist á DLP/LCD
tækni. Um er að
ræða 60–100 tommu
skjái fyrir heimili, fyrirtæki og
stofnanir. „Með nýrri tækni (Day-
light Film Technology by Xscreen)
er nú unnt að varpa mynd á risaskjá
við venjuleg birtuskilyrði án þess að
það komi niður á myndgæðum,“
segir Jan Otto.
Búnaður Xscreen samanstendur
af risaskjá, skjávarpa, hátölurum og
öllum nauðsynlegum snúrum og
Gæði á risaskjá
Jan Otto Reimers: „Við
leggjum áherslu á
stærð, stíl og verð.“