Morgunblaðið - 27.10.2005, Page 12
12 B FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
SÆNSKA kvikmyndafyrirtækið
White Shark er um þessar mundir að
hefja framleiðslu á þrívíddarteikni-
myndinni Astrid Silverlock, næst
dýrustu mynd
sem framleidd
hefur verið í
Svíþjóð. Ro-
bert Rhodin,
forstjóri White
Shark, segir að
myndin sé ein-
hverskonar
blanda af kvik-
myndunum
Shrek og
Hringadróttinssögu.
White Shark hefur á undanförnum
5 árum framleitt auglýsingar fyrir
ýmis fyrirtæki. Þá hefur fyrirtækið
einnig annast tæknibrellur í kvik-
myndum á borð við Hamilton, Adam
& Eva og Lilla Jönssonligan. En
núna hyggst fyrirtækið ráðast í sitt
stærsta verkefni, teiknimyndina um
Astrid Silverlock, sem er þrívídd-
arteiknimynd í fullri lengd. Handritið
er tilbúið að sögn
Rhodin, og búið að
ráða fólk til starfa.
Myndin segir frá
sænskum víkingum á
9. öld sem herja á
Bretlandseyjar. Vík-
ingahöfðinginn Eirík-
ur og sonur hans
Björn eru þar teknir í
gíslingu en tvíbura-
systir Björns, Astrid,
bíður þeirra í Svíþjóð.
Hana grunar að ekki
sé allt með felldu og
ákveður að bjarga
föður sínum og bróð-
ur úr prísundinni.
Rhodin segir mikla
möguleika felast í
kvikmyndagerð í dag og mörg tæki-
færi séu til vaxtar. Sérstaklega hafi
verið mikill vöxtur í gerð þrívídd-
arteiknimynda en þessi geiri kvik-
myndaiðnaðarins blómstri umfram
aðra. Hann segir að kostnaður við
gerð myndar af þessu tagi í Holly-
wood hlaupi á milljörðum
króna en áætlaður kostn-
aður við Astrid Silverlock
er áætlaður um 50 millj-
ónir sænskar krónur,
nærri 400 milljónir króna,
og yrði hún þar með næst
dýrasta mynd sænskrar
kvikmyndasögu. Myndin
hefur fengið styrk úr
sænska kvikmyndasjóðn-
um en annað fjármagn
verður sótt til einkaaðila.
Myndin verður að mestu
framleidd í Svíþjóð en
ákveðnum verkefnum við
framleiðsluna verður út-
hýst til Kína til að ná nið-
ur kostnaði. Rohdin segir
að þrátt fyrir norrænt yf-
irbragð hafi myndin alþjóðlega skír-
skotun og allar persónur mynd-
arinnar mæli á ensku. „Við erum með
gott handrit í höndunum og með
góðri hönnun og skemmtilegri sögu á
Astrid Silverlock möguleika á að slá í
gegn um allan heim,“ segir Rhodin.
Robert Rhodin: „Við
erum með gott handrit
í höndunum.“
Vöxtur í þrívíðum teiknimyndum
leiðslu,“ segir Are, „þar
sem áherslan er lögð á
endurnýtanlega orku.
Það er ljóst að það er
gríðarlegur markaður
fyrir straumorku út um
allan heim. Harmonica
Model getur leikið stórt
hlutverk í að uppfylla
framtíðar raforkuþörf
ýmissa strandsvæða.
Áætlanir okkar gera
sömuleiðis ráð fyrir að
kostnaður við rekstur
Harmonica Model sé
umtalsvert lægri en
annarra rafstöðva sem
nýta straumorku. Áætl-
uð ársframleiðsla er um
40 gígavattstundir og
er gert ráð fyrir að
kostnaðurinn við fram-
leiðsluna sé 0,05 evrur á hverja kíló-
vattstund.“
Allar einingar tækninnar eru þeg-
ar fyrir hendi og því mun Tidal Sails
ekki annast verklegar framkvæmdir
eða skipuleggja uppsetningu raf-
stöðvarinnar, heldur aðeins vera til
NORSKA fyrirtækið Tidal Sails
AS kynnir á Seed Forum rafstöðina
Harmonica Model sem ætlað er að
fanga straumorku sjávarfallanna.
Framkvæmdastjóri Tidal Sails segir
að sjávarföllin séu skilvirkasta að-
ferðin sem
þekkt er í
dag til að
framleiða
rafmagn.
Rafstöðin byggist í grófum drátt-
um á stórum seglum sem eru á
brautum neðansjávar og dragast
með sjávarföllum fram og tilbaka, og
knýja þannig rafal sem framleiðir
rafmagn. Are Børgesen, eigandi og
framkvæmdastjóri Tidal Sails, hefur
mikla reynslu af siglingum og fékk
hugmyndina að sjávarfallarafstöð-
inni í kappsiglingu, þegar hann
sigldi á móti vindi en með straumi.
Eftir hálftíma þóf hafði hann ekkert
þokast áfram en datt þá í hug að
hvolfa bátnum til að fá strauminn í
seglið.
„Loftslagsbreytingar og vaxandi
rafmagnsþörf knýja á um nýjar um-
hverfisvænar lausnir í raforkufram-
ráðgjafar samstarfs-
aðilum, s.s. orkufyr-
irtækjum eða opinber-
um stofnunum. Tidal
Sails sótti um einka-
leyfi á tækninni árið
2003 og gerir Are ráð
fyrir að jákvæð nið-
urstaða liggi fyrir á
næsta ári.
Are segir að Harm-
onica Model sé senni-
lega umhverfisvænsta
leiðin til rafmagns-
framleiðslu sem völ er
á. „Frá henni kemur
engin úrgangur né út-
blástur og af henni
starfar hvorki hljóð-
eða sjónmengun. Raf-
stöðin er auk þess
byggð á gömlum olíu-
pöllum og nýtir þar að auki óþrjót-
andi krafta sjávarins.“
Are segist spenntur fyrir að
kynna Íslendingum hugmyndir sín-
ar á Seed Forum í Reykjavík enda
sé hefð fyrir framleiðslu á grænni
orku á Íslandi.
Fanga krafta sjávarins
Are Børgesen: „Lofts-
lagsbeytingar og vax-
andi rafmagnsþörf
knýja á um nýjar um-
hverfisvænar lausnir.“
SPROTAFYRIRTÆKI
SJÓÐIR fyrir áhættufjárfest-
ingar í Bandaríkjunum setja u.þ.b.
0,25% af fjárfestingum sínum í fjár-
mögnun sprotafyrirtækja. Það eru
aftur á móti efnaðir einstaklingar,
svokallaðir „viðskipta-englar“ (e.
business angels), sem eru mikilvæg-
asta uppspretta fjármagns fyrir fyr-
irtæki á sprotastigi í Bandaríkj-
unum. Eitt helsta markmið Seed
Forum er að virkja þennan hóp,
búa til vettvang og síðan að und-
irbúa jarðveginn fyrir þá til að
koma að fyrirtækjunum.
Samkvæmt nýlegri könnun í
Bandaríkjunum hafa ríflega 23%
fyrirtækja sem hófu viðræður við
efnaða athafnamenn eða „við-
skiptaengla“ fengið fjármagn hjá
þeim á þessu ári og er það besti ár-
angur frá árinu 2000. Hluti af skýr-
ingunni er talin vera aukin gæði í
útfærslu viðskiptahugmynda og
skipulögð nálgun við framsetningu
og mat á þeim. Þessi aukning fjár-
festinga efnaðra athafnamanna í
sprotafjárfestingum kemur á sama
tíma og hlutfall fjárfestinga meðal
áhættufjárfestingasjóða í sprotafyr-
irtækjum hefur dregist nokkuð
saman en innan við 0,25% af upp-
hæð fjárfestinga í Bandaríkjunum
fóru til fjárfestinga í sprotafyr-
irtækjum á fyrstu sex mánuðum
þessa árs sem er lækkun frá fyrri
árum.
Jón Helgi Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Klaks nýsköp-
unarmiðstöðvar, segir áhugavert að
skoða þetta í samhengi við nýlegan
2,5 milljarða króna styrk íslenska
ríkisins til Nýsköpunarsjóðs at-
vinnulífsins. „Ef Nýsköpunarsjóður
hefur í hyggju að haga sér eins og
dæmigerður bandarískur áhættu-
fjárfestingasjóður þá þýðir það að
hann mun setja upphæð sem sam-
svarar einum þokkalegum jeppa,
eða rúmar 6 milljónir króna, í fjár-
festingar í sprotafyrirtækjum. Ann-
að nýlegt dæmi er fjárfestingar-
sjóðurinn Brú sem hefur safnað 5
milljörðum króna. Það liggur fyrir
að Brú ætlar fylgja áþekkri línu og
viðgengst víða um heim meðal
slíkra sjóða, að einbeita sér að fyr-
irtækjum sem eru lengra komin en
sprotafyrirtæki. Ef sömu hlutföll
eiga að gilda um Brú og meðaltal
áhættufjárfestingasjóða í Banda-
ríkjunum þá mun Brú verja 12,5
milljón króna í fjárfestingar í
sprotafyrirtæki. Það þýðir að þeir
fjármunir sem Brú hefur nú fengið
fá lífeyrissjóðum mun líklega
breyta litlu ef einhverju fyrir
sprotafjármögnun á Íslandi að mínu
viti og síðan á maður eftir að sjá
hvað kemur út úr starfsemi Ný-
sköpunarsjóðs.“
Þörf fyrir nýja nálgun
Í nýlegri skýrslu sem unnin var af
sérfræðingum iðnaðar- og við-
skiptaráðuneytum Bandaríkjanna
kemur fram að samdráttur í fjár-
festingum í sprotafyrirtækjum er
kerfisbundið vandamál sem ein-
kennir þróuð hagkerfi. Þar sem
færri og færri áhættufjárfest-
ingasjóðir séu virkir í sprota-
Vilja virkja
„viðskiptaengla“
..................
M a r k m i ð f j á r f e s t a -
þ i n g s i n s S e e d
F o r u m e r a ð l e i ð a
s a m a n á k e r f i s -
b u n d i n n h á t t
e f n a ð a a t h a f n a -
m e n n o g h á g æ ð a
s p r o t a f y r i r t æ k i .
..................
SÆNSKA lyfjafyrirtækið Bluefish
Pharmaceutical AB hyggst á næsta
ári hefja markaðssetningu og sölu
samheitalyfja á Norðurlöndum og
síðar innan Evrópusambandsins.
Fyrirtækið
kynnir starf-
semi sína á
Seed Forum í
Reykjavík.
Að sögn
Karls Karls-
sonar, framkvæmdastjóra Bluefish,
er fyrirtækið í samvinnu við sam-
heitalyfjafyrirtæki í Indlandi, þar
sem framleiðsla lyfjanna fer fram.
Karl segir að Bluefish muni mark-
aðssetja sig sem hreinræktað lág-
vöruverðsfyrirtæki innan samheita-
lyfjageirans, með litla yfirbyggingu
og áherslu á skipulagða og skilvirka
stefnumörkun.
„Þetta, ásamt sífellt stækkandi
markaði, mun gera Bluefish sveigj-
anlegt og þar af leið-
andi skapa fyrirtæk-
inu tækifæri til að
bjóða lægra verð en
keppinautarnir en
skila engu að síður
góðri afkomu,“ segir
Karl Karlsson.“
Það voru þeir Karl
Alexius Tiger Karls-
son og Lars-Göran
Kjellin sem stofnuðu
Bluefish Pharmaceuti-
cal AB. Karl hefur
unnið að stefnumörk-
un fyrir vörumerki í
Bandaríkjunum og
Lars-Göran er stofnandi sænsku
heilsu- og læknaþjónustunnar Cur-
era AB.
Í yfirstjórn fyrirtækisins er einnig
markaðsstjórinn Bo Rönnberg sem
m.a. hefur unnið auglýsinga-
herferðir fyrir SAS, H&M og Tele 2.
Einnig lyfjafræðing-
urinn Björn Magn-
usson, sem hefur veitt
forstöðu einu af apótek-
um Apoteksbolaget,
ríkisrekna apóteksins í
Svíþjóð.
Karl Karlsson segir
að líklega verði velta
Bluefish Pharmaceuti-
cal AB um 3 milljónir
evra, rúmar 200 millj-
ónir króna, á næsta ári
en áætlanir geri ráð
fyrir 86 milljóna evra,
ríflega 6 milljarða
króna, veltu árið 2010.
„Fjárfesting í Bluefish á
þessu stigi er þannig
líkleg til að skila góðri
arðsemi,“ segir hann. Karl segist
binda miklar vonir við þátttöku fyr-
irtækisins í Seed Forum. Markmiðið
sé að tryggja fjármögnun fyrir
minnst 2,5 milljón evra, um 180 millj-
ónir króna, auk þess sem þar stofnist
væntanlega til dýrmætra tengsla.
Lyf á lágu verði
Karl Karlsson: „Blue-
fish mun markaðssetja
sig sem hreinræktað
lágvöruverðsfyrirtæki.“