Tíminn - 18.04.1970, Blaðsíða 4
4
TIMINN
LAUGARDAGUR 18. aprfl 1970.
Lsekkið
KOSTNAÐINN
ODYR
límbönd . ..
límbönd
PLASTPRENT H/F.
SIMI 38760/61
SÓLN8NG HF
SIMI 84320
BIFREIÐA-
STJORAR
FYRIRTÆKI —
KAUPFÉLÖG
Látið okkur gera hiólbarða yðar að úrvals
SNJÓHJÓLBÖRÐUM
Sólum ailar tegundir vörubifreiðabiólbarða.
Einnig MICHELIN vírhiólbarða
SÓLNBNG HF.
Sími 84320 — Póstholí 741
QiqmcJt ctq 'Pálmi
N/1
BRENNT SILFUR
FERMINGARGJÖF SEM EKKI GLEYMIST
HVERFISG. 16A — LAUGAV 70
Teiknari
Landsvirkjun óskar eftir að ráða teiknara sem
fyrst.
Umsóknir sendist skrifstofustjóra Landsvirkjunar,
Suðurlandsbraut 14, Reykjavík.
Mengunarhættan
Mengun ferskvatns, sjávar
og lofts af ýmiss konar efn-
um, sem eru framandi eða
beinlínis hættuleg lífinu, vofir
eins og dimmur skuggi yfir
flestum þéttbýlissvæðum
heimsins. Svo alvarlegum aug-
um líta sumar þjóðir á þetta
mál, að þær hafa skipað sér-
stakar stjórnardeildir til að
fjalla um það, og fjöldi rann-
sóknarstofnana vinnur nú að
því að kanna þessa mengun og
áhrif hennar, fylgist með
henni frá degi til dags.
Hér sem endri--:ær höfum
við landar verið tómlátir og
skálkað í því skjólinu, að ís-
land sé strjálbyggt og afskekkt
og lítil notkun hættulegra efna.
Hér gildir þó umfram allt sá
málsháttur, að ekki sé ráð,
nema í tíma sé tekið. Mengun-
ina þarf að fyrirbyggja frá upp-
hafi, því að hún er í mörgum til
fellum óafturkallanleg, eða af
leiðingar hennar. Um þetta
höfum við nýmörg dæmi frá
grannþjóðum okkar í Evrópu
og Ameríku, og af þeirra slys-
um getum við lært, því að til
þess eru vítin að varast þau.
Þess var áður getið, að hætt-
an á mengun ferksvatns og sjáv
ar gæti verið meiri hér, en i
heitari löndum, vegna þess hve
rotnunin er hér hægfara. Er þú
miðað við venjuleg úrgangs-
efni. Slík úrgangsefni eru
þó ekki í flokki hinna hættu-
legu efna. Þar eru hins vegar
öll þau lífrænu cfni, sem af ein-
'’verjum ástæðuri rotna hægt
eða alls ekki. Þr.u ru flest öll til
búin, svonefnd gerviefni, enda
þótt þau séu yfirleitt samsett
úr venjulegum lífrænu^. efn-
um.
Smáverur þær (bakteríur,
fnimdýr, sveppir o.s.frv.), scm
valda og viðhalda rotnun líf-
rænna efna, eru yfirleitt mjög
sérhæfar, og geta ekki nýtt þau
efni, sem eru frábrugð-
in að samsetningu, þcim sem
þau eiga að venjast. T.d. eru
enn engar Iífverur þekktar, sem
valdið geta rotnun í plasti og
skyldum efnum, og svipað er
að segja um mörg önnur gervi-
efni.
Gerviefnin koma nú víða við
sögu, og verst er, að stundum
er erfitt að vita hvort um er
að ræða gerviefni eða ekki.
Þannig er það t.d. með þvotta-
efnin, sem nú eru mest notuð.
Þau munu upphaflega hafa ver-
ið úr náttúrulegum efnum, eins
og sápu og sóda, en æ meira
færist nú í vöxt, að bæta í þau
tilbúnum efnum. Þvottaefnin
eru sérlega varasöm, vegna þess
að þau koma alls staðar við
sögu og fylgja manninum eftir
til hinna fjarlægustu heims-
hluta.
Mengun getur einnig stafað
af náttúrulegum efnum, eins
og t.d. af olíu, og á höfnum er
það einmitt olían, sem mestum
sköðum veldur. Hin risastóru
olíuskip, sem smíðuð hafa ver-
ið á seinni árum, eru nú eín-
hver mesta nættan, sem vofir
yfir höfnunum, og er skemmst
að minnast slyssins á Torrey-
Canyaon við suðurströnd Bret
lands. Svo að segja daglega
berast fréttir um alvarlega oliu
mengum í sjó eða vötnum.
Verður það langur listi og ljót-
ur, þegar sú saga verður skráð
Hér erum við á sama báti
og aðrir, enda hefur olíumeng-
unin oftar en einu sinni sótt
okkur heim. Hinir fjölmörgu
og stóru olíutankar, sem nú
standa við hvert hús í landinu,
hafa einnig í sér fólgna hættu,
ef úr þeim rennur, einkum ef
húsin standa við vötn eða vatns
föll. Sama hætta er að sjálf-
sögðu af olíuflutningum á veg
um, sem liggja á bökkum vatns-
falla. Virðist nú vera kominn
tími til að taka þessi olíumál til
alvarlegrar íhugunar. Erlendis
tíðkast það víða, að tryggja olíu
tanka með því að hafa bá tvö-
falda, eða með því að steypa
undir þá ker eða pönnur. Hef-
ur það síðarr.efnda t.d. verið
gert við Kísiliðjuna í Mývatns-
sveit .Stefna ætti að því að út-
rýma olíuhitun á vissum svæð-
um, sem eru sérstaklega við-
kvæm fyrir menguninni, enda
yrði ibúum þeirra gert kleift
að afla sér annars konar hitun-
ar.
Loks er það mengun Ioftsins,
sem líklega á eftir að komast
bráðlega á dagskrána hér, jafn-
harðan sem stóriðjan heldur
innreið sína. í því, sambandi er
mikilvægt, áð beir útlendu að-
ilar, sen. hér setja upp verk-
smiðjur, verði skyldaðir til þess
i samningum, að gera allt sem
í þeirra valdi stendur til að
forðast loftmengun. En þetta
er þó ekki nóg, því að í mörg-
um tilfellum er hreinlega ó-
mögulegt, að koma alveg í veg
fyrir hana. Er þvi mikilvægt,
að verksmiðjur verði settar þar
niður, sem vindasamast er og
minnst hætta á stöðnuðu lofti,
svo og sem fjærst hinum rækt-
uðu og þéttbýlu svæðum. Ýms-
ir útskagar landsins koma helzt
til greina í þcssu efni. Sú til-
laga, sem fram hefur komið, að
setja aluminíumvcrksmiðiju í
hið fjölbyggða og blómlega
Iandbúnaðarhérað, Eyjafjörð-
inn, þar sem vcður er lfldega
hvað stilltast á landinu, er gott
dæmi um hugsunarleysið í þess
um efnum.
Hreint loft og hrcint vatn,
eru líklega, þegar allt kemur tfl
alls, einhver mcstu anðæfi
landsins okkar, sem enn eru
óspillt að mestu. Þau má fyrtr
alla muni ekki skemma.
Helgi Hallgrímssom.
FERMINGAÚR
Veljið yður í hag Úrsmíði er okkar fág
Nivada
OMEGA
BARNALEIKTÆKI
ÍÞRÓTTATÆKI
Vélaverkstæði
BERNHARÐS HANNESS.,
SuSurlandsbraut 12.
Simi 35810.
Gdðjón StyukArssoim
HÆSTARÉTTARLÖCMADUR
AUSTURSTRÆTi S SlMI IS3S4