Morgunblaðið - 27.10.2005, Side 16
A
VION Group hefur staðið í stórræðum að
undanförnu með flugvélakaupum og fyr-
irtækjakaupum þar sem kaupin á Eimskip
fyrr á þessu ári ber hæst.
Í upphafi næsta árs stendur til að skrá
félagið í Kauphöll Íslands og þá verður eitt af andlit-
um þess út á við Dögg Hjaltalín sem er fjárfestateng-
ill hjá Avion Group.
Dögg er fædd í Reykjavík árið 1977 og alin upp í
Norðurmýrinni. Hún lauk stúdentsprófi frá Verzl-
unarskóla Íslands árið 1997 og prófi í viðskiptafræði
frá Háskóla Íslands árið 2002 en að því loknu nam
hún hagnýta fjölmiðlun við sama skóla.
„Skemmtilegasta námið sem ég hef stundað í er
samt Hússtjórnarskóli Reykjavíkur. Námið þar er ein
önn og þar lærði ég alvöru hluti eins og að prjóna og
sauma. Ég kunni að elda og baka áður en ég fór í
Húsó en auðvitað lærði ég ýmsar kúnstir til viðbótar
þar,“ segir Dögg.
Skemmtilegur skóli
Áður en hún tók við núverandi starfi hjá Avion Group
hafði Dögg starfað sem blaðamaður allan sinn starfs-
feril.
„Ég byrjaði að vinna á Viðskiptablaðinu um leið og
ég lauk námi í hagnýtri fjölmiðlun. Tæpum tveimur
árum seinna fór ég að vinna á Fréttablaðinu og tók
þátt í að setja Markaðinn, viðskiptablað Fréttablaðs-
ins, á laggirnar. Ég var ekki búin að vinna lengi á
Markaðinum þegar tækifæri kom til að vinna fyrir
Avion Group. Ég lít á þetta sem tækifæri sem kemur
bara einu sinni. Viðskiptablaðamennska er mjög
skemmtilegur skóli og ég veit að sú reynsla á eftir að
nýtast mér alla ævi,“ segir hún.
Dögg segist alltaf hafa haft gaman af því að læra
um viðskipti en hún hafi þó aldrei haft löngun til þess
að vinna í banka, þar sé ekki nóg um að vera.
„Fólk fær ákveðið „kikk“ út úr blaðamennsku þeg-
ar skammur tími er til þess að vinna verkefni. Ég fæ
þessa útrás í vinnunni minni í dag og það er alveg
nauðsynlegt.“
Dögg telur sig ekki vera vinnufíkil en henni þykir
vinnan þó afar mikilvægur hluti af lífinu. „Við erum
að undirbúa skráningu Avion Group á hlutabréfa-
markað þannig að það er nóg að gera.“
Á skemmtilega vini
Aðspurð segist hún aldrei hafa átt nein sérstök
áhugamál en að hún lesi mikið, hlusti á tónlist og fari
í leikhús. „Mér finnst gaman að tala,“ segir Dögg og
bætir við að hún hafi alltaf haft gaman af ferðalögum.
„Ég ferðaðist mjög mikið með foreldrum mínum þeg-
ar ég var yngri. Nú hefur dóttir mín tekið við því
hlutverki,“ segir Dögg en hún á eina dóttur sem heitir
Agnes og er sex ára. Hún er nú í Ísaksskóla. „Ætli
stærsta áhugmálið sé ekki að vera með vinum mínum.
Ég á ótrúlega skemmtilega og hæfileikaríka vini.“
Talandi um vini staðfesta þeir sem til Daggar
þekkja að hún hafi gaman af því að tala. „Hún hefur
smitandi hlátur og hlær mikið þannig að það er gam-
an að segja henni brandara,“ segir einn þeirra.
Dögg er að sögn vina sinna lífsglöð, hress og dug-
leg manneskja. „Hún hefur þann eiginleika góðs
blaðamanns að hún veit allt um alla, oft meira en við-
komandi veit sjálfur,“ segir einn fyrrum vinnufélaga
hennar.
Þegar Dögg er beðin um að lýsa sjálfri sér segist
hún vera jákvæð, hæfilega kærulaus og talnaglögg.
„Ég geri það sem ég hef gaman af,“ segir hún.
Aðspurð segist hún ekki hafa hugmynd um hvar
hún verði eftir tíu ár. „Ég verð að minnsta kosti að
gera eitthvað skemmtilegt með rauðvínsglas í hönd.“
Finnst gaman að tala
SVIPMYND
Morgunblaðið/Ásdís
sverrirth@mbl.is
Dögg Hjaltalín tók
við starfi fjárfesta-
tengils hjá Avion
Group fyrir
skömmu. Þá hafði
hún starfað sem
blaðamaður um
hríð. Guðmundur
Sverrir Þór bregður
upp svipmynd af
henni.
GENGI Bandaríkjadollars hefur
hækkað þó nokkuð á síðustu vik-
um. Þetta kemur berlega í ljós
þegar gengi dollarsins gagnvart
öðrum gjaldmiðlum er skoðað.
Tökum sem dæmi gengisvísitölu
íslensku krónunnar. Vísitalan hef-
ur lækkað um 4,7% frá því 1. sept-
ember og hefur gengi krónunnar
því styrkst sem því nemur. Gengi
dollarsins gagnvart krónunni hef-
ur á sama tíma lækkað um 2,8% –
var 61,96 krónur en er nú 60,22
krónur. Þetta sýnir að dollarinn
hefur að mörgu leyti haldið sjó
gagnvart gengisvísitölunni en
gengi annarra gjaldmiðla sem vísi-
talan samanstendur af hefur á
sama tíma lækkað meira gagnvart
krónunni.
Ef borið er saman gengi dollars
og evrukemur berlega í ljós að
gengi dollars hefur hækkað á
tímabilinu. Hinn 1. september
kostaði einn dollar 0,807 evrur en
í gær kostaði hann 0,828 evrur. Er
það hækkun um 2,6% en á sama
tíma hefur gengi evrunnar lækkað
um 5,3% gagnvart krónunni.
En hvað er það sem veldur?
Vaxtamunur við útlönd er hug-
tak sem okkur Íslendingum hefur
orðið tamt á síðustu mánuðum
enda er vaxtamunur ein helsta
ástæða þess hversu sterkt gengi
krónunnar er. Það sama á við í
Bandaríkjunum. Seðlabankinn hef-
ur hækkað vexti markvisst á síð-
ustu mánuðum sem forvörn við
verðbólgu. Þessar aðgerðir eru nú
að skila sér í hærra gengi enda
eru vextir í Evrópu og Japan enn
mjög lágir.
Dollarinn hækkar
Eftir Guðmund Sverri Þór
sverrirth@mbl.is
HAGNAÐUR Trygginga-
miðstöðvarinnar fyrstu níu
mánuði ársins nam 5,4 millj-
örðum króna en nam á síð-
asta ári á sama tíma 1,5
milljörðum. Hagnaður TM á
þriðja ársfjórðungi nam 2,5
milljörðum króna en á sama
tímabili á síðasta ári nam
hagnaðurinn 127 milljónum
króna.
Fram kemur í tilkynn-
ingu frá TM að rekstr-
arhagnaður af vátrygginga-
starfsemi í fjórðungnum
hafi numið 89 milljónum
króna. Raunafkoma vátryggingastarfsemi sé þó í járnum á
fyrstu níu mánuðum ársins. Talsvert endurmat á tjónaskuld
félagsins hafi farið fram á þriðja ársfjórðungi og megi að
óbreyttu ekki vænta jafn mikilla áhrifa endurmats á fjórða
ársfjórðungi.
Fjárfestingatekjur félagsins nema 2,5 milljörðum króna á
tímabilinu en námu 196 milljónum á sama tíma í fyrra. Fjár-
festingatekjurnar á tímabilinu skýrast fyrst og fremst af 2,3
milljarða króna hækkun vegna gangvirðisbreytinga skráðra
hlutabréfa.
Góð afkoma TM
CENTURY Aluminium
Company, móðurfélag Norð-
uráls á Grundartanga, var
rekið með 20,1 milljón dala
tapi, jafngildi um 1,2 millj-
arða íslenskra króna, á
þriðja fjórðungi ársins á
móti 16 milljóna dala tapi á
sama tímabili í fyrra.
Það sem af er árinu hefur
félagið þó verið rekið með
tæplega tveggja milljarða
króna hagnaði. Sölutekjur
félagsins fyrstu níu mánuði
ársins námu um 50,6 millj-
örðum íslenskra króna og
jukust um 9% miðað við
sama tímabil í fyrra en í
magni talið nam söluaukn-
ingin um 4,4%.
Stjórnarformaður Cent-
ury Aluminium, Craig Dav-
Century Aluminum er nú um
615 þúsund tonn af áli en
með stækkun álversins á
Grundartanga mun fram-
leiðlsugetan fara í 745 þús-
und tonn um mitt ár 2007.
anförnu auki okkur bjartsýni
höfum við áhyggjur af stöðu
orkumála í Bandaríkjunum
og áhrif af þeim á afkomu
fyrirtækisins,“ segir Davies.
Árleg framleiðslugeta
ies, segir að verri afkoma á
þriðja fjórðungi sé vegna
lækkandi verðs, kostnaðar
vegna fellibylja og hærra
orkuverðs. „Þrátt fyrir að
hækkandi verð á áli að und-
Tap varð af rekstri móðurfélags
Norðuráls á Grundartanga
Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson
&2
&2
&2
&2
&2
)!6-. * !8-.
)!6-. * !8-.
)!6-. * !8-.
"
"
"
"
" )!6-. * !8-.
"
"
"
"
"
)!6-. * !8-.
(" (" (" ("
("
)!6-. * !8-.
"
)!6-. * !8-.
"
"
"
"
)!6-. * !8-.
"
"
"
"
" )!6-. * !8-.
)!6-. * !8-.
3
3= (" '" '" '"
'"