Tíminn - 01.04.1970, Síða 5

Tíminn - 01.04.1970, Síða 5
I^BWtMTUDAGVR 26. marz 1970. TlMHWN MORGUN FFINU Saníbroésþjófur brauzt inn i hús. I>ar faldi hann sig ‘á.írak við gluggatjöidin og lit- áSist una. >að sem hann sá voru hjbnin, þar sem þau sátu «g lékiu fjórhent á píanó. — Iflss, hér er sennilega ekk- est, tíl að stela, hugsaöi þjóf- ’WBhn. — >au hljóta að vera ' iÉÉaík, fyrst þau þurfa bæði að spite á sama píanóið. — Það er ekki undarlegt þó við fáum oft súra mjólk, þegar þeir geyma hana svona úti í sólinni, sagði önnur og hin samsinnti. horgarfrúr voru á •“ uppi í sveit og komu í/ksýr vo-ru á beit. Gamall sjóari iá á skurðar- borðinu og var lítt hrifinn af öllu þessu tiisthandi, vildi helzt komast út sem fyrst. Við verð- um að reyma að róa hann, sagði þá læknirinn. — Jæja fyrst þið róið hérna líka, þá hlýtur þetta að vera í lagi sagði sá gamli og allt.gekk að óskum eftir það- 1 Þetta kalla ég nú þjórfé. Einn morguninin uppgötvaði gæzLumaðurinn í dýragarðinum, að einn fílliinn var kominn meið slæmian hósta. Þá tók hann það til bragðs, að setja xflösku af koníaki út í vatnsfötu og g-efa fílnum að drekka blönduna. Daginn eftir voru ailir fílarn- ir með hósta. — Elskan mín, kveinaði frú in. — Einu sinni lézt þú mig alltaf fá stærstu stykkin, en nú orðið borðarðu þau alltaf sjálfur. —• Já, en vina mín, svaraði bóndi hennar. •— Það er bara af því að maturinn þinn er svo miklu betri nú orðið. DENNI DÆMALAUSI Þið vcrðið að vera stilltir. ef ntamma fær ekki blumiinn sinn, fæ ég ekkert að gera það sem eftir er dags‘ns! „Ef þið viljið að ég glotti framan í ykkur, þá verðið þið að segja mér brandara“, sagði Ringo Starr um daginn við blaðamenn, og herma fregnir af þessum blaðamannafundi, að sumir fréttaritaranna hafi ver- ið vonsviknir yfir hve geðvond- ur Starr hafi verið, og sumir sögðu að greinilegt væri að hann hefði ekki snefil af leik- hæfileikum og akkúrat enga kímnigáfu, eins og alltaf væri þó verið að halda fram. En blaðamenn hafi ekki alltaf r.étt fyrir sér, og a. m. k. valdi Peter Sellers Bítilinni tii að leika með sér í mynd, og lét meira að segja vel yfir sam- starfi þeirra eftir á. Og það sem meira er, þeir sem unnu með Ringo að gerð myndarinn- ar, sögðu hann vera einkar sam- vionuþýðan, og bæði gáfaðan ctg skemmtilegan 'þar að auki. Varla er hægt að halda því fram að gagnrýnendur hafi ver ið sérlega blíðir víð hana Pet- ulu Clark, er þeir gagnrýndu hana fyrir söng og leik í „Good bye, mr. Ohips“, þar sem Peter 0‘Toole leikur aðalhlutverkið, Mr. Chips. Eitt af l-:num stærri banda- rísku tímaritum, sem um mynd ina skrifuðu, dvaldist lengi við það, að tíunda hve Greer Gar- son hefði satðið sig vel í þessu sama hlutverki fyrir mörgum árum, og að í saman- burði við Greer værj Petula eins og útsöluvara. Petula virðist hins vegar ekki láta gagnrýnina mikið á sig fá, og þegar hún kom fyrir stuttu til Engtands, f'öðuriands síns, auglýsti hún tónleika og fyllti Albert Iíall gjörsamega, en það telja menn mikið afrek í Lond on. Og ekki hafa sjónvarpsstöðv ar eða kvikmyndagerðarmenn snúið við henni baki, því tilboð um rignir yfir hana meir en nokkru sinn fyrr Margt bendir nú til þess að hin unga Liza Minelli ætli að taka upp met’kið eftir móður sína, og gerast mikil söng- stjarna, en móðir hennar sem kunnugt er, Judy Garland sem lézt fyrir skömmu. Liza, sem er dóttir þess fræga kvikmyndamanns, Vin- cente Minelli, er sögð hafa mjög góða rödd, ekki lakari en móðir hennar. Áður en Gar- land dó, komu þær nokkrum sinnum fra-m saman og gerðu mikla iukku, en nú stendur Liza sem sagt ein á sviðinu. Nýlega kom hún fram í París, fyllti þar heljarmikið ieikhús af aðdáendum sínum, og var sagt á eftir, að hún hafi kom- ið tii París'ar, séð og sigrað. Liza getur ekki skotið sér á bak við það, að fólk komi til að horfa á hana sjálfa, eða dást að sviðsframkomu hennar, þvi hún er sannarlega ekki falieg, því hljóta það að vera hin beztu meðmæli með rödd hennar, þeg- ar hennar, tekst að fylla sam- komuhús í París, eða svo segja aðdáendur hennar. Skilgreining: • Ökuníðingur telst sá maður vera, sem er jafnvel fíjótari að rjúka af stað á gula 1 jósinu en maður sjálfur. Hertogahjónin af Windsor hafa verið gift í 33 ár. Reynd- ar er hertoginn ekki sarna ung lambið og hann var þegar hann bar þá virðulegu nafnbót, Ját- varður konungur áttundi, en tímann sem sú nanfnbót var í fullu gildi, var víst hægt að telja. í mánuðum, því hann af- salaði sér heimsveldinu fyrir konuna sína, hana Wallis, eins og allir vita. Þ?u segja að hiónabandið hafi verið mjög hamingjasamt, saman hafi þau fundið sinn tón, þótt stundum hafi hann reyndar verið fremur hávaða- samur Hertoginn ber sín 76' ár með sömu reis.n og hann bef síðfrakkann sinn, og her- togaynjan. . . ja, um aldur kvenna má maður víst ekki tala, en vel að merkja, þá var hún drottning þessa dansleiks sem þau þarna yfirgefa hönd í hönd. Vanessa Redgrave, hin þrjá- tíu og þriggja ára gamla brezka leikkona sést á meðfylgjandi' mynd ásamt ítalska leikaranum Franco Nero, sem verið hefur vinur hennar um langa hríð. Vanessa lieldur á Carlo syni þeirra, en hann er aðeins fjög- urra mánaða gamall. Milii þeirra Vanessu og Nero er Franeo Zefirelli, en hann hefur nýlega lokið við nýjustu mynd sína, „Romeo og Júlíu“ og hef- ur nú ráðið þau Vanessu og nafna sinn til að léika aðal- hlutverkin í næstu mynd sinni. Efni þeirrar myndar er enn ekki lýðum ljóst, handrits- höfundur hefur þegar verið ráð inn, handritið enda löngu til- búið, því höfundur er Shake- speare.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.